Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR1986 23 Danmörk: Þj óðaratkvæðagr eiðsla um breytingarnar í EB? Mjög alvarlegt fyrir Dani ef þeir einangrast innan EB segir Schliiter forsætisráðherra Kaupmannahöfn, 15. janúar. Frá Ib Björnbale, fréttaritara Mbl. ANKER Jörgensen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, kvaðst í dag vera hlynntur þeirri hugmynd Poul Schlliters, forsætisráðherra, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirhugaðar breytingar á Evrópubandalaginu. Endanlega ákvörðun hefur þó ekki verið tekin umhana. Ríkisstjómin er hlynnt breyting- unum á EB en þar sem Radikale Venstre, sem styður stjómina í efnahagsmálum, er andvígt þeim, þarf stjómin á stuðningi einhverra þingmanna jafnaðarmanna að halda þegar málið verður tekið til afgreiðslu nk. þriðjudag. í gær ák- vað hins vegar þingflokkur jafnað- armanna að standa saman gegn tillögunni. Schluter lagði það til í gær, þegar afstaða jafnaðarmanna lá fyrir, að úr málinu yrði skorið í þjóðarat- kvæðagreiðslu og féllst Anker Jörg- ensen óðara á það kvað hann flokk sinn mundu beygja sig fyrir úrslit- um hennar. Schluter ætlar þó að bíða eftir atkvæðagreiðslunni í danska þinginu á þriðjudag og niðurstöður leiðtogafundar EB í Luxemborg 27. janúar áður en hann tekur ákvörðun um þjóðaratkvæða- greiðsluna. Schluter tók það fram, að hugs- anleg þjóðaratkvæðagreiðsla yrði aðeins um breytingamar á EB, ekki um aðildina sjálfa. Sagði hann það mjög alvarlegt mál ef Danir fella breytingamar, það væri í raun það Genfarviðræðurnar: Hefjast á ný í dag Genf, 15. janúar. AP. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í afvopnunarvið- ræðunum S Genf komu saman á ný í gær. Aðal samningamennim- ir gáfu það I skyn við komu sína þangað, að enn rikti mikill ágreiningur milli þeirra, að því er varðaði geimvamaáætlun Bandaríkjamanna. Þeir hétu þvi samt að hraða viðræðunum og ná „fljótt árangri" í samræmi við samkomulag það, sem þeir Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, gerðu með sér á fundi sínum í nóvember sl. Viktor P. Karpov, aðalfulltrúi Sovétmanna í viðræðunum, sagði, að vopnakapphlaupinu myndi ljúka, ef „Bandaríkin hefðu vilja og einurð til þess að hugsa málið á ný og endurmeta allar hinar skelfílegu hliðar geimvamaáætlunarinnar." Max M. Kampelman, aðalfulltrúi Bandaríkjamanna, gaf í skyn, að haldið yrði áfram að vinna að geim- vamaáætluninni, en með henni er fyrirhugað að koma upp vamar- vopnum úti í geimnum gegn aðvíf- andi lq'amorkuflaugum. Jafnframt er þar gert ráð fyrir, að Sovétmenn komi einnig upp sams konar kerfí hjá sér. „Við álítum það mikilvægt, að GENGI GJALDMIÐLA London, 15. janúar. AP. GULLVERÐ snarhækkaði í Vest- ur-Evrópu í dag og varð hærra en það hefur verið nokkru sinni undanfarna 14 mánuði. Banda- rikjadollar lækkaði og var það talið eiga rót sína að rekja til bollalegginga um, að Bandaríkin muni reyna að fá því framgengt á fundi fimm helztu iðnríkja heims i London næsta laugardag, að þessi ríki samræmi aðgerðir sínar til þess að halda niðri vöxt- um. Síðdegis í dag kostaði sterlings- pundið 1,4435 dollara (1,4390), en að öðru leyti var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,4560 vestur-þýzk mörk (2,4725), 2,08225 svissneskir frankar (2,0945), 7,5625 franskir frankar (7,5800), 2,7735 hollenzk gyllini (2,7840), 1.681,50 ítalskar lírur (1.685,25), 1,40675 kanadískir dollarar (1,40375) og 202,5Djen (202,95). lönd okkar reyni að hagnýta sér gagnlegar niðurstöður þeirra rann- sókna, sem þau hafa bæði unnið að,“ sagði Kampelman við komuna til Genf. Báðir aðilar hvöttu hinn til þess að tekin yrðu Jákvæð skref" í átt til samkomulags í fjórðu lotu um- ræðnanna, sem byrjar á morgun, fímmtudag. Poul Schlilter sama og segja, að þeir væru á útleið úr bandalaginu og myndi leiða til einangrunar innan þess. „Við fyndum fljótt fyrir efna- hagslegum afleiðingum þeirrar ák- vörðunar. Þar koma til fískkvótam- ir, uppbætumar frá EB og útflutn- ingur landbúnaðarafurða og þá mun einnig ráðast hvort uppgangur iðnaðarins fær að halda áfram“, sagði Schluter. Fjármálablaðið Börsen segir í ritstjómargrein í dag, að ef Danir hafni EB-tillögunum muni það valda þeim margra milljarða króna tekjutapi. Það gæri valdið vaxta- hækkun, grafið undan gengi krón- unnar og aukið atvinnuleysið. Forseti írans í Pakistan Syed Ali Khamenei, forseti írans, sést hér við komuna til Islamabad í Pakistan í gær til viðræðna við Mohammad Zia ul Haq, forseta Pakistans. Khamanei er fyrir miðju, en Zia ul Haq er til hægri á myndinni. ísrael: Verður Carter sáttasemjari? Tel Aviv, 15. janúar. AP. JIMMY Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, og tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar í Bandaríkjunum voru í dag nefndir í Israel sem hugsanlegir sáttasemjarar í landamæradeilu Israela og Egypta. Dagblaðið Maariv birti á forsíðu Cyrus Vance, fyrrum utanríkisráð- myndir af þeim Jimmy Carter, fyrr- um forseta, og Kissinger, fyirum utanríkisráðherra, og voru þeir lík- legir til að verða beðnir um að kveða upp Salómonsdóm í deilu Egypta og ísraela um landamerki í Taba við Rauðahafið. í útvarpi ísraelska hersins var hins vegar nefndur til herra, ásamt Saul Linowitz, gamal- reyndum, bandarískum sáttasemj- ara. Yitzhak Shamir, utanríkisráð- herra ísraels, sagði sl. mánudag, að í sáttanefndinni yrðu tveir menn frá hvorri þjóð og myndu þeir siðan velja hlutlausan oddamann. Iran: Halda áfram að stöðva erlend skip Nikosíu, 15. janúar. AP. ÍRAN mun halda áfram að stöðva erlend skip á Persaflóa og leita í þeim, ef grunur leikur á því, að þau flytji hergögn til írak. Skiptir þar engu máli, undir hvaða fána þau sigla. Skýrði yfírmaður íranska flotans frá þessu í gær. íranar tilkynntu á mánudag, að floti þeirra hefði stöðvað samtals 8 skip. A meðal þessara skipa voru tvö brezk og eitt bandarískt. Að lokinni skoðun fengu öll skipin að halda för sinni áfram óáreitt. BÓKFÆ RSLA Tími og staður: 27.-31. janúar kl. 13.30-17.30, Ánanaustum 15 Markmiö þessa námskeiös er aö þátttakendur geti aö því loknu fært almennt bókhald og fengiö nokkra innsýn í gerö rekstraryfirlita. A Efni: — Meginreglur tvíhliða bókhalds með færslum í sjóðbók, dagbók, ^ viðskiptamannabækur og aðalbækur. | — Gerð rekstraryfirlita og uppgjörs. | o Stjórnunarfélag íslands o Námskeið þetta er einkum fyrir þá er hafa litla sem enga bókhaldsmenntun. Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 Leiðbeinandi: Þorvaldur Ingi Jónsson, viöskiptafræöingur. Deildarstjóri í ríkisbókhaldi. HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI UTSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.