Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.01.1986, Blaðsíða 52
ffrgtmfrlðfrife Tll DAGLEGRA NOTA FDfMTUDAGUR 9. JANÚAR 1986 VERÐ LAUSASOLU40KR. Bandaríkjamarkaður: Verð á frystri ýsu hækkaði um áramótin Flestar f isktegxindir hækkuðu nokkuð á síðasta ári VERÐ á frystum fiski héðan hefur hækkað nokkuð í Bandaríkjunum á síðasta ári. Karfi hækkaði til dæmis um 20% og ýsa hækkaði um 30 sent um áramótín, úr 1,80 döliun í 2,10. Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjun- um, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að verðið á flestum fískteg- undum frá íslandi hefði þokazt nokkuð upp á við á síðasta ári. Horfur um verðþróun færu síðan eftir því, hvernig veiðar Kanada- manna gengju og hvernig vertíðin yrði í Eystrasalti. Magnús sagði að ýsan hefði um ármót hækkað í 2,10 dali úr 1,80. Karfí hefði hækkað um 20% á síð- asta ári, ýsu- og þorskblokkir hefðu einnig farið upp, en aðrar þorsk- afurðir hefði nokkurn veginn staðið í stað. Þá hefði verð á ufsa aðeins lagazt. 30% lækkun á kísiljární VERÐ á kísiljárni lækkaði um nærri 30% á síðastliðnu ári, örast á síðari helmingi ársins. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri íslenska járnblendifélagsins hf. á Grundartanga sagði að verðið væri nú komið niður undir þau mörk að verksmiðjan færi að tapa fé á fram- leíðslunni, en reksturinn hefði verið i járnum á árínu 1985. Verðið er orðið það lágt að Evrópubandalagið er nú búið að setja nýtt lág- marksverð til að verja verksmiðjur aðildarlandanna. Að sögn Jóns er ástæða verð- lækkunarinnar offramleiðsla á kísil- járni sem hófst þegar verðið náði hámarki á árinu 1984. Sagði Jón að eftirspurnin hefði hinsvegar haldist góð. Járnblendiverksmiðjan "hefur ekki safnað birgðum og eru birgðir hennar minni en gengur og gerist hjá framleiðendum kísiljárns. Jón sagði að menn vonuðust til að verð á kísiljárni færi ekki neðar, enda væri það komið niður undir það sem það var lægst á árunum 1982-83, en samanburður erfiður vegna mismunandi breytinga gjald- miðla. Jón sagði að Járnblendifélag- ið væri mun betur i stakk búið til að mæta þessari verðlækkun en á árunum 1982-83 eftir þá endurfjár- mögnun sem fór fram á hlutafélag- inu á árinu 1984. Nú væri fram- leiðslukostnaður hjá þeim svipaður og hjá samkeppnisfyrirtækjunum. Morgunbkðið/Júliiu. Víkingssigur VÍKINGUR sigraði Val 19:16 i æsispennandi uppgjöri tveggja efstu liða fslandsmótsins í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Víkingur á mesta möguleika að verða íslansmeistari, dugir jafntefli í síðustu umferðinni til þess að tryggja sér titil- inn. Aðeins Valsmenn geta ógnað sigri Vikings, þvi Stjarnan tapaði fyrir FH í gærkvöldi 31:29. Mikil harka var í leiknum í gærkvöldi og hér má sjá Víkinginn Steinar Birgisson fá óblíðar móttökur hjá Geir Sveinssyni. Starf smenn Lánasjóðsins eru 25 en heimilt að ráða 6 ' Ríkísendurskoðun hefur gert athugasemdir við mannahald og launagjöld STARFSMENN Lánasjóðs islenskra námsmanna (LÍN) eru fjórum sinnum fleiri en heimild er fyrir að ráða. Um síðustu áramót voru þeir 25, þar af þrír i hálfu starfi, en heimild er fyrir ráðningu í sex stöðugildi á skrifstofu sjóðsins. Auk þess greiðir LÍN af eigin fé laun manna í 2,5 stöðugildum hjá Veddeild Landsbanka íslands. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að ríkisendurskoðun hafi gert athugasemdir við ráðningar fyrrverandi framkvæmdastjóra LÍN á starfsfólki umfram heimildir. í athugasemdum ríkisendurskoðunar við reikningsskil LÍN fyrir árið 1984 , er fundið að því að starfsmenn í fullu starfi séu 13, en heimiluð stöðugildi 6. Vakin er athygli á því, að launagjöld sjóðsins hafi á árinu 1984 samtals verið 8,4 millj- ónir króna, en samkvæmt fjárlögum hafi þau átt að vera 2,6 milljónir. Mismunurínn er 5,8 milljónir. Þá hefur ríkisendurskoðun gagn- rýnt yfirvinnu starfsmanna sjóðs- ins, sem hún telur óhóflega, reikn- ingsskil vegna ferðalaga starfs- manna sjóðsins til útlanda og fleira. í maímánuði sl. sendi launadeild fjármálaráðuneytisins LÍN bréf vegna erindis sem borist hafði frá sjóðnum um endurmat á stöðu framkyæmdastjóra' og fulltrúa hans. í bréfinu segir, að í skipuriti og starfslýsingum, sem erindi LÍN hafí fylgt, sé ranglega farið með upplýsingar um launaflokka starfs- manna. Þar séu taldir upp ýmsir starfsmenn, sem ekki séu á launa- skrá fjármálaráðuneytisins og eng- in vitneskja fyrirliggjandi um störf þeirra, né ákvörðun um launa- flokka, sem virðist ekki vera í samræmi við gildandi kjarasamn- inga. Er. í athugasemd ríkisendur- skoðunar frá þvf í júlí 1985 er óskað skýringa á því hvers vegna launa- deild fjármálaráðuneytis hafi ekki verið falið að greiða öll laun fyrir sjóðinn. í svari Sigurjóns Valdimarsson- ar, fyrrverandi framkvæmdastjóra LÍN, til ríkisendurskoðunar vegna fyrrnefndra athugasemda, segir orðrétt: „Rétt er að heimiluð stöðugildi hafa verið 6. í áraraðir hefur Lána- sjóðurinn sent beiðni um fjölgun stöðuheimilda til menntamálaráðu- neytisins og ráðningarnefndar ríkis- ins. Við þessum kröfum hefur verið daufheyrst. Á árunum 1983 og 1984 svaraði menntamálaráðuneytið bréfum LÍN á þá leið að Könnunarstofan væri að gera úttekt á sjóðnum og að þeirri athugun lokinni yrði tekin ákvörðun um starfsmannahald sjóðsins. Ekkert gerðist þegar þessi umrædda skýrsla birtist í mars 1984. Á meðan á þessu stóð var ekki mögulegt að loka sjóðnum eða takmarka verulega starfsemi hans. Framkvæmdastjóri nýtti sér þá 9. mgr. 9. gr. reglugerðar (578/1982) um heimild til að lausráða fólk til tímabundinna verkefna. I samræmi við þessar ráðstafanir hefur launakostnaður hækkað umfram fjárlög. Launadeild fjármálaráðuneytis- ins hefur greitt laun fastráðinna starfsmanna. Þegar sjóðurinn hefur lausráðið til tímabundinna verkefna hefur það fólk gjarnan fengið af- greiddlaun hjá Veðdeild Lands- banka íslands." Sjá forystugrein í miðopnu: „Lánasjóður á krossgðtum", viðtal við Sverri Hermannsson á bls. 4 og frétt um mótmæli SÍNEábIs.4. HM í handknattleik; Stefnt að beinni út- sendingu íslenzku leikjanna SJÓNVARPIÐ hefur ákveðið að vera með beinar útsendingar frá heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik, sem fram fer í Sviss. „Stefnt er að þvi að sýna alla leiki íslands og úrslitaleikinn í beinum útsendingum," sagði Bjarni Felixson, íþróttafrétta- maður Sjónvarps í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að verið væri að vinna að þessum málum. Þá sagði Bjarni að beinar útsend- ingar yrðu í sumar frá úrslitum heimsmeistarakeppninnar i knatt- spyrnu í Mexíkó. „Sýnt verður frá öllum helstu leikjum keppninnar," sagði Bjarni. Hann sagði að í samstarfi við Norðurlönd yrðu bein- ar útsendingar frá ensku knatt- spyrnunni fram í mars og að ráð- gert væri að sýna leik frá Þýska- landi, að öllum líkindum frá Stutt- gart. Á laugardag verður leikur Leicester City og West Ham United sýndur í beinni útsendingu og annan laugardag leika Sheffíeld Wednesday og Oxford United. Sem kunnugt er leikur Sigurður Jónsson með liði Sheffield. Og væntanlega verða úrslitaleikir enska deildar- bikarsins og bikarsins í beinum út- sendingum svo og undanúrslit enska bikarsins. 500 milljóna taphjá ÍSAL ÁÆTLAÐ er að um 500 millj- óna kr. tap hafi verið af rekstri íslenska álfélagsins í Straumsvik á árinu 1985, að sögn Ragnars S. Halldórsson- ar, forsijóra ÍSAL. Velta fé- lagsins var um 3.500 milljónir kr. á árinu og fer um þriðj- ungur veltunnar til innlendra aðila, að sögn hans. Framleiðslan hjá álverinu var dregin saman um 10-12% vegna offramboðs af áli á mark- aðnum. Ragnar sagði að álút- flutningur frá fyrirtækinu hefði dregist saman sem því næmi þannig að birgðir væru svipaðar nú og í byrjun árs, 5-6 þúsund tonn, sem samsvaraði tæplega mánaðarframleiðslu hjá fyrir- tækinu. Ragnar sagði að álverðið hefði haldist lágt allt árið, en væri nú farið að hækka aftur. Sagði hann að heimsmarkaðs- verðið hefði hækkað um 12-15% að undanförnu, en væri enn töluvert innan við það sem menn teldu eðlilegt þegar jafnvægi væri á framboði og eftirspurn. Álbirgðir f heiminum hefðu minnkað og vonaðist hann til að hækkun verðsins nú væri aðeins byrjun á frekari hækkun- um álverðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.