Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR14. DESEMBER1985 Meðfylgjandi grein um bókina „Á YSTU NÖF“ birtist í Morgunblað- inu, sunnudaginn 11. september 1983 og er birt hér sem auglýs- ing með leyfi ritstjórnar. ~ Bókaútgáfan Geislar - S* 54674. Fyrri jarðlíf og dularíullur stjómmálamaður Bók aem nýlegm kom út eftir hinm þekktu kvikmyndmleikkonti Shirley MmcLmine og nefnist „Out on m limb“ hefur ollid nokkru Qmdrmfoki meóml mddáendm henn- mr. í bókinni fjmllmr Shirley m.m. um fyrri jmróvintir sinmr sem kenn- mrm (hinni týndu beimsálfu Atlmnt- is og dmnsmeyjmr ( egypsku kvennmbúrí. Þgr er einnig rmkið ástmrKvintýrí leikkonunnmr meó dulmrfullum mmnni, „Gerry“, sem hún segir þekktmn stjórnmálm- mmnn — en þettm hefur komið slúóurblöóunum ( mikió uppnám. „Hverjum befói nú dottið ( hug mó fólk hefói meirí áhugm á ástmr- Kvintýrum mlnum en reynslu minni utmn Ifkmmmns," segir hún um þettm (blmómviótmlL „Ég tel mig hmfm komist (smmbmnd vió verurn- mr fyrír hmndmn, en mmrgt fólk lítur sjálfsmgt svo á mó ég hmfi hreinlegm klikkmst." Löngu áður en Shirley MacLa- ine sendi frá sér þessa þriðju bók sína hafði hún gefið f skyn að væntanlegir lesendur myndu láta i ljósi efasemdir um að hún væri með fulla fimm. Hinar fyrri bækur hennar báru vott um ríka kímnigáfu og opnuðu skemmti- lega sýn inn í margslungið líf hennar. í annarri þeirra er fjall- að um ferðalög i Indlandi og Ne- apal — þar segir af ýmis konar dulrænu og leit að hinum óþekkta sannleika. En þessi bók gengur enn lengra er Shirley tekur að rifja upp fyrri jarðvist- ir. Þá fjallar hún einnig um leyndardómsfullt ástarævintýri sem hún segist hafa átt með kvæntum stjórnmálamanni, en hún nefnir hann aðeins „Gerry“. Þau ferðast viða og hann hefur á orði að hann sé konu sinni ótrúr og veltir þvi fyrir sér hvernig hann geti gert England að stór- veldi á ný. Hún lýsir i smáatrið- um eldheitum ástum sinum og ástmanns síns, sem hún gefur i skyn að sé meðlimur sósialista- flokks. Jafnframt fræðir hún lesandann um fyrri jarðvistir sinar sem kennara i hinni týndu heimsálfu Atlantis, dansmeyjar i egypsku kvennabúri og loks melludrottningar í vændishúsi i San Francisco. Hún segir einnig frá þvi að þegar hún stóð að gerð kvikmyndarinnar „Being there“ með Peter Sellers, hafi hann trú- að henni fyrir því að hann hefði einnig lifað áður. { bókinni lýsir Shirley þeirri skoðun sinni að draugar séu til. Hún þykist einnig hafa komist á snoðir um að hin 27 ára gamla dóttir hennar, sem að mestu ólst upp í Japan hjá fyrrverandi eig- inmanni hennar Steve Parker, hafi eitt sinn verið móðir sln í fyrra jarðlífi. „Dauðinn er ekki til,“ segir Shirley. „Líkamar okkar eru ekki annað en bústaðir sálarinn- ar. Mín eigin sál bíður þess stundum um þúsundir ára að finna næsta heimili. Fólk heldur að ég sé gengin af göflunum," sagði hún í viðtali við Ivor Davis i Dallas þar sem hún var stðdd ( því skyni að kynna bók sína. „En þessi bók hefur gerbreytt lífi mínu. Hún hefur gætt mig nýjum persónu- leika, nú get ég sungið, dansað og skrifað betur.“ Þó Shirley MacLaine sé næst- um fimmtug er hún ennþá-grönn og hefur unglegt yfirbragð. Hún klæðist fötum i skærum litum ( tatarastíl og gengur i hnéháum stigvélum. „Ég gerði að vísu ráð fyrir að þessi bók min myndi valda vangaveltum, en ekki vegna ást- arlifs míns heldur vegna þeirra minninga sem ég hef öðlast um fyrri jarðvistir i leit minni að minu sanna sjálfi,“ segir hún og lýsir furðu sinni á þvi að ástar- samband hennar og „Gerry“ hafi náð að komast í forsiðufyrir- sagnir blaða um heiminn þveran og endilangan og blaðamenn leiti dyrum og dyngjum að hin- um ástleitna stjórnmálacnann: í Bretlandi er því trúað að hann sé breskur, í Ástralíu að hann sé fyrrverandi utanríkisráðherra og í Svíþjóð að hann sé fyrrver- andi forsætisráðherra. „Hverjum hefði komið til hug- ar að áhugi fólks myndi beinast svona að holdlegri reynslu minni fremur en reynslu minni utan jarðlíkamans? En hefði ég sofið hjá öllum þeim stjórnmála- mönnum sem að undanförnu hafa verið orðaðir við mig, yrði ég liklega sett i glerkrukku hjá Sameinuðu þjóðunum,” segir Shirley og hlær. Frá upphafi ferils hennar hef- ur það þótt einkenna Shirley MacLaine að laga sannleikann i hendi og hafa fjörugt irayndun- arafl. Hjónaband hennar og Steve Parker var nafnið eitt ár- um saman, Peter gegndi bæöi hlutverki móður og föður gagn- vart dóttur þeirra en Shirley daðraði við hvern elskhugann af öðrum í einhvers konar leit að sjálfri sér. í bók sinni viðurkennir hún að „Gerry', hinn dularfulli elskhugi hennar, hafí fussað við fullyrð- ingum hennar um fyrri jarðlif sin. „Endurfæðingartrúin ef ekki annað en draumórar fólks sem ekkert annað hefur til að lifa fyrir,“ segir hann við hana á einum stað. „En ég hef ekki skrifað annað en sannleikann/ segir Shirley. „Eg hef haft samband við verur á öðrum tilverustigum og veit að framlíf er fyrir hendi. Reynsla mín síðasta áratug hefur verið bæði margháttuð og erfrið og til að halda jafvægi hef ég skrifað það allt saman niður.“ Og hvað sem líður efasemdum manna um sannsögli Shirley MacLaine þá virðist bók hennar vera á góðri leið með að komast á metsölulistann, og hefur þegar farið í þriðju prentun. Loksins á íslensku! Bókin fór strax í 1. sæti yfir vinsælustu bæk- ur í Bandaríkjunum og var í 1. sæti samtals í 25 vikur! Búið er að þýða bókina á norsku, sænsku, dönsku og finnsku. Alls er búið að þýða bókina á 13 tungumál á einu og hálfu áril Hvað heldurðu að bókin nái til margra milljóna manna? Kvikmynd um bókina kemur á markað 1986! Af hverju verð- ur þessi þriðja bók hennar svona geysi- vinsæl? Árið 2000 er eftir 15 ár! Langar þig að skyggnast inn í hugarheim 21. aldar- innar. Eldhúskrókurinn Smákökur Ég sagðist í síðustu Dyngju ætla að gefa ykkur uppskriftir að nokkrum tegundum af smákökum. Vona ég að ekki hafi allir lokið smákökubakstrinum fyrir jólin, því þessar eru allar afar ljúffengar. Vanilluhattar 175 gr. lint smjör eða smjörlíki, 1 egg, 1 eggjarauða, 1 tesk. van- illusykur eða dropar, rifinn börk- ur af einni sítrónu, 125 gr. saxað- ar möndlur, 175 gr. sigtaður flór- sykur, 125 gr. hveiti, 25 gr. kart- öflumjöl, 125 gr. hjúpsúkkulaði. Smjörið, eggið, eggjarauðan, sítrónubörkurinn og vanillan hrærð saman. Möndlur, flórsykur, hveiti og kartöflumjöl sett út í og deigið hnoðað, svo látið bíða í um það bil 30 mínútur. Þá eru gerðar úr því lengjur, um 2 sm í þvermál. Lengjurnar skornar í litlar skífur sem rúllaðar eru með höndunum i kúlur. Sett á plötu með smjörpappir á og bakað í um 10—12 minútur við 175° hita. Hjúpsúkkulaðið brætt (skv. leiðarvísi á pakka) og þegar kökurnar eru orðnar kaldar er helmingi hverrar þeirra dýft í súkkulaðið og kökurnar látnar kólna á rist. Lítil marsipanbrauð 200 gr. marsipan (rá masse), 35 gr. flórsykur, 100 gr. smátt sax- aðar og afhýddar möndlur, 1 eggjarauða. Músið marsipan- massann með gaffli. Sigtið flór- sykur yfir, bætið möndlum og eggjarauðu saman við og hnoðið. Rúllið út í lengjur og skerið í lítil ílöng fingurþykk „brauð", skerið í með hníf (sjá mynd). Bakist við um 170° hita í tíu mínútur. Smákökur með „hirsi“ (fæst í kornmörkuðum) 125 gr. smjörlíki, 150 gr. sykur, 2 egg, 1 tesk. kanill, xk tesk. engifer, framan á hnífsodd kardimomma, 175 gr. hnetu- kjarnar (malaðir), 50 gr. gróft hirsi, 50 gr. hveiti, 1 tesk. lyfti- duft, hjúpsúkkulaði. Smjörlíki og sykur hrærist ljóst. Eggjum bætt útí, einu í senn. Kryddi, hirsi og möluðum hnetukjörnum blandað saman við, og að lokum hveiti blönduðu með lyftidufti. Deigið sett á pappírsklædda bökunarplötu með lítilli teskeið. Bakast í um 15—18 mínútur i 170° heitum ofni. Kaldar kökurnar skreyttar með bræddu súkkulaði (notið sprautu). V alhnetusmákökur 175 gr. hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 'k tesk. matarsódi, 75 gr. sykur, 50 gr. valhnetur, saxaðar, 3 matsk. síróp. Sigtið saman í skál hveiti, lyftiduft og sóda. Bætið í sykri og smjörlíkið mulið saman við. Gerið gróft, laust deig. Látið siðan sirópið út í og hnoðið. Búið til kúlur á stærð við valhnetur. Setjið á pappírsklædda plötu og hafið gott bil á milli. Bakið i 15 mínútur í 190° heitum ofni. Látið kökurnar kólna á bökunarrist. Athugiö að þetta er litil uppskrift, um það bil 20 kökur. Og að lokum kókostoppar til að nýta eggjahvíturnar frá van- illu- og marsipankökunum: 2 eggjahvitur, 150 gr. sykur, 150 gr. kókosmjöl. Þeytið hvíturnar stifar, bland- ið sykrinum varlega saman við ásamt kókosmjölinu. Sett á plötu með teskeið. Bakist í um 20 mínútur í 170° heitum ofni. Þetta er einnig lítil uppskrift, um það bil 12—14 kökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.