Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 27 Indland: Sikharnir dæmdir til dauða fyrir morðið á Indiru Gandhi Nýju Dehli, 22. janúar. AP. SIKHARNIR þrfr sem ákœrðir voru fyrir morðið á Indiru Gandhi, fyrrverandi forsætisráð- herra Indlands, voru dœmdir til dauða sakaðir um samsæri og morð í undirrétti. Vörniu sagði réttarhöldin hafa verið skripa- leik og- samsæri og sagði að dómnum y rði áfrýjað. Mahesh Chandra, dómari, fann Satwant Singh sekan um morð, en hina tvo seka um samsæri. Fjórði sikhinn var skotinn til bana i árás- inni á Gandhi hinn 31. október 1984. Sagði dómarinn að ákæru- Bandaríkin: Sovétmenn kaupa meira af maís Washington, 22. januar. AP. SOVETMENN hafa keypt við- bótarmaís frá Bandarfkjunum, alls 300.000 tonn, sem á að af- henda á þessu ári, að þvi er bandariska landbúnaðarráðu- neytið sagði í gær, þriðjudag. Embættismenn sögðu, að útflytj- endur hefðu tilkynnt ráðuneytinu um þessa sölu, en ekki væri vitað um verð eða skilmála að öðru leyti. Samkvæmt fimm ára viðskipta- samningi landanna eru Sovétmenn skuldbundnir til að kaupa minnst níu milljónir tonna af korni í Banda- ríkjunum árlega, þar af a.m.k. fjór- ar milljónir tonna af hveiti og annað eins og maís. Samkvæmt samningnum geta Sovétmenn keypt allt að tólf millj- ónir tonna af bandarfsku korni ár- lega, en verða að semja sérstaklega við stjórnvöld í Washington, vilji þeir kaupa meira. valdið hefði sannað svo ekki yrði um villst að hinir ákærðu væru sekir um samsæri um að myrða Gandhi og því væri það skylda hans að dæma hina ákærðu til dauða. Ekki er tekið fram í dómnum, með hvaða hætti hinir seku skulu liflátnir, en samkvæmt lögum á Indlandi skulu dauðadæmdir menn hengdir. í málflutningi sínum við réttar- höldin, hélt ákæruvaldið því fram að sikharnir fjórir hefðu gert sam- særi um að myrða Gandhi til að hefha fyrir árás hersins á Gullna musterið í Amritsar í júni 1984, en þar höfðu öfgasinnaðir sikhar komið sér fyrir á sínum helgasta stað og notuðu musterið sem griða- stað. 1.200 manns létu lífið í árás hersins. Lögfræðingur sakborninga hélt því fram að sikharnir hefðu verið notaðir sem sektarlömb vegna þess að þeir væru sikhar. Gandhi hefði verið drepin i fjölskyldusamsæri, sem sonur hennar og eftirmaður á forsætisráðherrastóli Rajiv Gandhi, hefði staðið fyrir og hefðu hinir raunverulegu morðingjar komist undan. Um 2% af 750 milljónum íbúa Indlands eru sikhatrúar, en sikhar eru i naumum meirihluta i Punjab riki á Indlandi, þar sem Gullna musterið er til staðar. Þar hafa aðskilnaðarsinnar sikha barist fyrir sjálfstæði og meðal annars notað hryðjuverk kröfum sínum til fram- dráttar. Sikharnir þrír hlustuðu þögulir og rólegir á er dómar þeirra voru lesnir upp og er dómarinn spurði þá hvern fyrir sig um það hvort þeir hefðu eitthvað að segja, stóðu þeir upp og svöruðu að þeir væri saklausir. FUippseyjar: Hættir Marcos við að láta Ver hætta? Corazon sakar f orsetann um hugleysi Ozamis og Mnnflla, Filippseyjum 21. janúar. AP. FERDINAND Marcos, forsetí Filippseyja, gaf í skyn i ræðu f dag að það gætí verið að hann hættí við að láta Fabian Ver hætta sem yfirmann herafla Filippseyja, fram yfir forsetakosningarnar í landinu þann 7. febrúar næst komandi. Áður hafði Marcos sagt að hánn hefði ákveðið að Fidel Ramos tæki við af Ver í bili og var litið á það sem tilslökun af Mlfu Marcosar, og hefði Banda- rikjastjórn þrýst mjög á þetta vegna þess vafasama orðspors sem feraf Ver. í dag sagði Marcos hins vegar að það væri fjarska erfítt, að finna einhvern hæfan mann. Hann sagðist hafa haft augastað á Ramos, en hann hefði boðizt til að segja af sér störfum innan hersins eftir að þrír menn í sautj- án manna rannsóknarnefnd hefðu lýst því yfir að hann hefði brugðizt við skyldustörf þegar kom til mótmælafundar í höfuðborginni á sl. hausti. Corazon Aquino, mótframbjóð- andi Marcosar, skoraði í dag á forsetann að koma til Minando og gerði hann það ekki væri hann bleyða. Á Mindanoeyju hefur verið ókyrrt nokkuð og þar hafa ýmis réttindi borgara verið numin úr gildi. Corazon sagðist sjálf ekki hafa hikað við að fara til Mindano og hún væri hvergi smeyk. Tug- þúsundir sóttu fundi hennar og Laurels í ýmsum bæjum og þorp- um þar í dag, þriðjudag. Ný lota í Genfar- viðræðunum London, 21. janúar. AP. SAMNINGANEFNDm Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna í við- ræðunum um takmarkanir á víg- búnaði, sem fram fara í Genf, áttu í dag með sér 2 Vaklukk- ustunda fund. Var þetta fyrstí fundur þeirra í fjórðu lotu við- ræðnanna, sem nú er nýhafin. Hvorugur aðilinn vildi greina frá einstökum efnisatriðum í viðræðun- um í dag og var það í samræmi við samkomulag þeirra þar að lútandi frá því áður. Dagur fyrir næsta fund hefur ekki verið ákveðinn, en gert er ráð fyrir, að fyrirkomulag á fundunum verði með svipuðum hættinúogáður. Diana Ross nær sér í Norðmann Ósló, 21. janúar. Frá Jan Erik Laure, f réttaritara Morgunblaðsins Norski niilljóuamæringurinn og fjallgöngumaðurinn Arne Næss og bandaríska stórstjarnan Diana Ross verða gefin saman i hjónaband 1. febrúar nk. Hjónavígslan verður í Sviss og hefur lítið spurst út um hana nema það, að ekkert verður til hennar sparað. Það er þó vitað, að Arne hefur fengið norska drengjakórinn „Silfurdrengina" til að syngja í brúðkaupinu og verður hann að sjálfsögðu að kosta fyrir þá ferðina fram og til baka. Mun söngurinn sá kosta hann nærri þrjár milljónir ísl. krónur. 3ja dyra-sjálfskiptur Árgerð 1986 Eigum fyrirliggjandi nokkra HONDA (Q á óvenju hagstæðu verði kr. 466.900,-. honda ciyic hefurhlotiðlof gagnrýnenda fyrir frábært útlit, spameytni, kraft og einstaka aksturseiginleika. Kynnist verðlaunabílnum. HONDA Á ÍSLANDI, VATIMAGÖRÐUM 24, S. 38772,82086.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.