Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Gerhard Deckert Katja Drewing Hólmfríður Karlsdóttir Strauss-tónleikum sem sjónvarp- að var víða og þóttu nokkrum tíð- indum sæta. „Þessir tónleikar f Austur- Berlín eru einmitt ágætt dæmi um það að Vínartónlistin höfðar til fólks óháð öllum landamærum og þjóðfélagsaðstæðum," sagði Deckert. „Fyrirfram voru ýmsir smeykir um að fóik sem hefði alist upp við samfélagsbyggingu, sem er jafn ólík hefðum okkar og raun er á í Austur-Þýskalandi, myndi ekki sýna Vínarvölsunum mikinn áhuga. En það fór á annan veg. Það mættu 25 þúsund manns á öilum aldri á þessa tónleika og stemmningin er geysileg. Tónlist er tónlist, hvað sem stjómmálum líður. Vínartónlistin tjáir ákveðnar tilfínningar og það eru tilfínningar sem allir þekkja." Á efnisskránni á tónleikunum í kvöld verða að sjálfsögðu verk eftir Valsakónginn Johann Strauss yngra — Forleikurinn að sfgaunabaróninum, polkar, valsar og lög úr Leðurblökunni og Fanny Elssner — og verða þau flutt fyrir hlé. Eftir hlé verða tónleikamir hins vegar helgaðir Robert Stolz sem nefndur hefur verið arftaki Valsakóngsins. Stolz lést árið 1975, þá hátt á tíræðisaldri. „Stolz hélt hefðinni áfram," sagði Deckert, „og ég hygg að ótrúlega margir kannist við verk hans, þó ekki sé nema úr kvik- myndum. Hann var nefnilega eitt helsta tónskáldið sem samdi kvik- mimdatónlist á fyrri hluta aldar- innar og fólk á miðjum aldri og þaðan af eldra ætti þvf að þekkja stef úr verkum hans. Nafn hans er kannski ekki á allra vömm en flestir kannast við verkin — ég hef meira að segja tekið eftir þvf á stöðum eins og Japan." Að sögn Deckerts var reynt að fá ekkju Roberts Stolz hingað til iands svo hún mætti vera heiðurs- gestur tónleikanna en það reynd- ist ekki gerlegt. Þá var Gerhard Deckert spurð- ur að því hvemig honum félli við Sinfóníuhljómsveit íslands. „Ég er mjög hrifínn af hljóm- sveitinni," svaraði hann afdráttar- laust: „I love the orchestra." Hann bætti því við að hljómsveitin væri mjög áhugasöm og samstarfsfús og sagði: „Það er greinilegt að hljóðfæraleikurunum fínnst mjög gaman að fást við svona létta og skemmtilega tónlist eftir að hafa glímt við erfíð og flókin verk allan veturinn. Ég sé ekki betur en að þeir skemmti sér konunglega. En um leið má ekki gleyma því að þó Vínartónlistin sé létt og áheyri- leg þá er hún oft og tíðum mjög erfið tæknilega. Það er enginn leikur að spila þessa tónlist og æfingamar hafa verið strangar — en skemmtilegar." Einsöngvari á tónleikunum f kvöld er sem fyrr segir Katja Drewing og syngur hún mezzo- sópran-rödd. Hún stundaði nám hjá ekki minni manneskju en Christu Ludwig og síðar í Siena á Ítalíu. Eftir að hún lauk námi hefur Katja Drewing sungið við Volksoper í Vínarborg — meðal annars hlutverk Orlofskys í Leð- urblökunni — og hún hefíir haldið fíölmarga ljóðatónleika, bæði á Italfu og í Þýskalandi. Hún er líka óhrædd við að fást við alþýðlegri tónlist og hefur til að mynda sungið töluvert af bæði kabarett- og söngleikjalögum. Úr því að Frau Stolz komst ekki til landsins var Ungfrú heimi, Hólmfríði Karlsdóttur, boðið að vera heiðursgestur Vínarkvöids- ins. Hún ætti að kunna vel við sig því eins og alþjóð er kunnugt leikur Hólmfríður á klarinett og spilaði um tfma í Lúðrasveit Garðabæjar. Eftir tónleikana geta menn svo stigið vals í Átthagasal Hótel Sögu sem verður tónleikagestum opinn. Þar verður á boðstólum austurrískt miðnætursnarl fyrir þá sem það vilja og þau Sigurður Snorrason, Ánna Guðný Guð- mundsdóttir og Páll Einarsson flytja Vínartónlist. Erlendu gest- imir munu og troða upp; Katja Drewing syngur þá nokkur lög við undireik stjómandans, Ger- hard Deckert. Deckert var að lokum spurður hvort hann gæti lofað góðum tón- leikum. „Já,“ svaraði hann. „Við ætlum okkur að hafa gaman af þessu og höfum ekkert sparað til þess að það geti tekist. Allt verður blómum skrýtt og við notum alls konar „effekta"; hér uppi á svið- inu höfum við hamar og steðja, það munu kveða við skothvellir þar sem það á við og svo fram- vegis. Já, ég get óhikað lofað góðum tónleikum." Tónleikamir hefjast í kvöld klukkan 20.30 og er þegar upp- selt. Tónleikamir verða því endur- teknir á laugardaginn kl. 17.00. Miðasala er i bókabúðum Lámsar Blöndal og Sigfúsar Eymundsson- ar og f fstóni á Freyjugötu 1. Texti: lllugi Jökulsson „Valsinn er í blódinu“ Mikið um dýrðir á Vínarkvöldi Sinfóníunnar í kvöld o g á laugardag Meðan Róm brann spilaði Neró ekki á fiðlu, af þeirri einföldu ástæðu að fiðlusmið- imir i Cremona voru enn ekki teknir til starfa. Meðan Habs- borgaraveldi Austurríkis- manna og Ungverja var að rotna að innan lék alþýðan aftur & móti bæði á fiðlur og lúðra og symbala og skemmti sér dável. Þó Austurrfld- Ungveijaland liðaðist i sundur lifði músíkin af og varð tákn um áhyggjuleysi og lífsgleði, kennd við höfuðborgina Vfn á bökkum Dónár. Þessi músík á enn nokkurt erindi þó Dóná sé ekki lengur blá og hér uppi á íslandi njota fáar tónlistar- uppákomur meiri vinsælda en Vínarkvöld Sinfóníunnar, þvi er heitið að tónleikamir í kvöld muni vart eiga sína líka. Vínarkvöld þessi eru nú orðin árlegur viðburður og hefur verið svo um skeið. Jafnan hefur verið kappkostað að gera tónleikana svo eftirminnilega sem kostur er og þá ekki síður að ytra umbúnaði en innihaldi, það er að segja tón- listinni. í þetta sinn verða það hvorki fleiri né færri en fímmtán fyrirtæki sem gefa blóm til þess að skreyta Háskóiabfó að sögn Sigurðar Bjömssonar, fram- kvæmdastjóma Sinfóníunnar og fæmstu menn hafa verið fengnir til þess að gera bíóið svo fallegt og hátíðlegt sem auðið er. Er þetta gert að hætti Vínarbúa sjálfra en eins og þeir vita sem séð hafa sjónvarpsupptöku frá Nýrárstónleikum Vínarfílharmón- funnar er alltaf mikið um dýrðir og sérstök stemmning rílgandi meðal áhorfenda. Það vantar í rauninni ekkert nema Franz Josef keisara hummandi í stúku sinni til þess að tónleikagestir geti ímyndað sér að þeir séu komnir aftur til velmektardaga Habs- borgaranna og Valsakónganna. Að venju hefur Sinfónfuhljóm- sveit íslands fengið til liðs við sig erlenda gesti og að þessu sinni em það þau Gerhard Deckert hljómsveitarstjóri og söngkonan Katja Drewing. Deckert hefur komið hingað til lands áður, hann stjómaði uppfærslu íslensku óper- unnar á Leðublökunni sfðastliðið vor. Hann var spurður hvers vegna hann héldi að Vínartónlistin nyti enn jafnmikilla vinsælda og raun er á þótt Strauss og þeir félagar allir séu vart taldir til til- komumestu tónskálda sögunnar. Popptónlist 19. aldar „Ungt fólk hefur sagt við mig,“ svaraði Deckert brosandi, „að Vínartónlistin hafí verið popptón- list nítjándu aldar og það er margt til í því. Mergurinn málsins er sá að tónlist Strauss og annarra Vfn- artónskálda höfðar til allra, held ég að ég megi segja, aldur, stétt, menntun og þess háttar gildir einu. Það geta allir haft gaman af þessari tónlist. Satt að segja held ég að valsinn sé í blóðinu á hveijum manni. Þegar maður er hamingjusamur og vill slaka á, þá er gott að hlusta á valsa. Þeir höfða líka til fótanna og hver hefur ekki gaman af því að dansa? Þetta held ég að sé leyndarmálið." Deckert ætti að vita um hvað hann er að tala því hann er sjálfur Vínarbúi og heftir því væntanlega dmkkið í sig þessa tónlist með móðurmjólkinni. Þótt ekki sé hann aldurhniginn hefur hann þegar náð býsna langt og meðal annars verið aðstoðarmaður hjá heims- frægum hljómsveitarstjómm eins og Karl Böhm og þeim gamla ref Herbert von Karajan. Arið 1974 var Deckert ráðinn hljómsveitar- stjóri við Ríkisópemna í Vín og hefur þar að auki stjómað fjöl- mörgum kunnum hljómsveitum og ber þar Fílharmóníuhljómsveit- ina í Vín hvað hæst. Hann hefur að sjálfsögðu stjómað flutningi margs konar verka en heldur enn tryggð við tónlistina sem hann var alinn upp við. Nú er hann til að mynda nýkominn frá Austur- Berlfn þar sem hann stjómaði sex Kreditkortafyrirtækin hafa áhuga á aukinni þjónustu FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn auglýsti um sfðustu helgi að eigendur Visa-greiðslukorta geti nú staðfest farpöntun með einu símtali, greitt hluta ferðakostn- aðar eða allan ferðakostnað með jöfnum mánaðargreiðslum og greitt ferðakostnað í einstakl- ingsferðum með Visa-korti. Að sögn Amar Petersen mark- aðsfulltrúa hjá Visa íslandi geta korthafar nú látið bakfæra fasta upphæð mánaðarlega til greiðslu inn á ferðir til útlanda. Einnig geta þeir greitt allan ferðakostnað í einu með kortinu og þar með fengið þann staðgreiðsluafslátt sem boðið er upp á. Þjónusta við kort- hafaaukin „Fyrirtækið hefur smám saman verið að auka þjónustu sína við korthafa," sagði Öm. „Á síðasta ári var korthöfum boðið upp á að greiða leikhúsmiða með einu sím- tali. Kortið gildir þá sem trygging enda hringir korthafínn í leikhúsið og gefur upplýsingar sem enginn annar á að geta gefíð upp. Þetta gaf mjög góða raun og var tekið upp hjá öðmm leikhúsum nú í vet- ur.“ Öm var spurður hvort búast mætti við að á næstunni yrði hægt að greiða td. gíróseðla og happ- drættismiða með kreditkortum. Hann sagði að á döfínni væri að ræða þessi mál, en ekkert væri hægt að segja um það enn, hvort samningar tækjust. „Af okkar hálfu er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp samvinnu við happdrættin hvað þetta varðar, sérstakléga með til- komu tölvuvæðingar hjá þeim. Þetta yrði ódýr lausn fyrir þau og þóknunin sem greidd yrði fyrir þessa þjónustu yrði í lágmarki. Fyrirhugað er að koma á beinu sambandi milli Visa íslands og stærstu viðskiptavina fyrirtækisins á þessu ári og hefur því þegar verið komið á milli Flugleiða og Visa ís- lands. Fyrirtæki sem eiga fasta viðskiptamenn geti látið millifæra greiðslur á þennan hátt án mikils kostnaðar. Éf ríkisstofnanir kæmu á slíku sambandi gæti ríkið sparað stórar upphæðir í innheimtukostn- aði og öðru. Einnig mætti búast við betri heimtum. En hið opinbera hefur ekki tekið þátt í þessum við- skiptum hingað til að undanskildri slysadeildinni á Borgarspítalanum. Það væri hins vegar mjög einfalt að koma þessu kerfí á. Þessi aukna þjónusta höfðar til þess hóps sem alltaf stendur í skil- um en hefur lítinn tíma til að fara í banka til að greiða reikninga sína,“ sagði Öm Petersen að lokum. Áhugi á viðskiptum við happdrættin Grétar Haraldsson markaðsfull- trúi Kreditkorta sf. sagði að á næstu dögum yrði hægt að greiða ferðakostnað og staðfesta ferðir hjá Samvinnuferðum-Landsýn með Eurocard. Hann sagði að ekki væri hægt að tala um að hér væri um nýjung að ræða því áður hafa handhafar greiðslukorta getað gert viðskipti í gegnum síma, t.d. í leik- húsunum og einnig hafa þeir getað greitt smáauglýsingar í dagblöðum með þessum hætti. „En það þarf margt að athuga í sambandi við þessa þjónustu. Hvað gerist t.d. ef farþeginn þarf skyndi- lega að hætta við ferðina og eins ef viðkomandi stendur ekki í skilum við greiðslukortafyrirtækið?" sagði Grétar. Grétar var spurður hvort fleiri nýjungar væru á döfinni. „Við höf- um mikinn áhuga á viðskiptum við stóru happdrættin. Hér er um mikla peninga að ræða. Það eina sem vefst fyrir okkur er að við teljum svolítið hættulegt að gera samninga um mánaðarlegar greiðslur langt ffarn í tímann. Astæður eru margar, svo sem vanskil korthafa o.fl. En það er ekki vafi á því að þetta er góð hugmynd og ég er sannfærður um að slíkt kerfí myndi auka sölu á happdrættismiðum ef boðið væri upp á kreditkortaþjónustu." Hvað varðar greiðslu á gíróseðl- um frá ríkisstofnunum sagðist Grét- ar vera hræddur um að langt væri í land með að þær tækju upp kredit- kortaþjónustu. Hann sagði að lík- lega væri rfkið ekki tilbúið til þess. „Aftur á móti er Kreditkort sf. til- búið til þess. Það er vilji fyrirtækis- ins að handhafar kortanna geti notað þau sem mest og á sem flest- um stöðum," sagði Grétar Haralds- son. Mismunandi greiðslu- fyrirkomulag Mismunandi reglur gilda um greiðslufyrirkomulag hinna ýmsu greiðslukorta. Diners og American Express greiða reikninga kaup- manna um hálfum mánuði eftir að viðskiptin eiga sér stað, en Euro- card og Visa allt að 45 dögum síðar. Ferðaskrifstofan Atlantic er umboðsaðili Diners hér á landi og Ferðaskrifstofan Útsýn er með umboð fyrir American Express. ís- lenskum viðskiptavinum er ein- göngu heimilt að versla fyrir kortin erlendis, en erlendir handhafar kortanna og íslendingar sem búa og starfa erlendis geta notað þau hér. Nokkur hundruð fyrirtæki og verslanir hér á landi taka við kort- um frá Diners og American Ex- press, hótel, veitingahús, bflaleigur og verslanir sem versla með íslensk- ar vörur. Kaupmenn geta sent kortafyrirtækjunum reikning við- skiptavinanna sama dag og við- skiptin hafa átt sér stað, og átt von á greiðslu innan tveggja vikna. Viðskiptavinir kortafyrirtækjanna hafa 45 daga lágmarks greiðslu- frest og hámark 60 daga gagnvart kortafyrirtækjunum. Morgunblaðið spurði þá Öm Petersen og Grétar Haraldsson hvort Visa og Eurocard hyggðust breyta greiðslutilhögun og gera upp við kaupmenn á tveggja vikna fresti. Þeir svörðu því báðir neitandi og sögðu ástæð- una vera þá að fyrirtæki þeirra tækju mun lægri þóknun en Ámer- ican Express og Diners.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.