Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR1986 Frá álfagleði Hattarmanna. Egilsstaðir: Álfagleði á þrettánda KgilsstiMum, 7. janúar. Iþróttafélagið Höttur gekkst fyrir álfagleði hér á Egilsstöð- um í gær, á þrettánda degi jóla. Fjöldi manns safnaðist saman við íþróttahúsið — en þaðan var gengið fylktu liði um bæinn og fóru blysberar fyrir göngunni ásamt álfakóngi og álfadrottn- ingu í þar til gerðum skraut- sleða sem gæðingur einn dró. Hersingin staðnæmdist síðan á íþróttavellinum þar sem upp- hófst mikil álfagleði eftir að kveikt hafði veríð í myndarleg- umbálkesti. Álfakóngur lét þess getið í ávarpi sínu til manna að hvergi væri lífvænlegra fyrir álfa og aðra hulda vætti að búa en á Egilsstöð- um. Má þetta rétt vera — því að mikill fjöldi torkennilegra vera kom a.m.k. til álfagleðinnar, gamlar og hrumar nornir, bergris- ar, drýslar auk hjarðsveina kóngs og drottningar. Við brennuna voru þjóðkunn þrettándalög kyrjuð og dragspilin þanin. Þá var efnt til veglegrar flugeldasýningar. Þrettándagleði sem þessi er ekki hefðbundin skemmtun hér um slóðir — en þó hafa ýmis fé- lagasamtök hér áður gengist fyrir þvílíkri þrettándagleði. En hafi fréttaritari skilið þá Hattarmenn rétt eru þeir nú staðráðnir í því að láta ekki álfagleði á þrettánda misfarast hér eftir. Veður var í gær eins og best verður á kosið til slíkrar útisam- komu — enda tóku þátt í leiknum um átta hundruð manns. -óiafur Bolvíkingum f æddum í fyrra af hent skírnargjöf UM MIÐJAN desember bauð stjórn Sparísjóðs Bolungarvikur ölhim Bolvíkingum sem fæddir voru á árínu 1985 ásamt foreld- rum til veislu þar sem þessum nýju borgurum voru afhentar skírnargjafir frá Sparísjóðnum. Þarna voru samankomnir þeir tuttugu einstaklingar sem fæddust í Bolungarvík á sl. ári, og veittu þeir móttöku hver fyrir sig spari- sjóðsbók með 2.500 króna innstæðu og þar að auki sparibauk sem án efa kemur í góðar þarfir í mark- vissri vinnu þessara einstaklinga til að auka sína innstæðu því eins og Sólberg Jónsson sparisjóðsstjóri vék að í ávarpi sínu við þetta tækifæri, þá er aftur í gildi orðtækið „grædd- ur er geymdur eyrir" með betri verðtryggingu sparifjár og vonandi varanlegri hjöðnum verðbólgu. Hér eftir mun Sparisjóður Bol- ungarvíkur færa nýfæddum Bolvík- Sólberg Jónsson sparisjóðsstjóri aflienti skirnargjafirnar fyrir hönd sparísjóðsins. ingum skírnargjöf. Innlánsaukning sparisjóðsins nam 43% á síðasta ári. Bolvíkingarnir 20 sem fæddust á sl. árí ásamt foreldrum. Grindavík: Námskeið í slysa- vörnum fyrir sjómenn Grindavík, 5. janúar. AÐ frumkvæði björgunarsveitar- innar Þorbjörns í Grindavik var haldið fjölþætt námskeið um Þorvaldur Axelsson leiðbeinir á námskeiðinu í Grindavik. slysavarnir fyrir sjómenn 3.-5. janúar í húsi bjðrgunarsveitar- innar við Ilafnargötu. Námskeið- íð var verklegt og bóklegt. Aðalstjórnendur voru Þorvaldur Axelsson, erindreki Slysavamafé- lags íslands, sem hefur sérhæft sig í öryggismálum sjómanna, og Hös- kuldur Einarsson, frá Landssam- bandi slökkviliðsmanna, sern leið- beindi um eldvarnir í samvinnu við Slökkvilið Grindavíkur og kenndi meðferð slökkvitækja og reykköf- un. Verkleg æfing var í meðferð gúmmfbáta á sjó og notkun flug- línutækja. Á námskeiðið komust aðeins 27 yfir- og undirmenn á fiskiskipum, en fyrirhugað er annað námskeið fyrir þá sem frá þurftu að hverfa því hvert námskeið er miðað við um 25 nema. — Guðfiniiiir Hópurínn, sem brautskráðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Keflavík: 79 brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja Keflavfk, 2. janúar. . QM Hluti þátttakenda á námskeiðinu í slysavörnum. I.janúar. 21. DESEMBER lauk 19. starfs- önn Fjölbrautaskóla Suðurnesja með brautskráningu nemenda i Ytri-Njarðvíkurkirkju. Var þetta fjölmennasti hópurínn sem brautskráðst hefur frá skólan- um, en f rá upphaf i hef ur hann útskrífað 807 nemendur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er í rnikilli þenslu, bæði hvað snertir fjölda nemenda og þær námsgrein- ar sem kenndar eru. Nú útskrifuð- ust nemendur í fyrsta skipti úr rétt- indanámi skipstjóra og er það einn- ig í fyrsta sinn sem skóli á Suður- nesjum brautskráir skipstjóra. Að þessu sinni skiptist útskriftarhópur- inn þannig 17 nemendur af flug- liðabraut, af tveggja ára viðskipta- braut einn nemandi, 6 nemendur af iðnbrautum, einn af verknáms- braut, 17 af stúdentsbrautum, 21 úr réttindanámi vélstjóra og 16 úr réttindanámi skipstjóra. í tali aðstoðarskólameistara, Jón Sigurðsson tekur við Idótn- vendi frá Hjálmarí Árnasyni skólameistara i tilefni af þvi að hann var 800. nemandinn sem brautskráðist f rá skólanum. Sturlaugs Ólafssonar, kom fram að aldrei hafa fleiri sótt nám við skól- ann en í vetur, eða um 1200 talsins á ýmsum sviðum. Minntist hann á þá nýbreytni sem skólinn hefur bryddað uppá með starfsnámi og námsflokkum. Hjálmar Árnason skólameistari kvaddi brautskráða og kom víða við í ræðu sinni. Sagði hann meðal annars að kennsla við skólann hafi farið fram á 8 stöðum í vetur og vonaðist hann eftir úr- bætum strax. Ræddi hann einnig um vilja skólayfirvalda til að sinna brautum á sviði sjávarútvegs og fiskeldis til muna betur. Fjöldamörg verðlaun voru veitt til þeirra nema sem sköruðu framúr í ýmsum sérgreinum og einnig veittu fulltrúar Vélstjórafélags Suðurnesja og Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Vísis viðurkenn- ingu þeim mönnum sem bestu ein- kunn fengu í réttindanámi vélstjóra ogskipstjóra. Fjöldi gesta var við brautskrán- inguna og söng kór FS við athöfn- ina undir stjórn Kjartans Más Kjart- anssonar. -EPI. 9f. "Æ*^> p>É!É.^Jri... . ^. ¦ ii én i a*fiii3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.