Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Veitum liðsinni góðum málefnum eftírÁrna Gunnlaugsson Það voru dapurlegar fréttir sem rétt fyrir áramótin bárust frá Nes- kaupstað, hinu gamla vígi íslenskra sósíalista. Um 60% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu um opnun áfengisútsölu á staðnum voru henni fylgjandi. Slíkt hefði áður þótt óvænt tíðindi þaðan, á þeim tímum þegar forustumenn þar voru ákveðnir í baráttunni gegn áfengisauðvaldinu og þróttmiklir í framfarasókninni fyrir sitt byggðarlag. Þá var ekki veitt áfengi í samkvæmum á vegum bæjarfélagsins í þessu „sæluríki sós- íalista" og voru Norðfirðingar að því leyti langt á undan Sovétmönn- um, en einn þátturinn í baráttu Kremlverja gegn drykkjusiðunum, sem þeir hófu á sl. ári undir forustu Gorbatsjov, er að afnema áfengis- veitingar í opinberum móttökum. Lærum af hinu góða hjá öðrum þjóðum íslendingar ættu að fylgjast vel með bindindisbaráttunni í Sovétríkj- unum. Hún sannar að ástæðulaust er að gefast upp í glímunni við Bakkus. Það á ekki að vera eilífðar- lögmál að halda fast í „gamlar hefð- ir" og telja áfengið ómissandi fylgi- naut mannsins. Það hlýtur að koma að því að áfengið glati sínum sérbas í vitund almennings og fái þar samastað með öðrum hættulegum eiturlyfjum. Það var hægt á skömmum tíma að gerbreyta viðhorfi fólks gagnvart tóbaksreykingum. Hversu auðvelt ætti ekki einnig að vera að meðtaka rökin fyrir skaðsemi áfengis og gildi bindindis ef vilji væri fyrir hendi? í norska blaðinu Folket frá 18. des. sl. er skýrt frá nokkrum atriðum baráttunnar í Sovétríkjunum gegn áfenginu og fyrir heilbrigðum lífs- venjum. Þar kemur m.a. fram að frá áramótum verða, að frumkvæði yfirvalda, stofnaðir baráttuhópar hjá fyrirtækjum, stofnunum og skól- um. I fjölmiðlum þar er ekki aðeins skrifað gegn áfengi heldur í jafn- ríkum mæli fyrir bindindi. Gorbatsjov er svo ákveðinn í bar- áttunni að hann segir það vera „skyldu hvers flokksmanns að sýna gott fordæmi gegn drykkjuskapnum og að þeim, sem verja drykkjuna eða leyfa að áfengi sé drukkið á vinnu- stöðum, verði vikið frá störfum eða útilokaðir frá flokknum". Svo alvar- legum augum lítur þessi áhrifamikli foringi á þessi mál. Það er virðingarvert þegar þjóðar- leiðtogar hafa hugrekki og mann- dóm til að ganga fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir þjóðþrifamálum. Skiptir þá engu hvaða flokki þeir fyigja. I aðalmálgagn Kommúnista- flokksins, Pravda, eru skrifaðar greinar sem eru eins og þær séu komnar frá stofnunum bindindis- hreyfinga. Ennfremur er í Folket rætt um skrif í Sovét-Nytt, sem er gefið út á norsku, en þar er lögð áhersla á að ekki sé nóg að hampa sífellt ofdrykkjuhugtakinu. Þar segir á þessa leið: „Við skulum ekki berjast gegn því að drukkið sé einu glasi of mikið heldur gegn fyrsta glasinu sem hinn algáði ætlar að grípa til." Og er það ekki aðalatriðið að reyna að hindra að ungt fólk byrji neyslu áfengis? Sá sem aldrei drekkur sleppur við þá miklu áhættu sem fylgt getur áfeng- inu hvort sem drukkið er hóflega eðaóhóflega. Á nokkrum mánuðum hefur náðst mikill árangur í baráttunni þar austur frá. Alvarleg afbrot hafa minnkað um 18%, að sögn blaðsins, og beint tjón af völdum áfengis um 20%. Þetta er m.a. þakkað breyttu hugarfari almennings gagnvart áfengisnotkun og breyttu hugarfari stjórnvalda til að draga úr henni, t.d. með fækkun sölustaða og stytt- ingu sölutíma. Loks kemur fram í blaðinu að vitað sé um tugi þúsunda fjölskyldna sem innleitt hafa drykkjubann á sínum heimilum. Þótt okkur hafi fundist, og það með réttu, að ýmislegt í stjórnarfari Sovétmanna sé ekki til fyrirmyndar hafa þeir í bindindisbaáttunni sýnt hið fegursta og þarfasta fordæmi. Og því skyldum við ekki læra af góðum fordæmum hjá öðrum þjóð- um? Áf engisbindindi að komast í tísku Það er víðar en í Sovétríkjunum sem áfengið virðist á undanhaldi og nýr lífsstíll að ryðja sér til rúms. í Mbl. 20. des. sl. er athyglisverð grein úr tímaritinu Health Magazine með yfirskriftinni: „Drykkjan tekin að dvína". Þar er að því vikið að víða á Vesturlöndum virðist viðhorf al- mennings til áfengisneyslu vera að breytast. Þyki nú kokkteilþamb í síðdegisboðum vera orðið „hallæris- legt tiltæki" og nýir samkvæmissiðir komnir í tísku. Talið er að um 33% Bandaríkja- manna neyti nú ekki áfengis. I skoðanakönnun sem Gallup-stofnun- in efndi til sl. haust kom í ljós að 65% þeirra sem spurðir voru og svóruðu kváðust aðeins drekka áfengi við og við. Telur höfundur greinarinnar að fólki sé nú orðið miklu umhugaðra um heilsu sína en áður og hafni því áfengi eða drekki minna en áður. Þá hefur Reagan forseti verið ómyrkur í máli gagnvart áfengisvoð- anum og hvatt þegna sína til að sýna gott fordæmi. Og ekki var Margar- eth Thatcher hikandi við að beita boðum og banni á sl. ári þegar hún lét loka vínsölustöðum við íþrótta- leikvanga í Bretlandi eftir hin hörmulegu slys af völdum ölæðis. Fleiri ættu að gera sér ljóst að frels- ið er of dýrmætt til að því sé fórnað á altari óhæfuverka. Því eru boð og bannreglur oft óhjákvæmilegar jafnt á sviði áfengismála sem og flestum sviðum þjóðlífsins. Þeir sem hafa þá einu skoðun í áfengismálum að segja: „Ég er á móti boði og bönnum" gætu alveg eins sagt: „Mér er sama um náung- ann". Ekki getur það talist kristileg- ur hugsunarháttur. Hvenær verður vakning hér á landi? Þá lærdóma má draga af spjöldum sögunnar að stundum þurfí að koma til almenn vakning ef árangur á að nást í mikilvægum þjóðfélagsmálum. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum sínum af vaxandi áfengisnotkun unga fólksins, eins og forsætisráð- herra gerði í áramótaávarpinu, ef ekki fylgja raunhæfar aðgerðir til úrbóta. Því þurfa ábyrgir stjórn- málaleiðtogar að vakna til meðvit- undar um skyldur sínar í þessum efnum. Umfram allt þarf þó að verða vakning meðal almennings sem leiði til hugarfarsbreytinga gagnvart áfengi. Það er forsenda nýrra og betri tíma í þjóðlífinu. En hvenær verður hún? Ög hverjir vilja stuðla að henni? Engin fræðsla er áhrifameiri, og kostar ekkert nema góðan vilja, en að ganga á undan með fögru for- dæmi. Afnám vínveitinga á vegum hins opinbera ætti því að vera fyrsta skrefið. „Hvað höfðingjarnir hafast að hinir ætla sér leyfist það", var eitt sinn sagt og er í fullu gildi. Og þegar svo auðvelt er að skapa góða stemmningu á mannamótum án áfengis því í ósköpunum er þá verið að flýja á náðir gervigleðinnar sem bæði er skammvinn og skilur eftir sig leiðindi og annað verra? Að ýmnsu er fundið í fari unga fólksins. En hvert sækir það sínar fyrirmyndir? Hver er t.d. þáttur sjón- varpsins í kennslu drykkjusiða? Um það segir t.d. Helgi Hálfdanarson í ágætri grein í Mbl. 13. nóv. sl.: „Skyldi nú einhvern unglinganna skorta fyrirmyndir og leiðbeiningar í drykkju þá er það ekki vanrækslu sjónvarpsins að kenna." Það stoðar lítt að kasta steinum að unga fólkinu ef hinir fullorðnu gleyma að líta fyrst í eigin barm eða eins og Platon orðaði það: „Besta uppeldisaðferðin gagnvart ungling- unum er að ala sjálfan sig upp samtímis. Áminningar koma að litlu haldi heldur hitt að þeir sjái að vér gerum það sjálf sem vér viljum áminnaþáum." Hver ber ábyrgðina á hinum Vandræði í Lánasjóði eftir ÓlafArnarson Undanfarna daga hefur Lánasjoður fslenskra námsmanna verið mjög í fréttum. Fyrst gerðist það, að mennta- málaráðherra leysti framkvæmda- stjóra sjóðsins frá störfum vegna vanrækslu í starfi, eins og það var orðað. Mikið upphlaup varð vegna þessa og hafa mál þessi fengið mikið rúm í fjölmiðlum undanfarna daga. Það gerðist síðan ( kjölfarið að gefin var út reglugerðarbreyting sem boðar frystingu námslána. Það mál hefur ékki vakið eins mikla athygli fjölmiðla og hið fyrrnefnda, enda ef til vill ekki hægt að velta sér upp úr því pólitískt líkt og í hinu. Það er þó svo að það er þetta mál sem raunverulega skiptir námsmenn og þeirra fjölskyldur veru- legu máli. Mun ég hér á eftir gera skýran greinarmun á þessum tveimur málum og reyna að koma á framfæri afstöðu Stúdentaráðs Háskóla íslands til þeirra. Framkvæmdastjóra- málið Um alllanga hríð hefur verið mikil óánægja námsmanna og annarra, sem þurft hafa að leita til skrifstofu LÍN, með þá þjónustu, sem þar er á boðstól- um. Vafalítið eru ýmsar astæður þess að þjónustan þar hefur ekki verið betri en raun ber vitni. Þ6 þarf enginn að fara í grafgötur um það, að ein helsta orsökin í því efni er sú að stjórnun skrifstofu hefur verið ábótavant. Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með öllum rekstri sjóðsins f umboði 8tjórnar og ráðherra, skv. 9. gr. reglu- gerðarinnar um LÍN. Undirritaður hefur í allan vetur, sem fulltrúi SHÍ f stjórn LÍN, gagnrýnt ýmsa þætti f rekstri skrifstofu og varðandi þá þjón- ustu,_ sem sjóðurinn veitir námsmönn- um. Ýmislegt er þess eðlis að þvf verður að breyta með ákvæðum í úthlutnar- reglum, sem endurskoðaðar eru af sjóðstjóm ár hvert. Margt er hins vegar með því sniði, að það mætti bæta með breyttum vinnureglum starfsfólks, og hagræðingu á skrifstofu. Það verður að segjast eins og er, að enginn merkj- anlegur áhugi virtist hjá fyrrverandi framkvæmdastjóra á þvf að breyta einu eða neinu til hagsbóta fyrir viðskipta- vini sjóðsins. Oft var viðkvæðið sem svo, að þetta hefði nú verið reynt áður, eða þá að þetta væri allt of mikil fyrir- höfn fyrir starfsfólk. Verð ég að segja eins og er, að oft fannst mér fyrrver- andi framkvæmdastjóri þröskuldur f vegi umbótamála. Ekki ætlaég þó að draga úr ábyrgð stjórnar LÍN á því, hve lítið hefur áunnist á sviði þjónustu- mála í vetur, stjórnin hefði mátt sýna meiri festu í þessum málum og meiri samstaða innan stjórnar hefði örugg- lega komið í veg fyrir, að ýmis góð mál yrðu svæfð. Núverandi meirihluti SHÍ véfengir ekki vald ráðherra til að víkja fram- kvæmdastjóra LÍN frá störfum. Ef menn greinir á um það, hvort ráðherra hafi farið rétt eða rangt með vald sitt, þá er það hlutverk dómstóla að úr- skurða um það. Hlægilegt er að lesa það eftir misvitrum mönnum, með misfallega fortíð, hvað embættisfærslu viðkemur, að hér sé um lögbrot að ræða. Menn ættu að hafa hljótt um þau mál, sem þeir hafa ekki vit á. Það er réttur hvers þess sem telur á sér brotið að leita réttar síns fyrir dómstól- um. Alþingi götunnar á ekki að taka að sér þeirra hlutverk. SHÍ fagnar því, að loksins skuli rekstur LÍN hafa verið tekinn til endurskoðunar, og við væntum mikils af starfi þeirra manna sem nú koma inn í LÍN með ferskar hugmyndir og tilbúnir að ráðast gegn vandanum. Einnig treystum við því, að starfsfólk LÍN taki á málum af skynsemi, og láti ekki atburði undan- farinna daga bitna á námsmönnum. Það er nú einu sinni svo, að það er starfsfólkið sem á að veita viðskipta- vinum LÍN þjónustu. Viðskiptavinirnir eru ekki til fyrir starfsfólkið. Stóra málið Það er síðara málið sem við í SHÍ höfum kosið að nefna „Stóra málið". Með reglugerðarbreytingu frá 3. jan. síðastliðnum voru námslán fryst. Skulu þau um óákveðinn tíma vera þau sömu að krónutölu og þau voru á tímabilinu 'írf Ólaf ur Arnarson „Ráðamenn þjóðarinn- ar hafa á undanförnum misserum talað fjálg- lega um það hve mennt- un sé mikils virði, og að aukin menntun sé forsenda þess að við höldum sessi okkar meðal siðmenntaðra þjóða. Nú er tækifæri fyrir þessa menn að sýna vilja sinn í verki oghlúaaðLÍN." sept.-nóv. 1985. Þetta þýðir, að á einu árí skerðast námslán um 30% að minnsta kosti, ef miðað er við verðlags- forsendur ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, en þær forsendur virðast raunar meira f ætt við ósk- hyggju en raunveruleika. Líklega er að skerðingin verði nær 50% en 30%. Er hér ekki tekið með í reikninginn, að frá þvf í nóvember og til þessa dags er ekki óraunhæft að áætla að námslán hafi skerst um 6-8%. Hér er þvf í raun verið að tala um að LÍN og allir námsmenn fái rýtinginn f bakið. Hér er einnig veríð að tala um, að ekki lengur skuli það vera hlutverk LÍN að jafna aðstöðu manna til náms. Hér eftir skulu þeir efnaminni ekki eiga þess kost að fara f langskólanám. Undanfarna daga hefur þjóðin verið frædd um það, hve námsmenn hafi það gott og í raun sé það á kostnað hins almenna launamanns f landinu. Sýnd eru línurit, þar sem kemur fram, að á meðan námslán hafi hækkað um ca. 8% hafí laun lækkað um 20%. Rétt er að hafa f huga að á þessum tfma var framfærslustuðull námslána hækkaður úr 90% f 100%. Þetta var gert vegna ákvæða í lögum um námslán frá 1982. Sömu menn og greiddu þessum lögum atkvæði sitt þá eru nú að býsnast yfir hækkun námslána. Einnig er rétt að geta þess að á þessu sama tfmabili hafa kröfur þær sem LÍN gerir um námsárangur rúmlega tvöfaldast. Það þarf því að leggja af mörkum rúmlega 200% vinnu miðað við árið 1982 til að eiga rétt á námslánum í dag. Vitað er að launafólk á íslandi hefur mætt kjaraskerðingu sinni með sama hætti. Það hefur bætt við sig vinnu til að eiga í sig og á. Þessir þættir koma hins vegar ekki fram á þeim línuritum sem nú eiga að sýna hinn stóra sann- leik. Fólk verður að haf a í huga, að náms- menn hafa ekkert annað en námslán til að tryggja sína afkornu. Námskröfur eru slíkar að ekki er mögulegt fyrir námsmenn að bæta við sig vinnu til að drýgja tekjur sfnar. Einnig er það ljóst, að ef menn hafa aukatekjur, þá eru reglur LÍN slfkar að námslán manna skerðist svo að segja sem því nemur. Þau úrræði sem vinnandi fólk hefur notað standa námsmönnum hreinlega ekki til boða. Um nokkra hríð hefur það sem betur fer verið svo, að námslán hafa dugað fyrir fram- færslu. Nú sér fyrir endann á því. Afleiðing þessa verður sfðan sú, að námsmenn neyðast til þess í miklum mæli að hverfa frá námi af fjárhagsá- stæðum. Hvernig er þá komið fyrir þeirri háleitu hugsjón um jafnrétti til náms, og hin frómu slagorð ráðamanna um að menntun sé auðs ígildi. Námsmenn mótmæla þvf að Lána- sjóður fslenskra námsmanna sé notað- ur til að rétta af fjárhagshallann, meðan hundruðum milljóna er kastað f dauðar rollur árlega. Við spyrjum; hvort er það betri fjárfesting, að varpa milljónahundruðum árlega f gamaldags og úreltan landbúnað, sem aldrei getur orðið annað en baggi á þjóðarbúinu um alla framtfð, eða þá að fjárfesta f menntun fslenskrar æsku, og búa þannig þjóðarbúinu auð sem ávaxtast mun um alla framtfð? Ráðamenn þjóð- arinnar hafa á undanförnum misserum talað fjálglega um það hve menntun sé mikils virði, og að aukin menntun sé forsenda þess að við höldum sessi ' okkar meðal siðmenntaðra og þróaðra þjóða. Nú er.tækifæri fyrir þessa menn að sýna vilja sinn í verki og hlúa að LÍN. Við námsmenn komum aldrei til með að geta borið virðingu fyrir þeim mönnum sem árlega greiða þvf sam- viskusamlega atkvæði að kastað sé hundruðum milljóna f SÍS og land- búnað sem heyrir fortíðinni til. Við krefjumst þess að aðförinni að okkur linni. Nú í vetur höfum við námsmenn tekið virkan og ábyrgan þátt í því að endurskoða lög um LÍN. Við gerum okkur grein fyrir því að þar má mörgu breyta til batnaðar, bæði fyrir ríkið og námsmenn. Við viljum að þeir fjár- munir, sem lánaðir eru út úr sjóðnum komi aftur til baka. Við viljum einfalda ýmsar reglur um útlán LÍN með sparn- að og hagræðingu í huga. Okkur finnst það því köld kveðja, að nú skuli eiga að nota okkur til að brúa fjárlagagatið, sem að sjálfsögðu stafar af landbúnað- ar- og sjávarútvegsóráðsfu sfðari ára. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur nú undanfarið fylgt hógværri stefnu í lánamálum og frekar kosið að leysa vandamál með viðræðum og samkomu- lagi heldur en að vera með stríðsæsing- ar. Við vonum að ráðherra endurskoði þessa reglugerðarbreytingu sína hið fyrsta svo að ekki þurfi að skerast f odda með námsmönnum og rfkisvald- inu. Við erum hins vegar reiðubúnir að grípa til hverra þeirra aðgerða sem þurfa þykir til að fá leiðréttingu okkar mála. HöfiwdurerfulltrúiSHfisijórn LÍN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.