Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 17
r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 17 Árni Gunnlaugsson „Á því er enginn vafi að heilbrigðar lífsvenj- ur eru hin besta trygg- ing til að halda heils- unni í góðu horfi. Er það því ekki glapræði gagnvart sjálfum sér að skemma það dýr- mætasta sem okkur er gefið, heilsuna, með eiturlyfjum hvort sem þau heita alkóhol eða einhverjum öðrum nöfnum?" ömurlega endi árs æskunnar í höfuð- borginni þegar 2500 ungmenni voru saman komin í og við Laugardals- höllina? Þar var haft áfengi um hönd þótt bannað sé í íþróttahúsum. Að sögn lögreglunnar voru margir unglinganna færðir í fangageymslu eða á slysadeild og mikil spjöll voru unnin. A svona að endurtaka sig eða á þetta að gleymast eins og svo margt annað sem miður fer í þjóðlíf- inu? Verður dansinum í kringum Bakkus haldið áfram? Rætur vandans Rætur vandans liggja annars staðar og dýpra en hjá unga fólkinu. Halda menn að nýjasta fyrirbærið hér í „áfengismenningunni", Jóla- glöggin" svonefnda, stuðli að betra ástandi? Hvað rekur stjórnmálafélög til að nota áfenga drykki eins og jólaglögg til að laða fólk til sín á fundi? Telja þau það orðið í sínum verkahring að veita áfengi rétt fyrir jólin? Getur verið að jólaglöggin hafi átt sinn þátt í því að nótt eina fyrir jólin var óvenju mikið fár af völdum drykkju á mörgum heimilum í Reykjavík, að sögn lögreglunnar. Hér vora hinir fullorðnu að verki. Hefur ekki áfengishugarfarið blind- að alltof marga? Er ekki þar að finna frumrætur vandans mikla sem við er að glíma? Vonandi byrjar vakning meðal þjóðarinnar á nýja árinu. Hugarfars- breyting er forsenda nýrri og betri tíma í þjóðlífinu. Ár f riðar, heilbrigðis og bindindis Sameinuðu þjóðirnar helga árið 1986 málefnum friðarins. Hér á landi verður árið ennfremur helgað málefnum heilbrigðis og bindindis. Forgöngu um það hefur nefnd með landlækni og biskup í fararbroddi. Er tilgangurinn sá að vekja athygli á áfengis- og eiturlyfjabölinu og hvetja landsmenn til heilbrigðari lífs- hátta. Á sinn hátt eiga hugsjónir friðar og bindindis samleið. Að minnsta kosti er það víst að áfengið getur orðið mesti friðarspillirinn enda hefur það verið kallað „versti óvinur mannsins". Það er því þarft verk í þágu friðarhugsjónar að berjast fyrir bindindi og bræðralagi. Það fylgja því miklir kostir að gera bindindi að lífsvenju. Margir drekka áfengi vegna beinnar og óbeinnar þvingunar umhverfisins. Þeir vilja ekki skera sig úr fjöldanum á mannamótum. En nú, þegar sú tíska er komin á víða um heim að það þykir ekki lengur „fínt" að hampa glasi með áfengum drykk, ætti að vera auðveldara að segja „Nei-Takk" svo að notuð séu orðin á spjaldi þeirra Lions-manna í bar- áttunni gegn vímuefnum, eða orð- rétt: „Nei-Takk-ekki-vímuefni". Hvað er áfengi annað en vímuefni? Besta tryggingin fyrir góðri heilsu Löngu er vitað að margir sjúk- dómar verða raktir til áfengisneyslu. Jafnvel hinir smæstu skammtar eru taldir geta haft skaðleg áhrif á heil- ann. Um þetta segir landlæknir í grein í Mbl. 12. febr. 1983: „Of mikil áfengisneysla er talin veiga- mikil orsök skorpulifrar, magabólgu, magasárs og heilarýrnunar og fleiri sjúkdóma." Hér má bæta við að neyti verðandi mæður áfengis á meðgöngutíma getur það haft óbæt- anlegt heilsutjón í för með sér fyrir fóstrið. Voru um það tekin dæmi í áðurnefndum skrifum í Folket. Ennfremur segir landlæknin „Talið er að 10-20% innlagna á almenn sjúkrahús hér á landi eigi rót sína að rekja til áfengisnotkun- ar." Má því Ijóst vera hversu brýnt heilbrigðismál það er að draga úr áfengisneyslu og hvetja fólk til að hafna henni alfarið. Fyrir skömmu fór fram rannsókn, bæði í Kaliforníu og Noregi, þar sem aðventistar voru athugaðir sérstak- lega. Eins og kunnugt er temja þeir sér heilbrigðar lífsvenjur og hafna áfengi algerlega. Telja þeir sig fylgja fordæmi heilagrar ritningar með slíku líferni. í ljós kom að heilsufar aðventista er yfirleitt betra en ann- arra Kaliforníubúa og Norðmanna og þeir ná að jafnaði hærri aldri. Á því er enginn vafi að heilbrigðar lífsvenjur eru hin besta trygging til að halda heilsunni í góðu horfi. Er það því ekki glapræði gagnvart sjálf- um sér að skemma það dýrmætasta sem okkur er gefið, heilsuna, með eiturlyfjum hvort sem þau heita alkóhol eða einhverjum öðrum nöfn- um? Vonandi ber hugsjónabaráttan, sem tengd er þessu ári, mikinn ár- angur. Til þess að svo megi verða ættu menn að hlýða kalli samvisk- unnar og veita góðum málstað bind- indis, bræðralags og heilbrigðra lífs- hátta liðsinni í orði og verki. Höfundur er hæstaréttarlög- maður í Hafnarfirði. 773 dæmdir í Sakadómi 1985 AKH) 1985 voru kveðnir upp dómar í málum 773 manna við Sakadóm Reykjavikur. Af þeim voru 446 ákærðir fyrir brot gegii abnennum hegningarlögum, en 327 fyrir brot gegn sérrefsilög- gjöfinni, einkum umferðarlög- um. Voru 25 menn sýknaðir, en 4 málum vísað frá dómi. samanborið við 99 árið 1984. Dóm- ar gengu í tveimur málum vegna undanskots á söluskatti og brots á bókhaldslögum. í báðum tilvikum voru menn dæmdir í skilorðsbundið fangelsi ogtil greiðslu sektar. Þá var málum 1811 manna lokið með dómssátt. Til Sakadóms bárust 115 beiðnir um gæsluvarðhaldsúr- skurð og 27 beiðnir um húsleit. Þess má geta, að gæsluvarðhalds- beiðnum fækkaði í fyrra miðað við árið 1984 þegar þær voru 136. Sakadómi bárust 711 ákærur frá embætti ríkissaksóknara miðað við 617 árið 1984. Námskeið á vegum Fll VERND HUGMYNDAEINKALEYFA 16. TIL 17. JAN. Hvernig getur íslenskur iönaður styrkt stööu sína meö einkaleyfis- og vörumerkjarétti? í stóraukinni samkeppni á nýjum mörkuöum má ekki vanmeta nauðsyn þess aö tryggja sem allra besta réttarvernd hugmynda og framleiösluvöru. Fjallaö veröur um uppbyggingu einkaleyfa meö hliösjón af íslensku einkaleyfislögunum og milliríkjasamningum, fyrir hváða hugmyndir hægt er að fá einkaleyfi, hvaöa tilgangi einkaleyfi þjóna og hvaða aðrar leiðir eru færar til réttarverndar hugmynda og framleiöslu- vöru. Tími: 16.—17. janúar kl. samtals 8 tímar. 8.30—12.30, Verö: Fyrir félagsmenn FÍI Fyrir aðra kr. 2.800,-kr. 3.650,- Staður: Hallveigarstígur 1, 3. hæö. Leiðbeinendur: Árni Vilhjálmsson hdl., isl. einkaleyfa og vörumerkjastofan, Gunnar Örn Haröarson tæknifr., isl. einkaleyfa- og vörumerkjastofan. Þátttaka tilkynnist til Félags íslenskra iðnrekenda, Hallveigarstíg 1, sími 91-27577 fyrir 14. jan. rtk. FÉLAG ÍSL. IÐNREKENDA HALLVEIGARSTÍIG 1, SÍMI 27577 íslenskur hugbúnaður sf Hugbúnaðargerð, hugbúnaðarpakkar, vélbúnaður, ráðgjöf, diskettur og fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.