Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Lögbrot menntamálaráðu- neytis — Lítilsvirðing Alþingis Frá Fiskiðn, fagfélagi fiskiðnaðarins Framfarir grundvallast á þekk- ingu. Þekkingu öðlumst við með námi, m.a. bóklegu og verklegu. Sé annar þessara þátta eða báðir vanræktir verður afleiðingin stöðnun eða hnignun. Því er helsta undirstaða framfara í sjávarút- vegi og fiskvinnslu menntun þess fólks er í þessum greinum starfar. Þar sem þjóðin lifir svo til alfar- ið á sölu sjávarafurða þótti eðlilegt að stofnsettir væru sérskólar á sviði fiskveiða og fiskvinnslu. Segja má að þeir séu nú þrír, þetta eru Stýrimannaskólinn, Fisk- vinnsluskólinn og Útgerðartækni við Tækniskóla íslands. Þróun atvinnutækifæra Verulegur hluti þjóðarinnar hefur beina atvinnu við fiskveiðar og fiskvinnslu. Árið 1981 störfuðu rúmlega 16 þús. manns beint við þessar atvinnugreinar eða 14,6% alls vinnuafls landsmanna. Frá árinu 1963 til 1981 fjölgaði störfum við fiskveiðar um 25% og störfum í fiskiðnaði enn meir eða um 56%. Á sama tíma fækkaði störfum í landbúnaði um 28% og voru þau árið 1981 talin tæplega 7 þús. skv. Framkvæmdastofnun ríkisinseða6,l% vinnuaflsins. Aðbúnaöur skólanna Þó að meira en helmingi færri vinni við landbúnað en við fisk- veiðar og fiskvinnslu þá er rekstr- arkostnaður bændaskólanna um 4 sinnum meiri en áætlaður rekstr- arkostnaður Stýrimannaskólans og Fiskvinnsluskólans samanlagð- ur eða 67 milljónir á móti 18 millj- ónum ef marka má fjárlagafrum- varp ársins 1986, kostnaði við við- hald er sleppt. Þess ber einnig að geta að bændaskólarnir skila mun hærri sértekjum á móti þessum kostnaði eða áætlað nálægt 27 milljónum á meðan Stýrimanna- og Fiskvinnsluskólinn skila 2 milljónum samanlagt. Þannig hafa nemendur Stýri- mannaskólans ekki séð um rekstur útgerðar á vegum skólans sem skilaði skólanum miklum tekjum. Þá hafa kennslutæki verið úrelt og sárlega vantað nútímalegar kennslugreinar t.d. varðandi veið- arfæri. Nemendur Fiskvinnsluskólans hafa ekki haft viðunandi húsnæði frá stofnun skólans 1971. í þessum skóla, sem á að mennta fólk til starfa í okkar mikilvægasta iðnaði, er ekki til flökunarvél né aðstaða fyrir hana. Skólinn á eina roð- flettivél af úreltri gerð sem fyrir löngu er komin úr almennri notkun í frystihúsum. Þá er það furðulegt að þjóð sem lifir á fiski skuli eiga jafn lítið og fábreytt safn kennslugagna tengt fiskveiðum og fiskvinnslu. Viðvarandi húsnæðisskortur og annað aðstöðuleysi hefur því skert möguleika til náms og tekjuöflun- ar fyrir skólann. Lagabrot menntamála- ráðuneytis í 3. gr. laga um fiskvinnsluskóla nr. 55/1971 stendur með síðari breytingum nr. 18/1981: „Skólinn_ skal halda námskeið fyrir starfs-’ fólk í hinum ýmsu greinum fisk- iðnaðarins, sem miði að því að veita þeim starfsmönnum fiskiðn- aðar, er vinna að móttöku og verk- un sjávarafla, hagnýta fræðslu um meðferð og vinnslu aflans. Nám- skeið þessi skulu haldin í verstöðv- um landsins eftir því sem við verð- ur komið." Þessa lagagrein hefur mennta- málaráðuneytið brotið síðastliðin 14 ár og þar með lítilsvirt vilja Alþingis íslendinga því skólinn er ekki enn farinn að halda þessi námskeið. Þá hafa 13. gr. og 14. gr. verið brotnar varðandi lögboðnar undir- stöðukennslugreinar eins og mark- aðsfræði, rekstrarbókhald, með- ferð og notkun fiskvinnsluvéla og vinnuhagræðingu. Framkvæmd þessara laga er að sjálfsögðu á ábyrgð menntamála- ráðuneytis. Við bændaskólana standa fjár- hús, hesthús, gripahús og minka- hús. Þar er aðstaða fyrir kennslu í fiskirækt og helstu erfiðleikarnir eru skortur á húsum fyrir alifugla og svín ef marka má blaðafréttir. Þetta eru staðreyndirnar þrátt fyrir að fiskveiðar og vinnsla skili þjóðarbúinu um 70% útflutnings- tekna og 16 þús. manns vinni beint við þessar atvinnugreinar. Þau voru því athyglisverð orð aðstoðarmanns menntamálaráð- herra, Ingu Jónu Þórðardóttur, á ráðstefnu Lífs og lands 16. nóv. síðastliðinn. Ráðstefnan bar yfir- skriftina Mennt er máttur. Þar sagði hún orðrétt: „Hlutverk ríkis- ins á að vera eftirlit. Eftirlit með því að ákvæðum laga sé fylgt og að menntun standist þær gæðakröfur sem gerðar eru.“ Viðhorf ráöamanna Það virðist þess vegna hafa verið trú ráðamanna að þeir sem vinni við fiskveiðar og vinnslu þurfi aðeins lágmarksmenntun. Það sannar úreltur og ónógur tækja- kostur, húsnæðisskortur og laga- brot er viðgengist hafa í áraraðir. Hér eru alþingismenn ekki undan- skildir. Fimm spennandi ástarsögur Theresa Charles Skin eítii skúr Dixie er ung munaðailaus stúlka íögur og sjálístœð. Hún iekui ásamt trœnku sinni dvalaiheimili á Helgavatni. Dixie hieiíst mjög aí hinum vinsœla sjónvarpsmanni Pétrt en íiœnku hennai lízt lítt á hann Síðan hittii Dixie Adam Lindsay Gordon dulaiíuUan mann sem óvœnt biitist á Helgavatni. Báðii þessii menn em grunaðii um að haía íramið aíbiot, og einnig Patrik íiaendi Dúde. Hvert vai leyndaimálið, sem þessir þrír menn vom ílœktii l og hvers vegna laðaðist Dúde svo mjög að Adam? Cartland Barbara Cartland Vedmál og ást Brock heitogi veðjai við vin sinn um það, að hann geti íarið einsamaU ríðandi írá London til York án íylgdailiðs og án þess að þekkjast. Á kiá nokkurri á leiðinni hittir hann hina íögm Valoru sem er ung og saklaus stúlka, en stjúpmóðir hennar œtlast til þess að Valoia giftist gegn vilja sínum gömlum baión Biock hertogi hjálpar Valom að flýja írá stjúpmóður sinni og þau lenda í ýmsum hœttum og œvintýium áður en þau ná til York. Erík Nerlöe Láttu hjartad ráða Torsten var leyndardómsíullur um naín sitt og upp- runa, og það var Maríanna einnig. Það var leikur þeirra - í kjánaskap þeina og kátínu œskunnai. En sá dagur kom að Maríanna skiJdi snögglega að áhyggjulaus leikurinn vai allt í einu oiðinn öilaga- rík alvara og að Torsten hetði eí tfl vill svikið hana og vœri í iauninni hœttulegasti óvinui hennai og sjúks íöður hennai. Og samt var Maríanna trú björt- um diaumi sínum - diaumnum um hina miklu ást. Brlk nerlóc Láttu hjartað ráða Bœkur Theresu Charles og Barböru Cartland hafa um mörg undanfarin ár veriö í hópi vinsœlustu og mest seldu skemmtisagna hér á landi. Raudu ástarsögurnar haf a þar íylgt íast á eítir, enda skrif- aöar aí höíundum eins og Else-Marie Nohr, Erik Nerlöe og Evu Steen, sem allir eru vinsœlir ástar- sagnahöfundar. Eldri bœkur þessara vinsœlu höfunda eru enn fáanlegar í flestum bókabúðum eöa beint frá forlaginu. Else-Maríe Nohr Hálfsystumar Eva er á leið að dánaibeði íöðui síns, þegai hún hittii litla telpu eina síns liðs, sem hafði stiokið aí bamaheimili Eva ákveðui að hjálpa henni, en með því leggui hún sjálía sig í lííshœttu Faðii litlu stúlkunnar er eítiilýstui aí lögreglunni og svífst einskis. Örlög Evu og telpunnar em samtvinnuð íiá þeirra fyrsta fundi. 1 Else-Marte Nohi HÁLF- SYSTURNAR Eva Steen Saxa Konungssinnamir drápu eiginmann Söm, þegai hún var bamshaíandl og síðan stálu þeir bami hennai. Þiátt fyrii það bjaigar hún lííi konungssinna, sem er á ílótta, og kemst að því að hann er sonur eins moiðingja manns hennai. En þessi maðui getui hjálpað Söm að komast í gegnum víglínu konungs- sinna. Hún ei ákveðin í að heína manns síns og enduiheimta bam sitt en í ringulreið byltingarinnar á ýmislegt eftir að geiastsem ekki vai íyriiséð. - SARA Já, þœr eru spennandi ástaisögurnar iiá Skuggsjá í ihn f-, i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.