Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Listahátí ð unga f ólks- ins á Kjarvalsstöðum eftir Björgvin Björgvinsson Á listahátíð unga fólksins, sem stendur þessa dagana fram til 19. janúar, sýnir ungt fólk á aldrinum 14—24 ára málverk, teikningar, lágmyndir, skúlptúra, glermyndir, vefnað og Ijósmyndir. Einnig eru nokkur verk unnin í tré. Myndbönd sem unnin eru af ungu fólki eru sýnd fyrir framan vestursal Kjar- valsstaða. Á hátíðinni eru ýmsar listrænar uppákomur svo sem tón- iist, leiklist, dans o.fl. í tengslum við hátíðina eur sérstakir Lista- rokktónleikar í Tónabæ. Á listahátíðinni á Kjarvalsstöðum eru sýnd verk eftir á annað hundrað þátttakendur. Flest verkanna eru myndlistaverk sem fylla allan vest- ursal Kjarvalsstaða. Ákveðið var af sýningamefnd listahátíðarinnar að sýna öll innsend verk sem bár- ust, þegar í ljós kom að langflest verkanna voru vel sýningarhæf. Heildarsvipur sýningarinnar er nokkuð góður, þrátt fyrir ólík verk þátttakenda. Gæði verkanna eru skiljanlega misjöfn, enda þátttak- endur á ólíkum aldri, frá 14 ára til 24 ára. Þessi aldursbreidd og fjöldi þátttakenda gerir sýninguna hins vegar ferska og skemmtilega. Sem dæmi um verk sem vakið hafa athygli sýningargesta má nefna glermyndir eftir Jónas Braga Jónsson frá Hafnarfirði, svo sem verkið Vafurlogi (nr. 15) og Sælöð- ur (nr. 14) o.fl. Jónas er 21 árs og stundar nám í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands á 1. ári. Brynja Baldursdóttir úr Reykjavík á skemmtilegar myndir á sýningunni, t.d. grafíkbók sem þrykkt er aðeins í einu eintaki og nefnist ljóð um ástina (nr. 39). Brynja er 21 árs og stundar nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands á 4. ári. Kristín Reynisdóttir á athyglis- verða skúlptúra á sýningunni, sem gerðir eru úr málmi. Hún er 24 ára og stundar nám í höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskólans á 3. ári. Frá Eyjafirði eru fjögur olíumál- verk frá 19 ára nemanda í Mennta- skólanum á Akureyri, myndlista- braut, Gústafi Geir Bollasyni. Hann nefnir eitt verka sinna „Um mýrar- sundin við Mánafell mildir tónar líða“ (nr. 140). Frá Akureyri kom nokkuð gott framlag á Listahátíðina m.a. frá nemendum í Málunardeild Mynd- listarskólans á Akureyri, t.d. verk frá Jónasi Viðari Sveinssyni, 24 ára, á 3. ári, Laufeyju Margréti Páls- dóttur, 20 ára, á 2. ári, og Sigriði Elísabetu Snorradóttur, 21 árs, nemanda á 2. ári. Auk þess komu ágætar myndir frá Ólöfu Sigríði Valsdóttur á Akureyri og ljósmynd- ir frá Gísla Tryggvasyni, 17 ára Akureyringi. Á sýningunni eru 10 skemmtilcg- ar grafíkmyndir frá 14 og 15 ára nemendum í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Allar myndimar eru byggðar upp á svipuðu þema sem er spegill og speglun. Trúlega er það spegilmynd nemendanna sjálfra sem birtist í myndunum. Mjög góð þátttaka var frá 14 og 15 ára nemendum í myndmennt í Réttarholtsskóla í Reykjavík. Á sýningunni eru myndir eftir 23 nemendur úr skólanum, grafík- myndir, tússmyndir, blýantsteikn- ingar og vatnslitamyndir. Hulda H. Ágústsdóttir sýnir stóra og skemmtilega mynd sem hún nefnir Fegurðarsamkeppni (nr. 37). Hulda er 20 ára frá Reykjavík. Hilmar Björgvinsson, 20 ára Reyk- víkingur, sýnir pastelmyndir, túss- myndir og einn athyglisverðan skúlptúr. Pastelmyndimar nefnir Björgvin Björgvinsson hann „Á níunda mánuði I (nr. 1) og á níunda mánuði II (nr. 2). Hilmar stundar nám í Kennarahá- skóla Islands á 2. ári. Sérstæð og falleg handsmíðuð hljóðfæri em á sýningunni eftir nemendur í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Þau em Guðný Helga Hrafnsdóttir Tulinius, 15 ára. Langspil (no. 162). Kristín Bene- diktsdóttir, 15 ára. Fiðla (nr. 163) og Helga Þórhallsdóttir, 14 ára. Fiðla(nr. 164). Einnig er á sýningunni hand- smíðuð fíðla með innbyggðri klukku eftir Katrínu Karlsdóttur, sem stundar nám í Kennaraháskóla ís- lands á öðm ári. Að síðustu má geta ágætis ljós- mynda eftir Guðfínn Eiríksson 22 ára (nr. 154—157) en hann er meðlimur í ljósmyndaklúbbnum Hugmynd hér í Reykjavík. Þannig væri hægt að halda lengi áfram að telja upp marga efnilega listamenn á Listahátíð unga fólks- ins, en hér læt ég staðar munið. Að lokum vil ég minnast á opnun listahátíðarinnar sem var í alla staði mjög skemmtileg. Við opnunina lék blásarasveit Sinfóníuhljómsveitar æskunnar og hópur ungmenna frá Dansnýjung Kollu sýndi dans með miklum til- þrifum. Blásarasveit Sinfóníuhljómsveit- ar æskunnar á skilið hrós því tón- leikar hljómsveitarinnar vom mjög góðir. Sama er að segja um unga fólkið í danshópnum sem stóð sig prýðilega. Halldóra Jónsdóttir, 15 ára nemandi í Hlíðaskóla í Reykjavík, setti Listahátíð unga fólksins með glæsibrag. Fannst mér vel við hæfi að slá botninn í þessa grein með orðum Halldóm, en hún sagði m.a.: „Eftir að hafa skoðað ykkur um hér í dag vona ég að þið verðið á þeirri skoðun, að listmenningu landsins verði borgið næstu tugi ára. Gaman væri að gera listahátíð sem þessa, að reglulegum atburði, með 2—3 ára millibili. Indverskt máltæki segir: Margur morgunroðinn hefur enn ekki ljóm- að. Og um leið og ég lýsi þessa Listahátíð unga fólksins opna, býð ég ykkur vel að njóta morgunroðans af list framtíðarinnar." Höfundur er myndmenntakennari Fremst á myndinni er Björg Marvinsdóttir, sem á myndverk á sýningunni. Einnig á Hilmar Björgvinsson myndverk á Listahátíðinni, en hann er lengst til hægri á myndinni. Það er greinilegt að unga fólkið kunni vel að meta þessa klippimynd, sem nemendur í 9. bekk Hlíðaskóla i Reykjavík höfðu unnið. (Myndin heitir „Poppgoðin fyrr og síð- ar“, nr. 61.) Kindakj ötsframleiðslan 12.200 tonn á síðasta ári í HAUST var slátrað 816.016 fjár, 741.632 dilkum og 74.384 fullorðnu fé. Er það fjölgun um 14.429 dilka og 3.917 fuUorðið frá fyrra ári. Kjötmagnið var 12.200 tonn og er það um 40 tonnum minna en á árinu 1984 þrátt fyrir fjölgun sláturfjárins þar sem meðalfallþungi dilka var 400 grömmum minni nú. Meðal- fallþunginn var 14,25 kíló en 14,65 kg haustið 1984. Ef fall- þunginn hefði verið sá sami í haust og í fyrra hefði kjötfram- leiðslan orðið 300 tonnum meiri en raun varð á. Þessi kindakjötsframleiðsla er aðeins 50 tonnum meiri en bændum er tryggt fullt verð fyrir á verðlags- árinu samkvæmt búvörusamning- unum frá því í ágúst sl. Svæðabú- markið verður meðal annars þess vegna ekki látið taka til þessa árs og fer uppgjör því væntanlega fram eftir fyrri uppgjörsreglum og þeir sem framleiða innan búmarks fá þá fullt verð fyrir framleiðsluna. Þessi 12.200 tonn er þó líklega 2.500—3.000 tonnum umfram inn- anlandsneysluna. Innanlandsneysl- an hefur yfírleitt verið nálægt 10.000 tonnum en hefur farið minnkandi undanfarið og er nú áætluð um 9.500 tonn. Kindakjötsframleiðslan hefur dregist verulega saman frá því hún náði hámarki árin 1978 og 1979. Haustið 1978 var slátrað 1.021.643 fjár og var kjötmagnið 15.393 tonn og haustið 1979 var slátrað enn fleira fé, eða 1.088.440 en kjöt- magnið heldur minna en árið áður vegna lélegs fallþunga dilka. Um 25% fækkun á sláturfé hefur því orðið frá því haustið 1979 og 21% minnkun kindakjöts frá því fram- leiðslan var sem mest, haustið 1978. Samkvæmt yfírliti Framleiðslu- Kindakjötsframleibslan 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1965 Þróun kindakjötsframleiðslunnar síðustu 10 ár. Eins og sjá má hefur framleiðslan minnkað verulega allra síðustu ár. Sauðfj&rslátrun haustið 1985 Fjöldi sláturfjár Kindakjöt i tonnum Meðalfall- þungi dilka Sláturfélag Suðurlands 137.605 2.051 14,15 Kaupfélag Borjffirðinga, Borgamesi 63.766 962 14,42 Kaupfélag Grundfirðinga 1.259 20 15,45 Verslunarfélagið Grund, Grundarfirði 1.191 20 15,81 Kaupfélag Stykkishólms 2.636 42 15,39 Vöruhúsið Hólmkjör, Stykkishólmi 8.213 132 15,45 Kaupfélag Hvammsfjarðar, Búðardal 25.900 408 14,95 Kaupfélag Saurbœinga, Skriðulandi 10.714 170 15,10 Kaupfélag Króksfjarðar, Króksfjarðarn. 11.771 195 15,86 Kaupféiag V-Barðstrendinga, Patreksfirði 1.956 34 16,66 Sláturfélag Arnfirðinga, Bíldudal 3.027 51 16,04 Kaupfélag Dýrfirðinga, Þingeyri 7.092 115 15,43 Kaupfélag önfirðinga, Flateyri 4.174 70 15,90 Verslun Einars Guðfinnss., Bolungarvík 3.128 55 16,82 Kaupfélag ísfirðinga 9.780 164 16,07 Kaupfélag Strandamanna, Norðurfirði 3.484 55 14,86 Kaupfélag Steingrimsfj., Hólmavík 13.555 235 16,42 Kaupfélag Bitrufjarðar, Öspakseyri 6.590 105 15,20 Kaupfélag Hrútfirðinga, Borðeyri 15.089 235 14,99 Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga 37.408 574 14,59 Verslun Sig. Pálmasonar, Hvammstanga 7.635 121 14,63 Sölufélag A-Húnvetninga, Blönduósi 47.718 694 14,01 Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 44.426 670 14,49 Slátursamlag Skagf irðinga, Sauðárkróki 13.676 195 13,72 Kaupfélag Eyfirðinga, Dalvík 9.608 152 15,20 Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri 37.616 577 14,60 Kaupfélag Svalbarðseyrar 13.367 196 13,66 Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík 40.895 578 13,42 Kaupfélag N-Þingeyinga, Kópaskeri 26.389 368 13,35 Kaupféiag Langnesinga, Þórshöfn 11.465 165 13,81 Kaupfélag Vopnfirðinga 14.676 226 14,32 Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum 58.832 816 13,27 Verslunarfélag Austurlands, Hlöðum 9.293 132 13,30 Kaupfélagið Fram, Neskaupstað 2.687 45 15,67 Pöntunarfélag Eskfirðinga 2.147 80 13,35 Kaupfélag F&akrúðsfirðinga 4.987 69 12,95 Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi 11.390 160 13,41 Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn 28.914 418 14,00 Sláturhúsið Vík i Mýrdal 7.280 102 13,40 Verslun Fr. Friðrikssonar, Þykkvabæ 18.443 267 13,80 Búrfell, minni Borg 3.919 56 13,53 Höfn hf., Selfossi 12.707 190 13,92 Kaupfélag Suðurnesja, Keflavík 9.528 143 14,19 Sláturfélag Suðurfjarða, Breiðdalavik 10.181 139 12,95 Þess ber að geta að sumir sláturleyfishafamir slátra í fleiri en einu sláturhúsi. Sláturfé- lag Suðurlands slátraði til dæmis á sex stöðum og Kaupfélag Héraðsbúa einnig á mörgum stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.