Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 19
f MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 19 Bækur Þorsteins heim eftír Sigurbjörn Sveinsson Fyrir tveim árum fékk ég birtan hér í blaðinu greinarstúf er bar ofangreinda fyrirsögn. í stuttu máli benti ég á, að bókasafn Skálholts- staðar hefði legið í tumi dómkirkj- unnar þar um árabii engum til gagns eða ánægju. Fór ég nokkrum orðum um niðurlægingu þessara menningarverðmæta þama í tum- inum og taldi kirkjunni til afsökun- ar, hve févana hún væri. Ástæður mínar fyrir þessum skrifum vom fyrst og fremst þær, að kjaminn í bókasafni þessu var áður í eigu Þorsteins Þorsteinsson- ar, sýslumanns og alþingismanns Dalamanna. Þorsteinn var á sinni tíð alkunnur bókasafnari. Vegna starfa sinna átti hann nokkuð hægt um vik að sinna þessu áhugamáli, þar sem hann kynntist heimils- högum sveitunga sinna náið og gat falazt eftir því, sem eigulegt reynd- ist af bókum hjá þeim. Mun og hafa verið erfitt að neita bón sýslu- manns. í framhaldi þessa lagði ég til, að bækur Þorsteins kæmu aftur í Dali að forgöngu oddvita kirlgunnar og Dalamanna. Yrði það vottur um höfðinglega breytni af kirkjunnar hálfu, en hefði ómetanlega þýðingu fyrir varðveizlu menningar í Dölum og væri ytra tákn um menningar- legt sjálfstæði þessarar byggðar. Að vonum var erindi þessu snöf- urmannlega svarað og gerðu það biskupamir tveir, þeir herra Pétur og dr. Sigurbjöm. Svör þeirra vom kurteislegar frávfsanir á þessari hugmynd, og fylgdi svari dr. Sigur- bjöms nokkur frásögn af því, hvem- ig bókasafnið komst ( eigu Skál- holtsstaðar. Vom rök þeirra um margt skiljanleg. Hins vegar kom ekkert það fram í máli þeirra, sem gerir þessa ósk ótímabæra, óeðlilega eða þaðan af síður ómerkilega eins og látið var liggja að. Bækur Þorsteins liggja þama undir klukknaportinu í lokuð- um hirzlum, sem fæstir vita hvað hafa að geyma. Er ég þá ekki að ræða bókasafn Gunnars Hall eða aðrar viðbætur, sem Kári B. Helga- son o.fl. hafa lagt safninu til. Ég „Er nema von að Dalamönnum sé órótt, þegar allt er í svo mik- ilU óvissu sem raun ber vitni? Er eitthvað þarna, sem skiptir þá máli? Þessu er auðvitað erfitt að svara á meðan vörzlumenn safnsins vita ekki einu sinni, hvað þeir hafa í hönd- unum.“ er að taka um bækur Þorsteius. Þorsteinssonar, sýslumanns Dala- manna er hann safnaði hér um slóð- ir. Ég er t.d. að tala um bækur, sem hann kann að hafa fengið úr bóka- safni Jóns Jónssonar, bónda í Purk- ey. Þar fékk hann að hirða að vild og var sumt handskrifaðar bækur að sögn eldri manna í Klofnings- hreppi. Er nema von, að Dalamönn- um sé órótt, þegar allt er í svo mikilli óvissu, sem raun ber vitni? Er eitthvað þama, sem skiptir þá máli? Þessu er auðvitað erfitt að svara á meðan vörzlumenn safnsins vita ekki einu sinni, hvað þeir hafa í höndunum. Það er lýðum ljóst og raunar óþarft að taka fram, að „læknisráðum eða lagatökum" er ekki ætlað að ná safninu af lög- mætum eigendum. Eignarréttur kirkjunnar hefiir aldrei verð ve- fengdur. Hér liggja einungis hug- læg og siðferðisleg rök að baki. I Morgunblaðinu 25. janúar 1984 kemst dr. Sigurbjöm svo að orði af þessu tilefni: „Látum það vera, þó að menn hafi ekki þá þjóðlegu eða kirkjulegu hugsun, að þeir geti skilið, hvað Skálholt er og hvert það stefnir. En er of mikið að mælast til þess, að þeir láti það í friði? Og það vil ég segja að síðustu og í eitt skipti fyrir öll, bæði af þessu nýja tilefni og öðrum fyrri: Unnið Skáiholti friðar með bóka- safnið sitt.“ Það er ekkert óþjóðlegt eða andkirkjulegt við það, að bent sé á, að vera þessara bóka þama í tumin- f- Bessastaðahreppur: Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum PROFKJÖR Sjálfstæðismanna Að sögn Magnúsar Guðjónsson- PRÖFKJOR Sjálfstæðismanna í Bessastaðahreppi fyrir sveit- arstjómarkosningamar í vor hefur verið ákveðið helgina 28. febrúar til 1. mars nk. Þátttaka er heimiluð félagsmönnum I félagi Sjálfstæðismanna í Bessastaðahreppi og þeim sem undirritað hafa stuðningsyfir- lýsingu við félagið. Að sögn Magnúsar Guðjónsson- ar formans prófkjörsnefndar rennur skilafrestur um framboð út 26. janúar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem efnt er til prófkjörs í hreppnum og í fyrsta sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn býður fram sér lista. Við síðustu kosningar kom fram einn listi, listi óháðra, og var hann því sjálfkjörinn. Af alhug þakka ég öllum þeim er sýndu mér vin- semd og virÖingu á 75 ára afmceli mínu 10. janúar sl. Baldvin Jónsson. Gabriel HÖGGDEYFAR I MIKLU ÚRVALI SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 teaæfliiiiBfi; fi'rrífíBiÉinYatffe . .n'SN dm um allan þennan tíma sé til vanza. Það er ekkert óþjóðlegt eða and- kirkjulegt við það að benda á, að menningarverðmæti þessi séu gagnslaus svona undir mælikeri. Og það er ekkert óþjóðlegt eða ándkirkjulegt við það, að bent sé á, að einhveijar þessara bóka séu betur komnar hér vestur í Dölum en í Skálholti. Það er ekki hægt að unna neinu friðar, sem svo háttar um. Það er ekki málstað Skálholtsstaðar til framdráttar að slegið sé á umræðu með þessum hætti. Það versta, sem getur hent, er að hin dauða hönd afskiptaleysis og stöðnunar leggist á Skálholtsstað. Um það geta flestir verið sammála. Gegn því m.a. standa þessi skrif. Gutta cavat lapidem. Búðardal, 1. janúar 1986. Höfundur er læknir í Búðnrdal. Núferhveraðverða síðasturaðfara laugarðsbH Sfmi 32075 Stjörnunarielag Islands Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands tók til starfa haustið 1985. í upphafi var Ijóst að áhugi fyrir aukinni menntun er tengdist tölvum og tölvuvæðingu var mikill. Á vormisseri tekur skólinn til starfa 3. feb. og verður kennt í 4 klst. á dag í 15 vikur (samt. 280 kist.). □ □ □ □ □ □ □ Námsefni: Kynning á tölvum______ Stýrikerfi og skráarkerfi Kerfisgreining________ Kerfishönnun__________ Forritun______________ Gagnasaf nsfræði________ íslenski tölvumarkaðurinn. I Til að uppfylla kröfur atvinnulífsins Miklar kröfur eru gerðar til nemenda með prófum og heimaverkefnum. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að gera kröfur um lágmarksmenntun nemenda, sem nú eru stúdentspróf, eða sambærileg menntun eða starfsreynsla. Nemendur sem útskrifast úr Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins geta að námi loknu unnið með tölvunar- og kerfisfræðingum við hugbúnaðarframleiðslu og rekstur tölvukerfa. Með því að gera miklar kröfur til nemenda uppfyllir Tölvuskólinn kröfur atvinnulífsins. Tölvuskólinn hefst 3. febrúar og stendur í 15 vikur. Allar nánari upplýsingar í síma 62 10 66 _I■■■■■ ■_11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.