Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 41 Allsherjarþing Sameinuðu þjóóanna: Vill alþjóðlega ráðstefnu um frið í Miðausturlöndum Sameinuðu þjóðunum, 13. desember. AP. ALLSHERJARÞINGIÐ gerði í gær, fímmtudag, samþykkt, þar sem skorað er á Banda- ríkjamenn og ísraelsmenn að láta af andstöðu sinni við al- þjóðlega friðarráðstefnu um málefni Miðausturlanda. At- kvæði féllu þannig að 107 greiddu samþykktinni atkvæði sitt, 3 voru á móti og 41 ríki sat hjá. ísrael, Bandaríkin og Kanada voru á móti sam- þykktinni, sem borin var fram af Sovétríkjunum, ásamt fleiri ríkjum. Ráðstefnan yrði haldin að frumkvæði Sameinuðu þjóð- anna og hana myndu sækja allar þjóðir sem aðild eiga að átökunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins, þar á meðal skæruliðahreyfingu Palest- ínuaraba, PLO, auk Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Þetta er þriðja árið í röð, sem allsherjarþingið samþykkir slíka ályktun. Forsœtisráðherrar Á dögunum var haldin veizla mikil í Downingstræti 10 í Lundúnaborg, þar sem verið hefur embættis- bústaður brezka forsætisráðherrans síðastliðin 250 ár. Viðstaddir voru þeir menn, sem gegnt hafa starfi forsætisráðherra í Bretlandi, og enn eru í lifenda tölu, núverandi forsætisráðherra, sem var gestgjafi, og Elisabet, Englandsdrottning. Á myndinni eru (f.v.) James Callaghan, Alec Dougias Hume, nú Home lávarður, Margrét Thatcher, Harold McMilland, nú Stockton lávarður, Elisabeth drottning, Harold Wilson, nú Wilson lávarður og Edvard Heath. Corazon og Laurel skeinu- hættir keppinautar Marcosar NÚ ER loksins leitt til lykta framboðsmál þeirra Corizon Aquino og Salvador Laurel á Filippseyjum eins og frá sagði í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag. Stjórnarandstæðingar Ferdinands Marcos hafa fagnað því mjög og eru sigurreifir. Stjórnmálaskýrendum ber saman um að þetta sé sterkt framboð og svo fremi Marcos láti kosningarnar fara fram eins og áformað er og í öðru lagi að ekkert svindl verði haft í frammi af hálfu manna hans, séu sigurlíkur þeirra Corizon og Laurel töluvert miklar. Eins og fram hefur komið í fréttum upp á síðkastið hefur Laurel átt erfitt með að gera upp hug sinn; skömmu eftir að farið var að tala um það i alvöru að Corizon yrði teflt fram gegn Marcos, lýsti hann stuðningi við hana. Síðan lenti allt í háalofti á fundi sem stjórnarandstöðuflokk- arnir efndu til í byrjun desember og endaði með stóryrðum og raun- ar fúkyrðum Laurels í garð stuðn- ingsmanna Corizon. Nokkru síðar kunngerði Laurel að hann væri staðráðinn í að bjóða sig sjálfur fram til forseta og kannaðist nú ekkert við það, að hann hefði gefið til kynna að hann myndi stuðla að kjöri Corrizon Aquino. Þetta var auðvitað vatn á myllu Marcosar forseta og bakaði and- stæðingum forsetans hið mesta angur. Það þurfti ekki mikla- glöggskyggni til að sjá, að því aðeins að stjórnarandstaðan sam- einaðist, voru möguleikar á því að Marcos yrði ofurliði borinn. Um svipað leyti ákvað forsetinn að láta sérskipaða nefnd kanna hvort rétt væri að fresta kosningunum; forsetinn sagði að það væri hugs- anlegt að kosningar í febrúar, ári eða vel það, fyrr en áætlað var, samrýmdist ekki ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Þótti ýmsum frétta- skýrendum athyglisvert ef forset- inn var skyndilega farinn að hafa áhyggjur af því sem stendur í stjórnarskránni. Til skjalanna kom þá einnig erkibiskupinn af Manilla J. Jaime Sin, kardináli. Hann er opinskár andstæðingur forsetans og taldi mest um vert að sættir næðust innan stjórnar- andstöðunnar þ.e. þeirra Corizon og Laurels. Nú þegar þessar sættir hafa orðið segir í nýjasta riti Far Eastern Economist Review, að það sé engum vafa undirorpið, að mest sé það Sin að þakka að málið hefur verið leyst á þennan hátt. Báðir frambjóðendurnir, Laurel og Corizon, sýndu ósveigjanleika í fyrstu, eftir að Sin hóf sáttaum- leitanir. Corizon staðhæfði að hún myndi ekki koma fram í nafni flokks Laurels, Unido. Og hún Salvador Laurel. harðneitaði að Laurel yrði forseta- efni, en hún byði sig fram til varaforseta. Hún lagði áherzlu á að eins og málum væri komið nú, myndi hún höfða tilfinningalega til svo breiðrar fylkingar, að sem varaforsetaframbjóðandi hyrfi hún í skuggann og fylgið færi fyrir lítið. Hún sagði einnig að væntan- legur forseti þyrfti ekki að vera stjórnmálamaður, heldur væri hann fyrst og fremst sameiningar- tákn. Salvador Laurel neitaði hins vegar þegar á reyndi, að vera núm- er tvö, hann hefur verið metorða- gjarn og skeleggur stjórnmála- maður um árabil og hefur leynt og ljóst stefnt að því að bjóða sig fram til forseta, einkum þó og sér í lagi eftir að Aquino var myrtur. Samt er svo sýnilegt að Jaime Sin og fleirum hefur tekizt að fá báða frambjóðendur til að fallast á að vinna saman og skilja að þjóð- arhagsmunir séu í veði. Það á áreiðanlega sinn þátt í málalok- um, að Fabian Ver yfirmaður herráðs Filippseyja, var nýlega sýknaður af öllum atriðum varð- andi morðið á Aquino á sínum tíma. Þótt fæstir hafi reiknað með því að Ver yrði sakfelldur, blöskr- aði mörgum hversu afdráttarlaust var kveðið að orði í dómsúrskurð- inum og sé það enn eitt merkið um samtryggingu og spillingu — og allt undan rifjum forsetans runnið. Því er það mál manna að takist kosningabaráttan vel og þeim Corizon og Laurel lánist að vinna saman af einhug geti svo farið að meira að segja fullkomin kosn- ingamaskína Marcosar kunni að bregðast. Sömuleiðis er beðið með eftirvæntingu eftir viðbrögðum Bandaríkjamanna vegna fram- boðs Corazon, en þau gætu ráðið töluverðu um hvernig mál skipast. Þó eru það auðvitað umfram allt filippískir kjósendur sem í febrúar hafa vonandi allt ráð í hendi sér. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir TASSlýsir eftir sovézkum vísindamanni Mosltvu, 13. desember. AP. SOVÉZKA fréttastofan TASS skýrði í dag frá því að sovézki vísindamað- urinn Vladimir Alexandrov hafi horfið sporlaust í Madríd 1. apríl sl. og að ekkert hafi spurzt til hans síðan. Óvenjulegt er að sovézkir fjöl- miðlar skýri frá hvarfi af þessu tagi. Að sögn TASS sótti Alex- androv ráðstefnu um kjarnorku- vopnalaus svæði í borginni Cordova á Spáni og sást síðast til hans skömmu fyrir brottför frá Madríd. Alexandrov var tölvusérfræð- ingur og starfaði sem slíkur í tölvudeild sovézku vísindaaka- demíunnar. Ekki hefur verið skýrt frá hvarfi hans á Vesturlöndum. TASS sagði að Spánverjar hefðu margsinnis verið beðnir að grennslast fyrir um Alexandrov. TASS segir fjölskyldu Alex- androvs og starfsbræðra hans mjög slegna og áhyggjufulla yfir örlögum hans. Segir TASS að sovézk yfirvöld vonist til þess að Spánverjir geri hið ítrasta til aö hafa upp á Alexandrov og leiða í Ijós hvað komið hefur fyrir hann. Metsöluhku) á hverjum degi! ^ý&l&élXýtctciKK&i Sven borötennisborö henta mjög vel í bílskúrinn eöa tómstundaherbergið. Mjög þægilegt er aö setja jDau upp og taka saman. Þau taka lítiö pláss í geymslu. 2 geröir kr. 16.690—20.100. Greiðsluskilmálar. Borötennis er skemmtilegur leikur fyrir alla fjölskylduna. ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.