Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Lánasjóður íslenskra námsmanna: Vantar tæpar 350 milljón- ir króna í sjóðinn á árinu — er niðurstaða stjórnar sjóðsins Morgunblaðið/Júlíus Við afhendingu fyrstu framlaganna í nýstofnaðan Byggingasjóð stúd- enta í gær. Frá vinstri: Guðmundur Jóhannsson formaður Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, Davfð Björnsson formaður stjómar Bygginga- sjóðs stúdenta og Ársæll Harðarson framkvæmdastjóri Félagsstofn- unar stúdenta. Fyrirsjáanleg er mikil fjár- magnsvöntun í Lánasjóð ís- lenskra námsmanna fyrir árið 1986. Fjárlög gera ráð fyrir 1.357 milljónum króna á meðan fjárlaga- og áætlanadeild LÍN hefur reiknað út að þörf sjóðsins fyrir árið sé 1.698 milljónir króna. Samkvæmt því vantar 341 milljón króna. Fjögurra tíma fundur var í stjóm Byggingasjóður stúdenta stofnaður: Fyrstu framlög frá Stúdentaráði HI og Félagsstofnun stúdenta Byggingasj óður stúdenta var formlega stofnaður á þriðjudag með því að skipuð var stjóra sjóðsins. Við það tækifæri veitti formaður sjóðsins, Davíð Björns- son, fyrstu framlögunum við- töku, en þau komu frá Félags- stofnun stúdenta og Stúdenta- ráði Háskóla íslands - samtals 2.460.000 krónur. Ársæll Harðarson, framkvæmda- stjóri Félagsstofnunar stúdenta, afhenti byggingasjóðnum 1.640.000 krónur og sagði við það tækifæri m.a. að Félagsstofnun ræki nú þijá stúdentagarða og hjónagarð, en upp úr 1970 var ráð- ist í byggingu hjónagarðanna og hafði stofnunin þá enga lánsijár- heimild úr neinum sjóði. „Hins vegar lítum við nú fram á bjartari daga þar sem lög síðan í júní sl. gera Félagsstofnun stúdenta kleift að byggja fyrir nemendur með allt að 80% láni úr Byggingasjóði verka- manna. Vonast er til að fram- kvæmdir geti hafíst við 150 nýjar íbúðir í byijun næsta árs og nú þegar hafa verið ráðnir arkitektar til að hanna bygginguna - hinir sömu og hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja stúdentagarða er fram fór í haust. Þá er vonast til að íbúar gætu flutt inn í septem- ber árið 1988.“ Hann sagði jafnframt að bygging nýrra stúdentagarða myndi létta heilmikið á hinum fíjálsa leigu- markaði þar sem gera mætti ráð fyrir að námsmenn byggju í helm- ingi þess húsnæðis er væri hér í leigu. „Þrátt fyrir allt að 80% láns- fjárheimild úr Byggingasjóði verka- manna þurfa stúdentar sjálfír að afla 20% svo að nú, með stofnun Byggingasjóðs stúdenta, hafa nemendur sjálfír riðið á vaðið, en gera má ráð fyrir að í sjóðinn þurfí allt að 50 milljónir króna.“ Guðmundur Jóhannsson, formað- ur Stúdentaráðs HÍ, afhenti for- manni sjóðsins 820.000 krónur, sem sparast hafa m.a. með aðhaldi og spamaði auk þess sem nokkur rekstrarafgangur var frá sl. ári. Guðmundur sagði að á fundi Stúd- entaráðs fyrr í vetur hefði verið ákveðið að eiga frumkvæðið að því að leggja fé í þennan Bygginga- sjóð Stúdenta. Skipað var í nefndina á sama hátt og í Félagsstofnun stúdenta. Auk Davíðs, eiga sæti í sjóðsstjóm þeir Gunnar Jóhann Birgisson og Jó- hannes Jóhannsson, allir fulltrúar stúdenta. Steingrímur Ari Arason er fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins og Valdimar Hergeirsson er fulltrúi Háskólaráðs í sjóðsstjóm. Lánasjóðs íslenskra námsmanna á mánudagskvöld þar sem m.a. var rætt um fjárskort sjóðsins auk þess sem samþykktar vom tillögur þess efnis að framkvæmdastjóri sjóðsins komi málum lausráðinna starfs- manna í viðunandi horf og formanni og varaformanni verði falið að bæta samstarf stjómar og starfsmanna sjóðsins. Einnig var samþykkt til- laga með þremur atkvæðum náms- manna gegn tveimur atkvæðum fulltrúa menntamálaráðuneytis að reglugerðarbreytingu menntamála- ráðherra frá 3. janúar sl. um að frysting krónutölu lánanna yrði tekin aftur. Fulltrúi fjármálaráðu- neytis sat hjá. „Mér sýnist að sjóðsstjóm muni koma til með að standa saman um að þrýsta á að fá þessar tæplega 350 milljónir sem á vantar fyrir árið 1986, en hinsvegar sýnist mér við námsmenn stöndum einir að því að fá frystinguna afnumda," sagði Ólafur Amarson, fulltrúi Stúdenta- ráðsíLÍN. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að áætlanir Lánasjóðsins eru mun nær raunveruleikanum en áætlanir fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar. Mér finnst því þetta vera eins og að beija hausnum við stein- inn að halda því fram að fjárþörfín sé ekki meiri en þetta þegar hún er a.m.k. það sem við höfum reiknað út. Ég hef trú á því að málið verði leyst með því að ríkisvaldið bæti við í sjóðinn enda er það klárt að endar munu ekki ná saman hvemig sem dæmið er reiknað. Við höfum engin vilyrði en ráða- menn hafa undanfarin ár sýnt námsmönnum skilning svo ég vona innilega að menn séu að hlaupa af sér homin í þessu sambandi. Vera kann að frystingin sé lögleg, en hún er örugglega siðlaus," sagði Ólafur að lokum. Norræna húsið: Fyrirlest- ur um rímna- kveðskap Njáll Sigurðsson, námsstjóri í tónmennt, heldur fyrirlestur um rímnakveðskap í Norræna hús- inu í kvöld, fimmtudag, kl. 21.00. ' Með fyrirlestrinum verða flutt tóndæmi, þar sem heyra má rímna- kveðskap frá ýmsum tímum. Kynnt verða rímnalög úr handritum, prentuðum bókum, úr hljóðritasöfn- um og af hljómplötum. Einnig koma félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni fram og kveða nokkrar stemmur. Fyrirlesturinn átti upphaflega að vera á dagskrá nk. sunnudag sem liður í fyrirlestraröð Norræna húss- ins í tengslum við sýninguna „Tón- list á íslandi“, en vegna óviðráðan- legra orsaka verður að flýta honum um nokkra daga' Þetta er ekki fræðilegur fyrirlest- ur, heldur kynning, ætluð almenn- ingi. Hér gefst því tækifæri til að kynnast þessari tónlistarhefð ís- lendinga, sem líklega er einungis enn við lýði í kvæðamannafélögum. Opnunartími tónlistarsýningarinn- ar, sem yfírleitt er kl. 14.00 til 19.00, framlengist því í kvöld til kl. 21.00. Stúdentaráð Háskóla Islands: Frystingn námslána mótmælt > „Ef verðbólgan verður sú sama og verið hefur undanfarið má gera ráð fyrir rúmlega 30% skerðingu námslána þar sem lánin hafa nú verið fryst um óákveðinn tima,“ sagði Ólafur Araarson fulltrúi Stúdentaráðs i LÍN á blaðamannafundi er haldinn var i fyrradag á vegum Stúdentaráðs. Hann sagði að frystingin myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir alla námsmenn, sem treystu á lánin, en þó sérstaklega fyrir námsmenn, sem stunda nám sitt erlendis, vegna gengisþróunar. Fram kom á fundinum, að stjóm Stúdentaráðs hefur ýmislegt á pijónunum til þess að þrýsta á að skerðingin verði tekin aftur. Haft hefur verið gott samráð við SÍNE og BÍSN í þessum efnum og hvetur stjómin alla stúdenta til að sýna samstöðu í þessu hagsmunamáli. Stjóm stúdenta- ráðs hafnar þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið, að hún hafi setið aðgerðarlaus í lánamálum. Ragnhildur Helgadóttir fyrr- verandi menntamálaráðherra skipaði samstarfsnefnd stjóm- valda og námsmanna í ráðherra- tíð sinni er vinna skyldi að umbót- um á starfsemi LJN og bættri þjónustu við lánþega að ósk stjómar SHÍ. Jafnframt fól menntamálaráðherra nefndinni að endurskoða iög lánasjóðsins. Nefnd þessi er enn að störfum og urðu því mikil vonbrigði í stjóm SHÍ er menntamálaráðherra greip til skerðingarinnar án þessaðbíða nefndarálitsins og eftir að hafa ------—....................^ 1 } , , :5| i i | j • :i i 1 í Stjórn Stúdentaráðs Háskóla íslands. Frá vinstri á myndinni eru: Guðný Eydal, Helgi Jóhannesson gjaldkeri, Ólafur Araarson fulltrúi Stúdentaráðs í LÍN, Ásdís Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhanns- son formaður Stúdentaráðs, Ari Edwald varaformaður og Anna Sigurðardóttir. Námsmenn hafa búið til sitt eigið línurit, sem sýnir þróun kaup- máttar ráðstöfunartekna og námslána. Linuritið er byggt á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. lýst því yfír að lánin yrðu ekki skert á þessu námsári. Ólafur Amarson á sæti í nefnd- inni og í bókun er hann lagði fram á stjómarfundi LÍN 3. janúar sl. segir m.a. að ekki sé rætt um niðurskurð lána innan nefndarinn- ar heldur um leiðir til að betri innheimtur náist af því fé sem lánað er út. „Nemendur hafa ekki möguleika á að bæta afkomu sína með aukavinnu vegna þess að námskröfur em slíkar að útilokað er fyrir námsmenn að bæta við sig vinnu. Einnig em reglur LÍN slfkar að hafí menn aukatekjur þá skerðast námslán þeirra.“ Þessu vill stjóm SHÍ breyta sér- staklega og telur að námslána- kerfíð eigi að hvetja en ekki letja menn til að vinna fyrir sér. Ólafur sagði að lítið væri að gerast nú í nefndinni. Menn hafí verið að skiptast á skoðunum fram til þessa, en ekki sé farið að móta heildarskoðanir á málefnum LÍN og ekki hefur ennþá verið tímasett hvenær nefndin skuli skila áliti sínu. Stjóm SHÍ fínnst að sjónarmið stúdenta hafí ekki komist nægi- lega vel til skila í umræðu undan- farinna daga. Guðmundur Jó- hannsson formaður Stúdentaráðs sagði að nýlega hefði verið birt í fjölmiðlum línurit er sýna átti samanburð kaupmáttar launa og námslána. Námsmönnum fannst línuritið villandi og hafa því sent frá sér annað byggt á upplýsing- um frá Þjóðhagsstofnun er sýnir þróun kaupmáttar ráðstöfunar- tekna og námslána á ámnum 1976—1986. Þá vilja námsmenn benda á að þeir bera ekki ábyrgð á þeirri skerðingu kaupmáttar launafólks er orðið hefur. Með skerðingunni er verið að gera mönnum mishátt undir höfði þar sem markmið lánanna er að tryggja að allir námsmenn geti stundað nám óháð fjárhag. Náms- mönnum utan af landi er gert sérstaklega erfitt fyrir þar sem kostnaður hlýtur að teljast vera- legur m.a. vegna þess að ekki er um auðugan garð að gresja á stúdentagörðum og verða því flestir að leita á mið hins fijálsa húsaleigumarkaðar. Fjárlög 1986 gera ráð fyrir 1.357 milljónum í Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, en LIN telur sjóðinn þurfa tæpar 1.700 milljón- ir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.