Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 V r t Eiginkona mín og móöir okkar, LILJA LÁRUSDÓTTIR, Gnoöarvogi 62, lést í Öldrunardeild Landspítalans þann 12. desember. Pétur Guöjónsson, Sólrún Pótursdóttir, Lárus Arnar Pótursson. t STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Hliöi, Eyrarbakka, andaöist á dvalarheimilinu Kumbaravogi föstudaginn 13. desemb- er. Ingvar Halldórsson, börn og tengdabörn. t Eiginmaöur minn, JÓN SIGURDSSON, Blöndubakka 3, lést á heimili sínu 11. desember. Fyrir hönd ættingja, Þórunn Gunnlaugsdóttir. t Útför móöur okkar, STEINUNNAR MAGNÚSDÓTTUR, Reynihvammi 25, Kópavogi, veröur gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. desember kl. 10.30. Fyrir hönd aöstandenda, Jóhanna Bóel, Magnea og Svava Siguröardætur. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför INGVELDARSTEFÁNSDÓTTUR, Silfurgötu 15, Stykkishólmi. Eyjólfur Stefónsson, Guðlaug Ágústsdóttir, Guömundur Kolb. Björnsson, Snorri Agústsson, Helga Steingrímsdóttir, Pétur Ágústsson, Svanborg Siggeirsdóttir, Eyþór Ágústsson, Valdimar Ágústsson, Stefán Ágústsson og barnabörn. t Þökkum hjartanlega öllum er vottuöu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar, vinar og bróöur, LÁRUSARJÓNSTHORARENSEN. Bogi Thorarensen, Lilja Sæmundsdóttir, Bryndís Bragadóttir og systkini. t Þökkum innilega sýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GRÓU HERDÍSAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hlíðarvegi 15, Grundarfiröi. Gísli Magnússon, börn, tengdabörn og barnabörn. 1 Legsteinar gramt - - marmari Opið alla daga, einnig kvöld ^0l(Lnit ö Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar. símar 620809 og 72818. Minning: Sigríður Guðmunds- dóttir, Bolungarvík Fædd 15. júní 1892 Diin 9. desember 1985 Það var að kveðja, og er jarðsett í dag, góð, heiðarleg, skynsöm og dugleg kona, sem átti það að mér að ég fylgdi henni til grafar með nokkrum línum. Hún vék að mér góðu í æsku. Maður gerir það fyrir sjálfan sig að minnast látinna og er þó reyndar ekki viss um, nema þeir lesi úr pennanum og það gleðji þá nokkur vingjarnleg minningar- orð. Ef trú þessarar konu er rétt, þá veit hún hvað ég er að skrifa og þá líka að ég meina það sem ég skrifa. Það er náttúrlega ekki mér og fleirum áhyggjulaust, ef það reynist svo að maður viti hvað þeir hugsa sem minnast manns, en Sigríði Guðmundsdóttur fylgja aðeins hlýjar hugsanir samferða- manna. Það eru fleiri en ég sem eiga henni gott að gjalda, hún var svo einstaklega hjálpsöm og vel- viljuð og lifði alltaf undir því boðorði, þegar hún gat um efni fram, sem oft var, að sér og sínum legðist eitthvað til með guðshjálp. Hún trúði á góðan og réttlátan Guð, hann yfirgæfi ekki í nauðum þá sem á hann tryðu. Sigríður Guðmundsdóttir fædd- ist að Brekku í Gilsfirði 15. júní 1892, dóttir hjónanna Gróu Jónínu Guðmundsdóttur og Guðmundar Magnússonar. Engin deili veit ég á ættum þeirra hjóna, en held að ætt Guðmundar hafi verið breið- firsk, hann var fæddur í Flatey 1855, og ætt Gróu bæði úr Breiða- firði og af Ströndum. Út af Guð- mundi, föður Gróu, er kominn mikill ættbálkur vestra, einkum var svo á ísafirði og er víst enn, Samúel, bróðir Gróu, átti 16 börn og mörg þeirra síðan einnig barn- mörg, eitt barna Samúels var Jón Eðvald, kaupmaður og konsúll á ísafirði, og dóttursonur Samúels er Eggert Halldórsson, einn af stofnendum Norðurtangans hf. á ísafirði, og hans fólk þar enn mjög fjölmennt. Þau hjón, Gróa og Guðmundur, bjuggu fyrst á Brekku, en síðan á Ljúfustöðum í Kollafirði á Strönd- um. Vestur að Djúpi fluttust þau upp úr aldamótum og þá til Bol- ungavíkur. Sigríður var þá um fermingu og með henni er horfin ein sú mann- eskja, sem mundi flestum betur Bolungavík á hennar fyrra blóma- skeiði sem fjölmenns sjávarpláss með fastri búsetu manna. Bol- ungavík var allar árabáta-aldirnar fjölmennasta verstöð landsins, þótt það hafi einhvern veginn komist inn á kennslubækur, að það hafi verið Vestmannaeyjar, en upp úr 1890 tók fólki með fasta búsetu að fjölga þar og um 1910 voru þar búsettir rúmt þúsund manna. Sig- ríður heitin var sjór af sögum úr þessu plássi, enda átti hún þar þau árin, sem flestum eru minnisstæð- ust. Þar átti hún sína fyrstu og einu ást á manni og þar fæddust henni öll börnin nema eitt. Hún giftist 18 ára gömul Árna Sigurðssyni 10. apríl 1910. Og enda þótt hún væri heppin með eiginmann og með þeim hjónum mikið ástríki frá fyrstu tíð og allan þeirra hjúskap, þá urðu fyrstu árin þessari ungu konu mikil sársaukaár. Þeim hjón- um fæddist fyrsta barnið 1911 og það fæddist andvana og það næsta lifði aðeins í þrjá mánuði. Þetta voru drengir. En eftir þetta ríkti hin mesta farsæld i barneignum þeirra hjóna. Þriðja barnið fædd- ist 1913 og síðan hvert af öðru með tveggja ára millibili þrjú fyrstu börnin, en alls urðu börn þeirra sex og öll enn á lífi. Mannlífið í plássinu fór eftir aflabrögðum og fiskverði og um hvort tveggja gat brugðið til beggja vona. Fólki búnaðist því misjafnlega eftir árferði og marg- ur bjó við mikla fátækt í slæmum árum, en þar sem bæði hjónin voru hinar mestu forstandsmanneskjur og samhent í vinnusemi og reglu- semi, þá búnaðist þeim ævinlega með því sem best gerðist hjá al- þýðu manna, þótt ómegð hlæðist á þau. Hvorugu þeirra féll nokkurn tíma verk úr hendi. Árni Sigurðs- son var eftirsóttur maður í skip- rúm, hann var bæði verklaginn með afbrigðum og afkastamikill þar eftir, og var öllum geðfelldur, því að hann var glaður maður og skaplyndið einstaklega gott. Það hafa sagt mér menn, sem voru fé- lagar Árna til sjós, að þeir hafi ekki þekkt mann með betra geðs- lagi. Eg er heima þegar um er að ræða föðurætt Árna Sigurðssonar, því að það er mín eigin föðurætt, Hólsætt, og hana þarf ég alltaf að rekja, hvenær sem ég minnist Bolvíkings. Sigurður Árnason, formaður í Bolungavík, var frá Hóli, en bjó á Mölunum, að minnsta kosti hin síðari ár sín. Hann var sonur Árna Jónssonar, en móðir Árna var Þóra Árnadóttir bónda á Meiri-Bakka í Skálavík, Árnasonar bónda á Ósi í Bolungavík, Magnússonar augða í Meiri-Hlíð, en með honum er Hólsætt komin inn í Islandssöguna Minning: Gísli H. Jónsson, Stóra-Búrfelli Fæddur 26. september 1912 Dáinn 7. desember 1985 Aðfaranótt 7. þ.m. lést í Héraðs- hæli Austur-Húnvetninga að Blönduósi Gísli Húnfjörð Jónsson bóndi á Stóra-Búrfelli í Svína- vatnshreppi, eftir langa vanheilsu. Hér var sjá sjúkdómur að verki, er leggur svo marga að velli nú á dögum. Til grafar er genginn góður og greindur maður, duglegur og áhugasamur — samviskusamur við öll störf, er hann innti af hendi. Gísli fæddist að Syðri-Löngu- mýri og átti þar heima fyrstu átta æviárin, en þá fluttust foreldrar hans að Ásum í Ásum, þar sem hann ólst upp til fullorðinsára hjá foreldrum sínum, en þau voru: Jón Gíslason (1881—1936) og Anna Jónsdóttir (1881—1948). Bæinn Ása ber hátt og sést því víða að. Ég sem alinn er upp á Laxárdal, átti oft leið niður í Langadal, og fór þá jafnan Strjúgsskarð. Þegar komið er nokkur niður í skarð þetta blasa Ásarnir við augum, og þá allra helst bærinn með sama heiti. Fannst mér ungum sem jörð þessi gæti vart borið annað nafn en þetta. Þarna ólst Gísli að miklu leyti upp hjá foreldrum sínum, sem þegar hafa verið nefndir. Arið 1932 lagði Gísli leið sína í Bændaskólann að Hólum í Hjaltadal, og lauk hann þaðan búfræðiprófi. Að námi þarna loknu vann Gísli að búi foreldra sinna, en tók að fullu við búsforráðum, er faðir hans lést á besta aldri, árið 1936. Árið 1943 kvæntist Gísli Ingi- björgu Daníelsdóttur frá Stóra- Búrfelli, f. 1923, d. 1978. Bjuggu þau fyrstu tvö búskaparárin á Litla-Búrfelli, en fluttust þá að Stóra-Búrfelli. Daníel faðir Ingi- með ýmsum fyrirmönnum aftur til óðins og þeirra frænda, svo sem gerist í vönduðum ættartölum ís- lenskum. Afkomendur Sigurðar Árnasonar eru flestir, ef ekki allir, löngu burtfluttir úr Bolungavík, en út af Magnúsi, bróður Árna Jónssonar, föður Sigurðar, er enn margt manna í Bolungavík og var þó um skeið miklu fleira, því að synir Magnúsar, Elías, Jón og Ketill, áttu fjölda barna og eins Jóna, dóttir Magnúsar. Var þetta mikið dugnaðarfólk, kom utan yfir heiðina úr Skálavík, en þar hafði Magnúsbúið. Móðurætt Árna var einnig úr Bolungavík, þó ekki í ættir fram, það ég viti. Móðir hans var Ingi- björg Kristín Rósinkransdóttir bónda á Miðdal, en hann fórst í fiskiróðri 1863. Þóra, móðir Ingi- bjargar, var Hallgrímsdóttir á ósi I Bolungavík, en ég held að báðir foreldrar Ingibjargar hafi átt ættir að rekja í Inn-Djúpið og til Súgandafjarðar. Vér Hólsmenn teljum ekki fólk ættað úr Bolunga- vík, nema við getum rakið ætt þess til 1602, að þau bjuggu á Hóli, Elín Magnúsdóttir prúða og Sæmundur Árnason, sýslumanns á Hlíðarenda. Hins vegar erum við sáttir við að fólk kalli sig Bolvík- inga, sem þar er fætt eða uppalið, ef það er gott fólk. Þau Sigríður og Árni bjuggu úti á Bökkum í Bolungavíkurmölum, yzta húsinu i plássinu, næst ófær- unni, sem afmarkar Víkina að norðan. Þar gat Sigríður fylgst með ljósi, sem kom fyrir Ófæru, þegar bátur manns hennar var seint á ferð af sjónum. Hún bjó samt ekki við mikla hræðslu um mann sinn, því að hvort tveggja var að fyrir henni var allt hans ráð sem og hennar í guðshendi og hún var kona, sem vissi margt bjargar átti þá jörð einnig. Þar bjuggu þau Gísli og Ingibörg síðan. Og hann, eftir dauða konu sinnar, til dauðadags. Þeim hjónum fæddust þrjú börn, og eru þau þessi: Ásgerður, búsett að Hrísbrú í Mosfellssveit, gift Ólafi Ingimundarsyni, og eiga þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.