Morgunblaðið - 16.01.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.01.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANOAR1986 Suður-Jemen: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Óljóst hverjir beij- ast gegn hveijum — og hvort Sovétríkin standa að byltingartilrauninni ÞÆR FRÉTTIR, sem hafa borizt af byltingartilrauninni í Suður- Jemen, hafa ekíd verið samhljóða og er þá vægt til orða tekið. Þegar þetta er skrifað, síðla miðvikudags, er tíl dæmis ekki vitað, hvort forseti landsins, Ali Nasser Muhammed, er hættulega slasað- ur eða jafnvel látinn. Fregnum ber ekki saman um, hvort for- sprakkar byltingarinnar hafi verið teknir af lífi af aftökusveit, eða sumir að minnsta kosti fallið fyrir hendi lífvarða forsetans, eftir að þeir gerðu skotárás á hann í forsetahöllinni í Aden í fyrradag. En af sundurlausum og ruglingslegum fréttum má þó tvímælalaust ráða að bardagar standi enn yfir í höfuðborginni og skriðdrekar æða um götur, skotbardagar geisa hvarvetna, skip í höfninni standa í Ijósum logum og orrustuvélar varpa sjjrengjum yfir borgina. og 11 prósent við þjónustugreinar. Fiskveiðar eru stundaðar út af Aden og tíu þúsund manns hafa atvinnu af þeim. Langflestir fiska á grunnsævi þar sem skipa- og tækjakostur er ekki upp á marga fiska og skipulagning við dreif- ingu aflans bágborin. Sovétmenn hafa látið Suður-Jemenum í té nokkra úthafstogara á síðustu árum, svo og Japanir og Kínveij- Ahinn bóginn er það svo eitt af mörgum atriðum, sem ekki hafa að svo komnu verið skýrð — hveijir eru að beijast við hvem og hver styður hvem? Að ekki sé nú minnzt á hvort sú fregn sé á rökum reist að Sovétmenn styðji uppreisnarmenn. Og ekki heldur hvort sú fregn er sönn, sem höfð er eftir grískum skipstjóra í viðtali við AP-fréttastofiina, að svo virðist sem menn úr flugflota landsins hafi snúist gegn sjóhem- um. Síðast en ekki sízt er með öllu óljóst hveijir stjóma fram- sókn „uppreisnarmanna" eftir að opinberar tilkjmningar hafa verið gefnar út um að forvígismenn þeirra hafi allir verið teknir af lífí. Þó er margt sem bendir til að sú tilgáta sé rétt að uppreisnar- mennimir eða byltingarmennimir hafi ákveðið að velta Ali Nasser Muhammed úr sessi, sakir þess að hann hafi að dómi harðlínu- manna marxista, sem styðjast mjög við valdamenn í Sovétríkjun- um, viljað treysta samskipti við hófsöm arabaríki og ef til vill nokkur Vesturlönd. Frá því marx- istastjómin í landinu tryggði sér völd ekki ýkja löngu eftir að Bretar létu af nýlendustjóm í Aden, hefur Suður-Jemen verið Sovétríkjunum dyggur fylginaut- ur hugsjónalega séð. Sovétríkin hafa launað stuðninginn með því að veita miklu fjármagni þangað, sent ráðgjafa og tæknimenntaða menn til aðstoðar við uppbygg- ingu í ýmsum greinum og svo mætti áfram telja. Þó að ókyrrt hafi verið í Suður-Jemen og einatt hafi þjóðhöfðingjar og forsvars- menn verið gerðir höfðinu styttri, virðist þó fremur hafa verið um persónulega valdabaráttu að ræða en togstreitu af hugmyndafræði- legum toga. Þar til nú. Ali Nasser Muhammed, forseti, hefur lagt kapp á að friðmælast við Norður- Jemen og forystumenn beggja ríkjanna reynt að græða sárin eftir borgarstyijöldina sem geis- aði milli landanna og skærur raunar oft blossað upp. Nasser Muhammed hefur einnig talið nauðsynlegt að friðmælast að nokkru við hinn volduga nágranna sinn Saudana og grannríkið Oman. Bæði teljast Saudi-Arabía og Oman til hófsamari arabaríkja og bæði hafa gert sér far um að vingast við vestræn ríki. Suður- Jemen hefur á hinn bóginn fýlgt harðskeyttri einangrunarstefnu á öllum sviðum, eða svo til. Það hefur einfaldlega leitt til þess að framfarir eru engar í landinu, atvinnuvegir í kaldakoli og þar fram eftir götunum. Norður- suður-yemenJB Kort af Suður-Jemen Jemen hefur sýnt tilburði í þá átt að taka skref — þótt lítil séu í einu — í að nálgast nútíðina og koma á eðlilegum samskiptum við aðrar þjóðir. Skiptar skoðanir í Suður-Jemen um að fylgja þessari stefnu virðast hafa hleypt óeirð- unum af stað nú. Sem stendur verður ekki spáð um framvindu málsins, en ástæða til að geta nokkurra staðreynda um efnahag og mannfólkið sem býr í þessu landi, lítt þekkt umheimi. Suður-Jemen meðal snauðustu landa heims Landið er eitt hið snauðasta í heimi. Náttúruauðlindir eru nán- ast engar, olía fyrirfínnst engin. Stærð landsins er um 330 þúsund ferkílómetrar, skiptist í sjö svo- kölluð vemdarsvæði og íbúar eru um 2,2 milljónir. Rætkanlegt land er aðeins 1 prósent og af því hefur 0,2 verið ræktað. í höfuðborginni Aden búa um 300 þúsund manns. Verðbólga á síðasta ári er ekki gefin upp og í opinberum tölum segir að atvinnuleysi sé óþekkt. Nokkur iðnaður er í landinu, nánast eingöngu við olíuhreinsun, en olía til hreinsunar kemur eink- um frá Alsír. Það var BP sem reisti fyrstu hreinsunarstöðina í landinu fýrir þijátíu og einu ári. Rekstur hennar gengur brösu- lega, en talið að stöðin geti af- kastað um 300 þúsund tunnum á dag. Leitað hefur verið að olíu á ýmsum stöðum í landinu, án árangurs og á landgrunninu. Rannsóknir benda til að þar kunni að vera olía, en ekki nægilega mikil til að vinnsla svari kostnaði. Um 11,4 prósent þjóðarinnar vinna við landbúnað og akuryrkju ar. Á síðustu árum munu fiskveið- ar hafa dregizt saman, en Sovét- menn og Japanir róta upp físki á jemenskum miðum. Landbúnaður er einkum stund- aður austur af höfuðborginni. Suður-Jemen framleiðir mikið af grænmeti, en verður að flytja inn flesta ávexti fyrir utan banana og melónur. Stjórnin hefur verið andsnúin ferðamönnum Viðskiptahallinn hefur verið mjög alvarlegur og hefur vaxið, enda framleiðslan lítil miðað við innflutning. Árið 1984 fluttu Suður-Jemenar út vörur fyrir sem svaraði 9,5 milljónir dinara (um 1 milljarð ísl. króna) og inn fyrir um 256 milljónir dinara (ca. 30 milljarða ísl. króna). í fréttalegu tilliti er Suður- Jemen lokað land, enda hefur það komið í ljós í átökunum nú, að fréttir stangast á og eru meira en lítið ruglingslegar. Tvær er- lendar fréttastofur hafa aðsetur f Aden, Tass og Novosti, og vest- rænir fréttamenn fá sjaldan að komatil landsins. Þrátt fyrir tortryggni í garð útlendinga er þó að sjá að þeir hafi nokkum áhuga á að fá ferða- menn til landsins, en þangað leggja nú fáir leið sína, ótilneydd- ir, nema kaupsýslumenn. Það er of snemmt að spá hvað verður í Suður-Jemen. Áden er einhver heitasti staður á jörðinni í veðurfarslegu tilliti og hitinn í atburðum síðustu daga virðist sannarlega í samræmi við veður- farið. (Heimildir: AP, Hiddle East Review 1985, South 1. tbl. 1986). AP/Símamynd Frá mótmælaaðgerðum verkamanna í Aþenu. Talið er að yfir 25.000 manns haf i tekið þátt í þeim. Grikkland: Vilja hærri laun en minni verðbólefu Aþenu, 15. janúar. AP. ^ YFIR 25.000 grískir verkamenn fóru í gær í mótmælagöngu að þinghúsinu í Aþenu og kröfðust hærri launa en minni verðhækkana. Voru verkamennimir úr 95 stéttarfélögum og bára þeir borða, sem á var letrað: „Verkföll til þess að fá hærri laun“, og „Nei við vöru- skorti, nei við meiri dýrtíð“. Verð hækkaði í síðasta mánuði á bensfni og dieselolíu, mjólkur- afurðum, kaffi og flugfarmiðum en einnig á síma og rafmagni, svo að verðbólga varð yfir 23 % í Grikk- landi í fyrra. Göngumennimir í gær afhentu þjóðþinginu orðsendingu, þar sem þess var krafizt, að ríkis- stjóm sósíalista undir forystu Pap- andreou „hætti aðgerðum sínum gegn verkalýðsfélögunum", en tek- in yrði upp á ný full vísitölubinding launa. í síðustu viku tilkynnti stjómin að laun yrðu hækkuð um 4,5% á næstu fjórum mánuðum. Á sama tíma er hins vegar gert ráð fyrir 7,5% verðbólgu í landinu. í október sl. kunngerði stjómin nýjar aðhaldsaðgerðir í efnahags- málum. Þá var gríska drakman felld um 15%, en jafnframt var gripið til takamarkana á innflutningi og til launabindingar. Markmiðið með þessum aðgerðum var að draga úr greiðsluhalla landsins, sem var um 3 milljarðar á síðasta ári og úr erlendum skuldum landsins, sem eru yfir 13 milljarðar dollara. Bankarán í París: Lögr egluþj ónn o g ræningi féllu í skotbardaga París, 15. janúar. AP. LÖGREGLUMAÐUR og bankaræningi féllu í skotbardaga er víkinga- sveit Parísarlögreglunnar reyndi að klófesta bankaræningja i 16. hverfi borgarinnar. Vitni að bankaráninu sögðu milli 10 og 15 ræningja hafa ruðst inn í útibú Credit Lyonnais síðdegis. Lögregla hafí komið á staðinn skömmu seinna og hefði skotbar- dagi brotist út. Ræningjamir hefðu komizt út nokkrir í einu og hefðu þeir komizt undan hlaupandi eða akandi. Vitni segja að til stympinga og handalögmála hafi komið milli sumra ræningjanna annars vegar og varða og lögreglumanna hins vegar, en flestir ræningjanna hefðu látið vopnin tala á flóttanum. Ræningjamir yfírbuguðu tvo lögreglumenn og héldu þeim í gísl- ingu um stundarsakir, en slepptu þeim við Svartaskóg á flóttanum. Ekki hefur verið skýrt frá því hvað ræningjamir komust undan með af peningum. Talsmaður lögreglunnar segir ræningjana hafa farið mjög „fag- Iega“ að. Hann sagði foringja lög- reglumannanna, Jean Vrindts, hafa fengið kúlu í höfuðið og látizt samstundis. Annar lögreglumaður særðist í skotbardaganum. Yelena Bonner á batavegi: Sakharov ánægð- ur með aðgerðina Newton, Massachusetts, Bandaríkjunum, 15. janúar. AP. SOVÉSKI andófsmaðurmn Andrei Sakharov talaði í dag við ættingja sina, í fyrsta sinn í rúmar tvær vikur, og kvaðst hann vera mjög ánægður með, að hjartaaðgerðin á konu hans, Yelenu Bonner, hefði gengið vel. engui „Eg er mjög ánægður með, að aðgerðin skyldi hafa verið gerð og ekki síst vegna þess, að ég óttaðist, að læknamir vildu ekki hætta á hana,“ sagði Sakharov, sem hringdi sjálfur frá borginni Gorky í Sovét- ríkjunum til Bandaríkjanna og ræddi í stundarflórðung við Tatjönu Yankelevich, dóttur Bonner. Yankelevich spurði Sakharov um heilsufarið og lét hann vel af því en þegar hún spurði hvort félagar hans í sovésku vísindaakademíunni hefðu komið til hans í Gorky tók allt í einu að ýlfra í símanum. Þegar hún endurtók spuminguna gat Sakharov ekki heyrt til hennar, virtist sem dregið væri niður í raddstyrknum. „Þessarar spuming- ar mátti ég ekki spyrja," sagði Yankelevich. Læknar skýrðu frá því í dag, að aðgerðin hefði tekist mjög vel og líðan Yelenu Bonner væri góð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.