Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Bókun Þrastar Ólaf ssonar: „Pólitískir oddvit- ar óheppilegir" Horft á erlent sjónvarpsefni úr gervihnetti í móttökunni á Hótel Holti, en þar er hœgt að velja úr 6 erlendum sjónvarpsrásum úr Eutelsat-hnettinum. ÞRÖSTUR Ólafsson, fuUtrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Seðiabankans, sat hjá þegar greidd voru atkvæði um skipun Geirs Hallgrímssonar í embætti Seðlabankastjóra á fundi bank- aráðs í gær. Hann lét bóka eftir- farandi skýringu á hjásetu sinni: „í annað sinn á 13 mánuðum skal oddamaður í stjórnmálum og fyrrverandi ráðherra skipaður í Fjarskiptalögin taka til sendinga sjónvarpsefnis um gervihnetti: Aðeins vitað um einn innlendan um- boðsaðila fyrir erlendar sjónvarpsrásir Rætt við Gústav Arnar, yfirverkfræðing Pósts og síma ADEINS eitt islenskt fyrirtæki hefur umboð fyrir erlend sjón- varpsf élög, sem senda sjónvarps- efni um gervihnött, samkvæmt upplýsingum Póst- og símamála- stofnunarinnar. Það er fyrirtæk- ið Kapalsjónvarp - íslenska sjón- varpsfélagið, h.f., sem hefur umboð fyrir bresku rásina „Sky Channel". Gústav Arnar, yfir- verkfræðingur hjá Pósti og síma, sagði að stofnuninni væri ekki kunnugt um aðra umboðsmenn hérlendis fyrir erlent sjónvarps- efni. „Póstur og sími er umsagnaraðili um hvort búnaður sé samkvæmt reglum, en það er samgönguráð- herra sem veitir leyfið", sagði Gústav er hann var spurður um þátt stofnunarinnar í veitingu leyfa fyrir móttöku á sjónvarpsefni um gervi- hnetti. „Þetta er fjarskiptaþjónusta og samkvæmt fjarskiptalögum er Pósti og síma falin framkvæmd á einkarétti ríkisins og þar með eftir- lit á þjónustu sem þessari. En þegar um er að ræða undanþágu til að setja upp fjarskiptavirki, er það ráðherra sem veitir slíkt leyfi", sagði Gústav Arnar. Hann sagði að ekki væri hægt að bera saman útvarpssendingar og sendingar sjónvarpsefnis um gervihnetti. „Þessi fjarskiptatungl, sem þarna er um að ræða, eru send á loft til að annast fjarskipti og þau fá fjarskiptatíðni upp til að þjóna sínum tilgangi. Útvarpsstöðvar nota hins vegar tíðni sem er ætluð til að útvarpa til almennings. Það fellur ekki undir fjarskiptalögin og á þessu tvennu er grundvallarmun- ur. Það er hins vegar skiljanlegt að leikmenn eigi erfitt með að átta sig á þessum mismun. Fyrir þeim er þetta sami hluturinn, sjónvarp er sjónvarp hvort sem það kemur í gegnum fjarskiptatungl eða með öðrum hætti. En þarna eru ákveðnir aðilar, sem eiga sjónvarpsefnið, þeir biðja fjarskiptafyrirtækin, það er að segja símastjórnirnar, um að flytja þetta efni fyrir sig. Fyrir þetta borga þeir og eiga þá auðvitað rétt Reglugerð um svæðabúmark birt í dag Landbúnaðarráðherra undir- ritaði reglugerð um svæðabú- mark í gær og verður hún birt formlega í dag. Samhliða frágangi reglugerðar- innar hefur verið unnið að útreikn- ingi framleiðsluréttar bænda. Er búist við að reglugerðin og útreikn- ingarnir verði póstlagðir til bænda fyrir helgi. á, að það sé ekki hleypt inn á rásirn- ar öðrum en þeim, sem þeir sam- þykkja." Gústav Arnar sagði að í reglun- um væru skýr ákvæði varðandi skilyrði fyrir leyfisveitingu. „I fyrsta lagi verður sá sem sækir um leyfi að vera búinn að afla sér heim- ildar frá rétthafa sjónvarpsefnisins og þá hafa þeir væntanlega gengið frá einhverjum samningi um greiðslu fyrir efni ef hún kemur til. í öðru lagi verður búnaðurinn að uppfylla ákveðin skilyrði, sem eigandi gervitunglsins setur. í þriðja lagi gæti komið til þess, að móttakandi þyrfti að borga eiganda fyrir afnotin af gervitunglinu. Um það gilda hins vegar þær reglur, að fyrstu fimm löndin, sem taka á móti efni verða að borga, en þau sem bætast við eftir það sleppa gjaldfrjálst." stöðu bankastjóra Seðlabanka ís- lands. í stofnun sem fer með yfir- stjórn veigamikilla þátta efnahags- lífsins verður að gera þá kröfu til stjórnenda hennar, að afstaða þeirra mótist af faglegum vinnu- brögðum, efnahagslegri þekkingu og þjóðfélagslegu víðsýni. Seðla- bankinn þarfnast nú meira en áður tiltrúar og trausts hjá stjórnmála- flokkum, samtökum atvinnulífsins og alls þorra almennings. Bresti það traust verður leiðsögn hans ekki annað en orðin tóm og álit hans og greinargerðir munu efla flokka- drætti og valda deilum. Pólitískir oddvitar — burtséð frá einstakling- um — eru því óheppilegir sem bankastjórar þjóðbanka. Vanþróað- ar stjórnmálahefðir gera ráðamönn- um hins vegar kleift að sniðganga framangreind sjónarmið og láta framandi hagsmuni, einkum flokks- lega, sitja í fyrirrúmi. Svo er einnig í þetta sinn. Vilji íslenskir ráðamenn styrkja innviði þessa þjóðfélags og stofnana þess, verða þeir að venja sig af þessum skaðlega ósið og temja sér vinnubrögð sem uppfylla þær „faglegu" kröfur sem gera verður til þeirra sem stjórnmála- manna. Af þessum ástæðum mun ég ekki taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni og sit hjá." TODWf Stórhljómsveit Gunnars: Ásgeir Steingrímsson, Björn Thorodd- sen, Gunnar Hrafnsson, Jón Kjell Sel- jeslh, Sigurður Karlsson, Stefán S. Stef- ánsson, Sveinn Birgisson Strengjasveit: Þórhallur Birgisson, Guðmundur Krist- mundsson, Kathleen Bearden, Guðrún Sig- urðardóttir, Ólöf Þorvarðardóttir, Hildi- gunnur Halldórsdóttir. Matseðill Hörpuskelfiskur í drottningasósu Heilsteikt lambafillet Bláberjarjómarönd Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti nk. föstudags- og laugardagskvöld Hin frábæra tónlist tónlistar- mannsins Gunnars Þórðarson- ar rifjuð upp og flutt af fjölda frábærra tónlistarmanna, auk þess koma fram þekktustu hljómsveitir Gunnars í gegnum tíðina HUÓMAR TRÚBROT ÐE LONLÍ BLÚ BOJS ÞÚ OG ÉG Kynnir Páll Þorsteinsson Gestir: Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Eiríkur Hauks- son, Erlingur Björnsson, Engilbert Jensen, Gunnar Jökull, Helga Möller, Jó- hann Helgason, Magnús Kjartansson, Pálmi Gunn- arsson, Rúnar Júlíusson, Shady Ovens Miða- og borðapantanir í síma 77500 lBRÖflÖvW
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.