Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 65 Sigmundur Ó. Steinarsson heimildir og of margir af þeim sem þá voru í baráttunni fallnir frá. En sú alúð sem Sigmundur leggur greinilega í það sem hann er að gera og sá vilji sem hann sýnir til þess að tína það til sem mögulegt er benda til þess að hann sé fullfær um að annast þetta verk svo sem best verður mögulegt. ótalinn er einn af meginkostum bókarinnar Sókn og sætir sigrar. Myndirnar. það er hreint ótrúlegt hvað Sigmundi hefur tekist að safna saman miklu og einnig skemmtilegum ljósmyndum og það er líka hróss vert hve vel honum tekst að flétta saman myndir og texta og búa þannig til eðlilega samfellu. Bókin er að auki prentuð á mjög góðan pappír þannig að myndirnar njóta sín til fulls. Sjálfsagt er að nefna einnig til það sem undirrituðum finnst vera helstu gallar bókarinnar. Þeir eru að stundum eru lýsingarnar heldur hástemmdar og notkun lýsingar- orða á ágæti manna lítt í hóf stillt, hvort sem höfundur fer um þá orðum frá eigin brjósti eða lætur aðra segja frá. En það er víst venja í íþróttaskrifum að spara önnur orð meira en lýsingarorðin. Og annað: í bókinni kemur fram það sem er töluvert einkennandi fyrir íþróttaskrif um þessar mundir — orðfátækt. íþróttafréttamenn þurfa að átta sig á því að stór hluti lesenda þeirra er ungt fólk og með góðum orðaforða og réttri notkun hans geta þeir lagt þungt lóð á vogarskálar sóknar íslenskrar tungu sem nú á að hefja af alvöru. Vel getur verið að þessi orð séu sögð af því að sá er ritar tilheyrir í mörgu gömlu íþróttafréttamönn- unum, „sem voru allir í íslendinga- sögunum" eins og haft er eftir Hermanni Gunnarssyni í bók Sig- mundar. Það er fengur að bókinni Sókn og sætir sigrar. Hér er vel af stað farið í ritun sögu íslenskrar knatt- spyrnu og höfundur nær að sam- eina skemmtun og fróðleik í bók sem er sett mjög lifandi og nýstár- lega upp. Það verður gaman að fá meira að heyra. Grallarar í fjársjóðsleit. Indiana Jones hittir Enid Blyton Kvikmyndir Árni Þórarinsson Bíóhöllin: Grallararnir — The Goonies ★★‘/2 _ Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Chris Columbus. Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: Sean Astin, Josh Brolin, Jeff Cohen, Corey Feld- man, Ke Huy Quan. Draumaverksmiðja Steven Spielbergs dælir úr sér hverju ævintýrinu af öðru fyrir ungu áhorfendaskarana. Tvö þeirra eru jólatromp reykvískra kvikmynda- húsa, The Goonies í Bíóhöllinni og Back to the Future í Laugarásbíói. Og það verður að segjast eins og er, amk. hvað þessa mynd varðar, að grundvallarskilyrði fyrir því að menn njóti ævintýranna er að þeir séu ungir í anda ef ekki ungir að árum. Goonies, sem Spielberg fram- leiðir og á hugmyndina að, er ekki óaðfinnanleg kvikmynd. Það má fetta fingur út í heldur langdreg- inn upptakt, ógreinilega hljóðritun samtöl hinna óðamála söguhetja, skort á skörpum línum í handriti og lítt áhugaverðan hóp illmenna. En slíkar aðfinnslur eru einhvern veginn á skjön við það skemmti- gildi sem myndin ótvírætt hefur fyrir sína áhorfendur. Þar er reist á tryggum forskriftum sem sóttar eru jöfnum höndum til annarra verka þeirra Spielbergs og George Lucas, einkum myndanna um Ind- iana Jones, og hefðbundinna spennusagna fyrir unglinga á borð við bækur Enids Blyton. Spielberg og handritshöfundur hans, Chris Columbus, sem einnig skrifaði Gremlins, segja hér sögu af ungu grallaragengi og nokkrum eldri félögum þess sem leita að sjóræningjafjársjóði með hjálp gamals uppdráttar í von um að bjarga fjárhag föðurs tveggja þeirra. Berst leikurinn um miklar hættuslóðir neðanjarðar með ólán- legt tríó strokufanga, aldraða móður og tvo syni hennar á hælun- um, jafnframt því sem þriðji bróð- irinn, vanskapað afstyrmi, slæst í förina. Innkoma hans og hlutverk í myndinni er reyndar óttalega ómerkileg. En þegar þessi hættu- för er hafin fyrir alvöru og grall- arnir eiga fótum fjör að launa undan linnulausum gildrum og aðvífandi beinagrindum að hætti Indiana Jones er ómögulegt að láta sér leiðast. HENDljR FRAMUR ERMUM STflÐUR ÞEIRRA SEM VERÐfl AÐ BJARGA SER SJflLFIR EN ER EKKI SAMA HVAÐ ÞAÐ KOSTAR Málningarbrúsi kr. 169.- Halogen Ijós kr. 2.059.- Toppgrindarbindingar kr. 1.189.- Verkfærakassi kr. 539.- Raco verkfærasett kr. 1.389.- Borvél kr. 2.269 Topplyklasett kr. 499.- Bílagardínur kr. 879.- Tengill kr. 239.- HENDUR FRAM-UR ERMUM BYGGINGAVÖRUR OGVERKFÆRI HAGKAUP Skeifunni 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.