Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 25 Arne Treholt: „Það sem kann að sýnast léttúðugt, er, að ég átti samskipti við þá aðila, sem við getum kallað „óvini“ — innnn gsesa- lappa — í Ijósi þess, hvaða augum almenningur lítur á Rússa og kommúnista." Treholt-réttarhöldin: Fékk 7.000 dollara í ferðafé frá KGB ARNE Treholt hefur staðfest fyrir yfirheyrslurétti i Ósló, að hann hafi fengið alls 7.00 dollara í ferðafé frá Gennadij Titov, ofursta i KGB, á timabilinu frá 1981—83. Áttu þessir peningar að renna til greiðslu ferðakostn- aðar Treholts og uppihalds vegna funda þeirra Titovs í Vin og Helsinki, að því er fram kemur í norska blaðinu Aften- posten nýlega. Verkfall brezkra háskóla- kennara London, 15. janúar. AP. ÞÚSUNDIR kennara í háskól- um Bretlands fóru í dag í eins dags verkfall til þess að mót- mæla samdrætti í framlögum ríkisins til æðri menntunar í landinu. Urðu miklar truflan- ir á kennslu og prófhaldi i háskólum í Iandinu, en þeir eru 44. Þetta er fyrsta verkfallið, sem bandalag háskólakennara í Bretlandi hefur nokkru sinni efnt til, en í því eru 30.000 meðlimir. Er það um 3A hlutar allra háskólakennara í landinu. Þeir krefjast 24% launahækkun- ar, en ríkið hefur boðið þeim 4%. Treholt viðurkenndi, að þetta kynni „að sýnast léttúðugt", en kvaðst ekki sjá eðlismun á því og þeirri venju, að stjómarerindrekar byðu hver öðrum út að borða og greiddu þá oft reikninga hver ann- ars. Treholt kvaðst hafa gert grein fyrir þessum ferðapeningagreiðsl- um í öllum yfirheyrslum, frá því að hann var tekinn fastur. Veijandi Treholts, Ame Hauge- stad, spurði, hvers vegna hann hefði farið að taka við þessum greiðslum. Treholt svaraði: — Ég vissi, að Titov var fulltrúi stórveldis og ósk- aði eftir að fá að borga. Og þar sem hann endilega vildi það, sá ég ekki ástæðu til að hafna. Hvers vegna hefði ég átt að gera það? Hann hafði næga peninga. Treholt bætti við, að það væri ekki ótítt, að stjómarerindrekar byðu hver öðrum í mat, og honum þótti stökkið ekki stórt frá því að þiggja matarboð til þess að taka við greiðslu vegna ferðakostnaðar. Kvað hann það fyrirbæri ekki óþekkt meðal stjómmálamanna, embættismanna og blaðamanna. — Engum finnst hann hafa selt sál sína með því að þiggja slíkt boð. Og það fannst mér ekki heldur. En þó að Ame Treholt þætti sem hann hefði ekki selt sál sína með því að taka við ferðafénu hjá Titov, sagði hann: — Það, sem kann að sýnast léttúðugt, er, að ég átti samskipti við þá aðila, sem við getum kallað „óvini" — innan gæsalappa — í ljósi þess, hvaða augum almenningur lítur á Rússa og kommúnista. Hestafólk takið eftir Reiðnámskeið í Þýskalandi Farin verður hópferð á reiðnámskeið á Gestiid Falkenhorst þann 11. febr. nk. Flug: Amsterdam — Keflavík fimmtu- daginn 20. febr. Verð kr. 30.800.- Innifalið í verði flug fram og til baka, Kennarar: Aðalsteinn Aðalsteins- son, Reynir Aðalsteinsson og Walter Feldman jr. Ferðatilhögun: Flug Keflavík — Amsterdam Þriðjudaginn 11. febr. Rútuferð: Amsterdam — Falkenhorst miðvikudaginn 12. febr. kl. 10.00. Námskeið á Falkenhorst 12.-18. febr. Rútuferð: skoðaðir hestabúgarðar í Þýskalandi og Hollandi 19. febr. og komið til Amsterdam síðclegis. hótel með morgunverði, 2 nætur í Amsterdam. Allar rútuferðir. Námskeið með húsnæði og fæði á Falkenhorst. Dvalið verður í sumarhúsum. Uppl. í sima 26054. próttheimæ:e'«^£tólmti Enskuskóli æskunnar er fyrir börn á aldrinum 8—12 ára og verður í vetur starfræklur á vegum Málaskólans Mímis á fjórum stöðum í Reykjavík: Þróttheimum, Gerðubergi, félags- mióstöðinni Frostaskjóli og Hljóm- skálanum. Námskeiðió sem við kynnum hér stendur yfir frá 20. janúar til 16. apríl, í samtals 12 vikur og hægt er að velja á rmlli fjögurra þyngdarstiga. Ef þió viljið bæta árangurinn í skól- anum (hver vill það ekki?) eða skilja textana vió popplögin er enska lykil- orðið. Lærið ensku á nýjan og skemmti- legan hátt með enskum kennara í Enskuskóla æskunnar. Enska ÆSKOmAR 20. janúar — 16. apríl mánud,—mióvikud. kl. 16— 17/þriójud— fimmtud. kl. 16—17. Byrjendaflokkur — þar sem eru tekin fyrir grundvallaratriði enskunnar. Takmarkió er að bömin skilji og geti sagt einfaldar setningar, fyrirspurnir og skipanir. Enska mánud—mióvikud. kl. 17—18/þriójud,—fimmtud. kl. 17—18. Fyrir þá sem skilja og geta sagt einfaldar setningar. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að vera færir um að tjá sig um sínar þarfir og geta rætt daglega hluti á einfaldan hátt. Enska mánud— miövikud. kl. 18—19/þriðjud— fimmtud. kl. 18—19. Fyrir þá sem hafa undirstöðuþekkingu í ensku. Eftir námskeióið eiga þátttakendur að geta rætt um sín áhugamál og sagt frá sinni reynslu. Enska mánud,—mióvikud. kl. 19—20/þriójud— fimmtud. kl. 19—20. Fyrir þ>á sem kunna ensku en vilja vióhalda kunnáttunni og bæta vió oróaforóann. Upplýsingar og innritun í síma 10004 21655 's,' ' \ • ''Vv , | i m. ■ ’ i ' ' ''• o.\'V ' ■ •■ "/•<■ ■ANANAUSTUM 15i MÁI.ASKÓIJ RITAR ASKÓl.I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.