Morgunblaðið - 16.01.1986, Síða 6

Morgunblaðið - 16.01.1986, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Tökum mark... Undirritaður svífur niður Breiðholtsbrekkur í átt að hjarta hins ljósfagra kolkrabba. Ljósin loga einnig á fararskjótanum sem er ekki af þeirri yfimáttúrulegu blikkbeljuætt er Guðbrandur Gísla- son töfrar hér á síður með sínum listapenna, nei hér er um að ræða ósköp venjulegan fararskjóta úr hinum japanska almenningi ef frá eru taldir óvenju margir öryggis- stólar ætlaðir hinni uppvaxandi kynslóð. Skárra væri það nú að gæta ekki ijöreggjanna á 60 kíló- metra hraða dansandi á missverum örmum kolkrabbans. Þriggja mín- útna fréttir rásar-II stytta öku- manni stundir. Eitt fréttaskotið hittir í mark: Bretar hafa ákveðið að lögleiða bílbelti. Rannsóknir sýna að um 200 mannslífum hefði verið bjargað og 7.000 aivarlegum slys- um ef bílbelti hefðu verið til staðar á árabilinu ... ártalið drukknaði í ærandi hávaða frá risavöxnum vörubíl er sveigir skyndilega fyrir undirritaðan. Hemlamir virka til allrar hamingju og smellur heyrist er öryggisbeltið læsist. Tökum mark... Tökum mark á Bretum, þeir eru þjóða íhaldssamastir og taka sjaldn- ast ákvarðanir nema að vendilega jrfirlögðu ráði. En þegar Bretar gera upp hug sinn þá hrópa svo sannarlega verkin. I þessu sam- bandi er vert að benda á hina af- dráttarlausu stefnu Margarétar Thatcher gagnvart eiturlyfjafárinu. Nýverið tók breska stjómin afstöðu til eiturlyfjafársins og þá var sko ekkert verið að tvínóna við hlut- ina. Eiturlyfjasölum var skipað á bekk með fjöldamorðingjum sem þeir eru réttilega. Lýsti Thatcher því yfir að einskis yrði svifíst til að útrýma eiturlyfjafárinu og hrekja fjöldamorðingjana frá ströndum Bretlands. Kvaðst hún hiklaust mundi kveðja til herinn ef með þyrfti. Það er ekki annað hægt en að dást að slíkum málflutningi. Nú en ef einhver fer í grafgötur með eiturlyfjavána þá ættu menn að fylgjast vendilega með ítalska framhaldsmyndaflokknum: Kol- krabbanum. Þar sjáum við svart á hvítu hvemig eiturlyfjasalamir smjúga líkt og sýklar inn í sam- félagið þar til menn standa ráð- þrota. Tókuð þið eftir í síðasta þætti örvingluðum foreldrunum er sátu yfir líki ungs sonar er hafði fengið blöndu af heróíni og strykn- íni úr nálinni? Hvað um ungu stúlk- una í myndinni er þýðist dópsalann þrátt fyrir það að hún hafi horft á hann myrða móður sína. Hún er viljalaust verkfæri heróínsins og í raun engu betur stödd en gyðing- amir í útiýmingarbúðum nasista. Hreinsum vort góða land af slíku meinvætti sem eiturlyfjasölunum. Égskoraá... Sjónvarpið er nú einu sinni lang- samlega áhrifaríkasti miðill vorra daga, þannig getur einn sjónvarps- þáttur brotið um blað í sögunni, er í því sambandi skemmst að minnast sjónvarpsþáttanna frá Eþíópíu og ekki má gleyma sjónvarpsþættinum fræga frá Kampútseu. Athygli umheimsins beindist að því lánlausa fólki er bjó á fyrrgreindum svæðum og því var rétt hjálparhönd. Ég skora á þá sjónvarpsmenn að gleyma ekki vágestunum er sækja að okkar eigin samfélagi, gleymum ekki þeim er þola áþján eiturlyfja- salanna né hinum er Iiggja nú örkumla á sjúkrastofnunum vegna þess að þeim var ekki gert að nota öryggisbúnað þarfasta þjónsins. Ólafur M. Jóhannesson UTVARP/SJONVARP Ragnar Bjarnason Gesta- g’ang’ur Ragnar Bjarnason ■KBH Ragnar Bjarna- 91 00 son er gestur 1 ““ Ragnheiðar Davíðsdóttur í þættinum Gestagangur á rás 2 í kvöld kl. 21.00. Ragnar þekkja eflaust flestir landsmenn. Undan- farin 15 ár hefur hann verið forkólfur Sumargleð- innar auk annarra valin- kunnra skemmtikrafta. Ragnar skemmti í fleiri ár á Hótel Sögu ásamt hljóm- sveit sinni, auk þess sem hann hefur komið víða við á ferli sínum. Popp- gátan ■■■■ Poppgátan O Q 00 spumingaþáttur um tónlist - er á rás 2 í kvöld kl. 23.00. Þátturinn er annar af fjór- um í undankeppni og munu þeir Ásgeir Tómasson dagskrárgerðarmaður a rás 2 og Rafn Jónsson trommuleikari í Grafík eigast við. Umsjónarmenn Popp- gátunnar em þeir Jónatan Garðarsson og Gunnlaugur Sigfússon. Á myndinni eru Einar Jón Briem, Karl Guðmundsson, Karl Ágúst Úlfsson leikstjóri og Ása Svavarsdóttir. I baksýn eru tæknimennirnir Ástvaldur Kristinsson og Óskar Ingvarsson. Millj ónagátan — f immtudagsleikrit rásar 1 ■B Fimmtudags- 00 leikrit útvarps- ” ins, rásar 1, í kvöld er „Milljónagátan" eftir breska höfundinn Peter Redgrove. Þetta leik- rit hlaut fyrstu verðlaun árið 1982 í alþjóðlegri leik- ritasamkeppni sem haldin er árlega á Italíu og nefnist Prix Italía. Aðalpersóna leikritsins, Flóra Flórent, er ung stúlka sem vinnur hjá einkaspæjarafyrirtæki og hefur hún sérhæft sig í njósnum um ótrúa eigin- menn og kynferðisafbrota- menn. Þegar eigandi fyrir- tækisins deyr kemur í ljós að hann hefur arfleitt hana að því. Dag nokkum berst henni bréf með boði um að taka þátt í keppni sem herra Tuxedó, látinn millj- ónamæringur og sérvitr- ingur, hefur skipulagt meðal spæjara rétt áður en hann gaf upp öndina. En keppnin felst í því að fínna, innan vissra tímamarka, svar við spumingunni um hver sé æðsta ósk manns- ins. Sigurvegarinn erfir auðæfi milljónamærings- ins. Til þess að sigra keppi- nauta sína grípur Flóra til ráða sem em henni heldur ógeðfelld. í helstu hlutverkum em: Ása Svavarsdóttir, Viðar Eggertsson, Þorsteinn Gunnarsson og Pétur Ein- arsson. Aðrir leikendur em: Flosi Ólafsson, Hallmar Sigurðsson, Baldvin Hall- dórsson, Aðalsteinn Berg- dal, Karl Guðmundsson, Einar Jón Briem, Bjami Steingrímsson, Ólafur Öm Thoroddsen, Jón Hjartar- son og Ragnheiður Tryggvadóttir. Þýðandi er Sverrir Hólmarson og leikstjóri er Karl Ágúst _ Úlfsson. Tæknimenn eru Ástvaldur Kristinsson og Óskar Ingv- arsson. ÚTVARP FiMMTUDAGUR 16. janúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Stelpurnar gera uppreisn" eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir les þýðingu sna (9). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.05 Málraektarþáttur. End- urtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórs- son flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tið" Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.10 Morguntónleikar 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 dagsins önn - Um- hverfi. Umsjón: Ragnar Jón Gunnarsson. 14.00 Miðdegissagan: „Ævin- týramaður", - af Jóni Ólafs- syni ritstjóra Gils Guðmundsson tók samanog les (11). 14.30 Áfrvaktinni Sigrún Siguröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Spjallaö við Snæfell- inga. Eövarö Ingólfsson ræðir við Kristinn Kristjánsson á Hell- issandi. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 „Fagurt galaði fuglinn sá". Sigurður Einarsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristn Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.35 Eystrasaltskeppnin i handknattleik i Danmörku. ísland — Sovétrikin. Ingólfur Hannesson lýsir síðustu mínútum leiks Islendinga og Sovétmanna. 19.45 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Leikrit: „Milljónagátan" eftir Peter Redgrove. Þýð- andi: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfs- son. Leikendur: Asa Svav- arsdóttir, Viðar Eggertsson, Þorsteinn Gunnarsson, Pét- ur Einarsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Aðalsteinn Bergdal, Karl Guðmunds- son, Flosi Ólafsson, Einar Jón Briem, Hallmar Sigurðs- son, Bjarni Steingrímsson, Ólafur Örn Thoroddsen, Baldvin Halldórsson og Jón Hjartarson. (Leikritið verður endurtekið nk. laugardag kl. 20.30). 21.20 Gestur I útvarpssal. Martin Berkofsky leikur píanótónlist eftir Franz Liszt. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 22.30 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Hallgrimur Thor- steinsson. 23.00 Túlkun í tónlist. Rögn- valdur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 16. janúar 10.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé. 14.00 Spjallogspil Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 15.00 Ótroðnar slóðir Halldór Lárusson og Andri Már Ingólfsson stjórna þætti um kristilega popp- tónlist. 16.00 I gegnum tíðina Jón Ólafsson stjórnar þætti um íslenska dægurtónlist. SJÓNVARP 19.10 Ádöfinni Umsjónarmaöur: Karl Sig- tryggsson. 19.20 Áreksturinn (Sammenstödet) i þorpi I Nepal fara börnin að ganga i skóla en gamla fólkið er ekki sammála öllu sem þar er kennt. Þýöandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpiö.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað 1. Rikshaw. . Nýr tónlistarþáttur fyrir tán- inga. Kynntar verða íslensk- FÖSTUDAGUR 17. janúar ar rokk- og unglingahljóm- sveitir. Hljómsveitin Riks- haw rokkar i fyrsta þætti. Kynnir: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 21.10 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur: Sigurveig Jónsdóttir. 21.40 Derrick Fjórtándi þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi: Veturliði Guðna- son. 22.40 Seinni fréttir 22.45 Nikkelfjalliö (Nickel Mountain) Íslensk-bandarísk bíómynd frá árinu 1984, byggð á skáldsögu eftir John Gardn- er. Framleiðandi: Jakob Magnússon. Leikstjóri: Drew Denbaum. Aðalhlut- verk: Michael Cole, Patrick Cassidy og Heather Lang- enkamp. Kvikmyndun: David Bridges. Hljóðsetn- ing: Sigurjón Sighvatsson. Fátæk stúlka i litlu fjalla- þorpi verður ófrisk eftir auömannsson sem ekki fær að gangast við barninu vegna þrýstings úr föður- húsum. Þá kemur miöaldra vonbiðill stúlkunnar til skjal- anna. 00.25 Dagskrárlok. 17.00 Vignir Sveinsson kynnir lög frá sjöunda áratugnum. 18.00 Eystrasaltskeppnin i handknattleik í Danmörku. Island — Sovétríkin Ingólfur Hannesson lýsir leik islendinga og Sovét- manna. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásartvö Tíu vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Daviðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Poppgátan Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnendur: Jónatan Garð- arsson og Gunnlaugur Sig- fússon. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánu- degi til föstudags reykjavík 17.03 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni Stjórnandi: Sverrir Gauti Diego. Umsjón með honum annast Steinunn H. Lárusdóttir. Út- sending stendurtil kl. 18.00 og er útvarpað með tíðninni 90,1 MHz á FM-bylgju. akureyri 17.03 Svæðisútvarp fyrir Akur- eyri og nágrenni Umsjónarmenn: Haukur Ágústsson og Finnur Magn- úsGunnlaugsson. Fréttamenn: Erna Indriða- dóttir og Jón Baldvin Hall- dórsson. Útsending stendur til kl. 18.30 og er útvarpaö með tiðninni 96,5 MHz á FM-bylgju á dreifikerfi rásar tvö.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.