Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Jón Helgason skáld ogprófessor — Minning að hann hefði fengið hjartabilun, en væri að hressast. Stór og mikill maður eins og Jón fellur eða stendur, vegur þar á milli er ekki til. Það hefði ekki hæft honum að vera með einhverja meðalmennsku á því sviði frekar en nokkru öðru sviði, sem hann fékkst við. Gilti þar einu, hvort um -, var að ræða að grúska í fornritum, yrkja kvæði eða vera sjónvarps- stjarna: alls staðar skaraði hann framúr og alltaf var hann sívinn- andi. Þjóð okkar heiðraði hann á marga vegu. Til dæmis var honum vegna skáldskapar síns veittur lista- mannastyrkur, og var það að verð- leikum. Kunni hann þó ekki að ganga um kaffihús á daginn og gera ekki neitt eins og alls konar leirskáldum þykir við hæfi — og fá fyrir listamannastyrk. Kynni mín af Jóni hófust, þegar ég kom sem óreynt stúdentsgrey í stríðslok til Kaupmannahafnar, sem var þá syndum spillt borg að talið . var hér nær pólnum — og vissu menn þó ekki, hvaða breytingar voru þar framundan. Frændi minn góður teymdi mig til hans í Áraasafn, og sá ég þá fyrst hinn mikla mann. Hann var nefhilega hartnær 190 sm hár og samsvaraði sér mjög vel. Þegar farið er að grauta í matematík, sem er göfugust allra vísinda, og sett inn í formúlu, að mannskepnan hækki um 6 sm hver kynslóð um- fram þá næstu á undan, má fá út, að Jón, sem var fæddur á aldamót- um, hefur verið heljarinnar stór maður miðað við umhverfi sitt. Samsvarandi maður fæddur um þetta leyti, mundi þá vera um 2 metrar og sæist langt að. Þetta var ofurlítil matematík, en annars átti að ræða um manninn Jón Helgason. í safninu tók Jón á móti okkur með mikilli ólund, sem risti ekki Vio millimetra ofan í húð- ina. Sagði hann, að ég gæti svo sem komið til þeirra, þótt ekki væri víst, að nokkur væri viðurgerningur, sem bjóða mætti. Úr þessu varð ævilöng vinátta, sem aldrei bar á skugga. A námsár- um mínum reiknaðist okkur Helga syni hans, að ég hefði komið 400 sinnum til þeirra og drukkið að minnsta kosti tunnu af tei, auk þess sem ég hefði annan viðurgern- ing, sem allt eins gat verið tekex, dýrindis matur eða hellingur af rjómatertum (en þær þóttu mér beztar. Mátti ég borða ótakmarkað af þeim, enda þungi miíin þá aðeins 68 kg. í dag nota ég öfugu töluna). Gestrisni á heimilinu var einstök. Allir voru boðnir þangað og vel- komnir og gilti einu, hvort viðkom- andi væri skáld eða listamaður eða bara einfaldur stúdent: allir fengu sömu hlýju móttökurnar, og var ekki munur á gerður. Húsi réði Þórunn Björnsdóttir, sem ættuð var frá Grafarholti. Vissi hún vel hvað hún vildi, og vildi aðeins vel. Sjaldan hefur nokkur maður fengið annað eins gersemi að konu og Jón, þegar hann fékk Þórunnar. Hún stóð heils hugar við hlið manns síns í útgerð gestrisins heimilis, sem vafalaust hefur verið nokkuð dýrt í rekstri vegna gestanna. Aldrei var þó matar vant né góðs atlætis. Þau eignuðust 3 börn: Björn, Helga og Solveigu. Mikið mannval er í þeim börnum, og hefur þeim vegnað vel í lífinu. Ekki skal gleymt »í einum aðila á heimilinu, sem var Brandur nokkur Árnason. Var hann nokkuð sérvitur og vildi liggja uppi í stólum og sófum, og taldi mýs hinar ætilegustu. Orti Jón um þenn- an vin sinn magnaðar kattavísur, sem lifa munu hjá þjóð okkar um aldir. Með Jóni og kettinum voru ýmis sameiginleg einkenni. Má þar telja, að hvor sat á sínum stól og vildi ekki, að aðrir sætu þar. Reyndist ekki ágreiningur með þeim á þeim vettvangi. Báðir stunduðu störf sín í næði og vildu hafa það svo. Ekki var það efni ágreinings þeirrá held- ur. Loks má telja, að hvorugum leið vel, ef meira var en svona 1,25 metrar á milli þeirra, en það fannst báðum mjög svo gott. Þau Jón og Þórunn reyndust mér sem beztu foreldrar, og var ég þeim þó alls endis óskyldur, þótt báðir værum við Jón Borgfirðingar, hann vegna ætternis og fæðingarstaðar, en ég vegna fæðingarstaðar. Mikið var oft gaman að koma þar og hitta hina merkilegustu menntamenn, suma sérvitra og leiðindaskarfa að mínu áliti, en aðra stórmenni á sínu sviði og þá oft einnig að mínu áliti stundum, þótt hreint ekki færi það nú alltaf saman. Ég taldi til dæmis ekki Halldór okkar sérlega merki- legt skáld. Kom það til af því, að í mig var troðið Björns Guðfinns- sonar íslenzku með zetum og öllu saman, og hefur mér aldrei fundist önnur íslenzka betri. Þar bættist svo við ströng kommusetning Magnúsar Finnbogasonar. Hvorugt féll saman við rithátt Halldórs vegna þess, að hann var með ein- hverjar herjans tiktúrur í rithætti sínum, sem ég gat alls ekki fellt mig við, og gafst égtil dæmis þrisv- ar upp á að lesa Islandsklukkuna bara vegna þess — einn allra íslend- inga, sem það hefi gert. Varð ég að fara í Þjóðleikhúsið, til að geta kynnzt verkinu, og fannst það býsna gott. Það var Halldór líka, einstakur ljúflingur og tók ekki mikið illa sérvizku stráksa. Einn gesta var Kristinn Andrésson, afar hægur maður og settlegur, og fjöld- an allan annan má til telja, þótt hér verði stöðvað. Oft var ég af skólabræðrum mín- um varaður við að vera of mikið á heimilinu, og takið þið eftin af póli- tískum ástæðum! Mikið lifandis ósköp þekktu þeir lítið til, hvað þeir voru að tala. f þau 400 skipti sem ég kom til Jóns og Þórunnar, heyrði ég aldrei pólitískum skoðun- um haldið að nokkrum manni, og get pó leyft mér að telja, að húsráð- endum hafi svo sem verið rétt vel- komið að hafa þá pólitísku skoðun, sem þeim sýndist. Þau höfðu fullt vit og frelsi til að velja það, sem þeim datt í hug eða hafna. Vit og frelsi eru eiginleikar, sem ótrúlegur fjöldi einstaklinga notar ekki í almennum pólitískum kosningum, og heyrir til undantekninga á jarð- arkringlunni, að mega yfirleitt nota slíka éiginleika. Jón var mikill ræðumaður og upplesari svo að af bar. Setti ég mig ekki úr færi að hlusta á hann í útvarpi eða á mannfundum, og varð alltaf ríkari af — nema einu sinni. Skal það nú rakið að nokkru: Viið vorum þrír angurgapar á ferð á vélsleðum (sem á ríkisfjöl- miðlamáli heita snjósleðar) á Blá- fjallahálsi fyrir svo sem 10 árum. Lentum við í afspyrnu vondu veðri, stórhríð og frosti og urðum að grafa okkur niður í snjóinn svona nokkurn veginn upp á líf og dauða. Það var á skírdag. Föstudaginn langa var jafn trítilvitlaust veður, og leið okkur heldur ónotalega, gegnblaut- ir og kaldir. Haldið þið þá ekki að ríkisfjölmiðillinn hafi fundið upp á að hella yfir okkur þarna í eymdinni hinum magnaðasta upplestri Jóns vinar míns af hrakföllum Reyni- staðabræðra. Áttum við ekki annað eftir en fara sömu leið, ef upplestr- inum hefði verið haldið áfram: slík- ur var áhrifamáttur upplestrar- tækni Jóns — en ég slökkti á útvarp- inu á Jóni í þetta einasta skiptið. Þegar námi mínu lauk, hélt ég eftir beztu getu upp sambandi við fólkið á Kjærstrupvegi, en að sjálf- sögðu dofnaði það með tímanum einfaldlega vegna samskiptaleysis. Ævinlega var sami hlýhugur í minn garð á þeim bæ. Þórunn kona Jóns lézt fyrir 20 árum. Gerðu menn því skóna, að ekki yrði langt á milli þeirra vegna ímyndaðs hjálparleysis Jóns. Jón komst yfir konumissinn, sem var stór, og gekk að tíu árum liðnum að eiga aðra konu af dönsku ætt- erni. Hún hefur það umfram aðra Dani flesta, að bæði kann hún ís- lenzku og er vel heima í forn- bókmenntum. Hafa skal hún þakkir fyrir að gera vel við Jón á efri árum hans. Mér hefur verið nokkuð tíðrætt um Jón og Þórunni. Ekki er það óeðlilegt, þar sem aðalleikarinn í dramanu er sjálfur Jón Helgason í þetta skiptið. í Kaupmannahöfh er skarð fyrir skildi, skarð, sem er útilokað, að verði nokkurn tíma fyllt. Astæðan er sú, að þær að- stæður, sem Jón koma að, með fullt af handritum í Kaupmannahöfn, eru liðnar. Danir hafa gert hluttil íslendinga, sem í sögu heimsbyggð- arinnar eru ekki önnur dæmi um: Þeir hafa skilað okkur handritun- um, sem Jón kom að, og streyma þau heim til sín á færibandi á hverju ári í geymslu hér á landi, geymslu, sem er mjög tæplega við hæfi slíkra merkisplagga. Að loknum starfsdegi Jóns kem- ur mér í hug, að ekki er víst, að Jón hefði komizt á legg á Islandi nútímans. Jón var sonur bónda og ráðskonu hans, og var því ekki hjónabandsbarn, þótt þau byggju saman í áraraðir. Var á þeim árum oft hnýtt í fólk vegna slíkra hátta, og lentu mæður slíkra barna oft í erfiðleikum vegna þess. Þegar faðir Jóns féll frá, flutti móðir hans með hann til Hafnarfjarðar, til að unnt væri að koma honum til mennta. Slík hefur verið kynfylgja móður Jóns, að hún hefur barizt við erfið- leikana og komið þessum fluggáf- aða syni sínum til æðstu mennta, og mikill var sá sigur. Nú, þegar 85% af tuttugustu öldinni eru liðin, þykir nokkuð sjálfsagt, að gerðir séu út af ríkinu sérlærðir menn til að nema burtu börn úr móðurkviði og fyrirkoma þeim — á altari ein- hverrar félagshyggjuvitleysu. Ekki liggur fyrir, hve mörg lífsstörf manna á borð við Jón Helgason við höfum misst af þeim sökum, en mikil er vesóld þeirrar þjóðar, sem þannig þarf að haga sér. Þau Jón og Þórunn hafa gengið sín reynzluspor í lífi sínu, og eru á leið til þeirra landa, þar sem mönn- um er launað að verðleikum. Hafi þau góða ferð, og góðar hugsanir fylgj a þeim héðan. . Sveinn Torfi Sveinsson Jón Helgason fæddist á Rauðsgili í Hálsasveit 30. júní 1899. Hann var sonur Helga Sigurðssonar bónda og bústýru hans Valgerðar Jónsdóttur. Helgi missti konu sína, Pálínu Pálsdóttur, 1897. Valgerður kom til hans sunnan úr Selvogi af fátæku en góðu fólki komin. Var hún meðal annars af Keldnaættinni sem kennd er við Keldur á Rangár- völlum. Helgi og hún áttu saman tvö börn, þau Jón og Ingibjörgu. Ekki var auður í búi hjá Helga. Hann var leiguliði eins og flestallir bændur á þeim tíma og varð að borga landskuldir í sméri að Reyk- holti og hafa hross frá landeiganda í hagagöngu á vetrum og eflaust láta fleira í té eins og efni framast leyfðu. Það fór fljótt að bera á Jóni meðan hann var í föðurgarði á Rauðsgili. Hann þótti ekki smákurt- eis við prestinn en gerði sér ferð á bæi þar sem von var um að fá lánað- ar bækur. Þetta sagði mér Ástríður á Signýjarstöðum sem léði honum þær bækur sem hún átti. Árið 1908 andaðist Helgi 59 ára að aldri. Valgerður bjó til vors á Rauðsgili en fluttist þá til Hafnarfjarðar. Það var 25 ára aldursmunur á henni og Helga en það segja fróðir menn að hún hafi alla ævi lifað í aðdáun á honum sem eflaust hefur ekki verið ástæðulaus. Helgi var fróður og eftirminnilegur ágætismaður. Það lýsir Jóni vel að hann hélt ævilangri vináttu við jafnaldra sína í sveitinni þó hann færi þaðan 10 ára að aldri. í Hafnarfirði giftist móðir hans aftur en örlögin höguðu því svo til að Jón gekk menntaveg og varð að mikilmenni. Býst ég við að sá ferill verði rakinn í mörgum blöðum og mörgum þyki sér heiður og æra í að rekja þann feril skálds og fræðimanns. Hann var staddur uppi í Hálsasveit þegar hann varð átt- ræður og sveitamennirnir héldu honum veislu í félagsheimilinu. Þar sat honum á aðra hönd uppeldis- systir hans og frænka, Rebekka, 10 árum eldri, en á hina jafnaldra, bóndakona úr sveitinni, Þóra að nafni. Jón þakkaði fyrir sig með ræðu og komst -þá svona að orði eða því sem næst meðal annars. „Ef ég hefði ekki flutt til Hafnar- fjarðar hefði ég eflaust orðið kot- bóndi hér í sveitinni og líklega gifst henni Þóru sem situr hérna." Ég gæti trúað að þetta væri rétt. Það má þó minna á það að þegar Jón og Þóra voru ung þekktust þau til 10 ára aldurs. Hann nefndi hana sem hvert annað dæmi. Jón hefði sennilega orðið ámóta karl og Helgi faðir hans ef hann hefði lent í bændastétt og líklega hefði Helgi orðið að nokkru mikilmenni hefði hann notið sín að sögn gamalla manna sem þekktu hann. Þess má og geta að Þóra sem Jón benti á var frábær að minni og hefði líka orðið að fræðimanni ef hún hefði notið sín. Næst er því frá að segja að ég var kominn til Kaupmannahafnar haustið 1950 og var að byrja á löngu námi. Mér datt satt að segja ekki í hug að mikilmenni myndu neitt um mig hirða og fór því ekki á fund Jóns en þessi skoðun mín átti eftir að breytast. Það var fund- ur í Islendingafélaginu nokkrum mánuðum eftir að ég kom til Kaup- mannahafnar. Jón hélt þar eina af sínum góðu ræðum og lýsti för sinni til Hjaltlands. Eftir fyrirlesturinn koma þau hjónin Jón og Þórunn næstum rakleitt til mín að bjóða mér heim til sín. Jóni þótti það nefnilega sæta nokkrum tíðindum að í Kaupmannahöfh væri maður úr Hálsasveit aukinheldur af Deildar- tunguættinni rétt eins og hann sjálfur. Eftir þetta var ég heima- gangur hjá þessu góða fólki í sex ár og í mínum augum var Jón alltaf samurt hinn mesti snillingur. Þór- unn Astríður Björnsdóttir, kona hans, f. 25. mars 1895, d. 7. maí 1966, var ekki skáld og rithöfundur en var manni sínum í engu öðru síðri. Hún er ein af þeim mönnum sem mér hafa þótt bestir af þeim sem hafa orðið á vegi mínum. Þau hjón áttu mestan þátt í því að gera mér lífið gott meðan ég var í Kaupmannahöfn. Óteljandi eru þær smásögur sem sagðar eru af Jóni. Við suma var hann ónotalegur í fyrstu. Enginn vissi hvenær hann var að gera sér upp og hvenær honum var alvara þegar hann sagði eitthvað ónotalegt við menn sem honum var sama um, en hitt er víst að við smámenni og þá sem voru hjálparþurfi var hann alltaf hlýlegur og Írjálpsamur og alvara hans ein og einlæg. Að lokum er hér ein smásaga um Jón. Löngu áður en ég kom til Kaupmannahafnar var þar að læra annar ungur maður ofan úr Hálsa- sveit. Hann var ekki vel búinn undir nám sitt, fátækur og varð að leggja mjög mikið að sér og var kominn að því að gefast upp. Jón og Þórunn höfðu auðvitað gert hann að heima- gangi hjá sér og Jóni var því meira annt um hann af því hann átti í erflðleikum. Nú hafði birst leikrit eitt sem margir töldu eithvert versta leikrit á íslenskri tungu og Jón kunni það utan að og átti það til að leika það fyrir gesti sína. Nú lofar Jón að leika leikritið fyrir Hálssveitunginn ef hann næði próf- inu. Það er ekki að orðlengja, Háls- sveitungur náði prófinu og Jón lék fyrir hann leikritið.- Þó að Jón veitti mér ekki svona góða hjálp við að ná prófí voru það margar góðar stundir sem hann skemmti mér og öðrum í fagnaði heima og í sam- kvæmum þar sem hann flutti eftir- minnilegar ræður. Ég hef ekki minnst á fræði- mennsku Jóns af ásettu ráði, það gera hinir. Eg vil þó rifja upp það sem Ólafur Briem sagði um ljóðin hans þegar ég var í gagnfræðaskóla á Laugarvatni og lærði af honum íslensku. „Jón ber af öðrum mönn- um sem fræðimaður, en það sem hann hefur gert á því sviði gætu aðrir hafa gert. En enginn gæti hafa gert önnur eins ljóð og hann, þau mættu hafa verið fleiri." Þorsteinn Þorsteinsson Kveðja frá Félagí íslenskra fræða Jón Helgason prófessor er allur. Drjúgum starfsdegi er lokið. Mikill vísindamaður á sviði íslenskra fræða er kvaddur. íslensk fræði eru forn mennta- grein, ein sú elsta sem stunduð er með þessari þjóð. Svið fræðanna er líka vítt og þeim fátt óviðkomandi er lýtur að andlegri og verklegri menningu, tungu, bókmenntum og listum, daglegu lífl þjóðarinnar fyrr og síðar. Þjóðernisvitund og sjálf- stæði íslenskrar þjóðar er með ein- um eða öðrum hætti grundvölluð á þekkingu hennar á þessum fræðum, ást hennar og virðingu fyrir þeim andlegu verðmætum sem tengja hana saman og veita henni þor til að bera reist höfuð í samfélagi þjóða. Jón Helgason vann þjóð sinni mikið og ósérhlífið starf á sviði ís- lenskra fræða. Vísindastörf hans og fyrirlestrar, ljóð hans og ljóða- þýðingar, ræður, ritgerðir og bækur ætlaðar almenningi um eddukvæði og fslensku handritin eru drjúgur skerfur til sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar. Þeirri baráttu lýkur aldrei. Varðveisla þjóðernis, tungu og menningar Iftillar þjóðar er eilíf barátta. Honum var ungum falið að veita handritasafni Árna Magnússonar forstöðu. Þær ströngu kröfur sem hann gerði til nákvæmni og vand- aðra vinnubragða við vísindalegar útgáfur íslenskra handritatexta eru nú fyrirmynd þeirrar öflugu út- gáfustarfsemi sem stunduð er í stofnununum tveimur, í Kaup- mannahöfn og Reykjavík, og kenndar eru við nafn Arna Magnús- sonar. Jón Helgason var fyrirlesari eins og þeir verða bestir. Þurr fræði og samtíningur öðlaðist líf í framsetn- ingu hans og hann flutti mál sitt af innlifun og kynngi sem lét fáa ósnortna er á hlýddu. Þeirrar listar fengum við í Félagi íslenskra fræða að njóta er hann sótti okkur heim. Ljóð orti hann sem greypt eru í vitund þjóðarinnar. Félagi íslenskra fræða var mikill heiður að telja Jón Helgason í sínum röðum og vottar minningu hans djúpa virðingu og aðstandendum hans innilega samúð. Sigurgeir Steingrímsson 11899-19861
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.