Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 + Þór Vigfússon Myndlist Bragi Asgeirsson Það er allsérstæð sýning skúlptúrverka sem blasir við þeim er líta inn í Nýlistasafhið þessa dagana. Er hér um að ræða fimm natúr- alískar mannamyndir, sem eru unnar í gifs og síðan málaðar og ráða þá einning natúralísk viðhorf ferðinni um litaval. Fyrirmyndirn- ar eru sóttar í daglegt líf nútímans svo sem það útleggst í fréttatil- kynningu frá listamanninum, sem er Þór Vigfússon. Útfærsla myndanna og hug- myndin að baki koma manni nokkuð kunnuglega fyrir sjónir því að svipað hefur áður sést í ýmissi mynd í pop-list svo og í naivískri list aldarinnar. Þó er eitthvað persónulegt við þessar myndir, eitthvað fíngert og ferskt, sem einkum kemur fram í því hvernig Þór málar stytturnar, sem að öðru leyti eru frekar klunnalega mótaðar. Þá er myndunum vel komið fyrir og sýningin virkar fyrir sumt sem „installation". Ber þá að líta á allt sem eina heild, uppsetningu, lýsingu og umhverfi. Það er rétt, sem segir einnig í fréttatilkynningu, að allt frá tím- um Forn-Grikkja hafi'. fjöldi frægra myndhöggvara fengist við hversdagslegar fyrirmyndir samtímans. Er vísað til verka Ásmundar Sveinssonar svo sem Vatnsberans og Járnsmiðsins en það er nú ekki allskostar rétt því að Ásmundur var hér að per- sónugera horfna starfshætti og stílfærði mjög í báðum tilvikum. Er hér ólíku saman að jafna um útfærslu og myndhugsun þótt grunnhugmyndin sé hversdags- leikinn í allri sinni nekt. Þá vinnur Þór á mjög þröngu og einhæfu sviði sem gerir myndir hans fljótmeltar en þó skemmti- legar í viðkynningu. Myndirnar eru ónúmeraðar og sýningarskrá er engin en ég vil þó geta þess, að ég varð fyrir sterkustum áhrifum af styttunni af nakta manninum er heldur á rósum fyrir aftan bak. Einfald- leikinn er hér sláandi og það er styrkur myndarinnar. Rocky bræðir rússnesk hjörtu Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin:RockyrV* * * Lcikstjóri og handrit Sylvester StaUone. Tónlist BUl Contí. Kvik- myndataka Bill Butler. Aðal- hlutverk Sylvester StaUone, Dolp Lundgren, Brigitte Nielsen, Carl Weathers, Talia Shire, Burt Young. Bandarísk frá United Artists/MGM. 1985. Sylvester Stallone er kominn í einskonar vítahring því afkvæmi hans frá árinu 1976, vandræða- gemlingurinn Rocky Balboa, sem barði kjötskrokka í Philadelphiu, milli þess sem hann var Mafíunnar innheimtumaður, er nú á góðri leið með að verða ódauðlegur á hvíta tjaldinu. Sú fjórða stefnir hraðbyri að því að verða sú vinsælasta í myndröðinni og víst er að við eigum eftir að sjá þá fimmtu og sjöttu. Rocky IV. um hnefaleikakeppni á millum söguhetjunnar og rússnesks heljarmennis, Drago. Aður hafði þetta óhugnanlega vöðvafjall drepið í hringnum besta vin og þjálfara Rockys og fyrrverandi andstæðing, Appollo Creéd. Þannig fléttar hann fortíðinni inn í sögumunstrið. Síðan gerist fátt annað en fastir liðir eins og venjulega. Rocky æfir sig af miklum móð undir slaginn á freðmýrum Síberíu en Drago hinn ógurlegi nýtur allrar bestu tækni sem völ er á í Moskvu. Að venju er viss stígandi í þessum kafla sem kemst á suðumarkið í keppninni í Kreml, sem er vænn hluti myndar- innar. Það skeður það óvænta að Rocky tekst þegar á líður, að bræða hin rússnesku hjörtu með harðfylgi sínu. Og Drago gerir sig líklegan til að bíta einn kommissarinn á barkann, gagnrýna þannig kerfið á þann hátt sem honum er eðlilegast- Kafbátar í eltingarleik Bókmenntir Guðmundur H. Frímannsson Tom Clancy The Hunt for the Red October, BerkeleyBooks.1985. Góðar spennubækur geta verið prýðileg afþreying. Maður fylgist með af vakandi athygli, hvernig þráður atburðarásarinnar vefur hvern hringinn á fætur öðrum, hvernig söguhetjurnar bjargast úr hverjum lífsháskanum á fætur öðr- um. Og síðan endar allt vel, að sjálf- sögðu. Á síðasta ári kom í pappírskilju bókin Leitín að Rauða október eftir Tom Clancy. Það er nokkuð löng saga, upp á hálft fímmta hundrað síðna, og fjallar um tilraun Marko Ramiusar, sem er skipstjóri á nýjum kafbát í sovézka sjóhern- um, til að flýja til Bandaríkjanna á bátnum. Til þess að það takist þarf hann að sigla bátnum, helzt svo að enginn taki eftir, frá Kóla-skaga suður Atlantshafíð fram hjá íslandi og til austurstrandar Bandaríkj- anna, Norfolk eða annarrar stöðvar flotans. Frá því að ákvörðunin er tekin og þangað til sögunni lýkur gerist margt og leikurinn berst víða. Það er ástæðulaust að ræna tilvon- andi lesendur ánægjunni af því að fínna spennuna aukast eftir því, sem á bókina líður, með því að segja frá málalokum. Bókin er byggð upp eins og kvik- mynd. Sagan gerist á mörgum stöðum í senn og skipt ört á milli sviða. Það gefur manni yfírsýn yfír ólík viðbrögð í Washington og Moskvu við þessum atburði og maður fær ofurlitla tilfinningu fyrir því, á hve litlum uppíýsingum ákvarðanir eru teknar, þegar átök verða, hve snjallar getgátur geta skipt sköpum. Allt þetta sér maður líða fram hjá eins og á tjaldi. Auðvitað er söguþráðurinn á köfl- um mjög ótrúlegur, en það kemur ekkert sérstaklega að sök. Það, sem er forvitnilegt fyrir ís- lendinga í þessari bók, er að sjá, hvernig kafbátar á hafsvæðinu kringum ísland athafna sig, hvað þeir gera, hvernig þeir fylgjast hver með öðrum. Það fer ekkert á milli mála, að hafsvæðið kringum ísland er þjóðbraut fyrir kafbáta stórveld- anna og hlustunarstöðvar í kringum ísland eru lykilatriði í eftirliti Vest- urveldanna með kafbátum Sovét- ríkjanna. Ég hef það fyrir satt, að í þessari bók sé farið rétt með öll tæknileg atriði í kafbátum og kaf- bátahernaði, að því leytinu megi treysta þeim upplýsingum, sem í bókinni eru. Rocky mættur í hringinn, að umDrago. Bændur slátra ekki sínum bestu kúm. En framhaldsmyndum fylgir sá Ijóður að þær þurfa að vera einhvernveginn öðru vísi en sú næsta á undan og handritsgerð er ekki ein af sterku hliðum Stallone. Hann grípur til þess ráðs í mynd nr. IV., að rifja upp fræg atriði úr fyrri myndum og tengja þau þess- ari. Bragðið lukkast. Líkt og alþjóð veit örugglega orðið, þá fjallar ER SJÁLFSKIPTINGIN í BÍLNUM ÞÍNUM FARIN AÐ SNUÐA? Ef svo er, ættirðu aö kynna þéfitilboð okkar, og þú munt komast aö raiin um að það borgar sig að taka því - frekar en áð láta sjálfskiptinguna skemmast. Tilboðið nær til allra bílaog í þvífelst skoðun á eftirfarandi 10 atriðum (varahlutir ekki innifatöir í verði): ¦X- olía tekin af sklptingu * skipt um pakkningu á pönnu * ventlahús þrifiö * panna þrifin,skipt um síu * skiptikambur athugaöur og stilltur * bremsuband stUJJ #• nýr yökvi settur á skiptingu * stjómbarkarog tengi stillt * vakúmsklpting alhuguð * bffretöinni reynsluekið Allt þetta færðu fyrir kr. 2488 Þetta er tilboð okkar! BILVANGURsf HÖFDABAKKA 9 5ÍMI 687300 m GM ÞJONUSTA EH þessu sinni með rússneska jötnin- ur. Það er ekkert skrýtið þó þessi sullumbullslegi friðarboðskapur hafi farið fyrir brjóstið á vesalings Rússunum, það hefur fleirum flökr- að. En eftir stendur sú staðreynd að þessi illþolandi leikari, sem sjálfur segist hafa rödd eins og líkmaður hjá Mafíunni, hefur tekist það eina ferðina enn að standa margfaldur að baki myndar sem hefur slíkt aðdráttarafl að almenningur flykk- ist á hana. Það er mikið afrek og því má ekki gleyma að það eru menn eins og Stallone sem öðrum fremur halda lífi í kvikmyndinni. Leikstjórinn/handritshöfundur- inn/framleiðandinn Stallone veit hvað áhorfendur vilja fá fyrir aur- ana sína þegar þeir kaupa miða á mynd um Rocky eða Rambo. Ostöðvandi hasar frá upphafi til enda, kryddaðan örlítilli ástarvellu, (þó ég hafi það á tilfinningunni að hann láti slátra sinni elskulegu Adrian í næstu mynd, hún er orðin út á þekju í þessum myndum) og slegið á viðkvæma strengi, Appollo drepinn. Þar með er samúðin vakin. Síðan fær públikum andlega full- nægingu, nötrandi í sætunum undir blóði drifnu upgjöri milli góðs og ills. Og formúlan virkar, hvort sem mönnum líkar betur eða ver þá hefur þessi Neanderdalsmaður skapað hetju sem virðist eiga hug og hjarta kvikmyndahúsgesta um heim allan. Rocky IV. hefur verið gagnrýnd fyrir ofbeldi og það ekki að ástæðu- lausu. Þ6 fer minna fyrir því og betur farið með það en í fyrri myndunum. Og hræsnislaust fæ ég ekki betur séð þegar öllu er á botn- inn hvolft að Rocky IV. sé hin ágætasta afþreying. Höfðar til -fólksíöllum starfsgreinum! mmmt^ ' 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.