Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 54
~Sr 54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 '*► •’.'T Bikar- meistara- mót FSÍ Bikarmeistarmót Fimleika- sambands íslands verður haldið í Laugardalshöllinni taugardaginn 24. janúar og sunnudaginn 25. janúar. Keppt er í þremur flokkum stúlkna (A-B-C) og í tveimur hjá piltum (A-B). Keppnin hefst sem hér segir: Kl. 14:30 laug- ardag C-lið stúlkna, kl. 17:20 laugardag B-lið stúlkna, kl. 13:30 sunnudag A-lið stúlkna og Aog B lið pilta. Alls munu þátttakendur í þessu móti verða um 100 tals- ins og koma frá 6 félögum, Ármanni, Gerplu, Björk, KR, Fylki og Stjörnunni. Úrslit í A-liði verða notuð til viömiðun- ar við val á keppendum í land- skeppni við Skotland sem fram fer 9. febrúar nk. í Laugardals- höll. Kópavogs- hlaup HIÐ árlega Kópavogshlaup verður háð f 13. sinn laugar- daglnn 25. janúar kl. 14:00. Hlaupiö verður frá Vallar- gerðisvelli. Hlaupnir verða 6 km í karlaflokki en 3,5 I kvenna- flokki og drengjaflokki. Verð- laun verða veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti í öllum flokkum. Auk þess fá sigurveg- arar f öllum flokkum farandgrip til varðveislu f eitt ár, sem Sparisjóður Kópavogs gefur. Öllum er heimil þátttaka. Skráning fer fram á staðnum frákl. 13:00. Innanhúss- mótí frjálsum Innanhússmeistaramót ís- lands f frjálsum fþróttum f flokki drengja, sveina, stúlkna og meyja verður hald- ið 1. og 2. febrúar nk. Laugardaginn 1. febr. hefst mótið í Baldurshaga kl. 13.00. og verður síðan framhaldið í Ármannsheimilinu kl. 17.00. Sunnudaginn 2. febr. hefst mótið kl. 11.30 í Ármanns- heimilinu og verður framhaldið ÍBaldurshaga kl. 14.00. Keppt verður í fjölmörgum greinum. Þátttökutilkynningar skuli berast til Stefáns Jó- hannssonar fyrir mánudaginn 27. janúar. Fyrsta skíða- mótið FYRSTA 8kfðamót vetrarins verður f Bláfjöllum á laugar- daginn. Nú er nægur snjór og gott skíðafæri. Keppt verður f svigi og er mótið á vegum skfðadeildar Ár- manns. Mót þetta gefur stig til Reykjavíkurmeistaratitils. Keppt verður í flokki fullorð- inna og 15—16 ára. Mótið hefst stundvíslga kl. 11.00. •Unglingalandsliðið f badminton sem hélt til Budapest f Ungverjalandl tll að taka þátt f Flnlandfa-Cup, sem er keppni B-þjóða í badminton. Á myndinni eru. Efri röð frá vinstri: Sigfús Ægir Árnason, farar- stjóri, Ármann Þorvaldsson, Árni Þór Hallgrfmsson, Haukur P. Finnsson, Snorri Ingvarsson og Jóhann Kjartansson, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Ása Pálsdóttir, Guðrún Gfsladóttir, Helga Þórisdóttir og Guðrún Júlfusdóttir. Badminton: Unglingalandsliðið til Ungverialands Andrea gerði 12 mörk ANDREA Atladóttir skoraði 12 mörk fyrir ÍBV gegn HK f 2. deild kvenna f handknattleik f Vest- mannaeyjum á sunnudaginn. ÍBV vann yfirburða sigur, 34—10. ÍBV-stúlkurnar hafa nú unnið fimm leiki og tapað einum í mótinu og eru efstar í deildinni. Eiríkur þjálfari Reynis Akureyri, 13. janúar. EIRÍKUR Eirfksson hefur verið endurráðinn þjálfari knattspyrnu- liðs Reynis frá Árskógsströnd. Liðið vann sér sæti í 3. deild á síðastliðnu hausti undir hans stjórn. Eiríkur leikur hugsanlega með liöinu en hann er markvöröur — og lék einmitt með Þór á Akur- eyri fyrir nokkrum árum við góðan orðstír f GÆR hélt unglingalandslið ís- lands f badminton utan til Buda- pest f Ungverjalandi til að taka þátt f landsliðakeppni unglinga undir 18áraaldri. Þetta er svokallað Evrópumót B-þjóða f badminton þvf 6 bestu þjóðir f Evrópu fá ekki að vera með. Þátttökuþjóðirnar að þessu sinni eru 12 og skiptast í eftirtalda riðla: A) Finnland, Ungverjaland, Spánn. B) Noregur, Pólland, Belgía. C) Sovétríkin, Austurríki, Sviss. D) Wales, frland, Island. Við ramman reip verður að draga hjá íslensku unglingunum því Wales og írland eru nr. 8 og 9 Mikill karateáhugi MIKIL gróska er nú f karateíþrótt- inni hér á landi. Karatefólögin gengust fyrir sinni þriðju samæf- ingu f vetur á mánudagskvöldið. 110 karateiðkendur mættu frá fjórum félögum. Til marks um áhugann fyrir karate eru öll byrjendanámskeið yfirfull hjá félögunum. Fyrirhugað er að halda byrjenda- og unglinga- mót hjá shotokan-félögunum í byrjun febrúar. Næstu mót hjá karatemönnum verða eins og hér segir: Þórs- hamarsmeistaramótið í Hagaskóla kl. 14.00 sunnudaginn 2. febrúar nk., fsspor-mótið í Hagaskóla kl. 19.00 sunnudaginn 16. febrúar og íslandsmeistaramót Karatesam- bandsins sunnudaginn 23. mars í Laugardalshöll. á styrkleikalista unglingaliöa í Evr- ópu en fsland nr. 15. Sigurvegarar hvers riöils fyrir sig spila um 1,—4 sæti, nr. 2 úr riðlunum spila um 5.-8. sæti, og nr. 3um9,—12. sæti. I hverjum landsleik verða spilað- ir 2 einliðaleikir pilta og stúlkna, 1 tvíliðaleikur pilta og stúlkna og 1 tvenndarleikur, samtals 7 leikir. Þau sem skipa unglingalandslið- ið að þessu sinni eru: Ása Pálsdóttir ÍA Guörún Gísladóttir ÍA Guðrún Júlíusdóttir TBR Helga Þórisdóttir TBR Snorri Ingvarsson TBR Árni Þór Hallgrímsson TBR Ármann Þorvaldsson TBR Haukur P. Finnsson TBR Með í för veröa einnig Jóhann Kjartansson, þjálfari landsliösins, og Sigfús Ægir Árnason, farar- stjóri. Heim verður komið 27. jan- úar. Norræna skólahlaupið: Tíu skólar með 100% þátttöku NORRÆNA skólahlaupið fór fram á Norðurlöndum á tfmabilinu okt.—nóv. og var þetta annað árið sem hlaup þetta fór fram hér á landi. Veruleg aukning varð á þátttöku f hlaupinu frá þvf sfðast. Alls tóku nú 116 skólar þátt f þvf og hlupu 22.343 nemendur alls 82.795 km. Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur, kennara og aðra starfsmenn skól- anna til þess að æfa hlaup eða aðrar íþróttir reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Haukar- UMFN íkvöld HAUKAR leika við efsta lið úrvals- deildar, Njarðvfk, f Hafnarfirði í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.00. Njarðvíkingar eru með 26 stig eftir 15 leiki, en Haukar eru með 22 stig. Það verður því örugglega hart barist í leiknum í kvöld. Kl. 21.30 leika svo Haukar og Kefiavík í 1. deild kvenna. Geta þátttakendur valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að þessu sinni tóku auk nem- enda 686 kennarar og aðrir starfs- menn skólanna þátt í hlaupinu og hlupu samtals 2.570,5 km. Sé þátttakan í einstökum skól- um borin saman voru hlutfallslega flestir þátttakendur í eftirtöldum skólum: þátt. nem. Álftamýrarskóla, Reykjavfk 100% 371 Bamask. á Sauðárkókl 100% 213 Varmahlí&arskóla 100% 139 Hafralaakjarakóla 100% 107 Laugagaróisskóla 100% 104 Andakflaskóla 100% 37 Hrolllaugsstaðaskóla 100% 18 Grunnsk. Staðarsvalt 100% 16 Grunnsk. I Galthallnshrappl 100% 11 Grunnak. I Mýrarhrappl 100% 7 Grunnskólum I Njaróvlk 97,8% 443 Oddayrarskóla 97,6% 348 Gagnfr.ak. á Sauóárkróki 97,6% 227 Brúarirakóla 96,3% 26 Arskógarakóla 96,7% 44 í eftirtöldum skólum hlupu nem- endur lengst þegar tekið var meðaltal: km Laugaskóla Dalaaýslu 9,62 Grunnskólanum 4 Hvammstanga 8,60 VarmahlfAarakóla 8,29 Gagnfrasðaskólanum á Sauðárkrókl 7,60 Grunnskólanum á PatraksflrAI 6,61 Grunnskólanum I Þortákshöfn 6,28 Grunnskólanum á Bfldudal 6,17 Grunnskólanum I Borgarnasl 6,02 Grunnskólanum (Staðarsvah 6,00 Grunnskóla Eyrarsvettar 5,93 Flúðaskóla 6,78 Grunnskólanum I SlgluflrAI 6,66 LsugagerAlsakóla 5,66 StslnsstaAaskóla 6,57 Klappjámsreykjarskóla 5,62 Bjarni ósigrandi JÚDÓSAMBAND íslands var stofnað sunnudaginn 28. janúar 1973. f tilefni af þvf er haldið svokallað afmælismót JSf árlega. Laugardaginn 18. janúar sl. fór fram fyrri hluti þessa móts, en þá var keppt f þyngdarflokkum karla. Að þessu sinni var keppt í 6 þyngdarflokkum og voru keppend- ur 3o frá Gerplu, Ármanni, Júdófé- lagi_ Reykjavíkur og UMFK. Úrslit einstakra flokka þessi: -60 kg flokki: 1. Eiríkur Ingi Kristinsson 2. Höskuldur Einarsson 3. HelgiJúlíusson 3. Magnús Kristinsson -65 kg flokki: 1. Karl Erlingsson 2. Róbert Wessmann 3. Þóroddur Gissurarson -71 kg flokki: urðu Á JR Á Á 1. HalldórGuðbjörnsson JR 2. Níels Hermannsson Á 3. Steinþór Skúlason JR 3. Sigurður Kristinsson Á -78 kg flokki: 1. Ómar Sigurðsson UMFK 2. Páll M. Jónsson Á 3. Gísli Jóhannsson Á -86 kg flokki: 1. Rögnv. Guðmundss. Gerplu 2. Gísli Wiium Á 3. HaukurVíðisson Á +95 kg flokki: 1. Bjarni Ásgeir Friðriksson Á 2. Sigurður Sverrisson Á 3. Jón Atli Eðvarðsson Á Seinni hluti afmælismótsins fer svo fram í íþróttahúsi Kennarahá- skólans laugardaginn 1. febrúar nk. Erlingur bætti sig Fré Bjama Jóhannaayni, fróttaritara Morgunblaöaina í Noregi. ERLINGUR Jóhannsson, frjálsfþróttamaður úr UMSK, kepptl á innan- hússmóti í Ósló í Noregi um helgina. Hann náði þar ágætis árangri f400 metra hlaupi og bætti eigin árangur um hálfa sekúndu. Erlingur hljóp á 50,10 sekúnd- um. Þessi árangur Erlings lofar góðu fyrir sumarið. Hann hefur ákveðið að æfa með norska félag- inu, Tjalve, sem er stærsa frjáls- íþróttafélagið í Ósló. Hann mun taka þátt í norska meistaramótinu innanhúss um næstu mánaðamót. Annar íslenskur frjálsíþrótta- maður, Kári Jónsson, þrístökkvari, frá Selfossi, æfir og keppir líka fyrir þetta sama félag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.