Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 t Faöir minn, SIGURJÓN HILDIBRANDSSON, áðurtil heimilis að Lindargötu 10, er látinn. Þorfojörg Sigurjónsdóttir Immocenti. t Eiginkona mín, ÓLÖF ODDNÝ ÓLAFSDÓTTIR, Sólheimum 27, sem lést 16. janúar, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 24. janúar kl. 15.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sveinbjörn Guðlaugsson. + Útför konunnar minnar, móöur okkar, dóttur, tengdadóttur og systur, ÁRNÝAR MATTHÍASDÓTTUR, Austurvegi 45, fer fram frá Grindavíkurkirkju, föstudaginn 24. janúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag Grindavíkur. Örn Sœmundur Örn Arnarson, Steinunn Ingvadóttir, Matthfas Ingibergsson, Karen Matthfasdóttir, Dagga Lfs Kjærnested, Kjærnested, Hildur Arnardóttir, Sæmundur Jónsson, Lilja Þórisdóttir, Harry Kjærnested. Ingibjörg Hannes- dóttir - Minning Fædd 19. ágúst 1893 Dáin 15. janúar 1986 Lífið manns hratt fram hleypur hafandiengabið! í dauðans grimmar greipur, gröfintekurþarvið. Oft koma mér þessi orð skáldsins Hallgríms Péturssonar í hug, þegar leiðir skiljast. Þegar gamlir vinir og kunningjar hverfa, en við sem gömul erum orðin hjörum enn og höldum ferðinni áfram æðrulaust, uns röðin kemur að okkur. Og þegar við lítum til baka, er eins og allt hafi hlaupið svo hratt. Mér koma líka í hug oft þessar hendingar Einars Benediktssonar Mér gleymast árin mín tug eftir tug, mér tíminn finnst floginn sem örvarflug og allt sem ein augnablikssaga. Og nú er þessi saga á enda hjá þeirri kunningjakonu minni, sem mig langar til að minnast með ör- fáum orðum. Ingibjörg Hannesdóttir var fædd 19. ágúst 1893. Hún lést 15. janúar si. Var hún þá á nítugasta og þriðja aldursári. Hún fæddist á Grunna- sundsnesi við Stykkishólm. Foreldr- ar hennar voru Hannes Kristjáns- son og Einbjörg Þorsteinsdóttir. Hún ólst upp á fjölmennu heimili og í stórum systkinahópi. Hinn 18. desember 1925 giftist hún Flosa Jónssjmi bónda á Hörðu- bóli í Miðdölum í Dalasýslu. Hinn átjánda desember sl. áttu þau því sextíu ára hjúskaparafmæli. Þau eignuðust tvo sonu: Sigurð, bflstjóra í Kópavogi og Hannes, kennara i Reykjavík. Þau áttu einn fósturson, Guðmund Jónsson, bróðurson Flosa, nú bónda á Emmubergi á Skógarströnd. Þetta er aðeins þurr upptalning og segir næsta fátt um hina fram- liðnu, sem nú er kvödd hinstu kveðju. En það sem máli skiptir eru þó mannkostir einstaklingsins, framkoma og einkenni öll. Það er nú orðið æði iangt síðan kjmni okkar Ingibjargar hófust, líklega sextíu og þrjú ár. Ég ólst upp á Hörðubóli. Ég man það næsta vel ennþá, þegar nýja kaupakonan kom í sláttarbyijun árið 1923. Mér varð starsýnt á þessa glæsilegu og bros- mildu stúlku. Hún varð fastar bundin þessum stað en hana mun hafa grunað, er hún kom þangað sem kaupakona. Árið 1925 giftist hún, eins og áður er frá greint, bóndanum, Flosa Jónssjmi. Þar bjuggu þau allt til ársins 1952, að þau fluttust til Reykjavíkur. Ég hygg að telja megi Ingibjörgu hamingjumanneskju, hún hafði góða heilsu fram yfir nírætt og lifði í hamingjusömu hjónabandi í sextíu ár. Sjmir hennar og fóstursonur eru vel metnir heiðursmenn. Þetta er vissulega mikil hamingja. Glaðlyndi hennar og jákvæð viðhorf til lífsins entust henni til hinstu stundar. Ég þakka af heilum hug fyrir gömul og góð kynni. Flosa Jónssyni, son- um þeirra og fóstursyni, votta ég innilega samúð mína. Ágúst Vigfússon + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL ÓSKAR GUÐMUNDSSON fyrrverandi skipstjóri, Völvufelli 48, sem lést 16. janúar sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 24. janúar kl. 13.30. Jarðsett verður á Lágafelli. Sigriður Sveinsdóttir, Viðar Karlsson, Adda Ingvarsdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Guðmundur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, KRISTINN JÓHANNESSON, Hátúni 10 b, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. janúar kl. 10.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugaröi. Elín Kristinsdóttir, Hreinn Halldórsson, Guörún Hjaltadóttir, Helga Jónsdóttir, Lúðvik Hjalti Jónsson, Kristinn Rúnar Jónsson, Anna Kristín Hreinsdóttir, Halldóra Hreinsdóttir. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS ÁRNADÓTTIR, verður jarðsett frá Neskirkju föstudaginn 24. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Kristján Hermannsson, Árni Kristjánsson, Lára Clausen, Guðrún Kristjánsdóttir, Kjartan Jónsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Sigurjón Á. Einarsson, Hermann Kristjánsson, Rakel Ólafsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn og fóstri okkar, AXEL ÓLAFSSON, verkstjóri, Hlfðarvegi 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. janúar kl. 13.30. Sigrún Valdimarsdóttir, Þorsteinn Óttar Bjarnason, Úlfar Helgason. Kveðjuorð: Finnur Arnason garðyrkjumeistari Fæddur 6. marz 1914 Dáinn 10. janúar 1986 Föstudaginn 10. janúar lést hér í borg gamall vinur og fyrrum verkstjóri Finnur Ámason garð- jrrkjumeistari. Þannig er það nú ávallt, þegar kemur að leiðarlokum einhvers, sem áhrif hefur haft á líf manns og starfs, að sest er niður, og hugurinn látinn reika. Ég hóf störf hjá Finni fyrst sumarið 1969 að ég hygg, er hann enn vann sjálfstætt sem garðyrkju- maður. Ég var þá 18 ára, og ný- komin af hörku vertíðarbát, sunnan úr Sandgerði. Ekki var laust við, að maður hugsaði sér gott til glóð- arinnar, að fara nú að dútla í garð- yrkju í hljóðlátum garði, sleikja sólskinið og slappa af. En raunin var nú önnur. Ég hafði ekki reiknað rétt. Draumurinn um dútl í garði varð að engu. Fjrrir lá hörku vinna, og síðast en ekki síst, kjmni við frábæran verkstjóra og leiðbein- anda. Mér leist satt að segja ekkert á þetta starf í byijun. En einhvem veginn hreif þessi dugnaðarforkur mann með sér, þannig að maður varð að staldra við. Þama hafði maður eitthvað til að keppa að. Það Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöö viö Hagkaup, sími 82895. var nefnilega svo einstaklega þægi- legt, þegar Finnur gaf manni klapp á öxlina til viðurkenningar. Ég er stundum kallaður þrælapískari átti hann til að segja, og þessi síungu skærbláu augu geisluðu af gleði- legri kímni. Hans aðferð var í raun allt önnur. Kraftur hans og áhugi hreif fólk með sér. Hreinskilni var eitt hans aðalsmerkja, og lét hann ávallt á sér skilja, hvort fólki lfkaði betur eða verr. Margur átti erfitt að taka þessari hreinskilni hans, en. ég tók þann kostinn, eins og flestir sem honum kynntust. Og mun ég aldrei sjá eftir því. Við áttum upp frá þessu eftir að starfa mikið saman, með hléum þó, bæði hjá byggingardeild borgarinn- ar og Dagvistun bama, allt til ársins 1982 að hann sagði upp starfí sínu hjá Reykjavíkurborg. Finnur sat þó ekki auðum höndum frekar venju, það var einfaldlega ekki hans lífs- máti. Verkefnin voru mörg sem biðu úrlausnar, bæði heima svo og vítt og breitt um bæinn. Á sl. ári réðst hann í að klæða húsið sitt á Óðins- götu 21. Og við frágang á því verki í ágúst sl., féll hann niður af þaki og slasaðist mikið. Var hann bund- inn við hjólastjól eftir það. Hann er nú horfínn af sjónarsvið- inu, og við sem áttum því láni að fagna að kynnast þesum ágætis manni, í leik og starfí, munum lifa við hugljúfar minningar um góðan dreng. Finnur var lagður til hinstu hvflu mánudaginn 20. þ.m. Ég votta ykkur öllum, aðstandendum, mína dýpstu samúð, og þá sérstaklega Steinunni, sem reyndist honum góð- ur og traustur förunautur. Blessuð sé minning þessa sóma manns. Oddur Sigurðsson Trúfræðslubækur „Legg þú á djúpið“ KOMIÐ er út hjá Trúfræðslumið- stöðinni í Stigahlíð 63, 5. hefti trú- fræðslubókanna sem hafa verið að koma út undanfarin ár. Þessi bók er ætluð bömum á aldrinum 10—11 ára. Hún er samin á vegum trú- fræðslumiðstöðva kaþólsku kirkj- unnar á Norðurlöndum og hefur Torfí Ólafsson snúið henni á ís- lensku. Bókin er heft, 120 blaðsíður, skreytt Qölda mynda og teikninga, sem ýmist eru svart-hvítar eða í lit. Þetta er samhliða útgáfa á Norðurlöndunum öllum og er prent- uð af Bonifatius-Druckerei f Pader- bom, V-Þýskalandi. (Úr fréttatUkynningu) Leggþú á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.