Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR16. JANÚAR1986 Andi Verslunar- skólans fluttur í nýtt húsnæði Verslunarskólanemar fluttu andann úr gamla skólanum við Grundarstíg í nýja Verslunar- skólann við Ofanleiti á laugar- daginn. Andinn var settur í skjóðu og síðan hlupu nokkrir nemendur boðhlaup með skjóð- una frá gamla skólanum að þeim nýja. Það voru 13 nemendur í stjórn og íþróttafélagi Verslunarskóla ís- lands sem tóku þátt í boðhlaupinu. Þegar komið var í nýja skólahúsið við Ofanleiti var andanum sleppt úr skjóðunni við hátíðlega athöfn. Síð- an fluttu Þorvarður Elíasson skóla- stjóri og Jónas Friðrik Jónsson forseti Nemendafélags Verslunar- skóla íslands ávörp. Á eftir skemmtu þeir Ómar Ragnarsson og Baldur Brjánsson, nemendur og kennnarar. Tvífari Herberts Guð- mundssonar söngvara mætti og tenórsöngvaramir bræðumir Gunn- ar og Guðbjöm Guðbjömssynir sungu o.fl. Hátíðinni lauk með dansleik og léku Stuðmenn fyrir dansi. Að sögn Jónasar Friðriks Jons- sonar forseta Nemendafélagsins ræður góði andinn, sem var í gamla skólanum, nú ríkjum í nýja skólan- um við Ofanleiti. Jónas Fríðrik Jónsson forseti Nemendafélags Verslunarskólans leysir andann úr skjóðunni í nýja skólanum. Morgunblaðið/Júlíus Reykjavík: Fasteigna- gjöld svipuð milli hverfa — segir Kristinn Guð- mundsson deildarstjóri ÁLAGNINGU fasteignagjalda er lokið í Reykjavík og i þessarí viku verða innheimtuseðlar bornir til gjaldenda. Að sögn Kristins Guðmundssonar deildarstjóra skráningardeildar fasteigna í Reykjavík virðast fast- eignagjöld fbúða milli hverfa vera nokkuð svlpuð miðað við gæði fast- eignanna, en fasteignagjöld á at- vinnuhúsnæði í Kvosinni, þar sem lóðamatið er hærra, eru hærri en í úthverfunum. Fasteignaskattur á íbúðum og lóðum hækkar um 28% og um 33% á atvinnuhúsnæði miðað við skatt sl. árs og var sami stuðull notaður við álagningu gjaldanna. Sem dæmi má nefna að fasteignagjöld á 2ja herbergja 49 ferm. íbúð í Háleitis- hverfí er kr. 7.500,-, 3ja herbergja 86 fermetra á svipuðum slóðum 11.700, - og 4ra herbergja 108 ferm. í Heimahverfí kr. 12.800,-, 4ra herb. 97 ferm. í Hólahverfí, Breið- hoiti, kr. 12.300,- og 4ra herb. 94 ferm. íbúð í Háleitishverfí kr. 12.900,-. Fasteignagjöld fyrir 180 ferm. raðhús í Fossovgi eru um kr. 25.700, - og fyrir 200 ferm. raðhús í Háaleitishverfí kr. 26.000,-. Fyrir 210 ferm. parhús í Vesturbænum á að greiða kr. 26.200,- og fyrir 200 ferm. einbýlishús án bflskúrs í Asenda 24.500,-, svo að eitthvað sé nefnt. Heildarupphæð álagðra fas- teignagjalda í Reykjavík fyrir árið 1986 er 987 milljónir en á síðasta ári voru gjöldin samtals 720 milljón- ir. I þessari upphæð felst fasteigna- skattur, lóðaleiga, brunatengd ið- gjöld, þar með talið viðlagatrygg- ingaiðgjald og söluskattur til ríkis- ins. Sameining Alþýðublaðsins, Tímans og Þjóðviljans: Ekki pólitískar for- sendur fyrir samruna — sagði Svavar Gestsson á fundi Málfundafélags félagshy ggjuf ólks FULLVÍST er nú að ekkert verður úr hugmyndinni um samein- ingu Alþýðublaðsins, Timans og Þjóðviljans í eitt dagblað. „Það eru ekki pólitískar forsendur fyrir því að leggja þessi blöð nið- ur,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandaiagsins, á fundi, sem Málfundafélag félagshyggjufólks efndi til á Hótel Hofi I fyrrakvöld til að ræða um sameiningarhugmyndina. Svav- ar, sem var annar frummælenda á fundinum, kvaðst hins vegar hlynntur auknu samstarfi blaðanna þriggja og hvatti til þess að félagshyggjumenn mynduðu með sér fjölmiðlunarfyrirtæki, sem hefði útvarpsrekstur einkum á verkefnaskrá sinni. Bolli Héðinsson, hagfræðingur, sem var hinn frummælandinn, benti á það að framundan væru miklir umrótstímar í fjölmiðlun hér á landi. Hann sagði, að aukin samvinna blaðanna þriggja væri góðra gjalda verð, en ekki land- vinningur. Hún tæki aðeins mið af óbreyttu ástandi og hróflaði ekki einu sinni við núverandi aðstæðum, sem hann kvað ein- kennast af ægiveldi Morgunblaðs- ins. „Enginn, sem vill fylgjast með þjóðmálaumræðu og atburðum líðandi stundar, kemst hjá því að lesa blaðið," sagði Bolli. En í þessu væri þversögn fólgin: „Stærsti kaupendahópur blaðsins er fóik eins og við, félagshyggjufólk, en Morgunblaðið er helsti andstæð- ingur félagshyggju." Bolli kvaðst horfa með tilhlökkun til þess tíma er félagshyggjufólk sameinaðist um útgáfu á dagblaði, þar sem menn þyrftu ekki að lesa um atburði innanlands og utan „með gleraugum Matthíasar og Styrm- is“ og gætu sagt Morgunblaðinu upp. Bolli sagðist hlynntur þeirri hugmynd, að sameina Alþýðu- blaðið, Tímann og Þjóðviljann í eitt dagblað með þeim hætti að fulltrúar stjómmálaflokkanna, sem að blöðunum þremur standa, hefðu jafnt rými fyrir stjóm- málaskrif, en síðan sæi óháð rit- stjóm um fréttaskrif. Að horfast í augxi við veruleikann Svavar Gestsson sagði, að í umræðum um þessi efni yrðu menn að horfast í augu við veru- leikann. Það væri ekki um að ræða þá pólitísku samstöðu milli Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, sem gerði samstarf um dagblaðaútgáfu mögulega. Flokkamir þyrftu á pólitísku málgagni að halda, eink- um á suðvesturhominu, og fram hjá því væri ekki unnt að líta. Fjárhagslegar ástæður fyrir sam- einingu blaðanna væm líka mis- munandi brýnar. Alþýðublaðið stæði vel flárhagslega, Tíminn illa og Þjóðviljinn sæmilega. „Staða okkar gagnvart Morgunblaðinu er mjög veik,“ sagði hann, „en ekki veikari en fyrir tíu, fímmtán eða tuttugu árum.“ Svavar vék síðan að útbreiðslu Morgunblaðs- ins og sagði að hún væri svipuð og sameiginleg útbreiðsla allra Springer-blaðanna í Vestur- Þýskalandi miðað við höfðatölu, en útbreiðsla Þjóðviljans aftur á móti sambærileg við útbreiðslu Politiken í Danmörku. Ekkert annað blað vestantjalds hefði slíka útbreiðslu sem Morgunblaðið, en dæmi myndu vera um slíkt aust- antjalds. „En upplagstölur þaðan kann ég ekki í smáatriðum," sagði Svavar. Svavar Gestsson sagði, að sameining blaðanna myndi kosta mikil útgjöld vegna tækjabúnað- ar, sem nauðsynlegt væri að kaupa ef alvara væri í málinu, og nefndi í því sambandi töluna 100 milljónir króna. En ef hann hefði slíka fjármuni undir höndum, og þó ekki væri nema helming upp- hæðarinnar, kysi hann fremur að nota þá til að stofna útvarp og hagnýta sér þá möguleika sem nýju útvarpslögin veita. Þetta væri raunar ein þeirra hugmynda, sem formenn Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks hefðu rætt á fundum sínum nýverið. Þeir hefðu einnig rætt um aukna samvinnu Blaðaprents- blaðanna og skipulag ríkisstuðn- ings við blöð og flokka. Svavar fór nokkrum orðum um aukna samvinnu dagblaðanna þriggja og kvað uppi hugmyndir um að sameina setningu þeirra, pappírskaup, dreifíngu, auglýs- ingamóttöku, og jafnvel vinnslu sameiginlegs þjónustuefnis, s.s. dagbókarefhis og dagskrár ríkis- fjölmiðla. Einnig kvað hann koma til greina að stofna vísi að sameig- inlegri fréttastofu blaðanna, er hefði t.d. í fyrstu það verkefni að vinna úr fréttatilkynningum. Fjármagnið ekki vinstra megin Meðal þeirra, sem kvöddu sér hljóðs að framsöguerindunum loknum voru Sigurður A. Magnús- son, rithöfundur, Kristinn Bjöms- son, sálfræðingur, Baldur Jóns- son, starfsmaður Þjóðviljans, Helgi Skúli Kjartansson, sagn- fræðingur, Sighvatur Björgvins- son, fyrrv. alþingismaður og Jón- ína Jónsdóttir. Sigurður A. Magn- ússon vakti athygli á því, að ekki væri aðeins við Morgunblaðið að eiga, heldur einnig DV. Þessi blöð væru tvfhöfða risi. Vandi vinstri- manna væri sá að fjármagnið væri ekki þeirra megin, en hann kvaðst hins vegar eiga bágt með að skilja hvers vegna hlutur hinna öflugu launþegahreyfínga lands- ins í flölmiðlun væri jafn léttvæg- ur og raun bæri vitni. Hann kvaðst horfa með skelfíngu til hinna nýju tíma í fjölmiðlun. Kristinn Bjömsson sagðist allt- af hafa haft áhuga á því að ís- lenskir félagshyggjumenn sam- einuðust í einum flokki, svipuðum flokkum sósíaldemókrata á Norð- urlöndum, og lýsti áhyggjum sín- um yfir því að einn flokkur hægri- manna — fjármálamanna — réði öllu í þjóðfélaginu. Hann liti svo á að umræðumar um sameiningu blaðanna þriggja væru smáskref, sem hin sundruðu öfl hefðu stigið, til að vinna saman. Baldur Jóns- son sagði, að ástæða þess að sameiningarhugmyndin hefði komið upp væri gjaldþrot Tímans. Það væri hins vegar fráleitt að gefa blöðin saman út í einu blaði. Þau væru málsvarar ákveðinna pólitískra hugmynda, sem ættu ekki samleið í mikilvægum atrið- um. Menn litu líka fréttir mismun- andi augum og fréttamat manna á Tímanum og Þjóðviljánum væri t.d. mismunandi, og byggðist það m.a. á pólitískum skoðunum manna. Hins vegar kvað hann hugsanlegt, að unnt væri að sameinast um útgáfu á vönduðu helgarblaði. Helgi Skúli Kjartansson benti á það, að Alþýðublaðið hefði ekkert fram að leggja ef að sameiningu yrði. Menn keyptu það eingöngu í gustukaskyni og það væri gefíð út fyrir opinbert fé. Sighvatur Björgvinsson kvaðst vera orðinn þreyttur á að sækja málfundi og hlusta á „gagnfræða- skólaumræður" um sameiningu blaðanna. Þetta mál hefði oft verið rætt sl. tuttugu ár, en ekkert komið út úr því og á því yrði engin breyting. Allt tal um sameiginlegt dagblað væri tímaskekkja. Hann tók hins vegar undir hugmynd Svavars Gestssonar um sameigin- legt flölmiðlunarfyrirtæki félags- hyggjumanna. Að erindi Sighvats loknu talaði Jónína Jónsdóttir. Hún beindi máli sínu til ritstjóra Blaðaprentsblað- anna og hvatti þá til að „skrifa svo í þessi blöð, að einhver vilji kaupa þau“. Hún benti á að blöðin sjálf væru ódýr og menn settu ekki verð þeirra fyrir sig, heldur innihaldið. „Farið þið bara og gerið betur," sagði hún.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.