Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 fnmym&Uútíb- Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aoalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Lánasjóður á krossgötum Umræðurnar um málefni Lánasjóðs íslenskra náms- manna (LIN) hafa oft verið mikl- ar, sjaldan þó eins og nú. Það er eðlilegt, að mikið sé um mál- efni þessa sjóðs rætt. Hann er mikill að vöxtum. Á árinu 1985 var um 1,3 milljörðum króna veitt til sjóðsins. Velgengni og þjón- usta hans skiptir verulegu máli fyrir framtíð þjóðarinnar. Dýr- mætasta eign hverrar þjóðar eru vel menntaðir einstaklingar. Þetta er því einhver mikilvægasti fjárfestingarsjóður landsins, ef þannig má að orði kveða. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur skor- ið upp herör gegn þeim starfs- háttum, sem viðgengist hafa við framkvæmd mála hjá sjóðnum. Mesta athygli hefur vakið ák- vörðun ráðherrans um að víkja framkvæmdastjóra sjóðsins úr starfi. Hvað sem um þá ákvörðun má segja, er rangt að halda því fram, að með henni hafi ráðherra gerst sekur um lögbrot. Á hitt kann að reyna fyrir dómstólum, hvort framkvæmdastjórinn fyrr- verandi eigi rétt á skaðabótum úr ríkissjóði. Upphlaup starfsmanna sjóðsins vegna þessa máls er skiljanlegt, ef litið er til þeirra tengsla, sem oftast skapast á vinnustað. Tengslin milli starfs- manna lánasjóðsins hafa væntan- lega orðið meiri en almennt á vinnustöðum, þar sem tólur um yfirvinnutíma þeirra gefa til kynna, að lítið tóm hafi gefist til að sinna öðru en skrifstofuhald- inu. Fjöldi. lántakenda hjá LÍN hefur vaxið ár frá ári, enda leggja æ fleiri út í framhaldsnám. Er það í samræmi við kröfur tímans. Allir eru sammála um, að sem best sé að námsmönnum búið. Flest bendir til, að í framkvæmd hafí skrifstofa LÍN átt fullt í fangi með að sinna hinu aukna álagi. Megn óánægja ríkir hjá mörgum, sem til hennar hafa þurft að leita. Úr þessu er nauð- synlegt að bæta. Samhliða því, sem mennta- málaráðherra hefur tekið af ska- rið og ákveðið breytingar á fram- kvæmdastjórn LIN hefur hann gefið út reglugerð, þar sem kveð- ið er á um að frá og með desemb- er 1985 skuli lán sjóðsins við það miðuð, að þau séu jafnhá í ís- lenskum krónum og á tímabilinu september/nóvember 1985. í þessu felst, að lánin hækka ekki samkvæmt breytingum á fram- færsluvísitölu og gengi. Sverrir Hermannsson segir þessa ák- vörðun veita aðhald í bili. Fram hefur komið, að bilið milli launa og námslána hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Um það er deilt, hve þessi mismunur sé mikiíl. En allir ættu að geta verið sammála um, að í þessu efhi eins og öðrum skuli eitt yfír alla ganga. Óeðlilegt sé, að skatt- greiðendur auki greiðslur sínar til lánasjóðsins, þegar launatekj- ur þeirra skerðast, svo að unnt sé að vísitölubinda og gengis- tryggja námslán að fullu. I stuttu máli má kalla það, sem hér hefur verið lýst, viðnámsað- gerðir af hálfu menntamálaráð- herra. Unnið er að því að móta stefnu til lengri tíma. Sú stefnu- mótun er í höndum Alþingis. Það er yfirlýst stefna menntamála- ráðherra að leggja fram frum- varp til nýrra laga fyrir LÍN á næstunni. Mestu skiptir, að um þá löggjöf náist víðtæk samstaða. Sú spurning vaknar, hvort sá hvellur, sem nú hefur orðið, dragi úr líkum á því, að viðunandi sættir takist um hina nýju lög- gjöf. Námsmenn þurfa að átta sig á því, að ýmsum fínnst síður en svo sjálfsagt, að jafn stórum fúlg- um og raun ber vitni sé varið til LIN. Þeir sem þannig hugsa eru bæði á Alþingi og utan þess. Hörkuleg kröfugerð af hálfu námsmanna á sama tíma og þær staðreyndir blasa við, sem að framan er lýst, kallar á hörð viðbrögð meðal almennings. Morgunblaðið hefur ekki skipað sér í sveit þeirra, sem vilja skera námslán við nögl eða líta jafnvel á þau sem óþarfan bagga á þjóð- arbúinu. Þvert á móti hefur blaðið snúist öndvert gegn þeim, sem það telur hafa vegið ómaklega að þessari nauðsynlegu lánastarf- semi. En í þessu efni eins og öðrum er nauðsynlegt að fínna skynsamlegt meðalhóf. Um þessi áramót er Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna á kross- götum. Málefni hans öll eru í brennidepli meðal stjórnmála- manna og almennings. Skýrari línur hafa verið dregnar en oftast áður. Við slíkar aðstæður er unnt að halda þannig á málum, að allt fari í bál og brand, en það er einnig unnt að. nýta slíkt ástand góðum málefnum f hag. Öllum er fyrir bestu að velja síð- ari kostinn. Þótt hart sé deilt og þyrlað upp pólitísku moldviðri má ekki missa sjónar á lokamark- miðinu: að tryggja íslenskum námsmönnum þá aðstöðu, sem gerir þeim kleift að ljúka ætlun- arverki sínu. Það hvílir sú ábyrgð á öllum, sem um málefni Lána- sjóðs íslenskra námsmanna fjalla, að hafa þetta markmið að leiðar- ljósi en taka jafnframt mið af fjárhagslegu bolmagni þjóðar- búsins. Fjárútvegun til LIN hefur haft forgang hjá stjórnmála- mönnum. Ekkert bendir til þess, að svo verði ekki áfram. Að hinu á nú að hyggja, hvernig fénu er best varið. íslenskur hugbúna eftirPálKr. Pálsson Hver verður þróun íslensks hug- búnaðariðnaðar? Hverjir eru mögu- leikar hans? Hér er óneitanlega stórt spurt og þegar slíkt er gert verður iðulega fátt um svör. Hins vegar eru þetta ekki óeðlilegar spurningar og það sem meira er, svörin eru að mestu háð fyrirtækjunum og því sem þau og við viljum og getum gert til að efla þessa ungu atvinnugrein. Éf svara ætti spurningunum hér að framan til hlítar þyrftu að liggja fyrir upplýsingar um þróun greinar- innar á undanförnum árum, upplýs- ingar um stöðu hennar nú og hvers vænta megi í framtíðinni. Tæmandi upplýsingar um þetta liggja hins vegar ekki fyrir. Hér á eftir verður leitast við að skoða hugsanleg svör við fyrrgreind- um spurningum og spá fyrir um hver þróunin verður. Áhrifaþættir á þróun hugbúnaðariðnaðar Þeir þættir sem mestu skipta varðandi þróun hugbúnaðariðnaðar eru: - Þekking - Framboð á hæfu starfsfólki - Tækniþróun - Markaðir - Markaðsmöguleikar í grófum dráttum liggja eftirfar- andi upplýsingar fyrir um þessa þætti: - Þekking er nú til staðar á tækni- lega hlutanum, en nokkuð skortir á þekkingu á því hvar og hvernig megi gera hugbúnað að söluhæfri vöru. - Framboð á hæfu starfsfólki hefur farið vaxandi, eftirspurn er þó meiri en framboð, en búast má við að þetta breytist á næstu árum, þegar stórir árgangar tölvufræðinema koma út á vinnumarkaðinn. - Tækniþróun er ör á sviði hug- búnaðar og líklegt að svo verði áfram. íslenskum hugbúnaðarfyrir- tækjum hefur hins vegar fram til þessa tekist að tileinka sér nýja tækni á skömmum tíma og má ætla að svo verði áfram. - Stöðugt eru að opnast nýir mark- aðir fyrir hugbúnað og virðast því engin takmörk sett hvar nýta á hugbúnað til að auðvelda störf og ferli og gera þau árangursríkari og arðsamari. - Markaðsmöguleikar ráðast öðru fremur af hæfni framleiðenda til að skilja hvar þörfin er mest og þar með arðsemin best. Til þess að geta nýtt sér þennan þátt í framtíðinni munu framleiðendur hugbúnaðar í auknum mæli þurfa að ráða til sín fólk sem þekkir þau svið þar sem mestir möguleikar eru, þ.e.a.s. fólk sem hefur reynslu af störfum í at- vinnulífinu og þekkir þ.a.l. þarfir þess. Þetta er eitt mikilvægasta atriðið í þróun íslensks hugbúnaðar- iðnaðar. Hér þurfa fyrirtækin að efla þekkingu sína með því að ráða til sín fólk úr atvinnulífinu. Staða hugbún- aðariðnaðar Þróun hugbúnaðar hefur verið mjög ör hér á landi að undanförnu sem annarsstaðar. Talið er að heims- markaður fyrir hugbúnað vaxi nú um 30% á ári. Engin mettun virðist sjáanleg á þessu sviði. Allar iðnvæddar þjóðir stefna markvisst að uppbyggingu öflugs hugbúnaðariðnaðar. I áætlunum sem gerðar hafa verið um þróun tölvuiðnaðar (vélbúnaðariðnaður og hugbúnaðariðnaður) á Norðurlönd- um, í Bretlandi og í Þýskalandi, kemur fram að þessar þjóðir hyggj- ast verja á næstu árum umtalsverð- um fjármunum í þróun þessarar greinar, eða umreiknað á fjölda ís- lendinga, að meðaltali um 50 milljón- um íslenskra króna á ári. í tillögum þessara þjóða virðist mestur hluti fjármagnsins vera ætl- aður til aðgerða á sviði hugbúnaðar. Hugbúnaðariðnaður er hálaunaiðn- aður þar sem þekking er undirstaða árangurs. Nú er eftirspurn eftir hugbúnaði mun meiri en framboð. Af þessu má draga þá ályktun að þær þjóðir sem búa við hátt þekking- arstig eigi meiri möguleika á að ná árangri á alþjóðlegum markaði á þessu sviði en aðrar. Sé reynt að líta á og meta þróun hugbúnaðariðnaðar hérlendis fram til dagsins í dag og stöðu þessa iðnaðar, kemur fram að skipta má fyrirtækjum sem þróa, hanna og selja hugbúnað hérlendis í þrjá flokka: - Verkfræði og ráðgjafafyrirtæki - Söluaðilar tölvubúnaðar - Hugbúnaðarhús I fyrsta flokknum er einkum um rótgróin fyrirtæki að ræða, sem tekið hafa tölvutæknina í sína þjón- ustu til notkunar við úrlausn eigin verkefna. Samfara þeirri þekkingu sem orðið hefur til innan þessara fyrirtækja á sviði tölvumála, hefur verksvið þeirra smám saman aukist og þau farið inn á þá braut að hanna og selja hugbúnað. Hugbúnaðarþekking söluaðila tölva stafar einkum af því að þeir hafa í mörgum tilfellum öðlast reynslu í þróun hugbúnaðar við for- ritun á eigin tölvubúnað. Auk þess hafa þessi fyrirtæki unnið að þýð- ingu og aðlögun erlendra forrita. Á undanförnum árum hafa verið stofnuð mörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í hönnun og þróun hugbúnaðar. Eitt megineinkenni þeirra er að þau selja hugbúnað sem hannaður er hérlendis frá grunni og innfluttan hugbúnað sem hefur verið lagaður að íslenskum sérþörfum. Auk þess má nefna að allmörg fyrirtæki háfa á undanförnum árum ráðið til sín sérfræðinga til að annast þróun og aðlögun hugbúnaðar sem þau nota sjálf en stunda ekki beina sölu á. Hér er einkum um stærri fyrirtæki að ræða. Sé litið á íslenskan hugbúnaðar- iðr hu ler un tej uð átl þq að er tír hu eit sti ? 300 Þróun við óbr 250 . 200 , 150 • 'y^- i 100 . i 50 1980 81 82 83 84 85 Fyrirtæki stofnuð 1980: Fjöldi starfsmanna u.þ.b. Fyrirtæki stofnuð frá 1980-Fjöldi starfsmannau.þ.b. Fyrirtæki stofnuð 1983—19 Fjöldi starfsmanna u.þ.b. Samtals: Fyrirtæki í hugbúnaðariðna Fjöldi starfsmanna u.þ.b. Listir á vogarskálum A^ eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur I stjórnmálaumræðu hér á landi er sjaldan talað um listir og menn- ingu. Það er helst við hátíðleg tækifæri, þegar stjórnmálamönnum verður orða vant, að þeir grípa til þess úrræðis að segja fáein falleg orð um þessi efni. Innan veggja Alþingis fer ekki fram umræða um gildi listrænnar starfsemi fyrir íslenskt þjóðlíf né heldur umræða um nauðsyn þess að ríkisvaldið styrki slíka starfsemi. Fjárveitingar ríkisins til listrænnar starfsemi koma helst til umræðu þegar skera þarf niður á fjárlögum, og er eins og menn haldi að niður- skurður á því sviði breyti einhverju sem máli skiptir um niðurstöðu rík- isfjármálanna. Staðreyndin er sú, að íslenska ríkið veitir ótrúlega lág- um fjárhæðum til listrænnar starf- semi, svo lágum að hliðstæður eru vart finnanlegar á meðal vestrænna þjóða. Á undanförnum árum hafa þessi framlðg enn rýrnað og sam- kvæmt nýafgreiddum fjárlögum fyrir árið 1986 ætlar ríkisstjórnin að veita upphæð sem er vel innan við eitt prósent af heildarútgjöldum ríkisins til allrar listrænnar starf- semi í landinu. Listamenn í sjálfboðavinnu Hin ríkulega listræna uppskera umliðinna ára ber þess vott að hér hefur ríkt mikil gróska í listum. Þessi gróska byggist á því, að á meðal þjóðarinnar eru fjölmargir listamenn sem hafa hæfileika og kunnáttu til stórra verka. Það er því nöturleg staðreynd, að nú er svo komið að íslenskri listastarfsemi er í sífellt auknari mæli haldið uppi af sjálfboðavinnu útpískaðra lista- manna, sem þurfa að hafa í sig og á með því að vinna við alls óskyld störf, s.s. auglýsingagerð og próf- arkalestur. Ef svo heldur áfram er varla við því að búast, að íslenskir listamenn verði í framtíðinni menn stórra verka, hvað þá heldur sam- keppnishæfir á erlendum vettvangi. Menningarfjandskapur Áhugaleysi stjórnvalda á list- rænni starfsemi í landinu hefur einnig þær afleiðingar í för með sér, að menningarfjandskapur hvers konar og virðingarleysi fyrir öðrum verðmætum en þeim efnislegu á auðveldar með að ná fótfestu meðal þjóðarinnar en ella væri. Sem dæmi um slíkan menningarfjandskap má nefna, að unglingasamtök stærsta stjórnmálaflokks landsins settu ný- verið fram tillögur um stórfelldan niðurskurð á fjárframlögum til lista- og mannúðarmála og hugðust með því bjarga þjóðinni frá bráðri glötun. Slflct virðingarleysi fyrir mannúð, mennt og listum, þeim verðmætum se ac" le, bj sr, m st oí vr' s í: el Ai & ÍÍH fr (a Si ac' rú vi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.