Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Jón Helgason skáld ogprófessor — Minning þekkingu sína. Og þótt þessum nemanda væri e.t.v. ekki rausnar- lega gefið skyn á skáldskap, hlaut hann samt að vita að Jón var af- bragðs skáld. Hjá þeirri vitneskju var engin Ieið að komast. Væri nemandinn ekkert hneigður fyrir æviskrárfróðleik, var hætt við að sú hugmynd yrði til að þessi maður hlyti að vera orðinn gamall, gott ef ekki kominn að fótum fram, svo miklu hafði hann komið í verk með ágætum, mörg og vinnufrek grund- vallarverk unnin af gagngerum vöndugleika, nákvæmni og skýr- leika í framsetningu. Það var í rauninni margra meðalmenna ævi- starf, að því er sýndist, án þess að vera meðalmannsverk. Saman fór að hann var gæddur frábærum vitsmunum og vilja, óbilandi elju og ágætri líkamshreysti svo að hann neyddist sjaldan til að leggja frá sér verkfærin af lasleika sökum á langri ævi. Hann var líka gæddur því afsláttarleysi listamannslundar- innar sem stundum er nefnt köllun, þurfti þvf lítið að hika á ferli sinum, og götu sína hafði hann fundið óvenju snemma. Honum auðnuðust snemma þær aðstæður að geta helgað sig starfinu og gerði það eindregið og af alefli, og vel tjáði hann, hve vel hann undi sér meðal gamalla bóka. Gata íslenzkra fræða er orðin bæði traustari og nær lengra og er auðfarnari sakir þess verks sem hann hefur i hana lagt á nærri sjö áratuga virkri starfsævi, frá þvf um 1920 fram undir þennan dag. Það hefur oft verið sagt og með réttu, að hann lagði nýjan og betri grunn að öllu starfi að fornum textum með þvf að fylgja þeirri kröfu um útgáfu, að þar skyldi gerð grein fyrir öllu því sem máli gæti skipt um þann upphaflegasta texta sem að yrði komizt. Þannig ætti aldrei að þurfa að bæta við þá undirstððu sem lögð væri með útgefnum texta eða textum, les- brigðabúnaði við hann/þá og grein- argerðum um handrit og textagerð- ir i formála. Um leið og þessa er minnst, er dálítið raunalegt að hugsa til þess, hve marga þá sem láta sig fræðin miklu skipta, brestur þó raunverulegt mat og skilning á þessari undirstöðu. Eftir þau kynni háskólanemans sem ég nefndi áðan af verkum Jóns Helgasonar átti hann raunar eftir um það bil aidarfjórðung af starfs- degi sfnum og kom þá einnig furðu mörgu og miklu áleiðis. Eftir náms- sýsl og störf annars staðar átti fyrir mér að liggja að verða starfsmaður við Stofnun Árna Magnússonar í háskólanum f Höfn f tæpan tug ára frá 1973. Þá var ekki langt liðið frá því að Jón lét af prófessors- starfi, en Jonna Louis-Jensen tók við því. Hann hélt þó óbreyttum háttum um vinnu og hafði t.a.m. áfram um sinn umsjón með ýmsum útgáfuritum. Var oft greinilegt óþol að sjá í hreyfingum hans á morgn- ana að komast að borði sínu, og um síðdegi kom fyrir að heyrðist til hans nokkurt tuldur við að sjá heimfararsnið á yngra liðinu. Árið 1976 fluttist stofhunin úr gamla birgðabúrinu Proviantgaarden við hlið Konungsbókhlöðu út í nýbygg- ingu háskólans við Njálsgötu (Njalsgade) á Amager. Þá tókst sem betur fór að tryggja Jóni þar vinnuafdrep sem öðrum, enda þótt nútímastjórnsýslan ætti í fyrstu tregt að skilja nauðsyn þess um eftirlaunamann „hættan störfum". Hann kunni þar fljótt bærilega við sig og mat bættar vinnuaðstæður, og enn var nokkur iðjustund tií kvölds. Önnur tilviljun en sú sem færði mig til Kaupmannahafnar olli þvf, að nokkur fyrstu árin þar átti ég heima nærri austurhorninu á Damhusseen í Vanlese, aðeins fárra mínútna gang frá heimili Jóns á Kjærstrupvej í Valby. Hann var þar þá einn síns liðs, ekkjumaður. Ekki var honum sérlega sýnt né annt um heimilisstörf, en frú Jensen kom einu sinni eða tvisvar í viku og annaðist þá uppþvott, aðföng og annað það nauðsynlegasta. Það kom f ljós, að stundum gat ég með lítilli fyrirhöfn lagfært hurð á hjör- um og þvíumlíkt, og var „ráða" minna stundum leitað bæði á þess- um árum og eftir að Jón og Agnete Loth giftust og húri kom á Kjær- strupvej að búa. Fundir okkar urðu því tíðir annað slagið bæði á vinnu- stað og heima við. Maður þarf með ýmsu móti manna við. Það var mér gott að eiga þau að, Jón og Agnete, ekki sízt þegar ögn hrikti í tilveru minni, og þó að Jón væri af mörgum meir rómaður fyrir annað en um- burðarlyndi við ráðvillu og rugl annarra, og þótt hann væri lítið fyrir tal um tilvistarvanda — tal um efni sem aldrei verða útkljáð átti hann til að kalla fflósóffu eða teólógíu f þeim tón að vel skildist að þessi orð voru nánast samnefni við rugl og tfmasóun — þá var hann samt manni maður f þess háttar raun. Við upphaf kynna bar við, að Jón varð samferða heimleiðis f bíl. Þar hafði hann uppi orð um daufleika híbýlanna. Ég kom þó inn með honum síðar, og varaði hann mig þá við, að ekki mundi vel greiðfært um stofugólf. Þar innan við dyrnar var vænn hlaði af blaðinu Lög- bergi-Heimskringlu. Ekki hrasaði ég um hann. Síðar, eftir breytingu á heimilishögum við hjónaband, sást þetta blað ekki, en sfðustu ár mfn í Höfn barst þangað Morgunblaðið og safnaðist ekki á gólf. Jón hafði alla tfð logandi áhuga á orðum, ekki sízt mállýzkuorðum og orðatil- tækjum, og mér er nær að halda að vesturheimsblaðið hafi á þeim parti verið honum hnýsilegra en dagblaðið úr fslenzka nútfðarveru- leikanum, sem hann taldi að vonum vondan skóla í því að skrifa vel og skilmerkilega. Agnete Loth hafði áður verið Jóni stoð í starfi og gert honum kleift að takmarka sem mest þann tíma sem til stjórnsýslu fór við Árnasafn. Síðar breyttust stjórnarhættir þar sem annars staðar f háskólanum, stjórnsýslan varð umfangsmeiri af sjálfri sér, skiptist á fleiri hendur og tók raunar eflaust miklu meiri tíma með lýðræðislegri og pappírs- frekari stjórnarháttum. Nú gerðist Agnete sú stoð sem studdi Jón einnig við hinn enda þeirrar daglegu leiðar. Ég efast ekki um, að Jón starfaði og naut lífsins nokkru leng- ur en honum hefði ella orðið unnt, vegna þátttöku og umsjár Agnete f lffi hans. Jón var geðríkur maður, og allir vita að skap hans átti til að brjótast út í funa, þegar honum þótti, og að hann var hrókur fagnaðar á mannfundum fram á sfðustu ár, þar sem aðstæður voru til að hann fengi notið sín. Ein var sú ástríða hans, sem ég hygg hann hafi aldrei séð neina ástæðu til að hemja né temja, en það voru prófarkir. Vitaskuld er þetta tengt kappi hans við að koma þekkingu á prent. Ætti Jón von á próförkum, var hann sem á nálum af eftirvæntingu, og kastaði sér siðan yfir lestur þeirra. Löngu áður en ég kynntist þessu sjálfur hafði Séamus 0 Duilearga í Dyflinni sagt mér frá heimsókn sinni til Kaupmannahafhar að hitta þjóð- menntafræðinga og halda fyrirlest- ur um írska sagnamennt. Á eftir fór Séamus í heimsókn í Arnasafn, þann mikla varðveizlustað íslenzkra þjóðmennta frá fyrri tímum, og hitti þar fyrir sér Jón, sem sagði við hann: „Ég gat ekki komið að heyra fyrirlesturinn þinn. Ég mátti ekki vera að því. Ég þurfti að lesa próf- arkir." Einhverjir hafa sjálfsagt verið búnir að gefa gestinum til kynna, að Jón þætti sérlundaður, og styrktist Séamus f þeirri skoðun, enda þótt hann vissi vel úr eigin starfi hve mikilvægur hlutur próf- arkir eru. Nú er dagurinn allur og nú er það annarra að halda áfram án Jóns annars staðar en í þeim verkum sem lengi munu standa í gildi og notum. Ég votta Agnete Loth og öðrum aðstandendum samúð mína. Davið Erlingsson Mikill öldungur er að velli lagður. Jón Helgason, prófessor í Kaup- mannahöfn, . Nestor islenzkra fraeða, og eitt fremsta ljóðskáld íslendinga er allur. Hann lézt i Kaupmannahöfn að morgni dags hinn 19. janúar sl. á 87. aldursári. Útför hans er gerð í dag í borginni við Sundið, þar sem hann 61 aldur sinn f nærfellt sjö áratugi. Einhverju sinni komst undirritað- ur svo að orði í afmælisgrein um Jón Helgason, að fyrir mér væri hann síðasti Hafnar-Islendingurinn, f þeim skilningi, að hann er sfðasti tengiliður við hina gömlu lærdóms- menn, sem gerðu garðinn frægan á Hafnarslóð á fyrri tíð, og iðkuðu hin fornu norrænu fræði, sem áttu sér að kjarna fslenzka menningar- arfleifð, — „eljuverk þúsunda varð- veitt á skrifuðum blöðum", eins og Jón Helgason kvað. Þennan þráð má sem sagt rekja til 17. aldar, þegar íslenzku handritin urðu eftir- sóknarvérð fyrir þá höfunda, sem vildu kryfja til mergjar fornfræði Norðurlanda og stóðu á grundvelli Arngríms lærða, en hann hafði lokið upp ókunnum heimi fyrir norræna fornfræðinga með ritum sínum. Þegar getið er fslenzkra lær- dómsmanna, sem voru iðnir við kolann f Kaupmannahöfn, má minnast á slfka 18. aldarmenn sem Þormóð sagnaritara Torfason, Árna handritasafnara Magnússon og skrifara hans, Jón Olafsson frá Grunnavík (sem Jón Helgason varði doktorsritgerð um í Reykjavík 1926). Sé leiðin stytt og horfið til 19. aldarmanna, má nefna þá Konráð prófessor Gíslason, Jón forseta Sigurðsson og Finn prófess- or Jónsson. Fjölnismaðurinn Konráð var einmitt sá maður, sem Jón Helgason kallaði sjálfur páfa sinn í fræðunum, og Finnur var kennari Jóns í Hafnarháskóla, og sá fljótt hvílíkur efniviður var þar á ferð sem þessi nemandi hans var. Jón varð sporgöngumaður þess- ara manna f Höfn, tók við arfinum, þar sem hann var geymdur í Arna- safni, gætti hans síðan af kost- gæfni, og sagði um hann í kvæði: „auðlegð mín er útskersblaða alda- gamalt ryk". Þennan arf hefur hann ávaxtað með þeim hætti, að þar verður ekki betur um vélt. Slíkt hefur hann gert með því að afkasta óvenjulegu dagsverki meðan verk- ljóst var með útgáfum ógrynni handrita, þar sem yfirburða hæfi- leikar, glöggskyggni, natni og þol- inmæði voru undirstaða þeirra fornu texta, sem hann hefur gefið út, hvort sem um var að ræða forn- sögur, miðaldakvæði eða aðrar gamlar bókmennir. Auk þess flutti Jón fjölda fyrirlestra í háskólum víða um lönd, samdi greinar, rit- gerðir og bækur, sem mega teljast við alþýðuhæfi, eins og t.d. „Hand- ritaspjall" (1958), þar sem hann leiðir lesandann inn í þann fræða- heim, sem hann hefur alið aldur sinn f allt frá sfnum ungu dögum snemma á öldinni og þekkti þvf betur en nokkur annar. Verunni í þessum lokkandi fræðaheimi, svo sem hann birtist honum, hefur hann lýst af fágætri snilld í kvæðinu „í Arnasafni": „I nnan við múrvegginn itti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti; hálfvegis vakandi, hálfvegis eins og i draumi heyrði ég þungann i aldanna sfgandi straumi. Oftsinnis meðan ég þreytti hin fomlegu fræði fannst mér sem skrifarinn sjálfur hið næsta mér hugurinn sá yfi r h lyk kj ótt u m stafanna baugum hendur sem forðum var stjómað af lifandi taugum." Hugur Jóns Helgasonar beindist iðulega að hinum löngu liðnu skrif- urum handritanna. Þeir stóðu hon- um nærri eins og gamlir vinir og voru honum nákomnari en margur samtímamaðurinn. Og þeir eiga arfinn undir því, að þráðurinn hald- ist óslitinn. Til höfundar Hungur- vökuyrkirJónsvo: „Það féll í hlut minn að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, mér fannst sem ættir þú arfinn þinn undir trúnaði mínum". Við verkalok fær Jón Helgason þann vitnisburð, að í trúnaði sfnum og ræktarsemi við arf íslendinga hafi hann reynzt sannur heillavætt- ur. íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, þekkja Jón Heigason sem eitt fremsta fslenzkt skáld 20. aldar. Sá dómur á við, hvort sem um er að ræða frumsamin ljóð eða þýðingar erlendra kvæða. Fyrsta útgáfa ljóðabókar hans „Úr land- suðri", sem kom út 1939, ber svip þess bezta, sem ort hefur verið á fslenzka tungu frá upphafi vega. Skáldæð hans var ósvikin og tungu- takið ramíslenzkt, enda bar hann betra skynbragð á málfar þjóðar- innar og orðaforða og lögmál tung- unnar en nokkur annar samtfma- maður hans. „Hann kann stfl forn- kvæðanna, miðaldahelgikvæðanna og Vfsnabókarinnar og yrkir á máli lOdu aldar, 14du og 16du, eftir því sem honum býður við að horfa," sagði vinur hans, Halldór Laxness, þegar „Úr landsuðri" kom út. Lestur ljóða Jóns Helgasonar er hugðnæmur og lærdómsríkur skóli hverjum íslendingi og einkar hollt veganesti ungum löndum hans, sem komizt hafa í kynni við þau á menntabraut sinni. í þeim skynja menn, ekki síður en við að fletta handritum fornum, „uppsprettu- lindir og niðandi vötn minnar tungu", eins og hann kvað í ljóð- perlu sinni „í Árnasafni". Eða hví- Ifkt samspil skáldskapar, máls, stíls, þjóðfræði, sögu og landafræði, fært í búning hins agaða forms með „stuðlanna þrískiptu grein", í ljóði Jóns „Áföngum", sem birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar árið 1941, eins konar óður til Islands í umróti stríðandi heims. Þetta kvæði finnst mér einlægt bera vott um hin fullkomnu listrænu tök, sem skáldið hefur á efnivið sínum. Þegar við bætist kynngimagnaður lestur höfundar sjálfs á þessu kvæði, og til er á hljómplötu, er sem listaverk- ið hefjist í æðra veldi: „Liðið er hátt á aðra öld; ennmunþóreimtáKili, þar sem í snjónum bræðra beið beiskleguraldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkteinsogmyndáþili; hleypursvoeinnmeðhærusekk, - hverfurídimmugili." Með þessum hætti kveður Jón Helgason í upphafserindi „Áfanga". Síðan rekur skáldið sig í hverju erindinu á fætur öðru eftir fjöl- mörgum kennileitum lands og sögu með því að bregða upp áhrifaríkum og heillandi myndum. ísland var Jóni einlægt lifandi veruleiki, sem leitaði á huga skáldsins alla tfð, snarasti þáttur lífs hans í „glymj- anda strætisins" í borginni við Sundið. „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm sólvermd í hlýjum garði; áburð og ljós og aðra virkt enginn til þeirra sparði; mér var þó löngum meir í hug melgrasskúfurinn harði, runninn upp þar sem Kaldakvfsl kemur úr Vonarskarði." Þetta frábæra ljóð ber því sér- stakt vitni, hversu Hafnar-íslend- ingurinn Jón Helgason geymdi fs- lenzks þjóðararfs. Hann var þjóð- legastur allra að eðli og upplagi. Þar gat aldrei orðið nein breyting á, þótt hann hafi átti heimili sitt á erlendri grund frá 17 ára aldri, eða í nærfellt 70 ár. Kannski skilja menn líka í skjóli af „aldintré með þunga og frjóa grein" betur en ella gildi þessa arfs fyrir litla þjóð á veraldarhjara og jafnframt allan heiminn. Heimili Jóns Helgasonar og Þór- unnar konu hans, dóttur Björns bónda Bjarnarsonar í Grafarholti í Mosfellssveit, lá um langan aldur um þjóðbraut þvera, ef svo má að orði komast. Þar var jafnan opið hús fyrir íslendinga í Kaupmanna- höfn, gestagangur var mikill og ís- Ienzkir stúdentar og ferðalangar áttu ótaldar ánægjustundir á þessu ramíslenzka heimili, og nutu þar m.a. samvista við börn þeirra hjóna, bræðurna Björn og Helga, og dótt- urina Solveigu. Ekki sízt munu Hafnarstúdentar á stríðsárunum minnast þessa heimilis, hvflfkur griðastaður það var þeim, þegar allt samband við ísland var rofið urnfimm ára skeið. Eg varð þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast gistivináttu Þórunnar og Jóns allt frá þeim tfma, er mig bar þar fyrst að garði ungan dreng með foreldrum mfnum sumarið 1937, og lengi sfðan að stríði loknu. Á heimilinu að Kjærstrupvej 33 í Valby var manni tekið opnum örmum af húsráðendum, svo að það var lfkast því að koma til sfns heima. Ég minnist ætfð húsmóðurinnar, Þórunnar, með virðingu og þökk fyrir hlýlegt viðmót í minn garð og gott atlæti á heimili hennar og Jóns, ekki sízt veturinn 1961, er við hjón- in ásamt tveimur börnum dvöld- umst f Kaupmannahöfn f nágrenni við þau að ráði Þórunnar. Hún lézt árið 1966. Á mörgum fróðlegum og skemmtilegum stundum á heimilinu á Kjærstrupvej 33 kynntist maður annarri hlið á Jóni Helgasyni en þeirri, sem sneri út á við, — mannin- um á bak við fornfræðin og skáld- skapinn, og það voru ógleymanleg- ar stundir, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. Mér eru löngum í minni mörg síðkvöldin á heimili Jóns, þar sem við spjölluðum um heima og geima, en þó framar öðru forn tíðindi af Hafnarslóð og þá litríku og frumlegu persónuleika, sem þar hafa alið manninn f tfmans rás. Jón kunni ókjör af slíkum fróð- leik, og hann dró oft upp svip- myndir, ríkar af kímni í þeim skemmtilega og persónulega frá- sagnarstfl, sem honum einum var lagið. Gamanbragir hans frá fyrri tíð um hjákátlega atburði og per- sónur eru mörgum kunnir, enda var hann hrókur alls fagnaðar á manna- mótum. Það var óborganlegt á góðri stund að hiýða á hann fara á kost- um, er hann greindi frá mönnum eins og kennara sínum Finni Jóns- syni, Boga Th. Melsteð, Birni Karel, Jóni Dúasyni, Skúla kollega, Sverri Kristjánssyni og mörgum öðrum sem Jón var samtíða í Höfn. Þegar hlustað var á Jón Helgason greina frá nánum kynnum sínum af Hafnar-íslendingum, sem áttu rætur sfnar á 19. öld, varð manni ljósara en ella hvílíkur tengiliður hann var við löngu liðinn tíma, svo að það er engan veginn út í bláinn að gefa honum heitið síðasti Hafh- ar-lslendingurinn. Ég hygg, að við. fráfall hans hafi sá þráður slitnað, sem óhægt er að binda á ný. Umskipti urðu á högum Jóns Helgasonar fyrir rúmlega tíu árum, er hann gekk í hjónaband með Agnete Loth, norrænufræðingi við Árnasafn. Hún hefur hugsað um hann af nærfærni þessi ár, sem þau bjuggu saman á hinu gamla heimili Jóns. Það var mér gleðiefni, að fá tækifæri til að halda áfram að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.