Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 1
64SIÐUR B STOFNAÐ 1913 25. tbl. 72. árg. FOSTUDAGUR 31. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mörg tonn af brakí úr Challenger fundin Kanaveralhöfða, 30. janúar. AP. MÖRG TONN af braki úr geim- feijunni Challenger náðust um borð í björgunarskip nndan Flórída i dag, þ. & m. stjórn- borð, mælitæki, og trjóna ann- arrar hjálparflaugarinnar, sem sprengdar voru með fjarstýringu Byltingar- sigri hrósað Aden, Moskvu, 30. janúar. AP. BYLTINGARMENN i Suður- Jemen héldu „sigurhátíð" i Aden og héldu því fram að þeir hefðu brotið á bak aftur alla mótspyrnu stuðningsmanna Ali Nassers Mohammed, fyrrverandi forseta. Útvarpsstöð, sem stuðningsmenn Mohammeds reka, vísaði þessu á bug og sagði „hatramma" bardaga eiga sér stað í austurhluta landsins. Staðgengill sendiherra í sendiráði Suður-Jemen í Moskvu hélt því fram í dag að átökin í landinu hefðu blossað upp þegar lífverðir forset- ans hefðu ruðst inn á fund stjóm- málanefndar kommúnistaflokksins og drepið þrjá nefndarmenn af 15. úr stjórnstöð 20 sekúndum eftir að feijan splundraðist. Einnig fannst fótur, íklæddur bláum sokk, rekinn á fjörur, en óljóst er hvort um sé að ræða jarðnesk- ar leifar eins geimfaranna. Leit að braki úr Challenger var hert í dag, skipum Qölgað og notuð hljóðbyigjutæki til að staðsetja flak á hafsbotni. Kafarar verða þó ekki sendir niður fyrst um sinn „til að komast hjá slysi vegna hættulegra efna“ eins og það er orðað, en um borð í feijunni voru geymar fylltir sprengifímu eldsneyti. Rannsókn hófst í dag á sérstök- um segulbandsspólum, sem inni- halda nákvæmar upplýsingar um starfsemi einstakra tækja og bún- aðar feijunnar. Böndin ganga mjög hratt í upptöku og því hægt að sundurgreina starfsemi allra tækja hvem þúsundasta hluta úr sekúndu. Mestar vonir em bundnar við að á böndunum sé að fínna vísbendingar um hvað fór úrskeiðis í geimskot- inu; hvort orsakir sprengingarinnar megi rekja til bilunar í eldsneytis- tanki feijunnar eða hjálparflaugun- um tveimur. Eldflaugasérfræðingar telja lfk- legast að sprenging hafí orðið í eldsneytistanknum því hjálpar- flaugamar hafí haldið áfram flugi og allt virzt eðlilegt í þeim þar til þeim var grandað með fjarstýringu er leit út fyrir að þær væru að taka stefnu inn yfír byggð svæði. Sérfræðingamir telja hugsanlegt .að flísast hafí úr blöðum stórrar túrbínu, sem dælir eldsneyti á ofsa- hraða úr tanknum til hreyfla feij- unnar, og hafí gat þá rifnað á tankinn. Vegna stærðar tanksins og magnsins í honum gæti hafa komið lítið gat á tankinn án þess að mælanlegt þrýstingsfall hafí orðið í honum. Leki hafí hins vegar verið nægur til að valda sprengingu. Önnur skýring sé að þegar SDreng- ingin varð hafí þrýstingur á feijuna vegna loftmótstöðu verið að ná hámarki. Á kvikmyndum megi sjá undarlega hegðan loftstrauma aft- ast á feijunni nálægt hreyflunum. Síðar virðist sem heitt gas og eldar læðist fram með feijunni að festing- um eldsneytisgeymisins og hjálpar- flauganna, rétt fram fyrir leiðslur, sem eldsneyti til hreyfla Challen- gers streymir um. Á þeim stað hafí sprengingin orðið. Sprengingin hafí verið svo skyndileg að mun líklegra sé að vetnið í tankinum hafí sprung- ið er það komst í snertingu við loft en eldsneytið í hjálparflaugunum, en það er í föstu formi. Sjá nánar fréttir á bls. 20 Drúsar skjóta á höll Gemayels Beirút, 30. janúar. AP. Beirút, 30. janúar. AP. DRÚSAR skutu flugskeytum að höll Amins Gemayel, forseta, í Baabda, austur af Beirút, er þeir AP-Símamynd Jonas Savimbi, leiðtogi skæruliða í Angóla, ráðfærir sig nú við ráðamenn í Was- hington. Myndin var tekin við upphaf fundar hans með George Shultz, utanríkisráð- herra, í gær. börðust grimmilega við hersveit- ir, sem hliðhollar eru forsetan- um. Svo virðist, sem andstæðingum forsetans vaxi ásmegin í bardögum andstæðra fylkinga í Líbanon. Njóta sveitir múhameðstrúarmanna öflugs stuðnings Sýrlendinga. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, ítrekaði kröfur sínar um afsögn Gemayels og spáði mjög grimmileg- um átökum á næstunni. Ný sókn gegn forsetanum væri rétt að byija og gert yrði út af við falangista á vígvellinum, að hans sögn. Drúsum tókst ekki að hæfa for- setahöllina, en sprengjur þeirra sprungu í aðeins 100 metra fjar- lægð. Hermt er að forsetinn hafí ekki kippt sér upp við hvellina og sinnt starfí sínu ótrauður í skrif- stofu sinni. Einnig skiptust fylkingar á skot- um yfír grænu línuna. Sprengjur féllu þá m.a. við bandaríska háskól- ann. Kennslu var samstundis hætt og nemendur sendir á brott. ísraelskar orrustuþotur flugu lágflug yfir Beirút í dag, en í gær vörpuðu þær sprengjum á stöðvar Palestínuskæruliða við flótta- mannabúðir í Sídon. Einn skæruliði féll og sex særðust. Hermaður með brak, sem talið er vera úr geimfeijunni Challenger, sem splundraðist skömmu eftir geimskot á Kanaveralhöfða á þriðjudag. Brakið fannst sjórekið á Kakóströndinni á Flórída. Það hefur angrað leitar- og björgunarmenn að minja- gripasafnarar kemba nú leit- arsvæðið í von um að krækja sér í hluti úr feijunni. ym AP/Símamynd Museveni myndar nýj a ríkissljórn Kampala, 30. janúar. AP. YOWERI Museveni, leiðtogi uppreisnarmanna í Úganda, útnefndi sjálfan sig í dag varn- armálaráðherra landsins, en í gær sór hann embættiseið sem forseti Úganda. Museveni útnefndi Samson Kisekka, 73 ára lækni, sætisráð- herra. Museveni útnefndi sex menn í stjóm sína og er fjármála- ráðherrann, Ponsiano Mulema, sá eini sem ekki átti aðild að skæru- liðaflokki Musevenis. Mulema var þingmaður stjómarandstöðunnar í stjómartíð Miltons Obote. Fregnir bárust í dag af ofbeldis- verkum á svæðum í norðurhluta Úganda sem stjómarherinn hörf- aði til. Útlendir sendifulltrúar skýrðu frá því að mikil hræðsla hefði gripið um sig vegna fram- ferðis hermanna og íbúar heilu borganna hafí flúið þær. A þriðja þúsund Úgandamenn, flestir þeirra opinberir starfs- menn, hafa flúið til Kenýa vegna harðra bardaga heimafyrir, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna. Tito Qkello hershöfðingi, sem uppreisnarmenn í Úganda steyptu um helgina, er nú í Súdan, og sagði hin opinbera fréttastofa landsins að hann hyggist safna þangað liði sínu og snúa síðan aftur heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.