Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 13
V estmannaeyjar: Mestum afla landað í Eyjum 1985 Vestmannaeyjum, 14. janúar. ENN HEFUR það fengist stað- fest, að Vestmannaeyjar eru fremsta verstöð landsins. Hér var mestum sjávarafla landað á síðasta ári, alls 162 þúsund 986 tonnum, samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskifélags íslands. Þessi afli skiptist þannig: 16.983 tonn þorskur, 29.502 tonn annar botn- fiskur, 5.698 tonn sUd, 110.547 tonn ioðna og 238 tonn humar. Árið 1984 var heildaraflinn 174.907 tonn. Má relqa minnkunina til minni loðnu- og síldarafla nú en árið áður. Þorskaflinn jókst um tæp 4.300 tonn frá fyrra ári. Athyglis- verð er sú þróun, sem átt hefur sér stað á síðasta ári, að fískur er í sífellt auknum mæli fluttur út ferskur og óunninn. Samtals fóru tæplega 7.760 tonn af ferskum físki héðan á erlenda markaði, eða rúm- lega 16% af heildar bolfískaflanum. Þar að auki lönduðu Eyjaskip 998 tonnum til vinnslu annars staðar á landinu, sem það var um 81% af aflanum sem kom til vinnslu í físk- vinnslustöðvum hér. Af þessum 7.760 tonnum sem voru flutt út voru 5.442 tonn flutt út í gámum, en með 2.318 tonn sigldu fískiskipin sjálf. Og var þar ekki um aukningu að ræða frá fyrra ári. Ekki er laust við að margir hafí áhyggjur af þessari þróun. Þeir telja afkomuöryggi fískvinnslufólks stefnt í voða, svo og rekstri frysti- húsanna. Hinu er svo ekki að neita, að útkoma úr þessum útflutningi hefur verið mjög góð fyrir sjómenn og útgerðir og víst að gámaútflutn- ingur réði úrslitum um afkomu nokkurra báta í fyrra. Þessi þróun verður þó ekki stöðvuð. Það er aðeins verið að svara kröfum mark- aðarins um aukna eftirspum eftir freðfiski. Það kann svo að vera spuming, hvort ekki sé þörf á föstu skipulagi á gámaútflutningnum, líkt og á sér stað með siglingar skipa. Þá hefur það vakið furðu að allur sá fískur, sem er fluttur út ferskur og óunninn og seldur fyrir mun hærra verð en fæst hér á landi, er verðbættur úr aflatrygg- ingasjóði, svo nemur tugum millj- óna króna. hkj. ráðs landbúnaðarins var slátmnin hjá 44 sláturleyfishöfum í ennþá fleiri sláturhúsum. Flestu var slátr- að hjá Sláturfélagi Suðurlands, 137.605 flár og komu um 2.050 tonn af kindakjöti út úr því. Er framleiðslan hjá SS nærri 17% af allri kindakjötsframleiðslunni síð- asta haust. Kaupfélag Borgfírðinga í Borgamesi er næst stærsti slátur- leyfíshafinn, þar var slátrað 63.766 kindum. Kaupfélag Héraðsbúa er þriðja í röðinni með 58.832 íjár, Sláturfélag Austur-Húnvetninga á Blönduósi §órða með 47.718 fjár og Kaupfélag Skagfírðinga fimmta með 44.426 flár. Meðalfallþungi dilka var eins og áður segir 14,25 kíló. Hann er þó nokkuð mismunandi eftir lands- hlutum, fer upp í 16,82 kg og niður í 12,95 kg. Meðalfallþunginn var hæstur hjá einu af minni slátur- húsunum, Einari Guðfínnssyni í Bolungarvík, 16,82 kg. Hjá eftir- töldum sláturleyfíshöfum er meðal- fallþunginn einnig yfír 16 kg: Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga, atreksfírði 16,66 kg., Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík 16,42 kg, Kaupfélag ísfírðinga 16,07 og Sláturfélag Amfirðinga 16,04 kg. Lægsti meðalfallþunginn var hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfírð- inga og Sláturfélagi Suðurfjarða á Breiðdalsvík, 12,95 kg. Hjá stærsta sláturleyfíshafanum, Sláturfélagi Suðurlands, var meðalfallþungi dilka 14,15 kg. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR1986 13 Thompw erhærra Þetta eru stadreyndimar: Á árinu 1985 var ávöxtun óhreyfðrar innstæðu á Trompreikningi 40,10%. ✓ A sama tímabili var ávöxtun annarra óbundinna sérkjarareikninga eftirfarandi: Hávaxtareikningur Samvinnubanka 40,03% Kaskóreikningur Verzlunarbanka 39.50% Ábót Útvegsbanka 39.46% Kjörbók Landsbanka 38,63% Gullbók Búnaöarbanka 37,70% Sér-bók Alþýðubanka 33.58% Tromp-reikningur______________ 40,10% Auk þess eru áhrif úttekta af Tromp-reikningi lítil miðaðvið aðra sérkjarareikninga. $ SPARISJÓÐIRNIR BJARNI DAGUR/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.