Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG UR16. JANÚAR 1986 37 HEKLAHF áramót aöflutningsgjötdum ATH! Haekkun Bjöm Dagbjartsson: Kvótinn nýtur stuðnings hags- munaaðila í sjávarútvegi bouhque m.imaima — „Vestfjarðaleiðin“ tryggir forréttindi Eitt hclzta deilumál þings á síðustu dögum liðins árs var kvótamálið. Hér á eftir fer kafli úr svarræðu Björns Dagbjarts- sonar (S.-Ne.), sem er talsmaður kvótastýringar fískveiða, en blaðið hefur áður birt efnisatriði úr ræðu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar (S.-Vf.), sem er harður andstæðingur kvótans. „Ég bendi á að allar meiriháttar fiskveiðiþjóðir hafa gripið til kvótakerfis í einni eða annarri mynd til að skipta takmörkuðum afla. Ég minni á að loðnuveiðar okkar Islendinga hafa verið undir kvótakerfi nú í langan tíma, lík- lega fimm ár. Einnig má nefna þorskveiðar Kanadamanna og Norðmanna. Það þarf auðvitað ekki að vera að þetta kerfi, sem hentar öðrum þjóðum, henti best við botnfiskveiðar okkar íslend- inga. En ég minni á að þessi afla- skiptingaraðferð hefur nú í þrí- gang verið samþykkt af yfirgnæf- andi meirihluta þeirra sem í grein- inni starfa, hversu niðurlægjandi orðum sem Skúli Alexandersson fer um Fiskiþing og þing Lands- sambands ísl. útvegsmanna. Ég tel Björn Dagbjartsson aftur á móti að tillögur, sem Far- manna- og fiskimannasambandið samþykkti, séu varla marktækar. Ég tel að yfirmenn í landhelgis- gæslu og á kaupskipaflota séu ekki bestu menn til að segja mér a.m.k. Iðnaðarráðuneytið; Sýning á uppf inning- um og hugmyndum í tengsl- um við hugmyndastefnu Iðnaðarráðuneytið hefur ákveðið að gangast fyrir hug- myndastefnu á hausti komanda, ef næg þátttaka fæst. Er ætlunin að leiða þar saman hugmynda- smiði og framkvæmdamenn í þeim tilgangi að miðla fram- leiðsluhugmyndum til þeirra, sem hafa hug á að fjármagna nýjungar i iðnaði. Auglýst hefur verið eftir þátttakendum í hug- myndastefnunni og er miðað við að ná til annarsvegar iðnhönnuða og uppfinningamanna með fram- leiðsluhæfar hugmyndir og hins- vegar framleiðenda og fjár- magnseigenda, sem eru að leita að nýjum framleiðsluvörum. Fyrirhugað er að sýna á hug- myndastefnunni uppfinningar og hugmyndir, sem tilbúnar eru til markaðsfærslu af hálfu höfunda, og jafnframt veita upplýsingar um þjónustu og fyrirgreiðslu opinberra aðila við nýsköpun í atvinnulífinu. Verður væntanlega haldin í tengsl- um við sýninguna námsstefna um vöruþróun, einkalejrfí, uppfinning- ar, frumgerðasmíði, mat á hug- myndum og fleira, sem tengist ný- sköpun. Iðnaðarráðherra mun skipa verk- efnisstjóm til að undirbúa hug- myndastefnuna, úskurða hvaða hugmjmdir séu sýningarhæfar og meta hveijir þurfa aðstoð við gerð frumgerðar. Eftir val verkefnis- stjómar er reiknað með að upp- finningamenn þurfi nokkra mánuði til að fullgera hugmjmdir sínar. Undirbúningur tekur því langan tíma og þess vegna er mikilvægt, að þátttaka í hugmjmdastefnuna sé tilkjmnt sem fyrst og eigi síðar en 10. febrúar nk. Iðnaðarráðuneyt- ið tekur við þátttökutilkynningum á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást í ráðuneytinu. (Fréttatilk. frá iðnaðarráðuneytinu.) til um, hvernig ég ætti að haga minni útgerð og fisksókn, ef ég hygði á slíkan atvinnurekstur. Hin tillagan sem komið hefur fram um stjórnun fiskveiða, hefur verið kölluð „Vestfjarðaleiðin". Hún byggist á því, að það sé miðað við heildarafla á þrem tímabilum, og fiskað frjálst af kappi, þar til skammtur hvers tímabils er búinn. Þá eiga allir að hætta og bíða eftir rásmarki fyrir næsta tímabil. Þessi aðferð er augljóslega að skapi aflakónga og þeirra, sem næst liggja miðum þeim sem gjöf- ulust hafa verið og hraðast er hægt að fiska á. Auðvitað hafa útgerðarstaðir i grennd við bestu fiskimiðin haft forréttindi. Reynslukvótinn var miðaður við þessi forréttindi. Það var miðað við aflareynslu Vestfirðinga og þeirra sem við Breiðafjörð fiska. Með skraptillög- unni er verið að tala um að auka þessi forréttindi enn umfram það sem gerðist á árunum 1981 og 1983. Það er nokkuð fróðlegt að virða fyrir sér, hverjar hinar raunveru- legu hlutfallstölur þorskafla á ár- unum 1984 eru miðað við það sem áður gerðist eftir landshlutum. Það sýnir sig m.a. að þorskafli Vestfirðinga var í kringum 15% miðað við landið í heild hvort sem miðað er við 15 ára tímabil, 1968— 1983, eða árin 1981-1983. Árið 1984 var hlutdeild þorskafla Vest- firðinga 17%. Þeir hafa ótvírætt bætt sig, hvort sem miðað er við 15 ára tímabilið eða þriggja ára timabilið. Á Norðurlandi vestra er munur- inn ennþá miklu meiri. Þorskafli á Norðurlandi vestra var aðeins 5,5% á þessum viðmiðunarárum og hann var aðeins 5,5% einnig á 15 ára tímabili, 1968—1983. En nú er þorskafli á Norðurlandi vestra orðinn 8% af þorskafla lands- manna. Smávegis aukning er bæði á Vesturlandi og Norðurlandi eystra á hiutfallstölu þorskafla miðað við landið í heild hvort sem miðað er við 15 ára tímabil eða þriggja ára tímabil. Þetta geta þingmenn lesið í riti Fiskifélags íslands. ÚTSALA 25—40% afsláttur. Splunkunýjar vörur. Nýja Kjörgarði Laugavegi 59, 2. hœð. ...........- """ SUMARLISTinn 86 YFIR 1000 SÍÐUR AF FATNAÐl - BÚSÁHÖLDUM - VERRFÆRUM O.FL. O.FL. RAHTIÐ I SIMA 52866 AFQREIÐSLA OQ VERSLANIR SÍÐUMÚLA 8 OPIÐ FRÁ 1-6 HÓLSHRAUm 2 HAFHARFIRÐI Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! MITSUBISHI L300 A fíughraöa meö fragt eöa farþega OTRULEG FjOLBREYTNI: y Afturdrlf eöa aldrif. S Bensínvél eða dieselvél. ✓ Háþekja eða lágþekja. ✓ Lokaður sendibíll eða smárúta með sætum og gluggum. OG ALLIR ERU ÞEIR: ✓ Liprir og sparneytnir. S Traustir og gangvissir.- ✓ Á hagstæöu verði og auðveldir í endursölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.