Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 í átt til meiri farsældar — eftir Ingimar F. Jóhannsson Hinn 5. nóv. sl. voru áttatíu ár liðin frá því að Baldvin Einars- son söðla- og aktygjasmiður opnaði verkstæði sitt í Reykja- vík. Baldvin kom heim frá námi sumarið 1905, þá tvítugur að aldri og hafði þá um fjögurra ára skeið stundað nám í Noregi. Til Noregs hélt hann árið 1901 og hafði þá nýlokið prófi í söðla- smíði hjá ólafi Eiríkssyni söðla- smið í Reykjavík. Á þeim árum lærðu of margir söðlasmíði og var því erfitt fyrir hinn unga söðlasmið að útvega sér vinnu í iðninni. Afréð hann því að fara til Noregs í atvinnuleit. Sagði Baldvin frá því síðar á ævinni að betri ákvörðun hefði hann ekki getað tekið því þegar hann sneri aftur til íslands fjórum árum síðar hafði hann þá mennt- un sem enginn íslendingur hafði áður lokið fagprófi í. Baldvin var fyrsti faglærði íslendingurinn í arnir mæddust minna, drógu betur og meiddust síður undan aktygjum hans. Dönsku bógtvein voru of bogin og þreyttu hestinn því óþarflega mikið. Má segja að á sínum tíma hafi aktygin valdið byltingu á íslandi. Allt til þess er þau komu til sögunnar, hafði allt verið flutt á klökkum en svo skildu menn að það var öllum auðveldara að nota vagn, þar með var stórt skref stigið í áttina til meiri farsældar. Hóf Baldvin rekstur vinnu- stofu á Laugavegi 43 og opnaði hana 5. nóvember 1905 eins og skýrt er frá í upphafi. Nefndi hann aktygjasmiðjuna „Baldvin Einarsson söðla- og aktygja- smíði". Verðlaunapeningur sem Baldvin fékk á Iðnsýningunni árið 1911. aktygjasmíði og eini Islending- urinn sem nokkurn tíma hefur lært söðlasmíði en i þeirri grein lauk hann einnig meistaraprófi. Átti þessi menntun hans eftir að koma að góðum notum sfðar. Ekki sist taldi hann Noregsför- ina marka lífshamingju sina að miklu leyti, þvi þar fann hann lífsförunaut sinn, Kristine Koro- line Einarsson (fædd Heggem) og gengu þau í hjónaband vorið 1904. Þegar Baldvin fór utan munu tveir hestvagnar hafa verið í Reykjavík, sem einkum voru notaðir til mókeyrslu. Einn- ig munu nokkrir hafa leitt hesta fyrir sleða og plóga. Til þess voru notuð dönsk aktygi en þau þurfti að minnka og pössuðu þau aldrei vel fyrir íslenska hestinn. Líkaði Baldvin þetta mjög illa og vildi breyta aktygjunum. Samræmdi hann gerð norskra aktygja íslenskum þðrfum og hvarf þá danska lagið sem áður hafði verið ríkjandi. Aktygi þau sem hann smíðaði voru annars vegar kragaaktygi og hins vegar klafaaktygi. Voru klafaaktygin gerð fyrir mikið erfiði, klafarnir voru stoppaðir og undir þeim launkragi sem smellt var fyrst á hestinn. Var almennt talið að aktygi þau sem Baldvin smíðaði væru mun hentugri fyrir íslenska hest- inn heldur en þau dönsku. Hest- Flutningar á fyrirtækinu hafa verið tíðir. Af Laugavegi 43 flyt- ur Baldvin með vinnustofuna að Laugavegi 67, síðar á Hverfis- götu 58 og síðan aftur á Lauga- veginn og þá í húsið 53b. Um 1956 gengur inn í fyrirtækið Þorvaldur Guðjónsson söðla- smiður sem hafði unnið lengi á verkstæðinu og hét það „Baldvin og Þorvaldur" upp fá þvi. Eftir lát Baldvins 1961 tók Þorvaldur við rekstrinum en þeir höfðu frá 1956 rekið fyrirtækið í sameiningu. Árið 1976 selur Þorvaldur fyr- irtækið Birni Sigurðssyni lög- regluvarðstjóra í Kópavogi og fluttist það þá suður í Kópavog. Meðan söðlavinnustofan „Baldvin og Þorvaldur" var starf- rækt í Kópavogi unnu þrír menn á verkstæðinu, þeir Þorvaldur Guðjónsson söðlasmiður, Pétur Þórarinsson söðlasmiður og Sig- urður Björnsson sem var nemi hjá Þorvaldi í iðninni. Fyrirtækið var í Kópavogi i hálft sjötta ár en Skúli Einarsson söðlasmiður kaupir það 1981 og flytur með það á Selfoss. Rak Skúli fyrirtækið síðan til vors 1985 en þá keyptu það hjónin Guðni Sturlaugsson og Ósk Gísladóttir. Héldu þau áfram starfseminni á Selfossi og reka þar nú verkstæði og verslun með miklum myndarbrag. Hjá þeim Heiðursskjal sem Baldvin fékk á Iðnsýningunni árið 1911. Pétur Þórarinsson söðlasmiður að störfum á söðlasmíðaverkstæðinu „Baldvin og Þorvaldur“ meðan það var starfrækt í Kópavogi. Baldvin Einarsson söðla- og aktygjasmiður og kona hans, Kristine Kar- oline Einarsson. — Myndin er tekin 1905. starfar söðlasmiðurinn Pétur Þórarinsson sem fyrr var nefnd- ur. Reiðtygi frá söðlasmíðaverk- stæðinu „Baldvin og Þorvaldur" njóta vinsælda hjá hestamönn- um og gott dæmi um það eru sex hnakkar á einu heimili í Kjósinni og þykja mjög vandaðir og góðir. Blómaskeið hafa auðvitað komið og farið í sögu „Baldvins og Þorvaldar" allt frá því að brautryðjandinn Baldvin Einars- son stofnaði fyrirtæki sitt fyrir áttatíu árum. Má með sanni segja að fyrirtæki það sem nú er starfrækt og ber nafn hans megi rekja rætur sínar til þess og sé að uppruna sama fyrirtæk- ið. Meðan Baldvin söðlasmiður rak fyrirtækið komu oft blómleg tímabil og seldi hann þá mikið af reið- og aktygjum. Aldrei hafði hann þó nein veruleg um- svif. Hann mun hafa smíðað mörg hundruð aktygi fyrir Vega- gerðina, Reykjavíkurbæ og Landssímann, einnig smíðaði hann talsvert af plógaktygjum, lystikerruaktygjum að ógleymd- um fleiri hundruð reiðtygja um ævina. Ekki gekk þó alltaf vel hjá honum og notkun hesta og reið- tygja minnkaði í kjölfar tækni- væðingar. Einhvern tíma gekk svo illa hjá Baldvin að hann neyddist til að selja saumavél sem hann hafði keypt erlendis og flutt til íslands 1912. Þótti honum gripurinn góð- ur og sá mikið eftir vélinni. Þessa saumavél keypti Markús Jónsson söðlasmiður á Borgareyrum í Rangárvallasýslu. Má geta þess til gamans að vélin er í góðu lagi og notar Markús hana ennþá. Það er von mín að rekstur söðlasmíðaverkstæðisins „Bald- vins og Þorvaldar" megi ganga vel um ókomin ár og ekki þurfi að grípa til þess örþrifaráðs að selja saumavél né annað eins og forðum hjá Baldvin söðlasmið. Með þessum orðum læt ég stuttri umfjöllun lokið um áttatíu ára sögu fyrirtækis sem hugsjóna- maður stofnsetti og með vinnu sinni lagði fram nokkurn skerf til breytinga á þjóðfélagsháttum okkar. Heimildir. — Fólkið í landinu 2 bls. 214—229 Reykjavík 1952 — Bréfasafn Baldvins Einarssonar. Höfundur er nemandi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.