Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Staðarbakkakirkja fær góðar gjafir SUNNUDAGINN 1. des. síð- astliðinn fór fram guðsþjón- usta í Staðarbakkakirkju. Sóknarpresturinn, sr. Guðni Þór Ólafsson, messaði. Minntist hann þess að um þessar mundir eru liðin 95 ár frá vígslu kirkjunnar. Er hún nú í mjög sæmilegu standi eftir viðgerð sem fór fram á síðustu árum og verður að teljast að hún beri aldurinn vel. í byrjun messu var vígður og afhentur söfnuðinum skírnarfontur, hinn fegursti gripur, gefinn af Guðjóni Jónssyni fyrrum bónda í Huppahlíð sem nú er níræð- ur. Gripur þessi er hannaður og unninn á vinnustofunni „Eik sf.“ í Miðhúsum á Hér- aði. Fonturinn er úr ljósri eik, áttstrend súla. Skírnarskál er úr messing unnin af Björg- vin Svavarssyni gullsmið í Kópavogi. A umgerð um hana er letr- uð — útskorin — ritningar- greinin: „Leyfið börnunum að koma til mín því slíkra er guðsrík- ið.“ Á dökkri eik þar fyrir neðan eru kirkjuleg tákn, söguð úr messing. í lýsingu Halldórs Sigurðssonar á fontinum segir meðal annars: „Miðhluti súlunnar er rennd- ur, lítið eitt gildari en strend- ingurinn. Á rennda hlutanum Morgunblaðið/Ingimundur Benediktsson Guðjón Jónsson fyrrum bóndi í Huppahlíð við skírnarfontinn, sem hann afhenti Staðarbakkakirkju að gjöf. er áletrun, annars vegar nafn kirkjunnar „Staðarbakka- kirkja" Hins vegar „Guðjón Jónsson, Huppahlíð gaf Stað- arbakkakirkju árið 1985 til minningar um foreldra sína og systkini." Var safnaðar- fólk mjög hrifið af formi og öllum frágangi og þakklátt gefandanum fyrir rausnar- skapinn en hann hefur áður fært kirkjunni stóra fjárupp- hæð. Altari Staðarbakkakirkju var prýtt dúk, sem Ásdís Magnúsdóttir heklaði og gaf. Þá hafði í tilefni afmælis- ins kirkjunni borist gjöf frá Ásdísi Magnúsdóttur, það er altarisdúkur með handunn- inni blúndu — heklaðri að framan og á hliðum, í mynstrinu eru kirkjuleg tákn. Áður haföi kirkjunni borist vandað altarisklæði gefið til minningar um Sigur- geir Karlsson, Bjargi, af eft- irlifandi konu hans og börn- um. Söng í messunni annaðist kirkjukórinn undir stjórn Ólafar Pálsdóttur. Foreldrar barnsins sem skírt var í messunni — en það hlaut nafnið Benedikt — eru hjónin Ingibjörg Þórar- insdóttir og Rafn Benedikts- son og veittu þau kirkjugest- um kaffi á heimili sínu að lokinni messu. — Benedikt í úlfakreppu sérhagsmuna — eftir Hrein Loftsson Ungir sjálfstæðismenn hafa ný- lega kynnt hugmyndir sínar og tillögur um „Ráðdeild í ríkis- rekstri". Þær hafa að vonum vakið þó nokkra athygli enda felst í þeim heitstrenging um gagngjöra um- breytingu ríkiskerfisins. Það er ástæða til að skýra þrennt sem ýmsir eldri sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt varðandi tillögur SUS. I fyrsta lagi hvort með þeim sé verið að ráðast gegn listum og menn- ingu, í öðru lagi hvort tillögurnar geti talist raunhæfar við núver- andi aðstæður og í þriðja lagi hvort ástæða hafi verið til að birta þær opinberlega. Fyrst vík ég að því hvort raun- hæft geti talist að koma fram með slíkar uppástungur. Þegar gengið er út frá þeirri forsendu að ekki verði aukið á skattheimtu og er- lenda skuldasöfnun, eru tillögurn- ar ekki einvörðungu raunhæfar heldur eina færa leiðin til að koma lagi á fjármál ríkisins. Það hefur ávallt verið stefna Sjálfstæðis- flokksins að draga úr umsvifum ríkisins og það hafa ungir sjálf- stæðismenn boðað af miklu kappi allt frá því er mörkuð var stefnan „Báknið burt!“ árið 1977, eða þar um bil. Nú getur vel verið að menn telji það ekki markmið í sjálfu sér að halda útgjöldum ríkisins í skefj- um, heldur beri að vera með halla á fjárlögum eða ná jöfnuði með lántökum heima og erlendis, eða með aukinni skattheimtu. Þetta er sjónarmið, en þetta hefur ekki verið sjónarmið Sjálfstæðisflokks- ins. Þá er það sú fullyrðing að tillög- urnar séu ekki raunhæfar vegna þess að sumir hagsmunahópar séu það háværir og áróðurslega sterkir að ekki sé skynsamlegt að takast á við þá. Þannig tala öðrum fremur þeir sem vilja aukin ríkisútgjöld og við þá er ekkert að segja. En þetta segja líka sumir þeirra sem skynja „úlfakreppu sérhagsmun- anna“ en hafa afráðið að leggja upp laupana. Skilja mætti orð sumra þeirra á þann veg að það séu þá einhverjir aðrir hópar en þeir háværustu sem ráðast mætti gegn. Hvaða hópar eru það? Það verður að benda á þá. Ungir sjálf- stæðismenn vilja vera samkvæmir sjálfum sér og ráðast því til atlögu gegn öllum sérhagsmunum sem þanið hafa útgjöld ríkisins langt út fyrir skynsamleg mörk. Af framansögðu er ljóst að til- lögur ungra sjálfstæðismanna eru raunhæfar út frá efnahagslegum forsendum og útfrá stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Þeir sem halda öðru fram hafa annað hvort gefist upp á stefnu flokksins eða hafa aldrei haft trú á henni, nema hvort tveggja sé. í framhaldi af því sem nú hefur verið sagt er rétt að fara nokkrum orðum um þann misskilning að ungir sjálfstæðismenn séu and- stæðingar lista og menningar. Það er af og frá. Á hinn bóginn er í hugmyndum þeirra um „Ráðdeild í ríkisrekstri" þessi stefnumörkun. Ef um opinberan stuðning við list- ir og menningu er að ræða þá á hann að vera á verksviði sveitarfé- laga. Ástæðan er sú að þessi starf- semi er undantekningarlítið stað- bundin. Það er með öðrum orðum óréttlátt að ísfirðingar greiði nið- ur miðaverð í leikhús á Akureyri svo dæmi sé tekið. Þá er og á hitt að líta að með því að binda opin- beran stuðning við menningarmál við sveitarfélögin vinnst það, að unnt er að verðlauna það sem vel hefur tekist og afnema styrk til FULL BÚÐ AF GJAFAVÖRUM Allt tilað auka ánægjuna af Iwimilishaldinu Pottar - Pönnur - lampar - Kaffikönnur - Teborð o.fl. Allt tilað gera borðhaldið hátíðlegt Hnífapör - Matarstell - Eldföst stálföt með silfuráferð - Dúkar - Bakkar - Skrautkerti o.fl. Hraerivélar - Kaeliskápar - uppþvottavélar - Djúpsteikingapottar - Brauðristar - Rafmagnskjöthnífar - Taupurrkarar - Þvottavélar - sorpkvarnir - Straujárn - Hárþurrkur o.fl. Allt vörur í hæsta gæðaflokki frá heimsþekktum framleiðendum HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.