Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Rýmingarsala 20-50% afsláttur fram að helgi. Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnst-húsinu), sími 12854. r Kirkjukór Háteigssóknar óskar eftir söngfólki í allar raddir. Upplýsingar í síma: 39617, 17137 og 34964. Prúttsala Prúttsalan hófst í gær og henni lýkur á föstudag. mzmi Verslunin Hafnarstræti 15.- FLISAR LEIR - MARMARI - GRANÍT Á GÓLF - VEGGI - ÚTI - INNI OVæntanlegt mikið úrval af marmara. Pantið tímanlega. Sérpantanir mögulegar. Komið og skoðið úrvalið. OVeitum ráðleggingar og útvegum fagmenn og allt sem þarf tilflísalagna. VIKURBR AUT SF. KÁRSNESBR AUT 124, KÓP. S: 46044 ALLT í RÖÐ OG REGLU! Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins Kr. 3.982.- (Innifalið í verði: Málmstandur, 2000 mál, tíu höldur og 1000 teskeiðar.) Duni STANDBERG HF. kaffistofa í hverjum krók! Sogavegi 108 sfmar 35240 og 35242 Skottuleikur í Breiðholtsskóla Skottuleikur er nú leikinn í Breiðholtsskóla við mikinn fögnuð áhorfenda alla laugardaga og sunnudaga. Fyrir f rumsýningu, sem var á laug- ardaginn var, ríkti leynd yfir höfundi sem kallaði sig Móra, en í ljós kom að það var sjálfur leik- stjórinn, Brynja Benediktsdóttir. Leynisímanúm- er Revfuleikhússins (sem ekki finnst í simaskrá), er líka orðið opinbert, en það er simi 46600 og þar er svarað jafnt á nóttu sem degi og teknar miðapantanir. Myndin er af Skottunum í Skottu- leik, þeim Guðrunu Þórðardóttur, Guðrunu AI- freðsdóttur og Sögu Jónsdóttur. (*"¦•* Hevftúeikhúsiuu) Vesturbærinn er beztur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning Um næstu helgi munu félagar úr íbúasamtökum Vesturbæjar ganga í hús og selja minjagrip, sem er ætlaður Vesturbæingum, bæði núverandi og (ekki síður) fyrrverandi. Gripur þessi er hattur úr keramiki, sem á stendur „Vesturbærinn er beztur"! Ágóðinn af þesari óvenjulegu hattasölu rennur f sjoð, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við gerð listaverks, sem samtökin hyggjast færa borginni að gjöf í tilefni 200 ára afmælis síns á sumri komanda. Þrír listamenn, þau Jón Gunnar Árnason, Sigrún Guðmundsdóttir og Helgi Gíslason hafa verið beðin um að gera tillögur að listaverkinu, en dómnefnd mun síðan skera úr um, hvaða tillaga verður endanlega valin. Listaverki þessu er ætlað að standa á opnu svæði innan marka gamla bæjarins, t.d. á Landakotstúni. Ákvörðun um gjöf þessa var tekin á fundi samtakanna í haust, og hefur fjáröflunarnefnd verið að störfum í vetur. Er hattasalan ein þeirra tillagna, sem nefhdin stakk upp á. Hattarnir eru hannaðir og unnir af Önnu S. Hróðmarsdóttur. Fjöldi þeirra verður takmarkaður við töluna 500. Skorað er á félaga úr samtökunum að taka þátt í sölunni og sækja hatta í Vesturbæjarskólann kl. 13 laugardaginn 25. þ.m. Hattur þessi er bæði ljómandi fallegt skraut og auk þess staðfesting á því, sem allir reyndar vita: að Vesturbærinn er beztur! eða hvað? frá íbúasamtokum Vesturbæjar. Bryndís Schram er f hópi þeirra sem standa að þessari sðfnun. Hér er hún með hattínn. Starf smannaráð heilsuhælis NLFÍ: Betri samskipti við rekstrarstjórn nauðsynleg MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá starfsmannaráði Heilsuhælis NLFÍ, Hveragerði, haldinn 20. janúar 1986. Við í starfsmannaráði teljum spennu og óvissu í ýmsum málum á vinnustað svo komið að ekki verði við unað öllu lengur. Okkar mat á málunum er það, að halda beri reglulega rekstrarstjórnarfundi Heilsuhælisins, á Heilsuhælinu í Hveragerði, einu sinni í mánuði og oftar ef þurfa þykir. í blaðagreinum í Helgarpóstinum 28. nóvember 1985 og aftur í janúar 1986, kemur m.a. fram að í félags- málum NLFÍ virðist ekki allt á hreinu. Engin svör hafa komið fram og að sjálfsögðu ekki í okkar verka- hring að svara. Þó hefur það valdið undrun okkar að engin viðbrögð né svör hafa sést. Heilsuhæli NLFÍ f Hveragerði. Þar sem ekki hefur verið haldinn rekstrarstjórnarfundur Heilsuhæl- isins síðan 25. nóvember 1985, sýn- ist okkur ekki önnur leið til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri en að senda þetta greinarkorn í við- komandi blað, sem hefur birt m.a. meint vandamál NLFÍ, sem tengjast vægast sagt óvissu andrúmslofti starfsmanna Heilsuhælisins. Æski- legra að okkar mati hefði verið virkari og betri.samskifti við rekstr- arstjorn Heilsuhælis NLFÍ, og fyrst og fremst skoðanaskifti á kannski ólíkum sjónarhornum. Lágmarksviðleitni að ráða við vandann er að tala saman. F.h. starfsmannaráðs HeilsuhælisNLFÍ. Oddný Guðmundsdóttir formaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.