Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Nl P AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR MATTHEW C. VITA S AMFÉLÖGIN TVÖ ÍPÓLLANDI Fólkið í kirkjunni hélt allt á spjöldum með nöfnuni pólitískra fanga og margir viknuðu þegar presturinn skoraði á ráðamenn kommúnista að hætta að ofsækja pólitíska andófsmenn og leysa þá úr fangelsi. Klökkvinn vék þó brátt fyrir öðrum tilfinningwn þegar fólkið rétti upp hönd, gerði sigurmerki með fingrunum og söng sálminn, sem sunginn er við allar kaþólskar messur i Póllandi, „Guð, sem vakir yfir Póllandi". s amstaða er bönnuð en andóf á borð við messuna í Kirkju heil- ags Stanislaws Kostka í Varsjá er orðið óaðskiljanlegur hluti af lífi pólsku þjóðarinnar. Mótmæli á götum úti eru fátíð en baráttan fyrir auknu lýðræði heldur áfram. Samstaða, fyrstu frjálsu verka- lýðsfélögin í kommúnistaríki, var stofnuð í ágúst árið 1980 eftir mikil verkföll en bönnuð með lögum skömmu eftir setningu herlaganna í desember 1981. Þrátt fyrir það rekur Samstaða mjög umfangsmikið menningar-, útgáfu- og hjálparstarf, oft í skjóli kirkjunnar, og taka þátt í þessu starfi tugþúsundir manna, sem ávallt eiga það yfir höfði sér að vera handteknir og fangelsaðir. Nú um síðustu hátíðar söfnuð- ust um 300 manns saman kvöld eitt í fundarsal Erkibiskupssafns- ins í Varsjá til að hlýða á nýja sálma eftir höfunda, sem komm- únistar hafa bannfært, menn eins og Ernest Bryll og Wojciech Mlynarski. Leikarar og leikkonur, sem ekki hafa fengið að koma fram opinberlega síðan Samstaða var bönnuð, fluttu sálmana, sem voru aðallega trúarlegs eðlis en þó með pólitískum undirtón. Einn var um móður, sem skrifar bréf til sonar síns af því að hann getur ekki verið með fjölskyldunni á jólunum. Kannski var hann í fangelsi en í sálminum segir ekkert um það. í bréfinu segir m.a.: „Jólatréð hefur verið fagurlega skreytt og brátt munum við setj- ast að veisluborðinu eins og alltaf á jólum. Ég skrifa þetta bréf til þín grátandi... Við trúum því öll, að þú komir fljótt aftur." í nóvember sl. voru um 210 pólitískir fangar leystir úr haldi en þrátt fyrir það halda hand- tökurnar áfram. Enginn veit með vissu hve margir eru í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Andófið og andstaðan eru þó ekki aðeins látin í ljós innan öruggra veggja kirkjunnar. í Powazki- kirkjugarði í Varsjá er minnis- merki um 4.000 pólska liðsfor- ingja, sem myrtir voru í Katyn- skógi í Sovétríkjunum á dögum síðari heimsstyrjaldar. í áletruninni á minnismerkinu er dagsetningunni sleppt og eru fyrir því pólitískar ástæður. Sov- étmenn og pólska stjórnin halda því fram, að nasistar hafi drepið Sigurmerkið og fáni Samstöðu eru einkennandi fyrir „hitt sam- f élagið", það, sem er fyrir utan það opinbera. liðsforingjana árið 1941 en pólska þjóðin og sagnfræðingar einnig telja, að morðin hafi átt sér stað ári fyrr og að Sovétmenn hafi þar verið að verki. Þegar komið var í kirkjugarðinn fyrir nokkrum dögum sást, að einhver hafði skrifað með krít á granítvarðann: „1940-Katyn". „Þetta er sannleikurinn," sagði kona nokkur, sem var að kveikja á kerti við minnisvarðann, og benti á krotið. í Gdansk, fæðingarbæ Sam- stöðu, er annað og meira minnis- merki, þrír stórir járnkrossar til minningar um verkamennina, sem féllu í óeirðunum árið 1970. Er það til vitnis um baráttu pólskra verkamanna og'jafnframt fundar- staður, Lech Walesa og aðrir leið- togar Samstöðu koma þar saman á stórum stundum. Samstaða er þó miklu meira en táknræn mynd á minnisvarða. Hún stendur fyrir umfangsmiklu starfi í mennta- og menningar- málum og mikilli útgáfustarfsemi „neðanjarðar", gefur út um 800 fréttabréf og tímarit, mörg hundr- uð bækur, kasettur, myndbönd og Samstöðudagatöl og -barm- merki. Bannaðar kvikmyndir eins og t.d. „Járnmaðurinn" eftir Andrzej Wajda, mynd um stofnun Sam- stöðu, eru reglulega sýndar á myndbandstækjum á einkaheimil- um eða í kirkjum og neðanjarðar- forlagið „Nowa", stærsta útgáfu- fyrirtæki í landinu, hefur tekið að sér að dreifa myndböndum um landið allt. Fólk, sem sækir mynd- bandssýningarnar, greiðir um 30 kr. ísl. í aðgangseyri og fer sá peningur til að kosta framleiðslu myndbandanna. Bækur eins og „Félagi Napó- leon" og „1984" eftir George Orwell og bæklingar eftir pólska rithöfunda, sem fá ekki verk sín gefin út opinberlega, eru prentuð í miklu upplagi og vikuriti Sam- stöðu er dreift í 40.000 eintökum. Samstöðumenn segja sjálfír, að 80% prentunarinnar séu unnin á laun í opinberum prentsmiðjum, á kvöldin eða nóttunni eftir að vinnudegi er lokið. „Fyrir 1980 voru það aðeins pólitískar vangaveltur, sem gefn- ar voru út neðanjarðar," segir einn Samstöðumannanna. „Nú er það hins vegar allt milli himins og jarðar, allt, sem kommúnistar amast við." Samkvæmt leynilegri könnun, sem stjórnvöld létu gera, hafa rúmlega þrjár milljónir Pólverja, um 10% þjóðarinnar, reglulegan aðgang að fréttablöðum Sam- stöðu en allt að 70.000 manns sjá um að dreifa þeim um landið. Samstaða styður fólk einnig fjárhagslega og er það þáttur í þeirri stefnu að koma á „öðru samfélagi" fyrir utan hið opin- bera. Hún úthlutar skólastyrkjum og styður vísindalegar rannsóknir, veitir árlega verðlaun þeim, sem vel hafa staðið sig í ýmsum grein- um, og hjálpar ásamt kirkjunni fjölskyldum þeirra verkamanna, sem reknir hafa verið úr starfí eða fangelsaðir. (Höfundur er fréttamaður AP-fréttastofunnaríP6Uandi.) Það var skræpa Bókmenntir Jenna Jensdóttir Andrés Indriðason Það var skræpa Myndir eftir Brian Pilkington Námsgagnastofnun 1985 Saga úr hversdagsleikanum verður til litrík og sönn þegar slyngur höfundur skráir hana á blöð sín. Vekur minningar langt aftur í tím- ann, er litlir pollar í bæjum og kauptúnum áttu sér dúfur og smíð- uðu hús handa þeim. Háðu sín hljóðlátu stríð og keppni um verð- mætar dúfur. Skiptust í tvo hópa í viðhorfi sínu til málleysingjanna. Annars vegar þeir sem báru í brjósti sér nokkra harðneskju gagnvart lítilmagna meðal dúfna. Og hinir sem settu Sigmundur Jónsson Guðrún I. Sigfúsdóttir GUNNHILDAR GERÐISÆTT Bókmenntir Sigurjón Bjömsson Gunnhildargerðisætt. Niðjatal Sigmundar Jónssonar og Guðrúnar Ingibjargar Sig- fúsdóttur. íslenskt ættfræði- safn. Niðjatal II. Ritstjórn: Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn-bókaforlag. Reykja- vík 1985.176 bls. Ættfeður Gunnhildargerðisættar, sem hér er rakið frá, voru þau hjónin Sigmundur Jónsson og Guðrún Ingi- björg Sigfúsdóttir. Þau þjuggu í Gunnhildargerði í Hróarstungu frá því á ofanverðri 19. cld og til ársins 1919. Þau hjón eignuðust tíu börn og komust níu þeirra til fullorðins aldurs. Frá átta þeirra eru afkom- endur og eru þeir taldir hér. Alls eru afkomendur Gunnhildargerðishjóna rúmlega 300. Langflestir eru komnir af Björgu Sigmundsdóttur. Framan við sjálft niðjatalið eru nokkrar ritgerðir (31 bls.) um ætt- foreldrana, skráðar af skyldum og Flugbjörgunarsveitin: Fimm auka- vinningar dregnirút Á Þorláksmessu voru dregnir út fimm aukavinningar i lands- happdrætti Flugbjörgunarsveit- anna. Vinningar komu á eftirtal- in númer: Nordmende-myndbandstæki á miða númer 46886 og 111425 Nordmende-myndbandsupptöku- tæki á miða númer 108328 og 145694. Mclntosh-heimilistölva á miðanúmer 115452. Væntanlegir vinningshafar snúi sér til Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík í síma 91-25851. Aðrir vinningar í landshappdrætti Flúg- björgunarsveitanna, 189 talsins, verða dregnir út þann 17. febrúar nk. kunnugum, og aftan við niðjatalið er ritgerð um „Gamla bæinn í Gunn- hildargerði" asamt teikningum og uppdráttum. Er ritgerðin skráð af Sigfúsi B. Sigmundssyni. Þá eru framættir beggja hjóna raktar all- langt aftur í aldirnar eftir því sem heilmikldir leyfðu og að lokum er nafnaskrá yfir niðjatalið. Niðjatal hvers af börnum Sig- mundar og Ingibjargar hefst á allýt- arlegu æviágripi og fylgir jafhan mynd af heimili viðkomanda svo og mynd af honum/henni sjálfum/ sjálfri ásamt maka. Sjálf niðjaskrán- ingin er með sama sniði og í Niðja- tali I í þessari ritröð og vísast því til umsagnar um það rit (Mbl. 15. des. 1985). Þó er það frávik að öllu meira er hér sagt um æviferil við- komanda. Mikið er af myndum í bókinni og eru þær ávallt þar sem fjallað er um einstaklinginn. Eins og fram hefur komið er þetta fámennt niðjatal. Einungis fimm ættliðir eru framgengnir þar sem lengst er komið. Hafa niðjarnir dreifst vítt um land, þó að enn sé líklega mikill meiri hluti á Austur- landi. Ættfræðigrúskurum færir niðjatal þetta vegna þess hve stutt það er, takmarkaðan fróðleik, enda þótt rækileg framættaskráning bæti raunar nokkuð úr. Þar sem niðjatalið er svo stutt hefði að ósekju mátt segja meiri deili á mökum niðjanna, þ.e. rekja ættir þeirra eitthvað aftur (en það finnst mér raunar alltaf kostur við niðjatöl). Ritnefnd úr hópi niðja hefur staðið að riti þessu undir leiðsögn Þorsteins Jónssonar ættfræðings og með að- stoð ættfræðinganna Sigurgeirs Þorgrímssonar og Theodórs Arna- sonar. Enda þótt mér þykir þetta niðjatal æði stutt, er þó sá einn kostur við, sem ekki má undanfella að minnast á. Niðjarnir sjálfir fá hér mjög handhæga yfirsýn yfir skyldulið sitt og ættu hér eftir að geta haft á reiðum höndum fjórmenningsskyld- leika. En sá hlýtur einmitt að vera megintilgangur niðjatala að stuðla að góðri þekkingu manna á frænd- garði sínum. Mjög er vel vandað til þessa rits á alla lund og er verulega ánægjulegt að sjá hversu glæsileg ritröð er hér í uppsiglingu. Er vonandi að fram- hald geti orðið á. - ¦ é~ÍL1J!f'*. "'3Í«Sft£~!; —» *•• ¦ ¦r*Br«,.i.i^ - '*.*&**>•»&*&>¦'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.