Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 9. J ANÚAR1986 fclk í fréttum „Langamma eignaðist tvö pör ..." DIDDU með tvíburastelpurnar sínar Það voru sjö mínútur á milli þeirra og við vorum öll orðin voðalega spennt að sá það rétt fyrir miðnættið hvort þær myndu hafa það af að koma í heiminn sama dag- inn," sagði Diddú eða Sigrún Hjálmtýsdóttir sem hinn þrí- tugasta desember síðastliðinn eignaðist tvíburastúlkur. „Fæðingin gekk afskaplega vel, það tók mig ekki nema fjóra tíma frá því að verkir hófust, og þangað til tvíbur- arnir voru fæddir. Langamma mín eignaðist tvö pör, fyrst stúlkur svo drengina," bætti hún svo við í gamansömum tón. Telpurnar eru afskaplega ólíkar í útliti, önnur með mikið hár, hin ekki og svo framvegis og sú sem kom á undan í heiminn vó 12 merkur, en seinni daman rúmlega níu merkur og báðar voru þær 49 sentimetrar á lengdina. Sú stærri var reyndar löngu búin að gera upp hug sinn með að koma á undan, því strax á sjóunda mánuði sneri höfuðið á henni niður. Hún er enn sem komið er ákveðnari og ræðst til dæmis á matinn sinn með miklu írafári á meðan hin er ósköp hógvær." Meðgangan virtist ekki halda Sigrúnu frá söngnum og ef að líkum lætur líður ekki langur tími þangað til hún Moi*gunblað:ð/Júlíus Diddú ásamt dœtrunum sem eru afskaplega ólíkar að sjá að minnsta kostí í einni svipan. Að sögn Diddú er þegar búið að velja þeim dömum nöfn en ekki má segja alþjóð frá strax. Faðirinn, Þorkell Jóelsson, var því miður ekki á staðnum er Ijósmyndara bar að garði. tekur til við að syngja á nýjan leik. „Stelpurnar mínar voru svo samvinnuþýðar á meðan á meðgöngunni stóð að það raskaðist eiginlega ekkert af því sem ég var búin að ákveða að gera. Það stendur svo til núna í febrúar að halda tónleika með Ladda og íslensku hljómsveit- inni ef allt gengur að óskum. Síðan er á dagskrá að halda í ferðalag með fjölskylduna til ítalíu, því það var eiginlega það eina sem ég varð að fresta þegar ég varð ófrísk. Þar hyggst ég stunda framhalds- nám og tók inntökupróf í skóla í apríl síðastliðnum. Þetta er býsna sérhæft nám, það er að segja ég mun vinna að ákveðnum óperuhlutverk- um. Hvað við komum til með að dvelja þarna lengi er óvíst og verður bara að ráðast með tímanum." - Til hamingju Sigrún með tvær indælar telpur. Heiðrún í verslunarleiðangri Heiðrún Ásta Guðmunds- dóttir vann á dögunum í teiknimyndasamkeppni og er hún á sínum tíma var innt eftir því hvernig hún hygðist verja verðlaunafé sínu sagðist hún meðal annars ætla að kaupa sparibaukinn Emmu (konuna hans Óskars) handa sér og bróður sínum. Þegar Heiðrún fór svo af stað í verslunarleiðangur festi ljósmyndari hana 'á filmu. „Viltu fá að vita hvað ég er með í pokunum," sagði Heiðr- únogbrosti. „Eg er með tvær Emmur, eina fyrir Sigurjón bróður minn og hina fyrir mig. Svo eru hérna ofan í pokunum jólasveinahúfur handa Emm- unum, bók, penni og límmiðar. Iðnaðarbankinn gaf mér þetta alltsaman. Jú og svo er ég líka með osta hérna sem hún mamma mín var að kaupa." — Þú ert þá ekki búin að eyða öllum verðlaunapening- unum þínum? „Ég er ekki alveg viss hvernig það er því pabbi geymir þá fyrir mig." Heiðrún Asta með Óskara og Emmur í poka. Herrakanínur teknar til starf a Sjö þúsund karlmenn sóttu um Sagt var frá því hér á síðunni fyrir nokkru að til stæði að „herrakanínur" tækju til starfa hjá Playboy Empire-klúbbnum í New York. Nú er semsé búið að ráða sextán „karlkanínur" á móti þeim 52 kvenkyns sem þar starfa og það voru um sjö þúsund herrar sem föluðust eftir starfinu. Kröfurnar sem gerðar voru til umsækjenda voru, að nóg væri af bringuhárum og að drengirnir gætu haldið uppi samræðum án vandræða við viðskiptavinina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.