Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANIJAR 1986 5 Stuðningsyfirlýsing- ar við flugmálastjóra FLUGUMFERÐARSTJÓRAR hafa ákveðið að verða við beiðni Al- berts Guðmundssonar, sem gegnir störfum samgönguráðherra í fjarveru Matthíasar Bjarnasonar, og fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum í deilu þeirra við flugmálastjóra, Pétur Einarsson, fram yfir fund þeirra með Matthíasi Bjarnasyni nk. föstudag. Ákvörðun þessi var tekin á sljórnarfundi Félags islenskra flugumferðarstjóra síð- degis í gær. Á ijölmennum félagsfundi FÍF á þriðjudagskvöld var samþykkt van- traustsyfirlýsing á hendur Pétri Einarssyni flugmálastjóra. Segir í yfírlýsingunni að Pétur hafí með framkomu sinni og athöfnum ber- lega sýnt að hann sé óhæfur til að rækja svo ábyrgðarmikið starf. Ennfremur segir þar: „ . . . Pétur Einarsson hefur stjómað af stráks- skap og ábyrgðarleysi, hann sýnir starfsmönnum lítilsvirðingu, yfír- gang og valdníðslu, sem bitnar á flugrekstraraðilum og hinum fljúg- andi almenningi og stefnir flugör- yggi í voða.“ Þá er í yfirlýsingunni skorað á viðkomandi stjómvöld að skipa án tafar í embættið á ný „og velja þá til starfsins mann sem hefur þekkingu og reynslu í stjóm- un, sérþekkingu á flugmálum og hefur tamið sér þá háttvísi í fram- komu og hegðun sem sæmir þessu embætti.“ Albert Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki séð þessa yfírlýs- ingu og myndi ekki taka afstöðu til hennar. „Matthías kemur til starfa á föstudaginn og það er í hans verkahring að bregðast við yfírlýsingunni. Eg er hins vegar þakklátur flugumferðarstjórum fyrir að verða við þeim tilmælum mínum að fresta fyrirhuguðum vamaraðgerðum þar til samgöngu- ráðherra hefur haft tækifæri til að ræða við þá,“ sagði Albert. Pétur Einarsson vildi ekki tjá sig um vantraustsyfirlýsinguna þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Fjölmiðlum barst í gær stuðn- ingsyfírlýsing við Pétur Einarsson, undirrituð af 77 starfsmönnum annarra deilda Flugmálastjómar en flugumferðarþjónustu. í yflrlýsing- unni segir að undirritaðir telji Pétur Einarsson hæfan stjómanda sem hafi lagt sig sérstaklega fram um að halda góðu samstarfí við starfs- fólk stofnunarinnar. Ennfremur barst fjölmiðlum til- kynning frá varaflugumferðarstjóra og framkvæmdastjómm flugmála- stjómar, þar sem segir m.a. að hin stóryrtu ummæli flugumferðar- stjóra um _ Pétur Einarsson séu ómakleg. í tilkynningunni segir einnig: „FÍF hefur í gegnum árin margoft, eins og nú, staðið gegn endurbótum á'skipulagi og starfs- háttum innan deilda flugumferðar- þjónustunnar. Full samstaða er milli stofnunar og ráðuneytis um. téðar skipulagsbreytingar. Allar meiriháttar ákvarðanir og aðgerðir í þessu máli hefur flugmálastjóri tekið í samráði vjð okkur, og em þær gerðar til að framfylgja lög- boðinni stjómun á umræddum starfshópi, í þeim tilgangi að við- halda góðri stjóm flugumferðar fyrir landsmenn." NÁMSKEIÐ í RIT VINN SLUKERFINU WOBD ítarlegt og vandað námskeið í notkun hins öfluga ritvinnslukerfis WORD. Nemendum eru kennd öll atriði sem skipta máli við notkun kerfisins. Að loknu námskeiði eru þátttak- endur færir um að nota forritið hjálparlaust. Tími: 27., 28., 29. janúar kl. 17-20 Innritun í simum 687590 og 686790. Leiðbeinandl Margrét Pálsdóttir BA Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. Vigri RE með sölumet Seldi fyrir 12,5 milljónir í Grimsby SKUTTOGARINN Vigri RE setti í gær sölumet í Grimsby. Hann fékk alls 12.495.500 krónur fyrir afla sinn eða 204.751 enskt pund. Þetta er hæsta heildarverð i pundum talið, sem fengizt hefur á fiskmörkuðum í Bretlandi. Vigri seldi alls 212,1 lest, mest þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 12.495.500 krónur, meðalverð 58,92. Fyrra met átti Guðbjörg ÍS, sett 21. ágúst í fyrra. Hún seldi þá alls 222,8 lestir fyrir 186.158 pund. Talið í enskum mælieiningum og þarlendum gjaldmiðli var meðal- verð hjá Vigra 60,34 pund á kit (62,5 kg) en 52,22 pund á kit hjá Guðbjörgu. Það er Ögurvík í Reykjavík, sem gerir Vigra út, og skipstjóri í þess- ari veiðiferð var Helgi Hrafnkels- son. Bræla á loðnu- miðunum LÍTIL loðnuveiði hefur verið undanfarna daga vegna gæfta- leysis. Engin veiði var á laugar- dag og sunnudag og á mánudag voru nokkur skip með slatta. Engin veiði var á þriðjudag, en síðdegis á miðvikudag höfðu tvö skip tilkynnt afla, Bergur VE með 160 lestir og Fífill GK með 570. Fífill^ fékk afla sinn við Hvalbak. íslenzku skipin hafa aflað 30.000 til 40.000 lesta frá áramótum og norsku skipin um 22.000. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, til- kynntu eftirtalin skip afla á föstu- dag: Víkurberg GK, 100, Gullberg VE, 40, Harpa RE, 200, Gísli Ámi RE, 40 og Helga II RE 70 lestir. Á mánudag tilkynntu eftirtalin skip afla: Kap II VE, 470, Gígja RE, 270, Sighvatur Bjarnason VE, 700, Harpa RE, 250, Guðrún Þorkels- dóttir SU, 700, Jón Kjartansson SU, 480, Keflvíkingur KE, 80, Jöfur KE, 150, Víkurberg GK, 100, Dagfari ÞH, 200, Sjávarborg GK, 170, Guðmundur RE, 200, Sigurður RE, 35 og Súlan EA 40 lestir. ¥ morgun BERAST® MEIRIHÁTTAR .TÍÐINDIFRÁ DAIHATSU UM NÝJAN BÍL. ÞAÐ GETUR BORGAÐ SIG AÐ BÍÐA. Daihatsuumboðid Armúla 23. s. 685870 — 81733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.