Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Kosningabaráttunni í Portúgal lýkur senn: Freitos do Amaral spáð um 40% atkvæða á suimudagiiin — og meirihluta í seinni umf erðinni um miðjan f ebrúar Kosningabaráttan í Portúgal fyrir forsetakjörið á sunnu- daginn hef ur verið í hámarki og henni lýkur á f östudag- inn. Eins og áður hefur komið fram í grein í Morgun- blaðinu er Diego Freitas do Amaral enn talinn líklegast- ur sigurvegari og fréttaskýrendur segja, að héðan af muni varla verða umtalsverðar breytingar á fylgi hans. Mönnum ber svo ekki sainan um, hvort þeirra Mario Soares f orsætisráðherra eða Maria Lourdes Pintassilgo muni verða í öðru sæti og etja því kappi við do Ainaral í seinni umferð kosninganna sem verður þann 16. febrúar. Do Amaral bættist góður og býsna óvæntur liðsauki fyrir nokkru, þegar einn frægasti rit- höfundur Portúgals, Maria Velho da Costa, ein af Maríunum þremur sem margir kunna skil á, lýsti yfir stuðningi við do Amaral. Maria da Costa hefur löngum verið talin vinstrisinnuð, en eins og alkunna er var do Amaral einn af stofnend- um Miðdemókrataflokksins í Portú- gal eftir byltinguna 1974. Ásamt honum stofnuðu flokkinn þeir Amaro da Costa sem lézt í flugslys- inu með Sa Carneiro forsætisráð- herra í desember 1980 og Victor Sa Machado, fyrrverandi utanríkis- ráðherra. Á þeim heitu tímum í Portúgal þegar allt var í upplausn og ringulreið og áhrif kommúnista og hersins voru ótrúlega mikil lá við að Miðdemókrataflokkurinn væri skorinn niður við trog vegna „hægri-villu". Do Amaral og félag- ar hans létu þó ekki mótbyrinn á sig fá og náðu sex þingmönnum á Stjórnlagaþingið vorið 1975. Do Amaral þótti mikill og góður ræðu- maður þá þegar og þrátt fyrir ungan aldur virtist hann traustvekj- andi og snöfurlegur og vakti traust. Hann tók síðan við aðstoðarforsæt- isráðherraembætti í stjórn Sa Carn- eiros og virðist þeim hafa samið mætavel í ríkisstjórnarsamstarfinu. Eftir að Pinto Balsemao varð for- sætisráðhera stjórnarflokkanna að Sa Carneiro látnum, dró do Amaral sig í hlé og sagðist hafa hug á að snúa sér að kennslustörfum á ný en hann er doktor og prófessor í lögfræði. Diego Freitas do Amaral fæddist þann 21. júlí 1941 í Povoa de Varzim í Norður-Portúgal. Kona hans heitir Maria Jose og þau hjón eiga fjögur börn. Maria Lourdes de Pintassilgo er einn af mörgum fyrrverandi forsæt- isráðherrum Portúgals og gegndi því embætti nokkra mánuði árið 1979, sérlega til þess kölluð af Eanes forseta þegar ein af mörgum stjórnarkreppum skall á. Hún var sendiherra Portúgals hjá Samein- uðu þjóðunum og vakti athygli fyrir skarpleika og hispurslausa fram- komu og aflaði sér virðingar og trausts. Hún varð fyrst frambjóð- endanna fjögurra til að kunngera framboð sitt og hefur frá byrjun lagt áherzlu á að engin samtök eða flokkur standi að framboði hennar. Hún hefur þótt vinstrisinnuð og hefur vænzt stuðnings úr þeim átt- um. En fyrir henni hefur farið sem öðrum frambjóðendum, að eftir því sem lengra hefur liðið á baráttuna hefur henni orðið ljóst, að hugtökin vinstri og hægri gerast æ óljósari í portúgölskum stjórnmálum sem viða annars staðar og því hefur hún orðið að haga seglum nokkuð eftir vindi. Maria Lourdes Pintassilgo hefur lagt mikla áherzlu á að Portúgal beri að sinna af meira kappi málefn- um þriðja heimsins. Hún styður stóraukna þróunarhjálp, bæði með fjárframlögum og ráðgjafarstarfi. Það er vitanlega gott og blessað og stuðningur forsetans hefur ekki reynzt vega þungt — Eanes. Freitos do Amaral — næsti for- seti Portúgals? og hugsjónir hennar dregur enginn í efa. A hinn bóginn fínnst mörgum Portúgölum það væri kannski vitið meira að líta sér nær og huga að atvinnuleysi upp á átta prósent, verðbólgu og lítilli framleiðsluaukn- ingu, bættri heilbrigðisþjónustu, menntun ungu kynslóðarinnar og þó umfram allt er bent á að ekki dugi að mennta unga fólkið, ef það fái síðan ekki atvinnu að námi loknu. Því hefur Pintassilgo átt nokkuð erfitt uppdráttar en hún er óumdeilanlega vinsæl og kosninga- barátta hennar hefur einkennzt af dugnaði og ódrepandi kjarki og sjálfstrausti. Hún er dyggur kaþól- ikki og mun í fyrstu hafa vænzt stuðnings frá kirkjunnar mönnum, en eftir því sem ég hef komizt næst með lestri og samtölum hefur ekkert afgerandi komið frá þeirri hlið. Skiptar skoðanir eru svo meðal Portúgala, sem taka trú sína ekki eins hátíðlega og ýmsar aðrar Suðurlandaþjóðir, hvort það hefði orðið henni til framdráttar. Salgado Zenha — famboð hans að undirlagi Eanes? Maria Lourdes Pintassilgo fædd- ist í Abrantes þann 18. janúar 1930. I tómstundum sínum leikur hún á píanó og hún hefur unun af ljóða- lestri. Hún er ógift og barnlaus. Eins og sakir standa nú virðist Mario Soares, fyrrverandi forsætis- ráðherra, hafa aukið verulega við fylgið og flestar kannanir spá hon- um ððru sæti í fyrstu umferð. Eftir að fyrrverandi fóstbróðir hans, Fransisco Salgado Zenha, hafði til- kynna framboð sitt leit út fyrir að fylgi Marios Soares færi meira og minna til Zenha. Eftir því sem liðið hefur á kosningabaráttuna hefur þetta snúizt Soares í hag og eru ástæðurnar ýmsar. Mario Soares nýtur virðingar og persónulegra vinsælda út fyrir raðir Sósíalista- flokksins. Þrátt fyrir að honum hefur ekki tekizt það metnaðarsama verk sem hann hefur einsett sér og tilkynnt, í hvert skipti sem hann hefur myndað ríkisstjórn, er var- hugavert að draga góðan vilja hans í efa. Soares naut þess lengi að Maria Pintassilgo — styðst ekki við flokka né samtök. hann hafði hrakizt í útlegð á tímum einræðisstjórna Salazaar og Caet- ano og sneri síðan heim til að leiða Portúgali eftir lýðræðisbrautinni. Sumarið 1975 skipulögðu þeir Zenha fundaherferðir um landið þvert og endilagt til að berjast gegn óeðlilegum ítökum kommúnista og áður hefur verið vikið að. Hafi maður í huga hvernig andrúmsloftið var í landinu sumarið 1975 þegar menn flúðu unnvörpum úr landi og persónulegar ofsóknir af hálfu stjórnar hersins og forsvarsmanna kommúnista voru í algleymingi, má Leti fiskvinnslufólks á Suðurnesjum Fréttir um atvinnu- leysi á Suðurnesjum _.....__..__._ i :„ir:n.i nrr viprukifru Svar til Sigurðar Garðarssonar eftír Ingibjörgii Bjarnadóttur Mikið óskaplega ert þú reiður ungur maður. Grein þín í Morgunblaðinu 16. jan. var með sömu eindæmum og ræða útgerðarmannsins í Ver- mannahöfn í bók Stefáns Jónssonar „Mínir menn". Hann sakaði verkalýð Ver- mannahafnar um að hoggið þresar í sama hnérörið. Sýnilega er þitt hnérör illa beyglað eftir lamstur og högg Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og þess letingjalýðs sem þar er á mála, og hefur það mark- mið eitt að skæruherja á saklausa vinnuveitendur og þig sérstaklega. Misnotkun á atvinnuleysissjóði og pólitískur peningaaustur í letingja- lýð Suðurnesja. Stór orð. Allt má misnota, líka þá hluti sem hugsaðir eru til hjálpar fólki í nauðum. Samanber matgjafir til sveltandi barna í Biafra, sem lentu mestan- part í kjaftinum á Biafraher. Ein- hverjar kellingar eru eflaust til sem skeina Kanann á sumrin og hírða bæturnar sínar þess utan og gefa skít í það þó Sigga í Vogum vanti fólk. En hafa ekki atvinnurekendur líka, ekki síst þú, leikið það að senda fólkið heim 2-3 daga í viku þegar lítið er um hráefni og sagt því að fara bara á atvinnuleysisbætur þessa daga? Er það ekki vinnuveit- andans að borga sínu fastráðna fólki kauptryggingu þá daga sem vinna liggur niðri? Vinnur sama fólkið máske aldrei svo lengi hjá þér að það nái fastráðningu? Um tíma gekk nú frystihúsið hjá þér undir nafninu „Ráðið og rekið hf.", í munni gárunga. Hvað er að? Nú hef ég raunar aldrei unnið hjá þér, en held þó að þegar frekjuhakkur eins og ég, getur unnið hjá sama vinnuveitanda í yfir 20 ár án þess að vera nokkurntíma rekin þó við séum ekki alltaf á sama máli, en meinleysisstrá eru rekin úr Vogum hf., þá er einhversstaðar laus skrúfa. Fólk er á atvinnuleysiskrá og vill ekki vinnu hjá þér, segir þú í greininni. Sé um skammtíma stöðvun á þeirra vinnustað að ræða, hversvegna ætti það þá að fara frekar til þín, en bíða kannski nokkra daga? Býður þú betri laun en aðrir? Hærri bónus? Meiri mögu- leika á yfirvinnu, eða elskulegra viðmót en hinir? Þú segir að fólk hafi ekkert vinnusiðferði, virði ekki vikuuppsagnarfrestinn og aðrar skyldur vinnulýðsins. Er sá upp- sagnarfrestur og aðrar skyldur vinnuveitanda alfarið vírtar í þínu fyrirtæki? Ennfremur ertu reiður útaf sögum og skoðunum sem fólk beri milli vinnustaða, ég er undrandi yfír því. Allt sem ég hef heyrt um þig persónulega er á eina lund, sem sé að þú sért ágætis strákur. — Mér líkaði prýðisvel við hann. — Siggi er alveg ágætur. — Allt í lagi með hann, fínn strákur. Þetta eru svörin, ef maður spyr fólk sem hefur unnið hjá þér hvernig því hafí líkað. Tregða fólks stafar áreiðanlega frekar af stopulli vinnuvon og heimalöguðu jafnaðarkaupi, en persónulegri óvild til þín. Allavega talar fólk almennt vel um þig og á ekki skilið svona skítkast. Svo ég afgreiði værukæra fólkið á skrif- stofu VSK og pólitíkina þar, þá vitum við öll hvar í flokki Karl Steinar stendur, pólitískur litur annarra starfsmanna er mér hulinn. Þau hafa ekkert verið að viðra skoðanir sínar við mig þó ég hafi _t nœrg-m-> *»™» ¦* "J*9"' I poliu.-. b-p. Má__*''™2 Ultn-ndráiur AHS-Í « ¦ toUindun __ii_rvi_nukven_. - Ke-.vtarflugveUi e- akri «g «t- vin--,«u-_- •*- t_n» "»»• *» »thug»aer——- Lúikind og vscru_-r- Bkrtning- -rttlk. og mikil «já_virkni I grei_-u -ivinjiukryws-öU * SuSurn-num. er helsU onók fyrir _lvinmuey_nu. Reynd-r er vrfamll hvort -tvuinu- „y«_b_-Uir er rett ort í þe*«u Ul- lití M_»r»v»-i_5k-_*ÞetuleU- eftirSigurð Tómas Carðarsaon Nú eru mikuu- umr-flur í fjöl- m-rtum um »t-nnuley_ - Suftir- m-jum. Þ-J vekur ¦-_-. U.um- hug«in«r. etUr _) h_I« «jrl}*t f [ h*l(«n minuS eftir __rf«folki ul __rf« b_* - «Jo og l«_di. hvort MUl-m þ-ra» er «kriS og þiggur l«un ur _ivinnu->»ú~rygKing*«Jo* «ér_unverulega«tvinniiu_-L Þvi miður eru atvinnurekenuur « Juoume«jum l-rttir _) leiU efiir fólki Ul vinnu ¦ ^okilluouin «t- vinnuleyu-ikríniiiga-S*™ [ hverju bejarfílagi. þvl rey«uan •> rá-ningu þe««a («-• er «__n. I ham. er AiU «-_ohvort of latt ™n.þ«»liœu'»i»rt.l't';'1^.",S *,. __-v-nir I f-kvinn_u yfir >M ^^gremrtj* «*u*t«m Ken«vÓ, hefur »1«P-- -r™» inhlio. IroSri Hnum og m»notkun átt þangað erindi. Hjálpsamt, alúð- legt og heiðvirt fólk virði ég mikils, hvar í flokki sem það stendur. Sem pólitískur betlari í næstu bæjar- stjórnarkosningum ættir þú að hafa hugfast að fiskvinnulýðurinn er líka atkvæði, og skammir og hroki duga ekki til vinsælda. Jafhvel sauðirnir okkar sextíu í þinghúsinu vita þetta og líma föst á sig elskulegheitin þegar líður að kosningum, láta sig hafa það að ösla slorið á blankskón- um og anda að sér físklyktinni meðan þeir segja okkur hve mikið þeir elski okkur láglaunahópana fýrir kosningar. Prófaðu þetta bara. Fyrst ég er á annað borð farin að gapa þetta í dagblað get ég „Unkind og v»n__--rð skr-iiing-rfAta og mikil Hj&Ifvirkni < greiAslu -tvinnuleyBÍ-- bóta A Suíurnequm er hclsta or»»k fyrir nt- v__nuley_i.a og tekjutrygging«--<tir. Meir* áhyggniefni er ekki stillt mig um að minnast á þær furðulegu skoðanir sem allt of margir hafa á fiskvinnufólki, at- vinnu þess og atvinnuleysi, Sigurð- ur má hugsa um það líka. Margir virðast ekki gera sér grein fyrir því að fiskvinnufólk er ekki bara sálarlausir skrokkar sem hægt er að skáka fram og aftur eins og peðum á taflborði. Mikill meirihluti þess er húsmæður, konur með heim- ili og börn. Húsmóðir í Keflavík til dæmis æðir ekki af stað í vinnu f frystihúsi Þingeyrar þó hennar vinnustaður sé lokaður um tíma (eða eilífð). Meðan vel aflast og hún hefur vinnu, renna dagarnir hjá í trylltu kapphlaupi við klukkuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.