Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Innlán aukast í bönkum Einhver ánægjulegustu tíð- indin í efnahagsmálum hér á landi á síðasta ári voru þau, að innlán í viðskiptabönkunum jukust töluvert umfram verð- bólgu. Heildaraukningin á ár- inu varð 48,6%, en á sama tíma hækkaði lánskjaravísitala um 35,6%. í krónum talið voru heildarinnlán viðskiptabank- anna 31,6 milljarðar króna á síðasta ári, en í árslok 1984 21,3 milljarðar króna. Aukn- ingin milli áranna nemur því 10,3 milljörðum. Það þarf ekki að fara mörg- um orðum um það hversu mikilvægur spamaður af þessu tagi er fyrir þjóðarbúskap Is- lendinga. Hann er forsenda þess að unnt sé að reka hér heilbrigt atvinnu- og viðskipta- líf og greiða upp hinar miklu erlendu skuldir þjóðarinnar. Það er hins vegar alkunna, að spamaður er nýlunda á ís- landi á síðari ámm. Á áttunda áratugnum, þegar verðbólgan var hömlulaus, dróst spamaður verulega saman vegna þess að vextir voru neikvæðir. Dráttar- vextir urðu jafnvel neikvæðir á tímabili. Málshátturinn „Græddur er geymdur eyrir“ varð hreinasta öfugmæli. Við þær aðstæður var ekki óeðlilegt að menn ráðstöfuðu afgangsfé sínu með öðrum hætti en að leggja það í banka. En afleið- ingamar létu heldur ekki standa á sér. Skuldum var safnað erlendis og lagt út í hveija fjárfestinguna á fætur annarri, sem ekki skilaði arði. Við emm enn að súpa seyðið af þessum mistökum. Það varð líka hagkvæmt og vinsælt að ^árfesta í fasteignum, sem aftur leiddi til þess að hús- næðisverð í landinu varð óeðli- lega hátt. Tími spamaðar hófst að marki að nýju árið 1984 þegar bönkunum var veitt takmarkað frelsi til að ákveða vexti, en þá höfðu innlán verið verð- tryggð í nokkur ár. Viðskipta- bankamir keppast nú um að bjóða sparifjáreigendum sem hagstæðust kjör og óneitanlega em ávöxtunarmöguleikar þeirra orðnir fjölbreyttir. í því sambandi er vert að vekja athygli á því, að þrír fjórðu hlutar allra innlána í viðskipta- bönkum og sparisjóðum em í eigu einstaklinga. Spamaður einstaklinga kemur síðan at- vinnulífinu til góða, en þrír fjórðu allra útlána fara til at- vinnufyrirtækj a. Raunvaxtastefnan hefur þegar haft þær afleiðingar, að farið er að skipa arðsemi í öndvegi í atvinnu- og viðskipta- lífi. Arðsemi fjárfestingar er jafnframt höfð að leiðarljósi þegar fyrirtækjum em veitt bankalán. Taprekstri fyrir- tækja er ekki lengur unnt að halda við með nýjum lánum. Umskiptin sjást einnig á fast- eignamarkaðnum, þar sem húsnæðisverð virðist almennt fara lækkandi. Þessi umskipti hafa að sönnu einnig valdið einstaklingum og fyrirtækjum margvíslegum erf- iðleikum, einkum vegna þess að verðbólgan er enn of mikil og menn hafa ekki lært að aðlaga sig að breyttum aðstæð- um og hugsunarhætti, sem að mörgu leyti er skiljanlegt. Islendinga- sögurnar Bóksala gekk óvenju vel nú fyrir jólin og er það fagn- aðarefni. Meðal þeirra bóka sem seldust í stóm upplagi var fyrra bindi íslendingasagna með nútímastafsetningu, sem forlagið Svart á hvítu gefur út. í frétt hér í blaðinu í vikunni sem leið kom fram að bókin hefði selst í hátt á þriðja þúsund eintökum og verður það að teljast vel af sér vikið. íslendingasögur em einn dýrmætasti hlutinn af menn- ingararfi okkar og áhuginn á þeim fyrir jólin gefur vísbend- ingu um að þessar fomu bók- menntir eigi enn vemlegan hljómgmnn meðal almennings. Forvitnilegt væri að kynnast því hvaða sess íslendingasög- umar skipa meðal ungu kyn- slóðarinnar, sem erfa á landið. Skyldu þær vera lesnar af ungu fólki af einhveiju ráði? í því efni hafa skólamir ábyrgðar- miklu hlutverki að gegna. Miklu skiptir að þar séu til staðar margir hæfir kennarar, sem vakið geta áhuga ungs fólks á sögunum og skilning á mikilvægi þeirra fyrir þjóðartil- vem íslendinga. En þá þurfa líka að vera fyrir hendi að- gengilegar útgáfur sagnanna og þar hefur forlagið Svart á hvítu unnið verk, sem verð- skuldar hrós. Tunganog gjaldmiðillinn Islenska hljómsveitin frum- flytur íslenska kvikmyndatónlist Morgunblaðið/Ólafur Rögnvaldsson. Edda Heiðrún Backman í hlutverki sinu í myndinni „Eins og skepnan deyr“. eftir Ragmir S. Halldórsson í grein í Morgunblaðinu um nýlið- in áramót fjallaði undirritaður um nokkra þætti í efnalegu og þá um leið menningarlegu sjálfstæði okkar frá nokkuð öðru sjónarhomi en menn eiga að venjast. Var í því sambandi m.a. fjallað um þá spum- ingu, hvort rétt gæti verið að taka upp annan og betri gjaldmiðil en íslenzku krónuna. Forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag legg- ur út af þessum skrifum. Það er ekki allskostar rétt hjá blaðinu, að það eitt að ræða þessa hugmynd feli í sér „ . . . vantrú á, að þeir, sem hafa tekið að sér að veita þjóðinni forystu hafí getu og hæfni til þess.“ Það er hins vegar dregið í efa, að núverandi forystu- menn geti gert íslenzku krónuna að gjaldmiðli, sem bæði haldi verð- gildi sínu og sé þess umkominn að þjóna ftjálsum gjaldeyrisviðskipt- um. Ef dæmt er af reynslu t.d. síð- ustu 10 ára hefur verðgildi krón- unnar minnkað um 35% til jafnaðar á ári (eða í 5 aura hver króna). Gengi krónunnar ræðst ekki á markaði og vemlegar takmarkanir „Tækjum viö upp mynt annarra þjóða eöa alþjóðlega mynt, vær- um við að leita eftir því sama: Mynt sem heldur verðgildi sínu og nýtist okkur til fulls í alþjóðaviðskiptum eru á notkun hennar í erlendum viðskiptum. Hún getur því ekki talist sjálfstæður gjaldmiðill í reynd. Það er á valdi stjómmálamanna að draga úr verðbólgunni og innleiða frjáls gjaldeyrisviðskipti, og í því felst vantrú að vænta ekki slíkra aðgerða. Hitt verða menn einnig að viðurkenna, að engin þjóð jafn fámenn og íslendingar býr við sjálf- stæða mynt, þar sem fíjáls viðskipti ráða genginu. Reyndar er fijálst gengi undantekning en ekki regla. Það eru einungis nokkrar stórþjóðir, u.þ.b. sex ríki, sem búa við mark- aðsgengi á mynt sinni samhliða stöðugleika í verðlagi innanlands. Ekkert Norðurlandanna er í þeim hópi. í tæpa 3 áratugi frá 1945 til 1973 var gjaldeyriskerfí Vestur- landa bundið samkomulaginu frá Bretton Woods. Stjómendur ein- stakra gjaldmiðla vom bundnir af samkomulaginu og því innbyrðis- gengi, sem þar var ákveðið. Bretton Woods samkomulagið batt hendur Islendinga I gjaldeyrismálum, þótt raunar virðist sem auðvelt hafí verið að fá heimild til gengisbreytinga íslenzku krónunnar, ef marka má fall hennar á gildistíma samkomu- lagsins (eða í 7 aura hver króna). íslenzka krónan hefur í höndum okkar orðið einna líkust teygjanlegu málbandi. Til lengdarmælinga höf- um við lagt niður eigin hefðir, þ.e. alin, faðm, fet, þumlung og aðrar ónákvæmar mælieiningar. Engum datt í hug að nota teygjuband held- ur tókum við upp alþjóðlega viðmið- un, þ.e. metrakerfíð. Þar getum við treyst því, að einn metri er alltaf jafn að lengd. Tækjum við upp mynt annarrar þjóðar eða alþjóð- lega mjmt værum við að leita eftir því sama: Mynt sem heldur verðgildi sínu og nýtist okkur til fulls í al- þjóðaviðskiptum. Takist okkur að fínna mynt sem fuilnægir þessum skilyrðum að^jnestu, erum við alls Ragnar Halldórsson. ekki að afsala okkur sjálfstæði okkar, heldur þvert á móti að öðlast stöðugleika í verðlagi, lækka vexti og fá mælikvarða til skynsamlegra efnahagslegra ákvarðana. Núver- andi skipan grefur hins vegar undan heilbrigðu atvinnulífi og gerir okkur sífellt skuldugri í útlöndum. Þegar við skuldum úr hófí erlendis einsog núna og verðbólgan nagar í sífellu rætur atvinnulífsins, getur fyrr eða síðar komið að því að við verðum að hlíta erlendum fyrirmælum um innlenda efnahagsstjóm. Það hefur komið fyrir aðrar þjóðir og reyndar margfalt stærri. Eins og leiðarahöfundur getur sér til, hafa hugmyndir um nýskip- an gjaldeyrismála verið nokkuð til umræðu innan Verzlunarráðsins. Enn er niðurstaða ekki fengin, en stefna Verzlunarráðsins í þessu máli sem öðrum kemur til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi ráðsins þann 6. mars nk. í ljósi reynslunnar hljóta menn að spyija, hvort líklegt sé að okkur takist að treysta ís- lenzku krónuna og innleiða fijáls gjaldeyrisviðskipti. Menn hljóta einnig að hugleiða hvort aðrar leiðir séu betri svo sem að binda gengi krónunnar mynt tiltekins lands, til- tekinna landa, eða taka hreinlega upp mynt annars lands. Þessar fjór- ar leiðir hafa allar kosti og galla, en við ættum að geta rætt þá mál- efnalega án þess að tapa áttum. Þegar hér riðu hetjur um héruð, var notuð erlend mynt á Islandi. Leiðarahöfundur tekur að lokum samlíkingu af íslenzkri tungu og segin „Enn mætti segja, að tunga okkar sé einungis tæki eins og peningar og bezt væri að tileinka sér ensku til að komast inn á heims- markaðinn. En saga okkar byggist á öðru og meira...“ Mikið rétt. Tungan er vissulega tæki, og nýtist ekki eins og enska í heimsviðskipt- um. Fyrir okkur Islendinga gegnir hún hins vegar hlutverki sínu. Hvort sem er í mæltu máli eða rituðu, skiljum við hver annan. íslenzk tunga er einnig óaðskiljanlegur hluti af sögu þjóðarinnar, tilveru okkar og menningarlegu sjálfstæði. Islenzkan gerir okkur kleift að skilja fortíð okkar og nútíð og mynda nýyrði í þágu framtíðar. Og erlendir menn leggja á sig að læra íslenzku til að geta skilið betur þau menningarverðmæti, er hún geymir og eru raunar að hluta grundvöllur enskrar tungu. Verðmæti íslenzku krónunnar er hins vegar ekki það sama frá mánuði til mánaðar og hún verður aldrei gjaldgeng á al- þjóðavettvangi líkt og ritverk skráð á íslenzka tungu hafa verið, bæði fyrr og síðar. Höfundur er formaður Verzlunar- ráðs íslands. NÚ í lok mánaðarins mun Islenska hljómsveitín halda sína fimmtu áskriftartónleika á þessum vetri. Á tónleikunum, sem kenndir eru við hina germönsku rómantík, verða flutt þijú verk: Siegfried Idyll eftir Wagner, Alt-Rapsódía eftir Brahms og nýtt hljóm- sveitarverk, Eins og skepnan deyr, eftír Hróðmar Sigur- björnsson, sem samið er fyrir samnefnda kvikmynd. Flytj- endur ásamt Islensku hljóm- sveitinni eru Karlakórinn Fóst- bræður og Jóhanna V. Þór- hallsdóttir, sem þreytir nú frumraun sína með hljómsveit. Tónlist Wagners hljómar kunnuglega í eyrum flestra, en hann er svo til einungis þekktur fyrir viðamiklar óperur og mikil- fenglegar hljómsveitarútsending- ar. Siegfried Idyll er verk af gjörólíkum toga, en það tileinkaði hann konu sinni, Cosimu, og syninum Siegfried á afmælisdegi hennar. Alt-Rapsódía Brahms er eitt af hans ástsælustu verkum. Það verður nú flutt í fyrsta skipti á Islandi að því best er vitað. Verk- ið er að öðrum þræði tregaljóð til Schumanns, sem þá var nýlát- inn, en Brahms hafði verið góður vinur Schumanns og konu hans, Clöru Wieck. Það er samið fyrir frekar litla hljómsveit ásamt karlakór og altrödd. Síðast verður flutt nýtt hljóm- sveitarverk eftir Hróðmar Sigur- björnsson, sem hann hefur samið til flutnings við nýja kvikmynd Hilmars Oddssonar, Eins og skepnan deyr, sem tekin var í sumar, en frumsýning hennar er ráðgerð á næstu vikum. Fyrstu tónleikamir verða í Safnaðarheimilinu á Akranesi laugardaginn 25. janúar kl. 15.00, en því næst í Selfosskirkju á þriðjudaginn 28. janúar kl. 20.30, miðvikudaginn 29. janúar í Félagsbíói í Keflavik kl. 20.30, og í Langholtskirkju í Reykjavík á fimmtudaginn 30. janúar kl. 20.30. Stjómandi er Ragnar Bjömsson. Nei, forsætisráðherra Er þetta upphaf ið að endinum á stjórnarskeiði Thatcher? Andstæðingarair Michael Heseltine og Margaret Thatcher. Skyndibrottf ör Michaels Heseltine Frá fundi þar sem Heseltíne sagði af sér. Frá vinstri tíl hægri: Sir Robert Armstrong, frú Margaret Thatcher, Whitelaw lávarður, Mic- hael Heseltine, George Younger (efri röð), Sir Keith Joseph (neðri röð), þá Leon Brittan og Nigel Lawson. Afsögn Michaels Heseltine sem varnarmálaráðherra Bret- lands í síðustu viku er talinn mikill hnekkir fyrir Margaret Thatcher forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar í heild. Til þessa hafa fáir vogað sér að vefengja forystu Thatchers í íhaldsflokknum. Með afsögn Heseltines hefur þetta viðhorf gerbreytzt og nú er spurt: Er þetta upphafið að endinum á stjórnarskeiði hennar?. Margir helztu forystumenn íhaldsflokksins, þar á meðal þeir, sem mest hafa gagnrýnt Thatcher, hafa verið þeirrar skoðunar, að eins og er sé enginn sá til innan flokks- ins, sem geti tekið við af henni sem Ieiðtogi. Kannski veldur þar mestu, að þeir hafa óttazt miklar deilur innan flokksins, sem flokkurinn verði alls ekki búinn að ná sér eftir, er gengið verður til almennra þing- kosninga í landinu 1988. Nú er þetta að snúast við. Eftir afsögn Heseltines vex þeirri skoðun fylgi, að ef til vill séu núna síðustu forvöð að skipta um leiðtoga, sem flokkurinn nái að sameinast um fyrir þingkosningamar. Valdabaráttan hafin Valdabaráttan er þegar sögð hafín. Nú í vikunni var haft eftir einum af óbreyttum þingmönnum íhaldsflokksins: „Ég tel, að Heselt- ine eigi eftir að seilast eftir foryst- unni í flokknum fyrir næstu kosn- ingar og barátta hans fyrir því er þegar byijuð." „Þetta er upphafíð að endalokum Thatcher-tímabilsins, hvort sem því iýkur einu, tveimur eða þremur árum héðan í frá,“ var haft eftir öðrum. Næstu vikur og mánuðir eiga eftir að ráða miklu um, hvort þessar spár reynist réttar. Horfumar eru ekki bjartar. Þannig em til dæmis litlar líkur á því, að unnt verði að standa við gefin fyrirheit um skattalækkanir, þar sem olíuverð hefur farið lækkandi en vextir hækkað. Ástæðan er sú, að stór hluti ríkistekna Breta kemur fra olíuvinnslunni í Norðursjó. Nýjustu tölur um atvinnuleysið í Bretlandi sýna, að það hefur aukizt og felur það í sér enn eitt áfallið fyrir stjóm- ina. Á mánudaginn var kom brezka þingið saman eftir jólaleyfið. í umræðum þar átti stjómin mjög í vök að veijast og var Thatcher óspart gagnrýnd vegna afsagnar Heseltines og fyrir meðferð sína á málefnum Westland-fyrirtækisins, en það vom fjármál þess, sem urðu til þess að koma öllu af stað. Utan þings kann Thatcher og stjóm hennar enn að lenda í mikilli klípu vegna Westlands. Á morgun, föstudag, á að fara fram atkvæða- greiðsla á meðal hluthafa fyrirtæk- isins um, hvort gengið skuli að kauptilboði bandaríska fyrirtækis- ins Sikorsky, en ríkisstjómin er því fylgjandi. Undanfama daga hafa líkur hins vegar farið ört minnkandi á því, að hluthafar, sem réðu yfir 75% hlutafjárins, sam- þykktu þetta tilboð, en það er nauðsynlegt, eigi að vera hægt að taka því. Stuðningsmenn annars tilboðs, sem kemur frá samsteypu þriggja fyrirtækja í Vestur-Evrópu auk British Áerospace, hafa keppzt við að afla því tilboði stuðnings á meðal hluthafa. Michael Heseltine er ein- mitt einn helzti talsmaður þessa tilboðs og hans sagði af sér vegna andstöðu stjómarinnar við það. Verði gengið að þessu tilboði, er augljóst, að það væri gífurlegur hnekkir fyrir Thatcher og stjóm hennar. Margt annað á eftir að gerast á næstu mánuðum, sem reyna mun á þolrifín í stjóminni. Aukakosning um þingmann Fulham-kjördæmis- ins verður að fara fram í kjölfar dauða Martins Steven, þingmanns kjördæmisins á föstudaginn var. í kosningunum 1983 hafði íhalds- flokkurinn minna en 5.000 atkvæði fram yfír Verkamannaflokkinn, en Bandalagið var í þriðja sæti með um 18% atkvæða. í maímánuði eiga svo að fara fram bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingar á mörgum stöðum bæði í Englandi og Wales, þar sem íhalds- menn gætu átt mikið fylgistap á hættu. Viðbrögð almennings Fyrstu viðbrögð almennings við afsögn Heseltines vom honum mjög í hag. Skoðanakönnun að morgni dags, daginn eftir að hann sagði af sér, sýndi að talsverður meiri hluti fólks studdi ákvörðun hans. Þannig svömðu 67% aðspurðra spumingunni um, hvort hann hefði gert rétt eða rangt á þann veg, að ákvörðun hans hefði verið rétt. Jafn margir eða 67% sögðust álíta, að Heseltine hefði aukið fylgi sitt með afsögn sinni. Þá sögðust 62% telja, að rétt væri að taka til- boðinu frá Vestur-Evrópu í West- land, sem Heseltine hafði barizt svo ákaft fyrir. Aftur á móti vom aðeins 19% því fylgjandi, að gengið yrði að Westland-tilboði bandaríska þyrlufyrirtækisins Sikorsky. Enn verra fyrir Thatcher var þó, að 71% vom þeirrar skoðunar, að henni hefðu orðið á mikil mistök í meðferð málsins og 47% þeirra sögðu, að af þeirri ástæðu myndu þeir síður kjósa íhaldsflokkinn í næstu þingkosningum. Verst af öllu fyrir Thatcher var þó, að samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hafði Heseltine farið fram úr henni sem_ ákjósanlegasti forsætisráðherra íhaldsflokksins. Þar naut hann stuðnings 28% að- spurðra nú, en samkvæmt könnun í október vom það ekki nema 5%, sem studdu hann þá. Aðeins 24% vildu hafa Thatcher sem forsætisráðherra nú, en í okt- óber vom þeir 38%. Nú naut Nor- man Tebbit stuðnings 14% að- spurðra og Francis Pym stuðnings 10%. Fyrri stjómarleiðtogar hafa einn- ig látið í ljós álit sitt. Þannig sagði Home lávarður, fyrmrn forsætis- ráðherra Bretlands, við fréttamenn: „Auðvitað man ég eftir því, að ráð- herrar sögðu af sér, eins og til dæmis vegna Suez-málsins. Það kom mér samt á óvart, að þetta mál skyldi taka svo afdrifaríka stefnu.“ Harold Wilson, fyrmrn forsætis- ráðherra og núverandi lvarður af Rievaulx, sagði: „Ég man ekki eftir neinu svipuðu þessu og þó mátti ég fást við mín vandamál." Sir Humphrey Atkins, einn af gamalreyndum forystumönnum Ihaldsflokksins og formaður einnar af undimefndum vamarmálanefnd- ar brezka þingsins, hafði stutt Heseltine í deilunni um framtíð Westlands-fyrirtækisins. Afsögn Heseltines kom mjög flatt upp á hann, svo að hann gat ekki orða bundizt: „Auðvitað hafa menn sagt sig úr stjóminni áður — ég gerði það sjálfur — en aldrei áður hefur afsögn eins ráðherra vakið slíkar opinberar deilur fyrirfram innan ríkisstjómarinnar. “ Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, notaði tækifærið, sem afsögn Heseltines gaf honum, til þess að gagnrýna Margaret Thatcher forsætisráðherra og heíja allsheijar sókn gegn henni á þingi. Krafðist hann þess, að hún gæfí Neðri málstofunni ítarlega skýrslu um málið og framtíð Westland- fyrirtækisins. „Við munum sjá til þess, að forsætisráðherrann fái ekki tækifæri til þess að komast hjá því að svara þeim spumingum, sem nú hljóta að verða lagðar fram.“ Dawid Owen, leiðtogi sósíal- demókrataflokksins (SDP), sagði, að afsögn Heseltines fæli í sér ofboðslegan dóm yfír Thatcher og „staðfestir verstu grunsemdir um gerræðislega og einræðiskennda stjómarhætti hennar. Loksins hefur einhver þorað að rísa upp gegn henni," sagði Owen. Staða Heseltines Víst má telja, að afsögn Heselti- nes sé mikill álitshnekkir fyrir Thatcher. En það er ekki eins víst. að afsögnin verði honum sjálfum til framdráttar. Afstaða þingmanna íhaldsflokksins er mjög mismun- andi. Sumir hrósa honum fyrir að hafa þorað að standa uppi í hárinu á Thatcher og segja heldur af sér en að láta undan í máli, sem hann áleit afar mikilvægt. Aðrir telja aftur á móti, að hann hafí gengið allt of langt og hafí með eigingimi sinni orðið til þess að skaða íhalds- flokkinn. Svo kann einnig að vera, að afsögn Heseltines hafí hjálpað keppinautum hans meira en honum sjálfum í baráttunni um, hver taka skuli við af Thatcher. Honum hefur tekizt að grafa undan Thatcher, en samtímis hefur hann vakið nokkrar efasemdir um, hvort hann sé sjálfur verðugur þess að verða eftirmaður hennar. Ýmsir aðrir telja sig vafalítið kallaða til þessa hlutverks og He- seltine á eftir að heyja við þá harða baráttu. í hópi þeirra helztu eru Peter Walker orkumálaráðherra og fyrrverandi ráðherrar eins og Fran- cis Pym, sem urðu að víkja úr stjóminni, vegna þess að þeir vom ekki að skapi Thatchers. Þá má ekki gleyma Norman Tebbit, for- manni íhaldsflokksins. Þessi barátta verður sennilega hörð og óvægin. Mestu máli skiptir þó fyrir íhaldsflokkinn, ef til leið- togaskipta kemur, að hún verði um garð gengin tímanlega fyrir þing- kosningar þær, sem fram eiga að fara í Bretlandi 1988. Flokkurinn verður að hafa tíma og tækifæri til þess að sýna það og sanna, að hann gangi heill og óskiptur til kosninganna, ef hann á að geta sigrað og fengið þannig umboð brezku þjóðarinnar til þess að stjóma enn eitt kjörtímabil. (Heimildir: Sunday Times o. fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.