Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Tillögnr ASÍ um 8% kaupmáttaraukningn: Morgunblaðið/Júlíus Gjáin fyrir vestan Grindavík þar sem slysið varð þegar fjórir piltar voru við köfun. Pilturinn fannst látinn í helli á 18 metra dýpi NÍTJÁN ára GrindvOdngur drukknaði þegar hann var við köfun i gjá skammt fyrir vestan Grindavík á þriðjudagskvöldið. Lík piltsins fannst laust eftir hálffjögur í fyrrinótt á um 18 metra dýpi í helli, sem hann hafði farið inn í en ekki fundið leiðina út og súrefnis- birgðir hans þrotið. Ekki er hægt að skýra frá nafni hins látna að Metnar sem 35 til 50% kauphækkun — boðar ekki gott að hefja viðræður svona segir framkvæmdastjóri VSÍ SAMNINGANEFND Alþýðusambands íslands setti á fyrsta samninga- fundi sínum með samningamönnum Vinnuveitendasambandsins í gær fram hugmyndir um launahækkanir, sem ASl metur á tæplega 35% en VSÍ sem 40—50% hækkun launa á þessu ári. Ætlun ASI er að tryggja með þessu móti 8% kaupmáttaraukningu á þessu ári en af hálfu VSÍ er litið svo á, að verið sé að setja gamla visitölukerfið í nýjan búning. „Krafan er kaupmáttur en ekki krónutala eða prósentuhækkun svo stöddu. Klukkan 19.45 á þriðjudags- kvöldið barst lögreglunni í Grinda- vík tilkynning um að piltsins væri saknað. Fjórir ungir menn voru við köfunaræfíngar í gjánni skammt frá Grindavík. Samkvæmt frásögn piltsins, sem kafaði með hinum látna, þá fundu þeir helli á 16 til 18 metra dýpi í gjánni, sem er um 18—20 metra djúp, Jjögurra metra breið og um 50 metra löng. Þeir fóru inn um hellisopið, sem er hálfur annar metri á breidd og tveggja metra hátt. Hellirinn sjálfur er um íjögurra metra langur og um §órir metrar á hæð og breidd. Þegar inn kom þyrlaðist grugg upp svo piltamir sáu ekki handa skil. Þeir leituðu útgöngu og tókst öðmm þeirra að fínna hellisopið nánast fyrir tilviljun, en hinn látni komst aldrei út. Súrefnisbirgðir piltsins, sem komst lífs af, voru á þrotum þegar hann komst upp á yfirborðið. Fjölmennt lið björgunarmanna var kvatt á vettvang. Félagar í björgunarsveit Þorbjöms í Grinda- vík komu á vettvang, kafarar úr björgunarsveit Ingólfs og lögregl- unni í Reykjavík fóru til leitar, svo og kafarar frá vamarliðinu með ljósabúnað. Aðstæður til leitar í hellinum vom mjög erfíðar vegna gmggs og urðu kafarar frá að hverfa. Þeir fóm aftur niður laust fyrir hálfQögur og tíu mínútum síð- ar fannst lík piltsins í hellinum. Útgerðarfélag Akureyringa hefur nú ákveðið að ræða við Fiskveiðasjóð um kaup á skipinu Kolbeinsey að beiðni sjóðsins eftír að Útgerðarfélag Norður- Þingeyinga féll frá tilboði sínu í skipið. Grétar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri ÚNÞ, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að stjómendur ÚNÞ hefðu verið launa," segir m.a. í plaggi, sem samningamenn ASÍ lögðu fram á fundinum í gær. „Öllu skiptir að verðlagsþróun verði haldið í skefj- um þannig að launahækkunum verði ekki velt jafnharðan út í verð- lag.“ ASÍ ítrekar að stjómvöld axli skýra ábyrgð á verðlagsþróuninni °g tryggi umsaminn kaupmátt. Gert er ráð fyrir 30% verðbólgu á árinu og sagt að ASÍ sé reiðubúið til viðræðna „um allar hugmyndir til þess að ná 8% kaupmáttaraukn- ingu“. Á þeim forsendum séu settar fram þær hugmyndir um kaup- hækkanir, að „almennar launa- breytingar miðist við að kaupmátt- beittír „fortölum stjómmála- manna úr Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi" til að hætta við tilboð sitt. Einnig sagði Grét- ar, að ÚNÞ hefði á síðustu dög- um verið að leita stuðnings Sölu- miðstöðvar hraðfrystíhúsanna við tilboð sitt gegn því að selja afurðir sínar í gegn um SH. ur taxta skv. gildandi taxtakerfi haldist á árinu sá sami og 1985. Það gæti gerst með eftirtöldum kauphækkunum: 15. janúar 10%, 1. maí 7%, 1. ágúst 7%, 1. nóvember 7%.“ Þá er gert ráð fyrir að fjórir lægstu launaflokkar falli niður í áföngum og að lægstu laun verði rúmlega 20 þúsund krónur. „Framsetning á prósentuhækk- ununum kemur á óvart, því þetta þýðir í reynd 40—50% kauphækk- un,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, er þessar hugmyndir voru bomar undir hann. „Þótt þeir geri ráð fyrir 30% verð- bólgu vita allir, að hún verður meiri. Víst er að útflutningsgrein- amar bera ekki 40—50% kostnaðar- auka vegna launahækkana en mér virðist að ASÍ reikni ekki með að gengislækkun á árinu verði nema um 24%. Þessar aðferðir, sem Al- þýðusambandið er að boða, hafa verið reyndar áður — hugmyndin um kauptrygginguna er ekki annað en gamla vísitölukerfíð í nýjum búningi. Frá okkar sjónarmiði er útilokað annað en að reyna að fara aðrar Ieiðir og ná markmiðum, sem báðir geta sætt sig við. Menn ættu að hafa í huga hveijir fóm verst út úr verðbólgudansinum fyrir fáum misserum, það vom þeir sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Það ætti að vera baráttumál okkar allra að ná verðbólgunni enn frekar niður. Það er ljóst hvaða afleiðingar þessi leið myndi hafa. Mér þykja þessar tillögur slæmar og tel það ekki boða gott að hefja viðræður með svona tölum," sagði Magnús Gunn- arsson. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að frá upphafí til loka samningstímans gerðu þessar til- lögur ráð fyrir að almenn launa- hækkun yrði 34,75%. „Ég vil árétta," sagði hann, „að með þess- um hugmyndum emm við að benda á leið til að ná 8% kaupmáttaraukn- ingu á árinu. Ef verðbólga verður minni en 30% þá verður að sjálf- sögðu tekið tillit til þess þegar settar em fram tölur um kaup- hækkunarprósentumar." Hann sagði að miðað við þessar tillögur og forsendur þeirra myndu allra lægstu taxtar Alþýðusam- bandsins hækka um 48% á samn- ingstímanum. „Við skulum ekki gleyma því, að verðbólgan er ekki stopp — hraði hennar nú er yfír 40% á heilu ári miðað við síðasta mán- uð,“ sagði hann, „og kaupmátturinn heldur áfram að falla. Tillögur okkar hljóta að taka mið af þessum raunvemleika og töluverðar kaup- hækkanir em því nauðsynlegar til þess eins að halda í við verðbólguna. Ef við náum ekki saman fyrr en í febrúar, verður kaupmátturinn um fímm prósentustigum lægri en hann var á síðasta ári. Það liggur því á að komast að niðurstöðu í þessum viðræðum. Við verðum að ganga rösklega til verks því kaupmáttur- inn verður að batna." Næsti samningafundur aðila verður haldinn á fimmtudag í næstu viku. ÚA ræðir við Fiskveiða- sjóð um kaup á Kolbeinsey Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavikurflugvelli: Brugðist við eins og um raun- verulega hótun væri að ræða — þrátt fyrir grun um gabb „VEÐUR eru válynd þessa dagana og þótt strax hafi vakn- að ákveðnar grunsemdir um gabb var talið rétt að bregðast við eins og um raunverulega sprengjuhótun væri að ræða,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkur- flugvelli, er blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann í Um kiukkan 16.45 var flug- stöðvarbyggingin rýmd og henni lokað þar til klukkan 17.15, en tilkynnt hafði verið að sprengjan, sem átti að vera í brúnni ferða- tösku, ætti að springa klukkan 17.00. Ekkert slíkt gerðist og var þá hættuástandi aflétt enda þá orðið ljóst að um gabb hafði verið að ræða. Starfsfólk hóf aftur störf og vopnaðir verðir tóku sér stöðu, eins og undanfama daga. Um klukkan 18.00 fóru farþegar úr vélinni frá London að streyma inn í bygginguna, en þeir höfðu nokkrum tímum áður gengið í gegnum óvenju stranga skoðun á Heathrow-flugvelli. Morgunblaðið/Júlíus Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri, í miðið ásamt tveimur mönnum sinum eftir að hættuástandi var aflétt í flugstöðvar- byggingunni. gær. Þorgeir sagði að strangar varúðarráðstafanir hefðu verið í gildi á flugvallarsvæðinu undanfarna daga og í kjölfar þessarar hótunar hefðu þær varúðarráðstafanir verið hert- ar, samkvæmt sérstakri áætlun, sem miðuð væri við aðstæður sem þessar. Tómlegt var um að litast í flug- stöðvarbyggingunni er Morgun- blaðsmenn bar þar að garði um klukkan 16.00 í gærdag. Tveimur Flugleiðavélum, sem samkvæmt áætlun áttu að lenda um þetta leyti, hafði verið seinkað um tvo tíma af öryggisástæðum og ekk- ert fólk var í byggingunni að undanskiidum nokkrum starfs- mönnum. Að sögn Þorgeirs Þor- steinssonar hafði þá verið gerð nákvæm sprengjuleit í bygging- unni og víðar á flugvallarsvæðinu og jafnframt hert eftirlit með allri umferð inn á völlinn til að tryggja sem best að þangað færu ekki aðrir en þeir, sem lögmætt og brýnt erindi ættu. Ljóst að eitthvað óvenjulegt var á seyði Morgunoiaoio/j unus Hrafnhildur Ingólfsdóttir og Magnús Magnússon við komuna til Keflavíkur frá London í gær. „ÞAÐ var strax ljóst á Heathrow-velli að eitthvað óvenjulegt var á seiði, þvi svo strangt var allt eftirlit þar,“ sagði Magnús Magnús- son, sem var meðal farþega frá London í gær. Vélinni hafði verið seinkað nm tvo tíma af öryggisástæðum vegna sprengjuhótunar- innar á Keflavíkurflugvelli og gerð var nákvæm leit í öllum farangri ytra, þar á meðal skráðum farangri, sem ekki er venjan. Magnús sagði að menn hefðu skráð sig inn í flugafgreiðsluna með eðlilegum hætti, en síðan verið beint að ákveðnu hliði, þar sem allar töskur hefðu verið opnaðar. „Þeir rótuðu meira að segja í óhreina tauinu og það var leitað oftar en einu sinni,“ sagði Magnús. „Síðan var passaskoðun og út við vél voru menn látnir benda á sínar töskur, þannig að ef töskufjöldinn passaði ekki við fyrri talningu voru menn sendir til baka og látnir fara í gegnum allt saman aftur." Magnús sagði að vopnaðir verð- ir hefðu verið á hveiju strái, sem ef til væri ekki óvenjulegt á Heathrow-velli. „En ég minnist þess ekki að hafa lent í svona strangri skoðun áður og hef ég þó oft farið um þennan völl. Ég spurði einn starfsmann Flugleiða hvað væri á seyði og hann sagði mér frá sprengjuhótuninni." Magnús sagði að farþegum hefði ekki verið tilkynnt um ástæðuna fyrir þessum varúðarráðstöfunum en taldi að flestir hefðu vitað um hana. Þetta hefði kvisast út. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við að neinn ótti hefði gripið um sig meðal farþega vegna þessa máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.