Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 1986 15 Fréttir um atvinnu- leysi á Suðumesjum eftír Signrð Tómas Garðarsson Nú eru miklar umræður í fjöl- miðlum um atvinnuleysi á Suður- nesjum. Það vekur mann til um- hugsunar, eftir að hafa auglýst nú í hálfan mánuð eftir starfsfólki til starfa bæði á sjó og landi, hvort fólkið sem þama er skráð og þiggur laun úr atvinnuleysistryggingasjóði sé raunverulega atvinnulaust. Því miður eru atvinnurekendur á Suðumesjum hættir að leita eftir fólki til vinnu á svokölluðum at- vinnuleysisskráningastöðum í hveiju bæjarfélagi, því reynslan af ráðningu þessa fólks er siæm. í flestum tilfellum er fólkið sem þama er skráð annaðhvort of latt til að vinna, eða það fær þama tíma- bundna tekjutryggingu, þar eð vinna þess liggur niðri í stuttan tíma sbr. stöðvanir í fiskvinnslu yfir jól og áramót. Mörgum gremst sú aðstaða sem Verkalýðs- og sjómannafélagið í Keflavík hefur skapað sér með einhliða áróðri sínum og misnotkun á fjármunum atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Jafnvel er því haldið fram af mörgum að sjóðurinn sé notaður í pólitíska þágu, Alþýðuflokknum til framdráttar. Altöluð er sú ástundun sumarvinnukvenna á Keflavíkurflugvelli að skrá sig at- vinnulausar aðra tíma ársins, án athugasemda. Linkind og væmkærð skráning- arfólks og mikil sjálfvirkni í greiðslu atvinnuleysisbóta á Suðumesjum, er helsta orsök fyrir atvinnuleysinu. Reyndar er vafamál hvort atvinnu- leysisbætur er rétt orð í þessu til- liti. Réttara væri að kalla þetta leti- „Linkind og værukærð skráningarfólks og mikil sjálfvirkni í greiðslu atvinnuleysis- bóta á Suðurnesjum er helsta orsök fyrir at- vinnuleysi.“ og tekjutryggingabætur. Meira áhyggjuefni er vinnusið- Sigurður Tómas Garöarsson ferði á Suðumesjum. í skjóli mikils og Qölbreytts atvinnuframboðs tolla margir illa í vinnu á svæðinu. Tíma- bundin verk á Keflavíkurflugvelli, mikil aukning opinberra umsvifa og staðbundnar þrengingar sjávar- útvegsfyrirtækja hafa skapað vett- vang fyrir fjölda manns, sem fer á milli fyrirtækja og verka. Skejrtir ekki um ákvæði uppsagnarfrests eða aðrar skyldur vinnandi fólks en ber á milli vinnustaðanna sögur og skoðanir sem þeim hentar hverju sinni. Nú er kominn nýr aðili í samkeppnina um vinnuaflið. Hon- um er stjómað frá skrifstofum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og kaliast- atvinnuleysisskrá. Heiðvirt vinnandi fólk hjá fisk- vinnslufyrirtækjum og þeir sem af eðlilegum ástæðum lenda milli vita í atvinnumálum sínum liggja undir ámæli á meðan þetta ástand varir. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Vogum hf. Vestmannaeyjar: Ibúum fækkaði í fyrra Vestmannaeyjum, 14. janúar. Vestmannaeyingum fækkaði um 18 einstaklinga á síðasta ári og var ibúatalan hér um áramót- in 4.791, samkvæmt bráðabirgða- tölum bæjarskrifstofunnar. Hér eins og víðar varð í fyrra umtals- verð fækkun fæðinga. Á síðast- Uðnu ári fæddust 63 börn á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, 33 stúlkur og 30 drengir. Árið 1984 fæddust hér 103 börn. Eins og undanfarin ár var mikill tilfiutningur á fólki milli lands og Eyja. 194 einstaklingar fluttu til Eyja á árinu, en 254 fiuttu á brott úr bænum. 21 einstaklingur með lögheimili í Vestmannaeyjum lést á síðastliðnu ári. hkj. Slökkvilið tví- vegis kvatt út SLÖKKVILIÐIÐ i Reykjavík var tvívegis kallað út á þriðjudags- kvöld Rétt um níuleytið kom upp eldur i ibúð á efstu hæð á Ránar- götu 1. íbúi varð var við eld i Ijósastæði í eldhúsi. Þegar slökkvilið kom á vettvang hafði eldurinn komist upp í ris og náð þar að læsa sig i klæðningu og hefilspænir, sem notaðar eru til einangrunar. Rifa varð hluta úr lofti í eldhúsi til að komast að eldinum og reykkafarar fóru upp í ris og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Líklegt er talið að kviknað hafi í út frá rafmagni. Um sexleytið var slökkvilið kvatt að Búðargerði 9, en þar er ungl- ingaheimili til húsa. Eldur var laus í dýnu í herbergi á þriðju hæð. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og skemmdir óverulegar. Þar sern vegirnir enda, byrjar goðsögnin um Land Cruiser. Þessi —i vinsæli torfærubíll hefur löngu sannað að hann stenst öðrum fremur ^ íslenskar aðstæður. í aflmikilli Turbó dieselvélinni sameinar nýjasta tækni mikinn kraft, — ■ litla eyðslu og ótrúlegt öryggi. ^ Rúmgóð nútíma innrétting og sterkur undirvagn uppfylla ströngustu jr\ kröfur um þægindi og öryggi. Þú gerir góð kaup í Toyota Land Cruiser - það sannar reynslan Vinsamlegast sendið frekari upplýsingar NAFN. TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.