Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 19 Ákvað að láta námið lönd og leið og gerast leikari — segír Dolph Lundgren sem leikur eitt af aðalhlutverkum í kvikmyndinni Rocky IV Stokkhólmi, 21. janúar. Frá Bergti6tu Friðriludóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. DOLPH Lundgren, nýjasta kvikmyiidastjania Svía, er nú staddur hér í Stokkhólmi til að kynna bandarísku kvikmyndina Rocky IV sem frumsýnd verður hér í borg í lok þessa mánaðar. í myndinni fer Lundgren með hlutverk russneska hnefaleík- arans Ivans Drago sem Iýtur f lægra haldi fyrir hnefaleik- akappanum Rocky Balbca. Þetta er annað kvikmyndahlut- verk hans, það fyrsta var smá- hlutverk i James Bond kvik- myndinni Víg í sjónmáli. Lundgren ræddi í gær stuttlega við blaðamenn frá Norðurlöndun- um. Dolph sem rettu nafni heitir Hans Lundgren er fæddur í Stokkhólmi. Hann lagði stund á verkfræðinám i heimalandi sínu og hélt siðan til Bandaríkjana til frekara náms. Gefum Lundgren orðið: „Þegar til Bandaríkjanna var komið missti ég áhugann á nám- inu. Ég hélt til New York borgar og fór að stunda tískusýningar- störf og æfa alls kyns íþróttir" sagði Lundgren. „Síðar fékk ég áhuga á leiklist og svo fór að ég ákvað að láta verkfræðinámið lönd og leið og gerast leikari. Mitt stóra tækifæri var hlut- verkið í Rocky IV. Fyrst þegar ég sótti um það fékk ég synjun þar sem ég þótti of hávaxinn. Ég var staðráðinn í að gefast ekki upp og tók það ráð að skrifa Sylvester Stallone sjálfum. Eftir að hann hafði séð mig augliti til auglitis var ég ráðinn. Aðspurður sagði Lundgren að hlutverkið í Rocky IV væri ákaf- lega erfitt. „Ég þurfti að þyngjast um 12 kíló til pcss að passa betur inn í hlutverkið. Ég æfði oftast með Stallone áður en upptökur hófust og reyndist það mér mikil hjálp. Hnefaleikur er ákaflega erfið íþrótt og komum við oft slasaðir út af hnefaleikapallinum. Stallone fékk einu sinni svo slæmt högg í kviðinn á meðan á upptök- um stóð að hann þurfti að leggjast inn á spítala í vikutíma." Lundgren var inntur eftir því hvort honum fyndist yfirlýsingar ýmissa Sovétmanna, þess eðlis að myndin Rocky IV sé hluti af áróð- ursherferð á hendur Sovétmönn- um, eigi við rök að styðjast. Svaraði hann því til að myndin væri að vissu leyti pólitísk, því væri ekki að neita. Hins vegar væri það skoðun sín að það væri hnefaleikurinn sem skipti öllu Nýjasta kvikmyndastjarna Svfa, Dolph Lundgren, ásamt unnustu sinni söng- og leik- konunni Grace Jones. máli í myndinni en ekki það, að sá sem þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir Bandaríkjamanninum Rocky, væri Rússi. Lundgren sagði að síðustu að eftir að hann hefði leikið í Rocky IV væru honum ýmsir vegir færir í kvikmyndaheiminum. Hann sagðist ekki sjá eftir því að hafa lagt námsbækurnar á hilluna og farið út á þessa halu braut. Prófkjör D-listans á Selfossi: Ekki ljóst hvort fram- bjóðendurnir hætta við — segir f ormaður prófkjörsnefndar Selfossi, 21. janúar. EKKI hefur enn verið ákveðið hvenær gengið verður frá framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins á Selfossi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar f vor, að sögn Einars Sigurjónssonar, formanns prófkjörsnefndar flokksins. Tveir frambjóðendur f prófkjörinu, Guðfinna Olafsdóttir og Björn Gíslason, Iýstu því yfir eftir prófkjörið að þau myndu ekki taka sæti á listanum. Brynleifur Steingrímsson læknir, sem varð í efsta sæti í prófkjörinu, sagðist í samtali við fréttaritara blaðsins vilja þakka öllum þeim, sem tóku þátt í prófkjörinu. „Fram- kvæmd prófkjörsins var mjög góð og þátttakan fór fram úr björtustu vonum og spáir góðu um fylgi list- ans í næstu bæjarstjórnarkosning- um," sagði hann. „Selfossbúar hafa einlægan áhuga á bænum sínum og skilja að bæjarmál eru orðin umfangsmikil og að stjórn þeirra getur skipt sköpum fyrir heill og hamingju fjölskyldna og einstakl- inga." Brynleifur sagði að prófkjör fjöll- uðu um hvaða einstaklingar skuli skipa framboðslista og því væru þau persónuleg. „Það er 'ekki létt að leggja persónu sína í dóm almenn- ings eins og við gerðum í prófkjör- inu," sagði hann. „Ég tel að allir frambjóðendur hafi fengið skýlausa traustsyfirlýsingu - en það er svo persónulegt mat hvers og eins hvort sú traustsyfirlýsing nægir." Hann sagði að enn væri ekki að fullu vitað hvort frambjóðendurnir tveir muni draga sig til baka „en þar sem hér er um að ræða persónu- legt mat og mál þá ræði ég það að sjálfsögðu ekki í dagblöðum," sagði hann. — SigJóns. Kópavogs- hæli gef nir 65 reyk- skynjarar Á KÓPAVOGSHÆLI er nú verið að koma fyrir 65 reyk- skynjurum sem er gjöf frá starfsfólki fyrirtækisins Securitas. Reykskynjararnir eru settir upp til bráðabirgða þar til fullkomið brunavarna- kerfi verður tekið f notkun. Kiwanismenn um allt land hafa gengist fyrir söfnun til kaupa á fullkomnu brunavarna- kerfi fyrir Kópavogshæli. Að sögn Björns Gestssonar for- stöðumanns Kópavogshælis á eftir að leggja mikla vinnu í uppsetningu slfks kerfis, en vonast er til að það verði sett upp á þessu ári. Á IKEA-útsölunni er úrval húsgagna og gjafavöru. Útlitsgölluð húsgögn seld með 40-60% afslætti. Opið mán. - föst. kl. 10.00 - 18.30 og á laugardögum kl. 10.00 - 16.00 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.