Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 1
72SIÐUR B STOFNAÐ1913 18.tbl.72.árg. FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Hagvöxtur að- eins 2,3% 1985 Waahington, 22. janúar. AP. Hagvöxtur f Randaríkjunum var aðeins 2,3% á árinu 1985, minni en áður var haldið. Skýrði viðskiptaráðuneytið svo frá í dag. Verðbólgan á liðnu árí var 3,8% og hefur verið undir 4% f fjögur ár samfleytt. Hagvöxturinn hefur ekki verið minni síðan árið 1982, þá var hann 2,1% en 3,4% 1983 og 6,6% 1984. Búist hafði verið við, að hagvöxtur- inn yrði meiri í fyrra en raun varð á en samdráttur á síðasta ársfjórð- ungi gerði þær vonir að engu. Verðbólga í Bandaríkjunum í fyrra var 3,8% og hefði verið lægri ef ekki hefðu komið til allnokkrar verðhækkanir á síðasta fjórðungi ársins. Voru þær mestar á matvöru ogeldsnéyti. Vegna þessara tíðinda féll dollar- inn nokkuð í dag gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlunum. Kasparov-Karpov Nýtt ein- vígi seint í sumar Moskvu, 22. janúar. AP. GARRI Kasparov, heimsmeist- ari í skák, skýrði svo frá í dag, að hann hefði fallizt á að tefla annað einvfgi seint f sumar við Anatoly Karpov, fyrrum heims- meistara. Kvaðst Kasparov hafa tekið þessa ákvörðun eftír viðræður við Karpov og sovézka skáksambandið á þriðjudag. Eftir væri þó að semja um mörg atriði varðandi slflct einvígi, þar á meðal hvar og nákvæmlega KASPAROV KARPOV hvenær það skyldi fara fram. Sér- stakar viðræður væru þó fyrir- hugaðar í kvöld til að jafria hugs- anlegan ágreining um þessi atriði. Karpov hefur lýst því yfir, að hann vilji helzt tefla nýtt einvígi í Leningrad, en Kasparov hefur ekki tjáð sig um, hvar hann kysi helzt að tefla. Auk Leningrad hefur London boðist til þess að halda þetta einvígi. FRÁ fundi danska þjóðþingsins, þar sem tillögurnar um breytingar á skipulagi Evrópubandalagsins voru felldar. Nú er spurt: Eiga Danir eftir að einangrast algerlega innan Evrópubandalagsins? Evrópubandalagið: Mikil andstaða við af stöðu Danmerkur Raag, 22. janúar. AP. HANS van den Broek, utanríkis- ráðherra Hollands, lýsti f dag yfir andstöðu við þau áform Dana, að samið verði að nýju um breytingar á stofnskrá Evrópu- bandalagsins (EB). Sagði hann, að önnur aðildarríki EB kynnu að staðfesta breytingarnar án þátttöku Danmerkur. Van den Broek er nú forseti fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins. Framkvæmdanefndin tók hins vegar sjálf enga formlega afstöðu til atkvæðagreiðslunnar á danska þjóðþinginu á þriðjudag, en þar voru EB-tillögurnar felldar með 80 atkvæðum gegn 75. Sagðist nefhd- in „ekki vilja hafa afskipti af innan- landsmálum Danmerkur." Uppreisnarmenn sækja fram í Suður-Jemen Djibouti, 22. janúar. AP. MHULLI stórskotahríð var hald- ið uppi á hafnarhverfi Aden, höfuðborgar Suður-Jemens f dag og ekkert lát virtíst þá á bardög- um milli hinna stríðandi fylkinga marxista f landinu. Báðir aðilar sögðust hafa betur f átökunum. Svo virtíst þó sem uppreisnar- menn væru að ná yfirhöndinni f borgarastríðinu, sem nú hefur staðið f meira en 10 daga. Uppreisnarmenn höfðu sótt fram í Aden og á sumum stöðum úti á landsbyggðinni. Hersveitir tryggar Ali Nasser Mohammed forseta höfðu hins vegar búið rammlega um sig í sumum hverfum í Aden og héldu uppi mikilli skothríð þaðan á sveitir uppreisnarmanna, sem sóttu inn í borgina. Yfir 3000 manns hafa verið flutt- ir burt frá Suður-Jemen af brezk- um, frönskum og sovézkum skipum. Lýsa flóttamennirnir Aden eins og VIGGIRT PRENTSMÐJA BLAÐAKÓNGURINN Rupert Murdoch hefur reist nýja prentsmiðju f Docklands á Lundúnasvæðinu og er hún búin nýjustu tækni, ólíkt þvf sem er með prentsmiðjurnar í Fleet Street, þeirri kunnu blaðagötu. Nú hafa prentarar hótað verkfalli hjá Murdoch og er ástæðan sú, að hann ætlar að ráða tíl sín menn úr raf iðn- aðarsambandinu f stað prent- ara. Af ótta við, að skemmdar- verk verði unnin á prentsmiðj- unni hefur hún verið girt með gaddavirsflækjum. Sjá „Prentarar hóta..." á bls25. AP/Símamynd „borg dauðans", þar sem götur og stræti eru þakin líkum og brunnum skriðdrekaflökum. Japanskt flutningaskip, sem komið hafði til hafhar í Aden, náði ekki að taka neitt flóttafólk um borð: „Við urðum að flýja til þess að bjarga lífi okkar," var haft eftir einum af áhöfninni. „Fallbyssubát- ur sigldi upp að skipi okkar í höfn- inni og tók að skjóta þaðan á skrið- dreka á ströndinni. Skriðdrekarnir svöruðu skothríðinni óðar og varð skip okkar þá fyrir sprengikúlum, sem ollu talsverðum skemmdum. Tveir af áhöfninni særðust, áður en okkur tókst að forða okkur og siglaburt." Sovézkt flutningaskip kom í dag til Djibouti með 589 flóttamenn frá Suður-Jemen. Þeir voru flestir sovézkir, en í hópi þeirra voru einnig fólk frá Ungverjalandi, Tékkóslóv- akíu og Austur-Þýzkalandi. Snekkja Bretadrottningar, Brit- annia, flutti í dag meira en 300 manns burt frá Suður-Jemen, en áður hafði skipið flutt á sjöunda hundrað manns burt þaðan. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, hóf í dag ferðalag sitt til aðildarlanda EB. Hyggst hann freista þess að fá því framgengt, að tekið verði tillit til sjónarmiða Dana f fyrirhuguðum breytingum á skipulagi EB. Var gert ráð fyrir því, að hann ræddi við Sir Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Bretlands, f kvöld. Talsmaður brezka utanríkisráðu- neytisins sagði hins vegar í dag: „Við sjáum enga þörf á því að gera frekari breytingar. Umbætur þær á Rómarsáttmálanum, sem búið er að ákveða, haf a okkar samþykki." Ellemann-Jensen mun ræða við van den Broek á föstudag. Sá sfðar- nefhdi sagði f dag, að fari svo að öll aðildarríki EB nema Danmörk staðfesti breytingartillögurnar á fyrirhuguðum fundi bandalagsins í Briissel 17. febrúar nk., þá verði dönsku þjóðinni „send visbending um, að það, sem þegar er búið að ákveða, sé algert frumskilyrði fyrir frekari sameiningu Evrópu." Þrír vísinda- menn dæmdir Varnjá, 22. janúar. AP. ÞRÍR pólskir vfsindamenn voru f dag dæmdir sekir um að hvetja tíl óeirða, er þeir komu fram í sjónvarpsútsendingum hjá Sam- stöðu, samtokum hina frjálsu verkalýðsfélaga f landinu. Útsendingar þessar voru bannaðar af pólskum stjórnvöldum. Var mönn- unum gefið að sök að hafa þar hvatt fólk til þess að greiða ekki atkvæði í þingkosningum þeim, sem fram fóru í Póllandi í okóber sl. Mennirnir þrír voru Jan Hanasz, forseti stjarneðlisdeildarinnar við vís- indastofnunina f Torun og tveir aðrir eðlisfraíðingar, þeir Zygmunt Turlo og Laszek Zaleski. Fengu þeir allir 18 mánaða skilorðsbundinn fangels- isdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.