Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Miklu skiptir að Eim- skipafélagið fari mildi- lega með vald sitt — segir Ragnar Kjartansson að lokinni sölu á eignum þrotabús Hafskips „Á undanförnum misserum hefur skilningur aukist á þvi i okkar þjóðfélagi að yfirbygging þess væri orðin of mikil miðað við verðmætasköpunina. Þetta á við um kaupskipaútgerðina eins og mörg önnur svið, hvort sem er hjá einkageira eða hinu opin- bera. Fækkun um eitt línuskipa- félag er þar af leiðandi engin goðgá, þótt aðstandendur hefðu kosið að sjá það bera að með Byggðastofnun til Akureyrar? Akureyri, 8. janúar. STJÓRN Byggðastofnunar sat fund í dag með bæjarráði Akur- eyrar um þann möguleika að stofnunin yrði flutt hingað í bæinn. Bæjarráðsmenn kynntu sín sjónarmið og lögðu áherslu á spurninguna, hvort Byggða- stofnun fengist norður, og væri það prófsteinn á hvort þýddi að reyna að fá ríkisstofnanir út á land. Hagvangur vinnur nú að könnun á hverjir kostir og gallar séu á því að stofnunin flytjist til Akureyrar og mun því verki ljúka í febrúar. Stjórn stofnunarinnar mun væntan- lega fljótt eftir það iákveða hvort hún verður flutt um set eða ekki. „Ég vil ekki trúa öðru en að Byggðastofnun verði flutt hingað. Á Akureyri eru skilyrði fyrir hendi til þess að hvaða ríkisstofnun sem er geti starfað með eðlilegum hætti og veitt nauðsynlega þjónustu, ekki síður en í Reykjavík," sagði Halldór Blöndal, einn stjórnarmanna í Byggðastofnun og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra í samtali við Morgun- blaðið í dag. „Ég held líka að það væri hollt að láta á það reyna, hvernig þjónustustofnun á borð við Byggðastofnun myndi koma til móts við þarfir atvinnufyrirtækja og sveitarfélaga víðs vegar um landið, hvað varðar samstarf við banka og aðrar lánastofnanir væri hún staðsett á Akureyri," sagði Halldór Blöndal að lokum. öðrum og hamfaralausari hættí," sagði Ragnar Kjartansson, fyrr- um stjórnarformaður Hafskips hf., spurður álits á því hvaða afleiðingar kaup Eimskipafé- lagsins á flestum cignum þrota- bús Hafskips hefði á kaupskipa- útgerð í landinu. Gengið var frá sölunní á mánudaginn, sem kunn- ugt er, og var kaupverðið 318 milljónir krónur. Er það sann- gjarnt verð, að mati Ragnars Kjartanssonar? „Það er erfitt að leggja mat á kaupverð Eimskipafélagsins á til- teknum eignum Hafskips, svo löngu eftir rekstrarstöðvun. Hefði rekstur verið í fullum gangi og eðlilegir samningar tekist á milli félaganna i september og október á síðasta ári, eins og að hafði verið stefnt, hefði ég talið eðlilegt og sanngjarnt kaupverð allt að helmingi hærra fyrir allar eignirnar og viðskiptavild sem fylgir félagi í rekstri," sagði hann. En hvað um framtíðina? „Á þessu stigi get ég ekki annað en vonast til að þetta hagstæða kaupverð og mjög aukin viðskipti geri Eimskipa- félaginu keift, enn frekar en orðið er, að auka hagkvæmni rekstrar síns, sem leitt getur til lækkunar . flutningsgjalda að raunvirði. Miklu máli skiptir að Eimskipafélagið fari mildilega með það vald sem yfir- burðarstærð eins fyrirtækis fylgir. Geri þeir það, tryggi góða þjónustu og leiti jafnframt leiða til aukinnar rekstrarhagkvæmni, þá er litlu að kvíða," sagði Ragnar Kjartansson. Ljósmynd/Tómas Helgason Eitt norsku skipanna á loðnumiðunum út af Austfjörðum. Loðnuveiðin: Beitir og Hilmir með 1.350 lestir LITIL sem engin loðnuveiði var fyrir Austurlandi aðfaranótt mið- vikudagsins, en þrjú skip fengu góðan afla við Kolbeinsey. Norsku skipin tilkynntii um 6.000 lesta afla á miðvikudag. Þrjú íslenzk skip höfðu tilkynnt um loðnuafla síðdegis á miðvikudag og fengu þau hann við Kolbeinsey. Þetta voru Albert GK með 580 lestir, Guðmundur Ólafur ÓF með 560 lestir og Keflvíkingur KE með 540 lestir. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgun- blaðinu, tilkynntu eftirtalin skip um afla á þriðjudag, en þá var heildar- afli íslenzku skipanna 14.300 lestir: Þórshamar GK, 600, Kap II VE, 700, Hilmir SU, 1.350, Harpa RE, 630 ogBeitir NK 1.350 lestir. Hjá Landhelgisgæzlunni fengust þær upplýsingar, að 34 norsk skip væru nú á miðunum, en nokkur misbrestur væri á því, að þau til- kynntu sig eins og þeim bæri. D V o o I ¦¦¦ "o EIR KOMA DozyB EAKY Á sl. ári hófst innrás Bítlaáratugarins í Broad way með því að heimsfrægar hljómsveitir 6. áratugarins slögu í gegn á ný í Broadway. Þetta er svo sannarlega stuð sem slegið hefur í gegn og gerir enn. O A D> 4 Matseðill Rækjuhlaupstoppar með piparrótarsósu og glóðuðu brauði. Heilsteikt lambafilet m/smjörsteiktum svepp- um og grænmeti. Regnbogaís m/sultu, ávöxtum og rjóma. Dozy, Beaky, Mich & Tich komu, sáu og sigruðu íBroadwayá s/. ári ogætla þeirað skemmta gestum okkarnúna um helgina föstud. og laugar- dagskvöld. IBIRCAID Vinsamlegast tryggið ykkur miða og borð strax í dag í síma 77500. WAT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.