Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR 1986 Séttur éagsins „Nú ætla ég að taka það rólega með Qölskyldunni“ „Kominn tími til að breyta til“ segir Bjössi bolla, Þorbergur þari Anæstunni hyggst Magnús Ól- afsson sem lesendur þekkja kannski betur sem Bjössa bollu eða Þorberg þara hætta vinnu sinni sem útlitsteiknari hjá DV og snúa sér að skemmtanaiðnaðinum. „Ég hætti núna um páskana. Það er kominn tími til að breyta aðeins til. Það eru ein tíu ár síðan ég fór að vinna hjá Vísi og síðar DV og nú er ég búinn að fá mig fullsaddan íbili. Fyrst um sinn ætia ég að prófa að vera sjálfs míns herra og vinna í leiklist og skemmtanaiðnaði. Ég er um það bil að leggja síðustu hönd á nýja dagskrá þar sem ég einn kem fram með undirleikara. Þar má finna eftirhermur, söng, glens og gaman sem ég sýni á árs- hátíðum og ýmiss konar gleðskap. Þá sem ég einnig sérstaklega fyrir aðila ef þess er óskað og að- laga þá atriðin stað og stund þar sem ég ætla að skemmta. Ég er nú kannski ekki alveg kominn til með að kveðja prentiðnina, því faðir minn sem rekur prentsmiðju Ólafs Karlssonar, er að stækka hana og ég á eflaust eftir að koma eitthvað með puttana þar við sögu. Þá er ætlunin að ég komi fram í nýju þáttunum hans Ómars „Á líðandi stundu" og ég er svo að reyna að hasla mér völl í auglýsing- um. Þetta eru mikil umskipti hjá mér, og spennandi tími að ganga í garð." COSPER Margrét Þorvaldsdóttir Um viðfelldið viðmót sagði Shake- speare; „Maður veiðir fleiri flugur með einni matskeið af hunangi en með tuttugu tunnum áf ediki. “ Þessi hunangssæti saltfiskréttur blíðkar vandlátustu sælkera. Salt- fiskur getur verið veislumatur (sé hann vel verkaður). Þorbergur þari í viðtalinu við Ómar Ragnarsson á nýjársnótt. Hættir á DV og snýr sér að leiklistinni og fleiru í dag er boðið upp á Saltfiskbakstur sjávarþorpsins 500-700 gr saltfiskur 4 matsk. matarolía Michael Douglas hyggst taka sér hlé frá vinnu næstu mánuðina enda hefur kappinn haft óvenjulega mikið að gera að undanfömu. Michael hefur verið önnum kafínn við að leika í tveimur kvikmyndum, „Chorus Line“, sem er þegar fullbúin, og „Jewel of the Nile“ sem tekin verður til sýninga með vorinu. Douglas er einnig framleiðandi síðar- nefndrar myndar. „Ég hef ekki tekið mér frí frá vinnu hátt á þriðja ár, svo nú finnst mér kominn tími til að taka lífínu með ró og sinna fjölskyldunni minni betur." 2 stórir laukar 1 hvítlauksrif 1 paprika rauð 3 tómatar 2 matsk. matarolía 2 matsk. hveiti 1 '/'2 bolli mjólk 1-2 matsk brauðmylsna 1. Saltfískurinn verður að vera vel útvatnaður. Fiskurinn er soðinn smástund í köldu vatni. Fiskurinn er færður upp, hreinsaður vel af beinum og roði og losaður sundur með gaffli. 2. Laukamir eru skomir smátt og settir á pönnu með söxuðum eða pressuðu hvítlauksrifí og 4 matsk. af matarolíu. Laukurinn er látinn steikjast þar til hann er orðinn glær en ekki brasaður. Fínskorinn paprik- an er steikt með lauknum og einnig tómatamir skomir í litla teninga. Að síðustu er saltfísknum blandað saman við. 3. Saltfískurinn með grænmetis- blöndunni er settur í eldfast mót. Á pönnuna óhreinsaða eru settar 2 matsk. af matarolíu og 2 matsk. af hveiti er bætt út í og hrært út með U/2 bolla af mjólk. Sósan er síðan sett jafnt yfír fiskinn í mótinu. Að síðustu er brauðmylsnunni stráð yfír. Fiskrétturinn er bakaður í meðal- heitum ofni í 20 mín. Hann er borinn fram með léttsoðnum gijónum. Frávik; í þennan rétt má að sjálf- sögðu nota léttsaltaðan físk. Lauk- amir mega vera fleiri, en hvítlauks- rifí ætti helst ekki að sleppa, hvít- laukur gerir laukinn sætari og dreg- ur úr sterku bragði hans. Þeir sem vilja bragðmeiri fiskrétt bæta í grænni papriku fínskorinni við upp- skriftina. Tómata má hafa fleiri þegar verð þeirra er hagstætt. Einn- ig má sleppa sósunni, en í staðinn má setja 'h bolla af vatni á pönnuna og hleypa upp suðu og hella siðan yfír fískinn og grænmetismaukið áður en það er sett í ofninn og bakað. Verð á hráefni: Saltfískur (700 gr) kr. 140.00 laukur kr. 12.00 tómatar kr. 42.00 paprika kr. 35.00 kr. 229.00 Búr-saltfiskurinn Sá fiskur sem heppilegastur væri : þennan rétt er þurrkaður saltfískur. Hann fæst aðeins undir nafninu „Búr-saltfiskur“. Sá Búr-fiskur seni nú fæst í verslunum er afleitur. i pökkunum eru sporðstykki sem varlíi fínnst á fiskflygsa, þar er einnig mikið um þunnildastykki sem eru bæði þunn og hörð og sýna að skemmdir hafa verið í þunnildum áður en fískurinn fór í salt. Vonandi seljum við Islendingar betri vöru úr landi. Það sem við sjáum af þessari dýru vöm hér á markaði er ljótt „úrkast". Er ekki hægt að gera betur piltar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.