Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 40
40 fclk f (*é fréttum l. ; MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Gestir til heiðurs Bergþóra Arnadóttir á vísnamót og í heimsókn til Arne Treholt egar viðtal birtist við Bergþóru Ámadóttur hér á síðunni á síðastliðnu ári, kom fram að Bergþóra væri að hugsa um að selja sófasettið sitt til að geta fest kaup á harmonikku sem hafði verið draumurinn í langan tíma. Heppnin var með Bergþóru því eins og hún segir „Ég seldi ekki sófasettið því sama dag og viðtalið birtist þá fer ég að spila fýrir Parkinsons-sjúklinga á Gauki á Stöng. Þeir höfðu þá rekið augun í greinina og vildu endilega hjálpa mér að eignast gripinn. Happdrætti var í gangi hjá þeim og mér var gefinn ágóðinnjafnframt því sem þessir aðilar keyptu allar plötur sem ég hafði meðferðis. Þetta leiddi til þess að ég fór rakleiðis í Rín og festi kaup á nikku og ég hef síðan samið heilmikið á hana og meira að segja notað hana í beinni útsendingu úti í Noregi. Bergþóra er annars tiltölulega nýkomin heim úr ferðalagi sínu um Norðurlöndin en eftir því sem blaða- maður heyrði á skotspónum heldur hún von bráðar út aftur ogjafnvel þá til Iangdvalar. „Ég fer út á sunnudaginn og verð á vísnamóti á Jótlandi í byijun febrúar. Ennfremur er ég að vinna að stofnun samnorrænnar hljómsveijtar þar sem einn meðlimur kemur til með að vera frá íslandi og annar frá Færeyjum en tveir síðan frá hinum löndunum. Meiningin er að gera stóra hluti með hljómsveitina, en það er þó ekki hægt að útlista það nánar að svo stöddu. Á ferð minni hyggst ég koma við og heimsækja Ame Treholt en undanfarið hef ég staðið í bréfasam- bandi við þann mann. Það var dálítið undarlegt atvik sem réð því. Ég var í lest frá Stavanger til Osló þegar ég tek eftir lítilli stúlku, sem er eitthvað strekkt, getur ekki sofíð í lestinni og á í vandræðum með sig. þegar við erum búnar að spjalla saman dágóða stund, kemur í ljós að hún er að fara að heimsækja Ame Treholt eftir að hafa staðið í bréfaskriftum við hann um tíma. Ég sendi telpuna með tvær plötur til hans og eftir nokkra daga barst mér bréf frá honum. Þannig byijaði þetta. Reyndar er ég einmitt að leita eftir íslenskum út- gefanda að bókinni hans. Með vorinu er svo á dag- skrá að flytjast af landi brott til lengri tíma með mann og bú en hvert nákvæmlega og hvenær er ekki alveg ljóst." — Hvað hefur þú verið að gera á meðan þú hefur staldrað við hérna heima? „Ég er náttúrulega eins og annað tónlistarfólk að taka þátt í lagasamkeppni fyrir Eurovision-keppnina og Reykjavíkurkeppnina. Þá er ég einnig að syngja inn 16 skólaljóð ætluð 10 og 11 ára bömum. Svo þarf ég auðvitað að ryksuga og svoleiðis áður en ég held út því það hefur setið á hakanum hingað til... Þeim fæddist sonur Pamela Bellwoods eða Claudia í Dyn- asty er orðin móðir samkvæmt nýjustu heimildum. Þeim hjónum fæddist sonurinn Kerry Alexander John fyrir nokkrum vikum og hann vó ein þrjú kíló. Barnið var lang- þráð, búið að bíða eftir því í rúm tiu ár. En semsagt nú er frumburðurinn fæddur og kannski ekki seinna vænna því Pamela er fer- tug. Diönu og Charles Charies og Diana heimsóttu Bandaríkin skömmu fyrir jólin og „komu sáu og sigruðu". Þeim til heiðurs var haldinn veglegur kvöldverður Hvíta húsinu þar sem áttatfu vel valdir gestir mættu í sínu fínasta púss til að heilsa upp á kóngafólkið. Meðfylgjandi myndir voru teknar a nokkrum gestanna sem þetta kvöld gæddu sér á humri og fleira góðgæti. Jillie Mack og Tom Selleck Steve Lundquist Þessari er spáð frægð og frama ■^essi leikkona heitir Emma Samms og er talin lofa góðu hvað leik snertir. Stúlkan fer meðal annars með hlutverk í Dynasty og „The Col- by’s“ og þar er hún sögð stela senunni í mörgum tilvikum. Þegar Emma er ekki í vinnunni einbeitir hún sér að því að láta síð- ustu óskir lítilla bama, sem erú að deyja, verða að veruleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.