Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986 49 og þurftu því að bæta við sig fólki. Hrefna var og mjög heilsutæp, hafði fengið berkla, en virtist þó á bata- vegi. Þarna í Vallanesi eignaðist Arn- dís systir mín lítinn, fallegan dreng, sem hlaut nafnið Hrafn. Faðir hans var Karl Nikulásson, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Eins og svo oft hendir kom brátt í ljós að for- eldramir mundu ekki eiga samleið og var því að ráði að prestshjónin, sem voru bamlaus, ættleiddu drenginn. En örlög mannanna em óútreikn- anleg. Þegar Hrafn litli var aðeins fárra mánaða gamall andaðist kjör- móðir hans. En er hann var um það bil hálfs annars árs var honum komið í fóstur til móðurforeldra sinna á Blönduósi. Það var reyndar ekki í kot vísað hvað atlæti og umönnun snerti. Þau tóku honum opnum örmum og ólu hann upp sem sitt eigið bam og naut hann mikils ástríkis þeirra og frændsystkina sinna, sem enn vom í föðurhúsum. Eftir fermingu fluttist Hrafn suður til móður sinnar, sem þá var orðin búsett í Reykjavík og gift Halldóri Erlendssyni, kennara, sem reyndist Hrafni eins og góður faðir. Hjá þeim átti hann síðan heimili uns hann stofnaði sitt eigið. Hann kvæntist Sigríði Einarsdóttur og eignuðust þau þtjú böm: Aðal- björgu, Kristin og Amdísi. Auk þess hafði Hrafn eignast einn son, Áma, áður en hann kvæntist. Þau Sigríður slitu samvistum fyrir hálfu öðm ári síðan. Ungur lærði Hrafn rafvirkjun og vann við slík störf í nokkur ár. Eftir það réðst hann til lögreglunn- ar hér í borg og starfaði þar til dauðadags. Hrafn frændi minn verður mér alltaf sérstaklega hugstæður, enda átti ég þess kost að vera daglega samvistum með honum í fmm- bemsku og fylgjast með þroska hans og framförum uns hann var kominn nokkuð á annað ár. Og síð- an hafa leiðir okkar harla oft legið saman og alltaf var hann í mínum augum sami fallegi, góði drengur- inn. Blessuð sé minning hans. Ég votta bömum hans, móður og öðr- um ástvinum innilega samúð. Soffía Asgeirsdóttir Matthildur Jóns- dóttir - Kveðja Fædd 27. febrúar 1910 Dáin 31. desember 1985 Þegar ég sá í Morgunblaðinu sunnudaginn 5. janúar 1986 að Matthildur Jónsdóttir væri látin, þá fannst mér einfalt að skrifa nokkur minningarorð um hana. Matthildur Jónsdóttir átti já- kvæðan skilning og hreint huglíf en það er stærsta eign sem ein persóna getur átt. Mínar björtu minningar frá ljósríkum vordögum bemskunnar vom að hluta tengdar við Amargötuna. Ég átti margar stundir í húsinu að Amargötu 12 og Grímsstaðaholtið var þá af- markað svæði sem var ekki að öllu leyti í beinum tengslum við Reykja- vík. Ég get aukalega nefnt eitt dæmi sem sýnir að Matthildur bjó yfír jákvæðum persónueiginleika sem því ver og miður of fáir búa yfír í sínu huglífí en persónur þeirr- ar tegundar læt ég ganga áfram sinn veg með sína hugrænu skömm. Ég var einn morgun fyrir mörgum árum á gangi vestur á Hagamel. Þá var ég skyndilega ávarpaður og við mig sagt: Komdu sæll Geiri minn. Þetta var Matthildur. Þó að minn lífsferill hafi ekki ætíð verið á réttan veg þá kann ég að meta hreinleika huglífsins. Ég get ekki sagt að ég hafí haft mikil kynni af þeim mæðgum Sigríði Knn- bogadóttur og Matthildi en svo langt sem það náði þá var allt hreint sem því viðkom. Nú er Grímsstaðaholtið með sín- um gamla tilverusvip að mestu leyti horfíð en minningin um liðna daga mun geymast í björtu ljósi. Ég votta eftirlifandi venslafólki Matthildar Jónsdóttur samúð mfna. Blessuð sé minning hennar. Þorgeir Kr. Magnússon V^terkurog kD hagkvæmur auglýsingamiðill! innan lögreglunnar voru merkileg og mörgum öðrum til eftirbreytni, því að: „Verkin merkja sterkir stafir standa mér að baki næstir"... (E.G.) Útfor Hrafns Marinóssonar fór fram frá Fossvogskapellu föstudag- inn 10. janúar sl. Það var mikil reisn yfír þeirri fylgd, sem félagar hans úr lögreglunni veittu honum. — Með þessu tilskrifí vil ég votta föllnum félaga virðingu og þökk fyrir samferðina. Að endingu vil ég senda eftirlif- andi eiginkonu Hrafns þakkir fyrir þá aðstöðu sem hún veitti félags- málum lögreglumanna á heimili sínu. Frú Sigríði Einarsdóttur, bömum og öðrum aðstandendum Hrafns Marinóssonar, sendi ég samúðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson Sjaldan er maður viðbúinn missi frænda eða vina nema áður hafí verið um sjúkdómslegu að ræða, sem augljóst væri að ekki mundi leiða til bata. Því kom andlátsfregn Hrafns óvænt, eins og kaldur gust- ur eftir hlýjan sumardag. Og þannig kemur dauðinn oft, að óvörum og án þess að gera boð á undan sér. Fyrir nokkrum áratugum síðan, fórum við þijú systkini austur á Fljótsdalshérað í vist, til elstu systur okkar, Hrefnu. Hún var þá gift sr. Marinó Kristinssyni, presti í Valla- nesi, og ráku þau búskap á jörðinni vegna breytinga Stórrýmingarsala Úrvli a'f buxum' vSi fr~I ’ " Urval af Dev<?nm .?rvra kr• 290 — ggc Ku/daúlpur. Verö kr^1 ggg kr' 350 79«- P'ugmannajakkar. Verð kr ,onn k, 25fl. Herrablússur. Verö frá kr. 29°- 14go„ Herra- og dömujogg.ngganar.Verö Kr. Barnajogginggallar. Ve ö kr. - 490> Herraskyrtur, mikiö urval. vero --- ^------------------ iSSíSSgflr. 38. Katlmannaskór. Ver6 frá knAOO 790. Verð há Kr. 299 - 400 ttu, Barnastígvél. Verö kr. 290. _ Verð kr. 199. HUámplötur. Verð ýgJWr_-Tj^T34r ---------ÞvottaDaiai.^er°’r“kska|Jt \/erö kr. 71. Þvottálögm, sótthreinsandi 750 ml. Verö kr. 25. Odýra hornið Verö frá kr. 25 — 200. Sælgæti, gjafavörur o.fl. o.fl. Heitt á könnunni. Greiöslukortaþjónusta. Við opnum kl. 10 árdegis. Vöruloftió hf. Sigtúni 3, v_■ n n HMF- K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.