Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 51 VELVAKANDI SVARARÍSÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁMÁNUDEGI TILFÖSTUDAGS UM ENDURHOLDGUN Svar við athugasemdum Þorsteins Guðjónssonar Síðari hluti Hann er f allegur þægilegur ogvandaður Larvik hornsófinn Á eftir „degi" kemur nótt hvfldar og ánægju í heimahögum. Hin hærri svið eru heimkynni sálarinnar en jörðin aðeins vettvangur skóla- göngu hennar. Það er aldrei eilífð nætur og hvfldar, heldur víxlun af einu tíðnisviði yfir á annað með vissu millibili og hvenær sem birtir að morgni á sér stað endurnýjun ytri starfsemi. Við vitum að flókin líkamleg og líffræðileg form eru alltaf byggð hægt og sígandi upp af einfaldara formi. Hugleiddu þá hina geysilega margflóknu sálaruppbyggingu vel þroskaðs siðmenntaðs manns. Þó við lítum framhjá spurningunni um andann f bili og athugum aðeins það sem snýr að vitsmununum, virðist þá ekki vera ógerlegt að maður geti byrjað með tvær hendur tómar við getnað eða fæðingu og þróað síðan á tuttugu til þrjátíu árum hina flóknu uppbyggingu sem hinn siðmenntaði maður er? Hugs- aðu sfðan um þau tilfelli sem eru ofar meðalmanninum, snillingana sem eru jafnvel fjarlægari hugsviði villimannsins en villimaðurinn er frá apanum. Hugsaðu út í þá stað- reynd að þegar snillingar eiga í hlut sjáum við stundum fjögurra eða fimm ára börn sem hafa til að bera einbeitingargetu sem er meiri en hjá mörgu fullorðnu fólki. Hvern- ig gæti hugurinn þroskast og vaxið upp úr engu í þetta stig á örfáum árum? Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal cfnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér ídálkunum. Hin forna heimspeki setur fram þá skýringu að til staðar sé fram- þróun vitundar og innra lífs ná- kvæmlega eins og f efhisheiminum. Lífið notar form sem lagað er að þörfum þess en leggur síðan frá sér þegar það er úr sér gengið. Seinna birtist það í eilítið fullkomnari lík- ama. Þegar heilagur andi umvefur sig „efni" á leið sinni í þéttari form er í fyrstu engin niðurgreining í einstakar sálir. Lífskjarninn skilur sig hægt og sígandi f mismunandi tegundir eða hópa sem sfðar skipta sér niður f minni hópa, nákvæmlega eins og safi trésins smýgur upp bolinn, sfðan út í greinar og að lokum í undirflokka smágreinanna. Sál jurtar eða dýrs er hluti af hóp- sál og þegar einstök planta eða dýr deyr og lffskjarni þess skilur við formið fer þéssi lífskjarni aftur til og sameinast hópsál viðeigandi tegundar eða afbrigðis. Hvern þann lærdóm sem hlutaðeigandi lff hefur numið, t.d. að örn geti drepið hænuunga, mun á einhvern hátt mótast í hiina sameiginlegu undir- vitund hópsins og samansafn fjölda tilvika svipaðrar reynslu frá ein- stökum einingum tegundarinnar mun sýna sig sem myndun ákveð- innar eðlishvatar dýrs. Allar síðari einingar sem fæðast inn í þá dýra- tegund munu hafa til að bera ómeð- vitað minni allra fyrri eininga teg- undarinnar. Það er ekki fyrr en við komum að mannlega stiginu sem séreðlis- myndun (individualisation) á sér stað. Allar þær mannssálir, sem nú eru til (hvort sem er í jarðnesku lffi eða lífi í hinum efnisfínni heimum), séreðlismynduðust á einhverju tímaskeiði í fjarlægri fortíð, tíma- setningin mismunandi í hinum ýmsu tilvikum, þannig að sumar sálir eru tiltölulega ungar en aðrar eldri og nokkrar sem eru þó nokkuð miklu eldri. Við séreðlismyndun verður það sem áður var manndýr mannleg vera með sjálfstæða sál. Mannssálin gengur f gegnum fjölda endurholdgana sem mannvera, með hvíldartímabilum á hinum fínni sviðum, og þroskast hægt og síg- andi frá villimennsku til siðmenn- ingar og blómstrar sfðan sem hinn fullkomni maður sem ekkert hefur meira að læra af lffi á jörðu, heldur er „útskrifaður" frá skóla mannlegs lífs eftir að vera orðinn hæfur til að ganga inn f rfki ofar hinu mann- lega." Ég vona að Þorsteinn sé, eftir lestur þessarar greinar, nokkru fróðari um endurholdgun, sem hann telur vera „eitt þeirra orða er menn nota án þess að leiða hugann að merkingu þeirra", og ennfremur vona ég að hann sjái af lestri grein- arinnar að endurholdgunarkenning- in er að engu leyti ókristileg eins og hann fullyrðir í grein sinni. í sambandi við tilvitnanir hans í kenningar Helga Pjeturss þá er það eitt að segja að sjaldnast hefur mönnum farnast vel á því að kasta steinum úrglerhúsi. Omar Sveinbjörnsson Larvik hornsóf i — 6 sæta — ljós eða lútuð fura. — B:195 XL 250. Útb. 10.000 - afb. 6 mán. Mundu að við tökum greiðslukortin bæði sem staðgreiðslu með hæsta afslætti og sem út- borgun á kaupsamning. HDSGAGNAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410 MICEOLINE 182/192/193 Þeir hafa Þakkir til Hrafns I slegið í gegn! • 0 gm^H og sjonvarpsms Mig langar til að þakka Hrafni Gunnlaugssyni og sjónvarpinu fyrir það fyrir það, sem mér finnst vera best heppnaða áramótaskaup f mörg ár. Þá ekki sfður hinn skemmtilega dansleik f sjónvarpssal á nýársnótt, ég skemmti mér svo vel við sjónvarpstækið að ég gat ekki slitið mig frá því fyrr en dans- inuin lauk. Því snerti það mig óþægilega, þegar ein frú, sem var að tala um þessa ágætu sjónvarpsþætti í út- varpinu á laugardegi rétt eftir ára- mótin, sagði eitthvað á þessa leið: „að hún vonaðist til að fjðlmiðl- arnir færu ekki að mata fólk á öllu, sem skeði og stöðva það f því að taka þátt í sjálft." Greini- lega þótti henni ofrausn hjá sjón- varpinu að færa fólki áramóta- brennu inn á heimilin. Eins kom framhjá henni sá misskilningur að svona ball í sjónvarpssal stuðli að stéttaskiptingu. Mér finnst nefnilega að hver maður ætti að vita að fjöldi fólks er í þeim sporum að vera áratugum saman fyrirmunað að taka þátt f svo mörgu, sem aðrir geta veitt sér. Þessu veldur bæði aldur, bæklun og svo margt, — að ekki sé nefnt fólkið í dreifbýlinu. Þess vegna kærar þakkir til allra, sem áttu þátt í þessari frábæru sjónvarpsdagskrá, sem vonandi verður áfram f sama dúr. Mai-ía Markan 1 Þessir hringdu . . Góð þjónusta hjá Iðnó Bára hringdi: „Mig langar til að koma á framfæri þakklæti fyrir einstaklega góða þjónustu í Iðnó. Ég hringdi þangað síðdegis sl. sunnudag til að panta miða fyrir fjölskylduna. Við erum sex og tvö BJá fremur illa, og urðum við því helst að fá sæti framarlega í saln- um. Konan sem svaraði í sfmann hjá þeim f Iðnó var alveg einstak- lega liðleg og gaf sér góðan tfma til að finna fyrir okkur sæti, sem alls ekki var auðvelt. Vildi hún allt fyrir okkur gera og lagði sig mjög fram til við fengjum sæti saman. Ég hef oft hringt í miða- sölur en aldrei áður fengið svona góðaþjónustu." Endursýnið Kastljós frá 13. des. Anna hringdi: „Mig langar til að fara þess á leit við sjónvarpið að það sýni aftur Kastljós sem var á dagskrá hinn 13. des. sl. I þessum þætti var rætt við tvö ungmenni sem bæði höfðu hlotið varanlega fötlun eftir slys. Ég held að margir hafi misst af þessu vegna jólaanna og svo voru stór- markaðir opnir frameftir þetta kvöld." Bifreiðastöð Steindórs rétt yfirskrift Jóhann G. Guðjónsson hringdi: „Kristinn nokkur Snæ- land skrifar pistil í Velvakanda sl. þriðjudag þar sem hann fjallar um grein sem ég skrifaði f Velvak- anda fyrir nokkru. Ég vil að það komi fram að yfirskrift greinar minnar, „Bifreiðastöð Steindórs", er í fullu samræmi við efni henn- ar, og er ekkert við Velvakanda eða blaðamenn Morgunblaðsins að sakast í þvf efni. Sendibílar hf. hafa afgreiðslu hjá Bifreiða- stöð Steindórs, svo einfalt er nú það. Að öðru leyti nenni ég ekki að leiðrétta skrif Kristins." Sendibílar hf. ekki Bif- reiðastöð Steindórs Kríatínn Snœland skrifan Velvakandi hefur ekki veríð vel vaknaður þegar hann setti „Bifreiða- stöð Steindórs" sem yfirskrift við skríf JóhannB G. Guðjónssonar f dálki sfnum 9. janúar sl. Hin hvim- leiða staðreynd er sú, að blaðamenn Skýringin er augljós: • Fróbœrir nótuprentarar. • Fullkomlega aöhœföir IBM PC og sambœrilegum tölvum. • Geta auk þess tengst td. Hewlett Fbckard, Wang FC, Digital, Apple og öörum tölvum. • Fallegir, fyrirferöarlitlir og sérlega hljóölótir. • Notandi getur sjálfur hannaö eigin leturgeröir. • Fullkomin varahluta og viöhaldsþjónusta. • Til ó lager. Nýjungarnar koma alltaf fyrst fró MICROLINE. Þaö er því engin furöa, að MICROLINE eru mest seidu tölvuprentarar ð islandi l tÍVÍÍKROl Skeifunni11 Símí 685610 7-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.