Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985
67
Scala-óperan opnar:
Pavarotti syngur aðalhlutverkið í Aidu
Tórínó, f Uiíu, 10. desember. Fri Brjnju Tomer.
„Tenórinn er viö góða heilsu og
því erum við rólegir," sagði Giulio
Bertola, leikstjóri óperunnar Aida á
blaðamannafundi sem Scala-óperu-
húsið í Mílanó boðaði til í síðustu
viku, en starfsár óperunnar hófst
um helgina með frumsýningu óperu
Verdis, þar sem Luchiano Pavarotti
og söngkonan Chiara syngja aðal-
hlutverkin.
Tenórsöngvarinn heimsfrægi,
Luchiano Pavarotti, opnaði ef svo
má að orði komast Scala-óperuna
að þessu sinni. Pavarotti syngur
Banna allt
flug SAAB
SF340
Stokkhólmi, 12. desember. Frá Erik
Liden, rréttnriUra Morgunblaósins.
SÆNSK og bandarísk flug-
máiayfirvöld hafa bannað allt
flug flugvéla af gerðinni SAAB
SF340 um ótilgreindan tíma
vegna síendurtekinna hreyfil-
bilana.
Alls hafa verksmiðjurnar
afhent 35 flugvélar af þessari
gerð, þar af eru 14 fljúgandi
í Bandaríkjunum. Seldar hafa
verið 79 flugvélar og er það
mun lélegri útkoma en verk-
smiðjurnar höfðu gert ráð
fyrir. í áætlunum þeirra á
sínum tíma var gert ráð fyrir
að um næstkomandi áramót
yrði búið að selja 200 flugvél-
ar af þessu tagi. Verksmiðj-
urnar munu ekki hafa fyrir
kostnaði við þróun og smíði
vélarinnar fyrr en seidar hafa
verið 250-300 flugvélar.
Framtíð flugrvélarinnar er
ekkiof björtídag.
Á síðustu fjórum mánuðum
hefur hreyfill stöðvast fimm
sinnum í SAAB SF340, í öll
skiptin í farflugi eða lækkun
í 11.000 til 16.000 feta hæð.
Síðasta atvikið var á þriðju-
dag og gat áhöfnin með engu
móti komið hreyflinum aftur
í gang. Auk þessa drapst sex
sinnum á hreyfli með svipuð-
um hætti við reynsluflug vél-
arinnar.
Talið er að ísing í hreyfli
valdi því að hann drepur á sér.
Vegna bilana við flugprófanir
var þjöppu og skrúfum breytt
á sínum tíma. Þá var stýft
frekar af hreyflinum þegar í
ljós kom að flugtaksbrun
flugvélarinnar var 150 metr-
um lengra en ráð var fyrir
gert á teikniborðinu.
Leikkonan
Anne Baxt-
er látin
New York, 12. desember. AP.
LEIKKONAN Anne Baxter lést í
New York á þriðjudag, 62 ára að
aldri. Hún átti að baki 45 ára feril
sem leikkona og hlaut m.a.
Óskarsverðlaun fyrir leik sinn f
kvikmyndinni „The razor’s edge“
árið 1946 og var tilnefnd til
Oskarsverðlauna fyrir leik sinni 1
kvikmyndinni „All about Eve“, þar
sem hún lék aðalhlutverkið.
Frú Baxter fékk heilablóðfall
hinn 4. desember sl. þegar hún var
á ferð á götu í New York. Hún var
flutt á gjörgæsiudeild Lenox Hill-
spítalans þar sem hún dó sl. þriðju-
dag. Að sögn lækna komst hún
aldrei til meðvitundar eftir heila-
blóðfallið.
fréturiura Moripinblaósins.
hlutverk Radamess í óperunni.
Hann var spurður að þvi á blaða-
mannafundi í tilefni af frumsýn-
ingunni, hvað honum fyndist um
hlutverkið. „Hlutverkið er ákaf-
lega dramatískt á köflum, en Verdi
krefur Radamess einnig á köflum
um mörg „pianissimo" (veikt sung-
ið) og ég hef í hyggju að virða þau
öll,“ sagði hann meðal annars.
Pavarotti syngur á fimm fyrstu
sýningunum, en heldur þá til New
York, þar sem hann syngur í óper-
unni Tosca í Metropolitan-óperu-
húsinu. Hann var spurður um
bandaríska óperugesti: „Mér byrj-
aði fyrst að ganga vel þegar ég fór
til Bandaríkjanna," svaraði Pava-
rotti. „Því er hins vegar ekki að
neita að það er að mörgu leyti
erfiðara að vinna þar, samkeppnin
er gifurleg. Mér líður hins vegar
vel þar og mér líður líka vel hér,
er í fínu formi og reiðubúinn til
þess að takast á við Radamess."
Maria Chiarra syngur hlutverk
Aidu. Hún þykir fara einstaklega
vel með þetta vandasama hlutverk
og hefur sungið það í frægum
óperuhúsum viða um heim, en
þetta er í fyrsta skipti sem hún
syngur það á Scala.
mm®
íát.SK0Ö>ðÞaU
.veiíðiaWVé^
barr\Ye\dnasta
^fÆ^*nn09’a''!íí'
ió Kauögrem
3emv\V\a
HS&e*
BlágigS,, ,*«««*
Lerðuogia9^u^m
æssgsssfr"
‘ssgte-
jó\asve\nai v
jólasveinar"
álaugardagW'1