Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐDE), FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 15 Mario Soares — hann er virtur og vinsœll en dálítið þreyttur. geta nærri að það útheimti hug- rekki að efna til þessara aðgerða. Þó svo að Ramalho Eanes forseti, sem þá var herforingi, hafi löngum fengið heiðurinn af því að koma upp um samsæri kommúnista til að hrifsa völdin í Portúgal haustið 1975, er ekki vafi á því að athafnir Marios Soares urðu til að stappa stálinu f landa hans. Á alþjóðavett- vangi nýtur Mario Soares einnig mikils álits og hefur fram til þessa veríð langþekktasti stjórnmálamað- ur Portúgals erlendis. Langt er síðan vitað var að Soares myndi sækjast eftir forseta- embættinu og hefur að líkindum þótt það viðeigandi lok á stjórn- málaferli sinum. Hinu er ekki að leyna að trú á getu hans til að rétta við hag Portúgala hefur farið dvín- andi og kjósendur segja margir að í landinu yrði óbreytt ástand ef hann yrði forseti. I stað þeirrar þróunar sem Portúgölum finnst nauðsynlegt að verði eftir áratuga stöðnun f nánast öllu tilliti. Mario Soares fæddist 7. desem- ber 1924 í Lissabon. Hann er lög- fræðingur og sagnfræðingur að mennt. Kona hans heitir Maria Barroso og þau hjón eiga son og dóttur. Meðbyr Salgados Zenha virðist hafa stöðvazt og nú eru fæstir sem reikna með að hann muni ná um- talsverðu atkvæðamagni. í fyrstu töldu menn að það yrði honum til framdráttar, að Ramalho Eanes forseti lýsti því yfír að hann og Lýðræðislegi endurnýjunarflokkur- inn styddu Zenha. Manuela forseta- frú hefur látið mjög að sér kveða f baráttunni og komið fram á ótal fundum Zenha og flutt ræður við ákaflega dræmar undirtektir, að því er fréttamenn sem fylgjast með frambjóðendunum staðhæfa. Eins og kunnugt er galt Eanistaflokkur- inn Lýðræðislegi endurnýjunar- flokkurinn mikið afhroð í borgar- og sveitarstjórnarkosningum á landihu á sl. hausti, eftir óvænta útkomu, um 20% f þingkosningum nokkrum mánuðum áður. Forsvars- menn flokksins hafa ekki getað sannfært almenning um nauðsyn þess að flokkurinn starfi eins og alvöruflokkur og það sem er öllu verra: Hann vantar eiginlega alla stefnuskrá og málefnagrundvöll. Megintilgangurinn var að tryggja Eanes forseta vettvang í stjórn- málum þegar forsetatfð hans lyki. Það hefur einnig varpað rýrð á Zenha í kosningabaráttunni, að hann lýsti því yfir að hann þægi með þökkum stuðning kommúnista. Með það í huga sem var 1975 finnst mörgum þetta skjóta skökku við. Einnig finnst mörgum það hið versta mál að Zenha skuli telja nauðsynlegt að bjóða sig fram þegar Soares fyrrum vinur hans og bandamaður er að sækjast eftir embættinu. Þó er ekki trúlegt að framboð Zenha ráði úrslitum. Svo .virðist sem forskot Freitos do Amaral sé það mikið að Soares hafi enga von um að vinna það upp héðan af. Ekki eru birtar niðurstöður skoð- anakannana f Portúgal sfðustu vik- una fyrir kosningar. En samkvæmt óopinberum tölum er staða fram- bjóðendanna nú eitthvað á þessa leið: Do Amaral er spáði 41—43 prósentum atkvasða, Mario Soares 17—20 prósentum, í þriðja sæti Maria Pintassilgo með 15—20 pró- sent og Zenha er spáð 15—19 pró- sentum. Allar spár sem enn hafa verið birtar hnfga sfðan í þá átt að Do Amaral vinni í sfðari umferðinni, jafnvel þótt frambjóðendurnir þrír reyni að gera einhvers konar banda- lag til að sigra hann. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir „Fólk er á atvinnu- leysiskrá og- vill ekki vinna hjá þér, segir þú í greininni. Sé um skammtúna stöðvun á vinnustað þeirra að ræða, hversvegna ætti það þá að fara frekar til þín en bíða kannski nokkra daga?" Bónusinn rekur á eftir henni í vinn- unni, klukkutíma matarhlé fer f að gefa krökkunum eitthvað ætilegt þegar þau koma úr skólanum, skilja eftir miða á eldhúsborðinu þar sem sá fyrsti heim er beðinn að kveikja undir kartöflunum til að flýta fyrir kvöldmatnum. Sé unnið til 10 er kvöldmatarhléið ekki betra, allir reyna að gera alla hluti í einu, meðan húsmóðirin okkar sárbölvar því hvað þessir andskotans ör- bylgjuofnar eru dýrir, matseldin gengi þó fljótar í þeim. Svo allt f einu er kvótinn búinn eða eitthvað annað stoppar vinnuna og húsmóð- irin okkar fer á atvinnuleysisbætur og fer að gera allt sem hún sló á frest í törninni. Þá fer aðallinn sem hugsar um velferð lands og þjóðar að angra hana f fjölmiðlum. Er það forsvaranlegt að hún hangi heima á atvinnuleysisbótum og verið er ' að flytja inn ástralskar píur í kipp- um til að vinna í fiski? Væri ekki betra að fá ástralíu-píu til að hugsa um heimili, karl og krakka og láta hana þeytast á fjarlægasta horn landsins í fisk? Hún mundi bjarga útflutningsatvinnuvegunum því hún er vön í fiski, sú ástralska yrði au pair sem er óneitanlega flottara á prenti. Allsherjarlausn. Bingó. Drottinn minn hvað maður verð- ur argur að hlusta á svona rugl hjá fólki sem veit ekkert um hvað það er að tala. Fiskvinnufólk eins og aðrir vill láta koma fram við sig eins og vitibornar manneskjur, þeir vinnuveitendur og yfirmenn sem umgangast starfsfólk sitt á jafh- ræðisgrundvelli, virða rétt þess til að hafa skoðanir og sýna fólki að litið sé á það sem manneskjur, eru yfirleitt ekki í neinum vandreeðum með að halda fólkinu sínu svo árum og áratugum skiptir. Maður skiptir ekki á almennilegum yfirmanni og æpandi smáhitler fyrir 5-6 krónum hærra á tímann í návist þeirra. Laun nútfma þræla f fiskvinnu á sjó og landi eru kapítuli útaf fyrir sig. Ég hef nú reynt að svara skæt- ingi þínum í garð fiskvinnufólks Sigurður. Sjómennirnir liggja óbættir hjá garði, þeir verða að svara fyrir sig sjálfir, ég hef ekki líkamlega burði til að svara að hætti sjómanna eins og Árni John- sen. Ég vona svo að þér gangi vel í nútíð og framtíð, svo þú þurfir ekki að vera svona reiður út í fólk sem ekkert hefur gert þér. Alfaðir blessi þig væni minn. Höfimdur er fiskvinnslukona í Vogum. Kópavogshælið Gleymum þeim ekki — Hvers vegna söfnum við? AUir sem heyrðu fréttir í sl. viku af elsvoða í Kópavogshæli, þar sem meira og minna vangefið fólk dvelur urðu harmi lostnir. Hvernig gat það gerst að engar brunavarnir væru f hæli, þar sem sjúklingar dvelja á læstum deildum? Skýringarnar sem fylgdu í kjöl- farið voru þær, að þrisvar höfðu verið lagðar fram beiðnir um fjár- framlög til brunavarna á Kópavogs- hæli, en jafnoft hafði slíku verið hafnað vegna fjárhagsvanda rfkis- sjóðs. Það má endalaust deila um, hvað skal skera niður og hverju skal hafnað þegar tekin er afstaða til framkvæmda á vegum rfkisihs, en ljóst er að þegar fjallað var um þessa beiðni, hafa viðkomandi ekki gert sér grein fyrir hversu brýnt var að brunavarnarkerfi yrði sett í Kópavogshæli, sem hefur þá sér- stöðu að flestir sem þar dvelja eru lokaðir inni, allavega yfir nóttina. Einn lést f brunanaum, margir þoldu þjáningar og mesta mildi er að ekki fór ennþá verr. Biaðaljósmyndari sem kom á vettvang um svipað leyti og slökkvi- liðið og lögregla, hefur tekið frétta- myndir í 35 ár komst svo að orði: „Mitt hlutverk er að taka myndir af þvf sem er að gerast og ég geri ekki annað, en í þetta sinn lagði ég frá mér myndavélina og gekk til liðs við björgunarfólkið, ég gat ekki annað." Slökkviliðsmaður sem hefur starfað í slökkviliðinu í Reykjavík í áraraðir sagði: „Ég hef aldrei séð ömurlegra, hér mátti ekki miklu muna að allir á þessari deild fær- ust." Flestir íslendingar vita af Kópa- vogshæli og hversvegna fólk dvelur þar, en fæstir gefa því mikinn gaum frá degi til dags. Þarna dvelst fólk úr hinum ýmsu byggðarlögum landsins. Við öll, hvar sem við búum í landinu erum ábyrg fyrir þvf að þessu fólki lfði sem best á þessum stað, nægar eru þjáningarnar sem fólkið og að- standendur þeirra mega þola samt. Kona utan af landi hringdi til okkar í Kiwanishúsið og sagði: „Mér ber skylda til að láta framlag frá mér og mfnum f þessa söfnun, þó ekki væri nema vegna þess að börnin mín eru öll heilbrigð, og ég get ekki nógsamlega þakkað það." Einhver sagði, ríkið á að sjá um þetta. Það er rétt, samfélagið á að sjá um þetta fólk, en því miður bregst það oft. Ekki vegna viljaleys- is, heldur fyrst og fremst vegna vandræða við skiptingu þess sem til er hverju sinni. Sagt hefur verið að til þess að koma upp brunavörn- um f sjúkrahúsum almennt þyrfti 100 miltjónir. Þeir peningar eru ekki til og ekki á fjárlögum þessa árs. Þess vegna ræðst Kiwanishreyf- ingin f fjársöfnun, hún kallar á sfna menn til starfa og biður alla íslend- inga að taka þátt. Sú sérstaða sem Kópavogshæli hefur, kallar á skyndiaðgerðir i brunavörnum og við höfum tekið að okkur framkvæmdina við þessa söfnun. Kaupin á brunavarnakerfi hafa verið boðin út að beiðni hreyf- ingarinnar. Takmarkið er fullkomið brunavarnakerfi f Kópavogshæli eins fljótt og auðið er. Gleymum þeim ekki. Frá Kiwanishreyfingunai á ía- laiidi. LJOSMTUN Á UPPLÝSINGAÖLD SF-8200 SF-900 Þó að tækniframfarirá venjulegum Ijósritunarvélum stefniírétta átt eralltafþörffyrirþærsem skara fram úr. Nýju SHARP Ijósritunarvélarnar eru framúrskarandigóðar. Þærauka framleiðni skrifstofunnar með háþróaðri tæknisem auðvelt erað stjórna. SHARP vélarnar tryggja þéróbrigðulIjósrit sem eru fullkomin eftirmynd frumrits. ÍHIjómbæ eru ti!8gerðir Ijósritunarvéla á lager, verð frá kr. 74,881.- stgK HLJOMBÆR HVERFISGOTU 103 SIMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.