Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985 Það er sjálísagt að senda þér jólabœkurnar heim ef þú pantar þrjár nýjar bœkur 1 einu. Við tökum á móti pöntunum í síma 622435 og að sjálfsögðu pökkum við þeim í jólapappír ... en vœri bara ekki skemmtilegra að slást í hóp ánœgðia vlðskiptcrvlna okkar og skoða allar nýju íslensku bœkumar Hjá okkur er mikið um að vera í dag, enda opið til kl. 18. □ FRANSKA SKÁLDKONAN RÉGINE DEFORGES ÁRITAR BÓK SÍNA STÚLKAN Á BLÁA HJÓLINU MILLI KL. 11 OG 12. □ AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR ÁRITAR LÍFSSÖGU BARÁTTUKONU MILLI KL. 2 OG 4. BÓK SEM SKILAR AÐALHEIÐI HEILLI TIL LESANDANS. □ ... OG SÍÐAST EN EKKI SÍST ÁRITAR EINAR KÁRASON GULLEYJUNA (SEM ER EIN EFTIRMINNILEGASTA SKÁLD- SAGAN SEM ÚT KEMUR UM ÞESSI JÓL) MILLI KL. 4 OG 6. OG TIL Aö LÉTTA OKKAR I,UND LEIKUR TRIO GUÐMUNDARINGOLFS- SQNAR LETTAN DJASS OG FÁEIN JOLALÖG I EFTIRMIÐDAGINN. í dag er kynning á nýju íslendingasagna- útgáíunni. Itókabúð LMÁLS & MENNINGAR^ LAUGAVEGI 18 SÍMI 24242 Lifandi saga og svipmyndir skemmtilegs tíma _________Bækur Steinar J. Lúðvíksson Lifandi saga og svipmyndir skemmti- legs tíma. Sékn og sætir sigrar eftir Sigmund Ó. Steinarsson. Utgefandi höfundur 1985. Lengi mun hafa staðið til að Knattspyrnusamband íslands hefði forgöngu um að skráð yrði saga knattspyrnunnar á Islandi en ekki orðið af. Það er þð vissu- lega ástæða til þess að saga vinsæl- ustu íþróttagreinarinnar á íslandi geymist í bók eða á bókum þar sem knattspyrnan hefur tvímælalaust lagt sitt af mörkum við uppeldi ótalinna íslendinga og verið þeim helsta tómstundagamanið á yngri árum og gleðigjafi eftir að árin færast yfir og menn flytja sig af vellinum og upp í áhorfendasvæðið eða þá láta sér það nægja að fylgj- ast með úr fjarlægð. Saga íslenskr- ar knattspyrnu geymir mörg nöfn og viðburði sem vert er að minnast og framtíðin þarf að kynnast. Það er því gleðiefni að nu skuli blaða- maðurinn Sigmundur ó. Steinars- son hafa ráðist i það upp á ein- dæmi að skrifa og gefa út þessa sögu. Fyrsta bindið er nú nýlega komið út og von á fleirum áður en langt um líður. Ljóst er að þarna er um allviðamikið verk að ræða, sennilega mörg bindi, ef sagan verður jafn ítarlega skráð og Sig- mundur gerir í þessu 1. bindi sem tekur til áranna 1965 til 1963. Mörk og sætir sigrar nefnist bók Sigmundar og verður að segjast eins og er að bókin er nýstárlega fram sett miðað við rit sem geymir sögu. Sennilega er bók sem þessi ekki á nótum sagnfræðinga en hver veit nema að einmitt þannig verði saga nútíðarinnar skráð í framtíðinni. Sigmundur leggur mjög upp úr samspili texta og mynda, brýtur frásögn sína niður og setur hana eiginlega upp í því formi sem tíðast í dagblöðum. Slík uppsetning er sennilega í takt við tímann og samstiga við það sem nú þykir sjálfsagt — að myndir segi söguna að hálfu. Þeir sem komnir eru á miðjan aldur minnast sjálfsagt þess tíma sem Sigmundur fjallar um í bók- inni, áranna 1955-1963, sem skemmtilegs tíma í sögu íslenskrar knattspyrnu. Árið 1955 urðu tíma- mót er deildaskipting var tekin upp í íslandsmótinu og einmitt á þessum árum voru nokkrir kunnir knattspyrnumenn á hátindi ferils síns. Má þar nefna Akranesgoðin Ríkharð Jónsson, Helga Daníels- son og Þórð Þórðarson og KR-ing- ana Þórólf Beck, Garðar Árnason og Örn Steinsen að ógleymdum Hemma Gunn. sem var að stíga sín fyrstu spor i 1. deildar knatt- spyrnunni. Allir voru þeir, og raunar miklu fleiri, eftirminnileg- ir knattspyrnumenn og ólíkir knattspyrnumönnum nútimans sem margir bíða eftir því að þeirra upphefð komi að utan líkt og Kúnstner Hansen í Strompleikn- um. Alltaf má deila um það og aldrei fæst úr því skorið hvort knattspyrnan á þessum árum var betri eða verri en nú. Úrslit lands- leikja benda til þess að hún hafi verið verri en minningar um stjörnur þessa tíma skína þó þann- ig að ekkert skyggir á. Leikir Akraness og KR á nefndu árabili þóttu viðburðir, enda áttu bæði félögin sérlega skemmtileg lið og þótt Valur og Fram næðu sínum meistaratitlinum hvort félag var meira litið á það sem stuld en annað. Sér i lagi var velgengni Akurnesinga eftirminnileg, enda virðist þannig vera í þeim ágæta kaupstað að knattspyrnumenn- skan lýtur sömu lögmálum og drekar fortíðarinnar — þegar eitt höfuð er höggvið af bætast tvö við í staðinn — þegar ein stjarnan á Akranesi hættir bætast tvær við í staðinn. Sigmundur Ó. Steinarsson fylgir þeirri meginlínu í bók sinni að fjalla um 1. deild íslandsmótsins eins og hún gekk fyrir sig á hverj- um tíma. Hann skýtur síðan inn stuttum lýsingum eða viðtölum um einstaka eftirminnilega og spaugi- lega atburði. Ef til vill virðist einhverjum sem sumt af því sem þannig er rifjað upp skipti ekki miklu máli en óneitanlega verður sagan meira Ijóslifandi og kannski er það einmitt meginstyrkur þess- arar bókar að hún er skemmtileg og nær að laða fram og undirstrika lyndisbragð margra leikmanna. Greint er frá úrslitum allra leikja í 1. deild og meira að segja hverjir skoruðu mörkin og á hvaða mín- útu, auk þess sem áhorfendatala er gefin upp við flesta leiki sem sannað að aðsókn að leikjum þess- ara ára hefur verið öllu betri en nú tíðkast. í bókinni er langur kafli um 1. deildar keppnina síðasta sumar — hver umferð tekin fyrir sig. Sjálf- sagt má deila um réttmæti þess að gera nýliðnu ári svo mikil skil í bók sem fjallar um sögu en ætlun höfundar er vafalaust sú að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð og víst er að síðasta keppnistímabil var eitt af þeim skemmtilegri í mörg herrans ár og því frá mörgu að segja. Sigmundur Ó. Steinarsson á mikið verk fyrir höndum áður en öll sagan verður skráð. Það var sannarlega tími til að hafist væri handa og því miður er ólíklegt að hægt verði að skrá söguna fyrstu áratugina eins nákvæmlega og á jafn skemmtilegan hátt og gert er í þessari bók. Til þess eru of litlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.