Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 íslenskir hagsmunir og „hvalveiðirannsóknir“ ' * bess að slæmar fréttir fara hratt teliast bær bví skemmra á vee --------------- eftir Margréti Þorvaldsdóttur Vamaðarorð berast þessa daga í gegnum fjölmiðla frá „útvörðum" okkar í einu mikilvægasta við- skiptalandi þjóðarinnar, Bandaríkj- unum. Hvalfriðunarsamtökin þar í landi ætla að láta verða af hótun sinni um að heija áróður gegn ís- lenskri fiskframleiðslu á bandarísk- um markaði haldi íslensk stjómvöld fast við þá ákvörðun sína að veiða hvali til „rannsókna". Fari slíkur áróður af stað mun hann koma illa niður á íslenskri framleiðslu, ekki aðeins físki heldur einnig ullarvörum, útflutningi á kjöti, hafí einhvem dreymt um hann, Ameríkuflugi íslendinga og vöruflutningum. Er það m.a. vegna þess að slæmar fréttir fara hratt og berast víða, þær þykja betra fréttaefni en hinar góðu. Það er okkar óheppni að við erum ekki vel þekkt úti í hinum stóra heimi, nema þá helst af einhveiju misjöfnu. A neikvæðu fréttamati út fyrir landsteina berum við íslend- ingar sjálfir mesta sök. Tökum dæmi um eigin kynningu af hval- skurði í Hvalfirði. Mörgum útlend- ingum þykir blóðvöllurinn og mynd- ir af hvalskurði grófar og frum- stæðar. Myndir þaðan með viðeig- andi skýringum erlendra aðila gætu unnið okkur mikinn skaða, þær gætu kynnt okkur sem talsvert frumstæða þjóð. Frumstæðar þjóðir njóta takmarkaðrar virðingar um- heimsins m.a. vegna þess, að þær láta oft stjómast af eðlishvötum fremur en yfirvegaðri hugsun og Nýmyndbönd með íslenskum texta, Urvals myndir Vandaðar barnamyndir vi —-*■ Grín- og spennumyndii [| ii íLjú p/i Jyjrý&W:: VUS ií&ddLfi &£ Oskarsverðlaunamyndir tlis Eitthvað fyrir aiia. Fástá betri myndböndum. 1H SIMI 611212 teljast þær því skemmra á veg komnar en aðrar á þróunarbraut- inni. Mikilvægi frétta fer mjög eftir því hvemig þeim er komið á fram- færi. Málefnið skiptir þó miklu máli, en einnig hveijir standa þar að baki. Við höfum gott dæmi um það í fjölmiðlum hér síðustu mánuði hvemig tiltölulega fámennur hópur einlægra friðarsinna kemur áhuga- máli sínu til almennings og hefur áhrif á skoðanir hans. Þetta er fólk með hugsjón sem notar hvert tæki- færi, í fjölmiðlum sem annars stað- ar, til að koma hugðarefnum sínum til fjöldans. Ahrifín, sem áróður þeirra hefur á okkur, verða m.a. vegna eldmóðs flytjenda og þeirrar rökfærslu sem okkur fínnst skyn- samleg. Frið í heiminum viljum við öll. Þetta dæmi er tekið vegna þess að á nákvæmlega sama hátt vinna áhugamannasveitir hvalfriðunar- sinna. Þeir hrífa með eldmóði sínum og rökum fólk sem í hjarta sínu er þeim sammála. Þeir eru einnig til- búnir að leggja fram bæði tíma og ijármuni sem þarf til að vinna mál- staðnum brautargengi. Vegna þeirra hugmynda sem komið hafa fram í fjölmiðlum hér, um að þama vestra sé aðeins um öfgahóp hvalfriðunarmanna að ræða, skal bent á að hvalfriðun er aðeins angi á miklu umfangsmeira máli sem nefna má „varðveislu- stefnu". Sú stefna á sér áratuga langa sögu vestan hafs. Það var með útkomu bókarinnar „Silent Spring“ eftir Rachel Carson sem gefín var út árið 1965, eða „Raddir vorsins þagna" eins og hún hefur verið nefnd á íslensku, að stefna þessi fékk verulegan meðbyr al- mennings. í bókinni er því lýst á áhrifamikinn hátt hvemig skor- dýraeitrið DDT hafði umbreytt líf- ríkinu á ákveðnum landsvæðum. Hin mikla umræða, sem fylgdi í kjölfar útkomu bókarinnar, varð m.a. til þess að bann var lagt við notkun skordýraeitursins í vestræn- um löndum. Þessi áhrífamikla bók vakti hinn almenna borgara mjög til umhugs- unar og umræðu um varðveislu umhverfísins. Krafa iðnríkja um stöðugt meiri hagvöxt hafði valdið því að kapp hafði oft verið meira en forsjá. Mönnum varð ljóst að náttúruauðlindir vom ekki óþijót- andi. Margir urðu til að benda á, að þessi kynslóð hefði engan sið- ferðilegan rétt til að eyða á örfáum áratugum auðlindum jarðar, sem til staðar hefðu verið um aldir. Til þeirra ættu komandi kynslóðir einn- igtilkall. Margrét Þorvaldsdóttir „Þegar litið er áratug til baka og rifjuð upp forysta okkar Islend- inga í baráttu fyrir varðveislu auðlinda hafsins, hlýtur það að vekja undrun og valda um leið vonbrigðum hversu skammt hún virðist ná.“ Umræðan náði hingað til íslands. Urðum við virkir þátttakendur í umræðu og aðgerðum og þeim svo áhrifamiklum að heimsathygli vakti. — Þá börðumst við fyrir varðveislu fískistofna. — Árið 1973 var reynt að hamla gegn ofveiðum með því að færa fiskveiðitakmörkin út í 50 mflur. Andstæðingar okkar stóðu á öndinni af reiði og vandlæt- ingu, sendu þeir hingað herskip sín og kynntu okkur leiðinlega í heims- pressunni. „Kommúnistar standa að baki þessara aðgerða," var haft eftir þeim. Árið 1975 var fiskveiðilög- sagan svo færð út í 200 mflur og fengum við lof „varðveislusinna" vegna einarðrar baráttu okkar fyrir varðveislu auðlinda. Reyndar heyrð- ust nokkrar hjáróma raddir í Evr- ópu sem sögðu: „Ef íslendingar ná að færa fískveiðilögsöguna út í 200 mflur í dag verða þá ekki kröfur um 300 mflur á morgun?" Þegar litið er áratug til baka og ri§uð upp forysta okkar íslendinga í haráttu fyrir varðveislu auðlinda í hafinu hlýtur það að vekja undrun og valda um leið vonbrigðum hversu skammt hún virðist ná. Margir hafa lýst efasemdum um áframhald þeirrar baráttu. í grein- um rituðum í „New Scientist" og víðar, um niðurstöður þings alþjóða hvalveiðiráðsins í Boumemouth í júlí í sumart kemur fram viss ótti um að ef Islendingar og Suður- Kóreumenn haldi til streitu ákvörð- un um veiðar á hvölum í „vísinda- skyni“, þá muni aðrar hvalveiðiþjóð- ir ekki telja sig bundna af sam- þykktum vísindanefndar ráðsins. Ennfremur er því haldið fram, að ef áframhald verði á hvalveiðum muni þær ná innan fárra ára leiða til útrýmingar hvalastofna á vissum hafsvæðum. Þetta er aðalástæðan fyrir því að hvalfriðunarsamtökin beina spjótum sínum að íslending- um. Hvað afstöðu „frænda vorra“, Norðmanna, snertir, þá kemur nokkuð athyglisvert í ljós. Það var búist við mótmælum þeirra fyrir hönd þegna þeirra sem viðurværi sitt hafa af hvalveiðum. En um endanlega afstöðu þeirra var ekki efast. Astæðan var sögð vera sú, að við lokaákvarðanir um hvalveið- ar hafa Norðmenn alltaf virt sam- þykktir vísindanefndarinnar. Hvað okkur íslendinga sjálfa snertir, þá gáfum við eftirbreytni- vert fordæmi, fordæmi sem vel getur orðið okkur sjálfum fótakefli t.d. þegar koma þarf við vömum gegn ofveiði, en með vaxandi sókn og meiri tækni við veiðar getur það orðið fyrr en síðar. Sú staða getur komið upp að aðrir telji sig ekki bundna af alþjóðasamþykktum um fiskveiðitakmarkanir þegar slíkar samþykktir henta okkur. Það er aðeins áratugur síðan við lögðum allt að veði, jafnvel líf sjó- manna okkar svo vinna mætti þorskastríðið, allt í nafni vemdun- arsjónarmiða. Þessi tími er ekki gleymdur. Sjómennimir í þorska- stríðinu em enn í dag okkar hetjur, sögur þeirra koma út f þykkum bókum og við erum stolt af afrekum þeirra. Hvemig má það vera, að þjóð sem í áratugi barðist fyrir því að fá lög samþykkt á alþjóða- vettvangi um vemdun auðlinda hafsins, er nú í foiystu við að gera slík samtök marklaus, og allt vegna nokkurra hvala. Fjárhagslegan ávinning höfum við lftinn, aðeins álitshnekki. - Enginn íslendingur hefur til þess rétt að tefla á tvær hættur með „fjöregg þjóðarinnar". Með ákvörð- un um hvalveiðar í „vísindaskyni“ er atvinnuvegunum teflt fram. Hér á landi hafa stjómvöld oft tekið vafasamar ákvarðanir, en sú ákvörðun er heimilar áframhald hvalveiða getur orðið þjóðinni ein sú örlagaríkasta. Bátur sekkur í Bolungarvíkurhöfn Bolunffarvik 12. janúar. ÞAÐ OHAPP varð hér sl. föstu- dag að bátur sem lá við bryggju hér í höfninni sökk skyndilega. Þegar atburðurinn átti sér stað var enginn um borð f bátnum en menn sem voru i nærliggjandi bátum urðu einskis varir fyrr en báturinn hafði kennt botns og ekkert stóð upp úr nema möstrin. Báturinn, sem heitir Sigurfari, er 7 lesta trébátur, smíðaður 1979, hafði legið í höfninni frá því að veiðibann smábáta gekk í gildi í desember sl. en eigandi hans, Ragnar Sveinbjömsson, hugðist hefja róðra næstu daga. Strax var hafíst handa að ná bátnum upp og gekk það verk vel. Að sögn Ragnars er tjónið ekki fullkannað en ljóst Unnið við að ná bátnum upp. er þó að siglingatæki og rafbúnaður bátsins er ónýtt. Orsök óhappsins mun vera sú að lagís á höfninni náði Horgunblaðið/Gunnar að bijóta 20 til 30 cm rifu á byrðing bátsins." — Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.